Alþýðublaðið - 28.10.1975, Síða 4
Björgvin Guðmundsson, formaður Fulltrúaráðsins:
Alþýðuflokkurinn eini flokkurinn, sem
ekki ber ábyrgð á efnahagsöngþveitinu
Alþýöuflokkurinn er eini stjórn-
málaflokkurinn, sem enga
ábyrgð ber á þvi efnahagsöng-
þveiti, sem skapazt hefur i land-
inu, sagði Björgvin Guðmunds-
son, formaður fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksfélaganna i Reykjavik
I setningarræðu sinni á Kjör-
dæmisþingi Alþýðuflokksins i
Reykjavík.
Björgvin sagði að óheillaþróun-
in i efnahagsmálunum hefði byrj-
að i tið vinstri stjórnarinnar svo-
nefndu en haldið áfram i tið nú-
verandi stjórnar. A þessu ári yrði
verðbólgan yfir 50%.
Alþýðubandalagið og Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
bæru ábyrgð á þessari þróun
ásamt núverandi stjórnarflokk-
um, Sjálfstæðisflokknum og
Framsóknarflokknum. Núver-
andi stjórn hefði ekkert ráðið við
þróunina i efnahagsmálum, ekki
fremur en vinstri stjórnin.
Alþýðuflokkurinn er eini flokk-
urinn sem staðið hefur utan við
báðar þessar rikisstjórnir, sagði
Björgvin. Hann hefur gagnrýnt
ástandið i efnahagsmálum og
bent á leiðir til úrbóta.
Um kjördæmismál Reykjavik-
ur sagði Björgvin m.a.:
Það er stundum sagt, að
Reykjavik eigi enga þingmenn.
Reykjavikurþingmennirnir séu
allir önnum kafnir við að sinna
hlutverkum sinum sem lands-
feður og þvi komist sérmál höfuð-
borgarinnar ekki að. I þessu er
vissulega nokkur sannleikur fólg-
inn. Þetta kjördæmisþing á að
gera tilraun til þess að fá a.m.k.
þingmenn Alþýðuflokksins i
Reykjavik til þess að hugsa um
málefni Reykjavikur, enda þótt
mérsé það ljóst, að mörg af hags-
munamálum Reykvikinga eru
jafnframt hagsmunamál alls al-
mennings i landinu.
Stefna Alþýðuflokksins i lands-
málum og byggðamálum er hin
sama. Hvort sem vettvangurinn
er Alþingi eða borgarstjórn er
það samhjálpin og félagshyggjan,
sem einkennir stefnu Alþýðu-
flokksins og baráttu.
Undanfarið hefur Alþýðuflokk-
urinn barizt fyrir þvi i borgar-
stjórn Reykjavikur að gert væri
átak á sviði málefna aldraðra og
langlegu sjúklinga, en vandræða-
ástand rikir i málum þessa fólks.
Hér gætu þingmenn Alþýðu-
flokksins i Reykjavik komið til
hjálpar. Það vantar fjárframlag
frá rikinu, svo að unnt sé að byrja
byggingu langleguálmu Borgar-
spitalans. Þingmenn Alþýðu-
flokksins ættu að knýja á i þvi
efni. Hins vegar stendur upp á
borgina sjálfa varðandi byggingu
dvalarheimila fyrir aldraða. Enn
þann dag i dag hefur borgin ekki
reist eitt einasta elliheimili.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍ TALINN:
Meinatæknir óskast til starfa nú
þegar eða eftir samkomulagi á
Rannsóknarstofu Landsspitalans.
Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar, simi 24160.
Reykjavik 27. október 1975
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANN A
EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765
Ljósmæöur
Staða ljósmóður við Sjúkrahús Húsavikur
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til
15. nóv. 1975. Allar nánari upplýsingar
veitir framkvæmdastjóri i sima 91-4-13-33
Og 91-4-14-33.
Sjúkrahúsið í Húsavik s.f.
Hjúkrunarfræðingar
Staða forstöðukonu við Sjúkrahús Húsa-
vikur er laus til umsóknar. Umsóknar-
frestur til 15. nóv. 1975. Umsóknir sendist
til framkvæmdastjóra sjúkrahússins er
veitir allar nánari upplýsingar, i sima 91-
4-13-33 og 91-4-14-33.
Sjúkrahúsið i Húsavik s.f.
Barnafataverzlunin
Rauðhetta
Látið ekki verðbólgu-
úlfinn gleypa peningana
ykkar, í dýrtíðinni.
Vörur seldar með
miklum afslætti, allt
nýjar og fallegar vörur
á litlu börnin. Lítið inn
og gerið góð kaup.
