Alþýðublaðið - 04.10.1975, Side 11
Sjónvarps-
leikurinn
f .f} 1 L Á tj Hr
i Æ M
H*i U
| Í.J £ ijr-' t- i ^ s %
Pólska landsliðið í handknattleik, sem hreppti 4. sætið í síðustu heimsmeistarakeppni í A-Þýskalandi. Nr. 5 á
myndinni má sjá Klempel þeirra besta skotmann og nr. 1. Szymczak einn besta markvörð heimsins.
ISLAND —
PÓLLAND
í DAG
Páll Björgvinssorr.
Ekki nægi-
lega undir-
búnir
„Við eigum dágóða möguleika
á að vinna Pólverjana, enda unn-
um við þá 16:14 i Júgóslaviu i
sumar. Fyrir þann leik — vorum
við búnir að æfa mjög vel, þ.e.a.s.
um sumarið en nú höfum við haft
aðeins um 5 daga til undirbúnings
og það gæti ráðiö baggamunin-
um” sagði fyrirliöi islenska hand-
knattleiksliðsins Páll Björgvins-
son, en hann leikur nú sinn 11.
landsleik. Pólverjarnir eru geysi-
lega sterkir, bæði snöggir og hafa
yfir mikilli tækni að ráða, og hafa
einn besta markvörö I heimi.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég er
fyrirliði landsliðsins og það væri
óneitanlega gaman að byrja á
sigri, þótt það verði erfitt gegn
þessu velþjálfaða liði, sem er ný-
komið úr ströngu landsleikja-
ferðalagi frá Kanada. Ef viö spil-
um rólega og örugglega I sókninni
og skjótum ekki nema I dauða-
færum, þá er ekki útilokaö aö
sigurinn falli okkur I skaut, sagöi
Páll Björgvinsson að lokum, en
hann er nú fyrirliði Islenska
landsiiðsins I fyrsta skiptiö.
Liðin sem mætast í Laugardalshöllinni kl. 3.
ISLAND
Ólafur Benediktsson
Rósmundur Jónsson
Páll Björgvinsson
Magnús Guðmundsson
Stefán Gunnarsson
Jón Karlsson
Gunnsteinn Skúlason
Sigurbergur Sigsteinsson
Björgvin Björgvinsson
Hörður Sigmarsson
Gunnar Einarsson
Ólafur Einarsson
— Pólland
— Andrzej Scymaczak
— Zszislaw Antczak.
— Jerzy Klempel
— Henryk Rozmiarek
— Jan Gmyrek
— Alfred Kaluzinski
— PiotrCiesla
— Wojciech Swózdz
— Andrsej Sololowski
— Zygfryd Kuchta
— Janusz Brzozowski
— Zbigniew Dybol
Majorek Stanislav:
„tslendingar eru alltaf erfiðir
andstæðingar og að vanmeta liö
ykkar stendur ekki til enda vitum
við vel hversu island er megnugt i
handknattleik” sagði Majorek
Stanislaq þjálfari pólska lands-
liösins f handknattleik þegar viö
töluöum við hann i gær. „Við töp-
uðum fyrir tslendingum siðast I
Júgóslaviu i sumar 16:14 og vit-
um að lið ykkar er mjög gott, sér-
staklega á heimavelli. Pólska
landsliðið er nýkomið úr lands-
leikjaferð frá Kanada þar sem
liðið tók þátt I sex liöa handknatt-
leikskeppni. Þessi ferð var svona
hálfgerður undirbúningur fyrir
Olympíuleikana f Montreal f
Kanada á næsta ári. Sex lið tóku
þátt i þessari keppni, Sovétrfkin,
Pólland, Danmörk, Japan,
Bandarikin og Kanada. Við
hrepptum annað sætið I þessari
keppni, töpuðum aöeins einum
leik fyrir Rússum 21:16. T.d.
unnum við nágranna ykkar Dani
29:26. Við erum i riðli með Norð-
mönnum og Englendingum i und-
ankeppninni og gerum okkur
góðar vonir með að komast til
Montreal á næsta ári. Eg veit að
leikirnir um helgina gegn íslend-
ingum verða mjög erfiðir en geri
mér samt góöa von um sigur,
enda komum við hér með þvi hug-
arfari.
Islending-
ar eru alltaf
erfiðir and-
stæðingar
Týndist
með öðru
fragtgóssi
Það stóð til að sýna leik Aston
Villa og Birmingham frá þvi á
siðasta laugardag, en að sögn
Ómars Ragnarssonar þá hefur
sá leikur týnst einhversstaðar á
leiðinni innan um annað „fragt-
góss” og óvist hvort sá leikur
skilar sér nokkurn timann. Þess
i stað mun sjónvarpið sina leik
Derby County og Burnley sem
fram fór i byrjun september.
