Alþýðublaðið - 08.11.1975, Qupperneq 7
UNDIRBÚNINGUR AÐ
JARÐARFÖRINNI HAFINN
Spánverjar eru þegar farnir að
búa sig undi'r að eitthvað stór-
kostlegt gerist i landinu þann dag
sem Franco einræðisherra kveð-
ur þennan heim. Flestir eru sam-
mála um, að þjóðin megi vænta
„óþægilegrar truflunar”,
„slæmrar viku”, eða „hættulegra
tiu daga” strax eftir lát Francos.
Fótgönguliðasveitir hersins og
lögregla, sem nú hafa haft það til-
tölulega náðugt undir sterkri
stjórn fasistaleiðtogans Francos i
39 ár, eru við öllu búnar þegar
hinn stóri dagur ris. Það má vera
að þeir séu við öllu búnir, en það
er ekki jafn vist að þeir sjái fyrir
hvað raunverulega á eftir að ger-
ast.
Að visu hefur embættismanna-
stétt landsins og stjórnmála-
mennirnir fengið viðeigandi upp-
fræðslu hjá hinum „Guðs útvalda
leiðtoga sínum” Franco, fyrrver-
andi og núverandi aðdáanda
Hitlers og Mússolinis, sem i
kristilegri hlýðni sinni hefur
stjórnað landinu i anda Páfans.
Og þó. Siðustu stjórnarafrek
Francos benda frekar til þess að
þjóðarleiðtoginn hafi i raun, verið
orðinn ihaldssamari en Páfinn.
Um réttlætiskenndina þarf ekki
að ræða.
Fangelsin á Spáni eru full af
pólitiskum föngum, mönnum og
konum sem vildu heldur láta lif-
tóruna heldur en að segja og gera
annaðen samvizkan þeirra bauð.
Þessháttar mannskapur kemst
yfirleitt ekki langt undir verndar-
væng fasistisks réttarfars.
Aðstandendur hinna pólitisku
fanga eru nú mjög uggandi um
hvað gerist. Ef upplausn og
borgarastyrjöld brýzt út i landinu
er hætt við að stjórnvöld muni
gripa til mjög harðvitugra að-
gerða til þess að skapa ótta meðal
almennings, ótta sem mundi
knýja alþýðu landsins til hlýðni.
Ekkert mundi koma stjórnendum
landsins eins illa og að missa til-
trú fólksins. Þeirra markmið er
þvi að stjórna, með illu eða góðu.
Hinn kaþólski jarðvegur samfé-
lagsins ætti einnig að vera nokkuð
frjór fyrir þess háttar valdboði.
Að visu hefur spænsk alþýða ekki
farið algerlega á mis við frelsis-
og mannréttindahugsjónir okkar
tima og má þvi vera að þjóðinni
takist að velta af sér oki fasims-
ans og taka upp mannúðlegri
stjórnarhætti.
Spennan hefur þegar vaxið svo
mikið i landinu að ýmsir einstak-
lingar og hópar hafa þegar óskað
eftir lögregluvernd. Meðal þess-
ara manna eru fréttamenn og for-
ystumenn ýmissa samtaka, að-
standendur pólitiskra fanga og
skyldfólk einstaklinga sem fara
huldu höfði vegna pólitiskra skoð-
ana eða aðgerða. En hvers getur
þetta fólk vænzt? Getur það virki-
lega átt von á þvi, að verðir lag-
ann^ liti eftir hag þeirra og lifi?
Ekki er það trúlegt. Ýmsir óttast
fremur, að hin fasistisku stjórn-
völd láti verða af þvi að fremja
fjöldamorð á pólitiskum föngum
til þess að hræða almenning og
sýna að þeim sé alvara. Þessir
menn ætla sér ekki að láta völdin
frá sér fara. Þeir eru staðráðnir i
þvi að viðhalda einræðinu með
öllu þvi misrétti og þeirri svivirðu
sem þvi fylgir. Það er þvi fjarri
lagi að útlitið sé gott á Spáni
þessa stundina.
En þá er það önnur hlið þessa
máls. Ýmsir fréttamenn á Spáni
hafa upplýst að innan valdaklik-
unnar séu nú þegar mjög mikil á-
tök, sem ef til vill eiga eftir að
draga dilk á eftir sér. Það sem
helzt gæti komið i veg fyrir alvar-
lega árekstra innan valdaklik-
unnar er ótti þeirra við uppreisn
og borgarastrið i landinu.
Spænska stjórnin hefur þegar
hafið undirbúning að jarðarför
Francos. Það á að bjóða helztu
stórmennum og áhrifamönnum
heimskringlunnar til útfararinn-
ar, og enginn vafi er á þvi að
mörg einföld sálin mun fella tár
og senda bænir sinar i upphæðir
fyrir sál þessa manns, sem hefur
leitt spænsku þjóðina i gegn um
erfiðleika og forðað henni frá
verkföllum og öðrum óþægindum
i hart nær fjóra áratugi. Fólk sem
þannig hugsar mætti gjarnan láta
það fylgja, að biðja himnaföður-
inn að afsaka það að Franco
skyldi endilega vilja halda
spænskri alþýðu i almennri fá-
fræði og hafi ekki viljað „gútera”
almannatryggingar og annað
þess háttar, sem nú á timum telst
til sjálfsagðra hluta i flestum
menningarlöndum heims.