Opið á laugard.
kl. 10 til 12.
Barnafataverzlunin
Rauðhetta
Iðnaðarmannahúsinu/
Hallveigarstíg 1 — Sími 28480.
Ályktanir kjördæmisþings Alþýðu-
flokksfélaganna í Reykjavík
Annað kjördæmisþing Alþýðu-
flokksins i Reykjavik ályktar að
skora á þingmenn Alþýðuflokks-
ins að beita sér fyrir fullum
samnings- og verkfallsrétti opin-
berra starfsmanna á Alþingi þvi,
er nú situr.
MALEFNI REYKJAVtKUR
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins i
Reykjavik skorar á þingmenn
Alþýðuflokksins að beita sér fyrir
framgangi eftirtalinna hags-
munamála Reykvikinga á
Alþingi:
1. Stuðningi við byggingu dvaiar-
og hjúkrunarheimila fyrir
aldraða enda ekki vansalaust, að
opinberir aðilar skuli ekki hafa
staðið fyrir byggingu elliheimilis
i höfuðborginni.
2. Stuðningi við byggingu B-álmu
Borgarspitalans til þess að bæta
úr brýnni þörf fyrir aukið lang-
legurými m.a. fyrir aldraða lang-
legu sjúlkinga. Brýna nauðsyn
ber til þess að taka á fjárlög
næsta árs framlag til byggingu
B-álmunnar.
3. Stuðningi við byggingu heilsu-
gæzlustöðva i Reykjavik m.a. til
þess að bæta skilyrði til heimilis-
læknaþjónustu i borginni.
4. Að stuðlað verði að aukinni
byggingu dagvistunarstofnana,
þar á meðal skóladagheimila.
Stefnt verði að þvi að byggja á
næstu 5 árum dagheimili fyrir 100
börn árlega og leikskóla fyrir 200
börn árlega. Jafnframt verði
stefnt að sem hagkvæmustum
rekstri þessara stofnana.
5. Að rikisvaldið taki meiri þátt I
byggingarkostnaði fjölbrautar-
skóla en á sér stað samkvæmt
gildandi reglum.
6. Stuðningi við eflingu Reykja-
vikurhafnar sem auðveldi
stækkun Sundahafnargerð oliu-
hafnar og endurbætur á fiskihöfn,
m.a. til þess að bæta löndunarað-
stöðu fyrir togara og auka land-
rými fyrir fiskverkunarstöðvar.
7. Stuðningi við áframhaldandi
uppbyggingu Bæjarútgerðar
Reykjavikur i samræmi við bar-
áttu fulltrúa Alþýðuflokksins i
borgarstjórn.
8 Aukningu ibúðabygginga i
Reykjavik á grundvelli 4-5 ára
áætlunar sem gerð verði um
ibúðaþörf Reykvikinga á þvi
timabili og hvernig tryggt verði
að sá fjöldi ibúða verði örugglega
byggður. Ennfremur með veru-
legri fjölgun verkamanna-
bústaða. Einnig að byggður verði
umtalsverður fjöldi leiguibúða i
borginni með sömu kjörum og
landsbyggðin nýtur nú, t.d. i
formi námsmannahúsa, ibúða
fyrir aldraða, fyrir einstæða for-
eldra og aðra þá, er höllum fæti
standa og ekki hafa möguleika á
ibúðakaupum. Sett verði á yfir-
standandiþingi lög um efnisatriði
yfirlýsingar þeirra um húsnæðis-
mál er rikisstjórnin gaf i febr.
1974. Gerðar verði ráðstafanir
m.a. i lánamálum til að tryggja
það, að auðveldara verði en nú er
að kaupa eldri ibúðir i hinum
ýmsu borgarhverfum, án þess þó
að það leiði til svimandi verð-
hækkana á þeim. Kannað verði
hvort ekki sé grundvöllur fyrir
þvl, að lifeyrissjóðir Reykvikinga
fáist til að taka þátt i f jármögnun
þessara framkvæmda, auk
annarra þeirra aðila, sem taka
þátt i þeim með hefðbundnum
hætti.
Drög að ályktun
um verkalýðsmál
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins
haldið i Reykjavik dagana 11. og
12. október 1975 lætur i ljós
þungar áhyggjur út af þeirri ógn-
vekjandi verðbólgu sem geysar i
landinu, og þvi öngþveiti sem
rikir i efnahagsmálum þjóðar-
innar, en hvort tveggja þetta
hefur rýrt kjör launþega með
óbærilegum hætti. Kjördæmis-
þingið átelur harðlega aðgerðar-
leysi rikisstjórnarinnar i þessum
efnum ogbendirá, aðefekkiáað
koma til atvinnuleysis, til við-
bótar kjaraskerðingunni sem
orðin er, þá má ekki dragast
lengur að hefjast handa um að
draga stórlega úr verðbólguvext-
inum og tryggja kaupmátt launa
og atvinnu launafólks.