Francis Lee — gamli landsliðs-
maðurinn sem Derby keypti frá
Manchester City i upphafi
siðasta keppnistimabils fyrir
100.000 pund — kemur mjög við
sögu i þessum leik eins og hann
gerði þegar Derby lék við
Bratislava i Evrópukeppni
meistaraliða i vikunni.
Einnig stendur til að sýna leik
Cassius Clay — en svo hét
Muhamed Ali þá — og Sonny
Liston — en hann er nú látinn —
um heimsmeistaratitilinn i boxi
— þungavigt — og er það fyrra
einvigi þeirra félaga. Þá var
Clay aðeins tvitugur að aldri.
Francis Lee kemur mikiö viö
sögu I iþróttaþætti Ómars f dag.
Hér sést hann I skyrtu Man-
chester City, en með þvf félagi
varð hann einu sinni enskur
meistari, einu sinni bikarmeist-
ari og einu sinni Evrópumeist-
ari bikarliöa. Hann bætti einni
skrautfjööur f hattinn síðast lið-
iö vor þegar hann varð enskur
mcistari með Derby County.
Spilum bæði heima og heiman
„Þetta þýðir það að viö spil-
um örugglega heima og heim-
an”, sagði Gunnar Sigurðsson
formaður Iþróttabanda-
lags Akraness þegar hann
frétti að Skagamenn hefðu
dregist gegn Rússlands-
meisturunum í 2. umferð
Evrópukeppni meistaraliða.
„Ég held að ekkert liö hafi veriö
eins óheppið meö þátttöku f
Evrópukeppni og við. Fyrst
þurftum við aö fara alla leiö til
Kýpur og nú varla styttri leið
þar sem Kiev er langt inn I
Rússlandi og t.d. mikiö sunnar
heldur en Moskva. Að spila báöa
leikina úti er algjörlega útilokað
þar sem við yrðum þá aö dvelja
10 daga i Rússlandi — Ef báöir
leikirnir eru leiknir á útivelli
þarf að liða minnst 10 dagar á
milli — og eftir þvl sem
strákarnir i landsliðinu segja
okkur er það gjörsamlega úti-
lokað þar sem allur aöbúnaður I
Rússlandi hafi veriö mjög léleg-
ur þegar þeir voru þar. T.d.
höfðu tveir leikmenn i liöinu
sagt það áður en drátturinn fór
fram að ef þeir fengu Kiev þá
myndu þeir alls ekki fara til
Sovétrikjanna”.
„En það er þó eini ljósi
punkturinn við að fá Kiev er þaö
að liðið er þvi sem næst landslið
Sovétrikjanna og áreiðanlega
eitt af sterkustu félagsliöum
heims i dag. T.d. kepptu þeir
nýlega við Bayern Munchen —
þýsku meistarana — i svo köll-
uðum „Super-Cup” en svo nefn-
ist leikurinn milli Evrópu-
meistara meistaraliða og
Evrópumeistara bikarhafa.
Leikurinn fór fram i Múnchen
og unnu Rússarnir 1:0. Viö eig-
um að leika útileikinn fyrst en
ætlum okkur að reyna aö fá þvi
breytt og leika við þá hér heima
seinna i þessum mánuði á Mela-
vellinum. Þaö er öruggt að
gamli Melavöllurinn verður
troðfullur ef við fáum fyrri leik-
inn hér heima þvi Kiev er geysi-
lega sterkt lið og veröur senni-
lega besta félagslið sem heim-
sótt hefur Island”. sagði Gunn-
ar aö lokum.
Dráttur í Evrópukeppni:
Dregið var i Evrópukeppni meistaraliða i gær, og drógust eftir-
farandi lið saman:
Bayern Munchen (V-Þýskal.) — Malmö FF (Sviþjóö)
B. Mönchengladbach — Juventus (Italiu)
$t. Etienne (Frakkl) — Rangers (Skotlandi)
Dinamo Kiev (Rússl.) — Akranes (Islandi)
Ruch Chorzow (Póil.) — PSV Eindhoven (Holi.)
Hajduk Split (Júgósl.) — Molenbeek (Belgiu)
Derby County (Engl.) — Real Madrid (Spáni)
Benfica (Portúgal) — Ujpesti Dozsa (Ungverjal.)
I Evrópukeppni bikarhafa dróst lið Jóhannesar Eðvaldssonar
Celtic gegn Boacista Portúgal. Enska liöið West Ham fékk sovéska
liðið Ararat. I UEFA keppninni lentu saman meöal annars Hertha
Berlin gegn Ajax Hollandi og FC Köln og Ac Milan.
Laugardagur 4. október 1975
Alþýðublaðið