Þessi forðum áhrifamikla og
volduga þjóð hefur undir forystu
einræðisherrans orðið ein af fá-
tækustu og aumustu þjóðum
Evrópu. Stéttaskipting er þar
meiri en viðast annars staðar,
menntun lakari og öll samneyzla i
lágmarki. Það er þvi mikið verk
að vinna i þessu landi og vonandi
tekst þeim öflum sem berjastfyr-
ir auknum mannréttindum og
frelsi að fá alþýðu landsins til
þess að fylkja liði og mótmæla
svo kröftuglega að fasistastjórnin
hrökklistfrá. En þvi miður. Þetta
er auðveldara sagt en gert. Við
skulum bara vona að réttlætið
sigri að lokum, þótt siðar verði.
i prentun fcll niður ein lina úr fréttaklausu á baksiðu i gær, þar sem
fjallað var um nýtútkomið blað, Staðreyndir. Birtist klausan hér óstytt,
og eru lesendur beðnir velvirðingar á misfellunum.
STAÐREYNDIR heitir nýútkomið hálsmánaðarrit i dagblaðsbroti,
fjórar siður, sem Jón Þ. Arnason i Kópavogi gefur út. Gegn lýöræði —
fyrir stórnræðiheitir blaðið að undirtitli, og leynir sér ekki að þarna er
boðaður hreinn og ómengaður fasismi. A forsiðu eru helztu stefnumál
væntanlegrarfasistahreyfingar á Islandi boðuð, og fyrsta kenningin er
svohljóðandi: Allir menn eru skapaðir ójafnir, allar manneskjur eru
mismunandi, allir einstaklingar eru á einhvern hátt sérstæöir og ber
þeim þess vegna misjöfn réttindi og misjafnar skyldur.
En þegar lengra er lesið fer ekki hjá þvi aö stefnumál þessara
renna i æði likan farveg stefnu hins nýja DAGBLAÐS. Og ef við bættum
orðinu „þrýstihópar” inn á viðeigandi stöðum i svohljóðandi baksiðu-
tilvitnun, þá gæti hún verið úr leiðara eftir Jónas Kristjánsson: „Stað-
reynd er, að það er ekki HÆGT að stjórna ncma GEGN sérhagsmuna-
klíkunum, þ.m.t. heilög verkalýðshreyfing. Það er ein af frumskyldum
rikisstjórnar að beita lögum og valdi gegn ágirnd (VSt) og öfundsýkii
(ASi), sem öll lýðræðisleg stéttasamtök sækja bölmátt sinn I.”
Þessari spurningu er beint til þín, ungi
islendingur. Þaö þýöir ekkert fyrir þig aö berja
höföinu vió steininn og segja aö þú vitir ekki aö
reykingar séu heilsuspillandi. Athugaðu þinn
gang áöur en þú snertir sigarettur. Stefnir þú
að þvi aó leggjast inn á sjúkrahús meó hjarta-
eóa lungnasjúkdóma, þegar þú ert á bezta aldri
eöa ætlar þú aö deyja úr einhverjum
reykingasjúkdómanna, þegar kunningjarnir,
sem ekki reykja, eru enn i fullu fjöri ?
Láttu bitra reynzlu allt of margra islendinga af
reykingum veróa þér viti til varnaðar.
.^^^^Byrjaðu aldrei aó reykja.
SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR
1 1 |
H 1
1
. ■ ; fi.
Ökum ekki utan vega"NDVER"|
SKEYTI
Mótmæla herstöðvumm
Um 15.000 manns f Bremen I
Vestur-Þýzkalandi hafa undir-
ritað mótmælaskjal gegn því að
Amerisk herstöð verði starfrækt
þar i nágrenni.
Sadat og Wilson
1 viðtali sem Anwar Sadat átti
við Wilson, forsætisráðherra
Breta i gær, lagði hann áherzlu á
að Bretar beittu sér fyrir þvi að
koma á varanlegum friði i
landinu. Heimsókn þjóðarleið-
toga Egyptalands, sem áður var
undirstjórn Stóra-Bretlands er að
ýmsu leyti söguleg og m.a. fyrir
þá sök að þetta er fyrsta heim-
sóknin til Bretlands frá þvi fyrir
strið.
Undirróður gegn Titó
Fréttir frá Belgrad herma að
undirróðursöfl i Júgóslavfu vinni
nú að þvi að steypa forsetanum af
stóli.
Næringarskortur eykst
Samkvæmt upplýsingum frá
Bonn er talið að fjöldi þeirra sem
þjást af næringarskorti i
heiminum muni aukast frá 300 i
460 miljónir á næstu fimm árum.
Indira hreinsuð
Hæstiréttur Indlands hefur
hreinsað Indiru Gandhi og dæmt
úrskurð undirréttar ómerkan.
Kurt Waldheim um Spænsku
Sahara
Kurt Waldheim mun gefa
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
skýrslu um ástandið i spænsku
Sahara i dag.
LJÓSKASTARAR
í miklu úrvali
Lágt verö — Góö vara
Hverfisgötu 64
Sími22800
Laugardagur 8. nóvember 1975
Alþýðublaöið