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins i
Reykjavik lýsir fyllsta stuðningi
sinum við þá stefnumörkun sem
fram kemur i ályktun mið-
stjdrnar Alþýðusambands
Islands, þar sem lögð er rik
áherzla á nauðsyn þess að verka-
lýðshreyfingin sæki fram I einni
órjúfandi fylkingu gegn þeirri
geigvænlegu kjaraskerðingu sem
að undanförnu hefur dunið yfir
alþýðu manna. Ennfremur vill
þingið lýsa sérstakri ánægju sinni
yfir þeirri skoðun Alþýðu-
sambandsins, að nú beri að snú-
ast gegn rótum kjaraskerðingar-
innar, þar sem er óðaverðbólgan
og fylgifiskar hennar, en láta ekki
við það sitja að glima eingöngu
við afleiðingar hennar.
Þinginu er ljóst, að sá mikli vandi
sem verkalýðshreyfingin á nú við
að etja, verður ekki leystur með
hefðbundinni kauphækkunarbar-
áttu einni saman, heldur verður
einnig til að koma gagngerð
stefnubreyting á stjórnmála-
sviðinu, sem hefur að markmiði
að hefta verðbólguþróunina og
verja og bæta almenn lifskjör
með raunhæfum stjórnmála-
legum aðgerðum. Kjördæmisþing
Alþýðuflokksins i Reykjavik
heitir á flokksmenn alla i verka-
lýðshreyfingunni að styðja að
sem víðtækrastri einingu verka-
fólks i þeirri baráttu, sem nú er
framundan, og býður jafnframt
fram af fíokksins hálfu heils-
hugar samstarf á öllum sviðum
við þau stjórnmálaöfl, sem fús
kunna að reynast til að snúa við af
óheillabraut verðbólgu og kjara-
skerðingarstefnu þeirri er um
sinn hefur ráðið ferðinni, og vilja
ráðast að rótum vandamálanna
með hagsmuni launafólks og
alþjóðar að leiðarljósi.
SKATTAMAL
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins i
Reykjavik haldið 11. og 12.
október 1975, fordæmir harðlega
það misrétti i skattamálum sem
augljóslega á sér stað og vakin
hefur verið athygli á með
áskorunum borgara i nokkrum
sveitarfélögum á skattyfirvöld
um að rannsaka framtöl skatt-
greiðenda á hlutaðeigandi
stöðum. Kjördæmisþingið telur
nauðsynlégt að skattyfirvöld
bregðist myndarlega við þessum
áskorunum og leiðrétti það mis-
réttisem átt hefur sér stað. Jafn-
framskorar þingið á þingflokk
Alþýðuflokksins að beita sér fyrir
gagngerri endurskoðun á skatta-
kerfinu, þannig að skattbyrðin
dreifist réttlátlega og að misrétti
eigi sér ekki stað.
VERÐTRYGGING
LÍFEYRISSJÓÐA
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins
haldið I Reykjavik dagana 11. —
12. okt. 1975 felur þingmönnum
flokksins að bera fram á yfir-
standandi alþingi, að lifeyris-
sjóðir launþega verði vfsitölu-
tryggðir á sama hátt og sjóðir
opinberra starfsmanna. Rétt-
lætismál þetta er nauðsyn fyrir
alla lifeyrisþega þar sem verð-
bólgan brennir sultarlaun þeirra
dag hvern.
Kjördæmisþingið skorar einnig á
Alþýðusamband íslands og öll
verkalýðsfélög innan þess að
fylgja þessu máli eftir.
LANDHELGISMAL
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins i
Reykjavik lýsir fögnuði yfir þeim
sögulega atburði, að fiskveiðilög-
saga Islands verður 200 milur
hinn 15. október 1975.
Þingið telur, að íslendingar eigi
nægilegan skipakost til þess að
veiða allt það aflamagn, sem unnt
er að taka innan 200 milnanna án
þess að fiskistofnunum sé stefnt i
hættu, og eigi þvi að nýta þessi
mið einir.
Viðræður við aðrar þjóðir verða
að byggjast á þessari megin-
staðreynd.
Kjördæmaþingið fordæmir við-
skiftaþvinganir og löndunarbönn
og telur sjálfsagt að íslendingar
beygi sig aldrei fyri slikum
aðgerðum.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen I allflestum iitum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Alþýöublaðiö
Þriðjudagur 28. október 1975.