Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliós Bjarni Magnússon skrifar Þrýstihópar Orðið þrýstihópur virðist eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa opnað augu manna fyrir orsökum þess, sem mið- ur fer i okkar stjórnarfari. Það er skelfilegt til þess að vita, hve mörg augu jafnvel þau, sem bezt eiga að sjá, þjást annað hvort af hvarma- bólgu eða sjónskekkju, sér- staklega þar sem rétt fyrir neðan þessi sömu augu ham- ast málfærin við að skýra frá þvi, að ástand þjóðmála i dag geti orðið lýðræðinu ofraun. Litil er rökfimi slikra „Jónasa”, þótt slik áróðsurshæfni verði helzt likt við (ækni nasista á uppgangstimum þeirra, en hún byggðist á þvi að finna ákveðinn hóp og kenna honum um ófarir i þjóðfé- laginu. Kg a>tla þó ekki að slikt vaki fyrir okkur ...iónösum”, sérstaklega þar sem þeim hal'a verið falin vandasöm og ábyrgðarmikil störf og má þvi ætla að þei r séu ekki gjörsneyddir öllu viti. öllu nau- er að ætla að þeir hafi of mikið vit, sem flælýst hefur fyrir þeim og þeir hnotið um. 73. gr. Stjórnarskrárinnar segir að rétt eigi menn á að stofna félög i sérhverj- um löglegum tilgangi. Túlkun greinarinn- ar er að hér sé um að ræða burðarás lýð- ræðisins. Það eru slik formleg og óform- leg félög og hópar, sem reglulega reyna á virkni lýðræðisins, reyna á getu stjórnar- formsins. Stjórnarform, sem byggt er á fölskum forsendum stenzt ekki slika raun til lengdar. Stjórnarform á fölskum for- sendum er til dæmis stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Flokkar, sem sameiginlega hafa það að leiðarljósi að tryggja og standa vörð um hag inn- flutningsverzlunar i stað þess að vera flokkur allra stétta eða flokkursamvinnu, eins og kennimerki þeirra segir til um. Slfkir flokkar starfa á fölskum forsend- um. Hafi „Jónasarnir” ekki flækzti of miklu viti, en telji eftir sem áður að 73. gr. hafi litla þýðingu i lýðræðisþjóðskipulagi, hljóta þeir, og gera sig seka um andlýð- ræðisleg fasistisk sjónarmið. Enn er ástæða til þess að minna á, að ágreiningur jafnaðarmanna og kommúnista er um það, hvernig hugsjónum sósialismans verði komið á. Jafnaðarmenn telja mikil- vægara að standa vörð um hugsun eins og þá, sem fram kemur i grein, eins og 73. gr. Stjómarskrárinnar, en að taka áhættuna á því að sósialisminn verði ekki það tæki, sem ætlað er, ef honum verði þröngvað upp á þjóðina. Dæmin sanna að jafnað- armenn hafa gert rétt með þvi að taka slika afstöðu. Þegar hagur þjóðarinnar versnar riður á að þær aðgerðir, sem framkvæma á af þar til kjörnum fulltrúum séu i samræmi við þær skoðanir, sem rikjandi voru, þeg- ar þeim (fulltrúunum) var falið valdið. Þegar upp kemst að Sjálfstæðisflokkurinn er fulltrúi braskara i stað samvinnu, er eðlilega erfitt fyrir eldheita stuðnings- menn þessara flokka að viðurkenna að flokkar þeirra hafa svikið flesta kjósend- ur sina. Það er algjör fjarstæða að þjóðin treysti ekki þingmönnum til þess að stjórna. Til þess eru þeir kosnir og hafa umboð til fjögurra ára, en þeir hafa aldrei fengið slikt umboð til þess að stjórna ekki. Alþýðuflokkurinn og jafnaðarmenn eru enn sem áður ákveðnir að standa vörð um lýðræðið, standa vörð um frelsi allra manna til orðs og æðis. Sameiginlegt and- lýðræðisöflum er, að þau telja sig sér- fræðinga og þvi vita þau ein hvað öllum sé fyrir beztu. Þótt sérfræðingar nútímans teljist ekki til andlýðræðisafla er samt full ástæða til þess að minna á að þeir hafa ÞRýSTiHÓPp,e , U\JAr£> e-B kl6 PAJQ? brugðizt á margan hátt og þess vegna er ekki minni þörf á að lýðræðið sé virkt, þannig að hinn almenni borgari sé þátt- takandi og stjórn þjóðfélagsins mótist þar af. 1 þessu sambandi má spyrja hverjir hrindi mannkyninu útí styrjaldir? Hverj- ir hafa smiðað þannig vopn að á margan hátt má kála öllu mannkyninu á stuttum tima? Hverjir hafa mengað náttúruna með þvi að búa til þarfir hins almenna borgara, o.fl. o.fl. Einnig má spyrja spurninga, sem eru i samræmi við liðandi stund. T.d er það ó- eðlilegt, þótt þeir sem kusu B- og D-list- ann siðast, vegna þess að þeim var lofað að i staðinn yrði verðbólgan minnkuð i 20% verði reiðir, þegar verðbólgan eykst? Er það óeðlilegt þótt sjómenn risi upp gegn óréttlátri skiptaprósentu? Sem bet- ur fer virðist sem forsætisráðherra hafi virt hugsjónir lýðræðisins, þegar hann leysti þá deilu, þótt enn verði ekki úr þvi skorið, hvort lausn hennar byggðist frek- ar á nauðsyn þess að innflutningsöflum yrði tryggt f jármagn til eyðslu eða að sjó- mönnum bæri réttlátari skipti. Það verð- ur tfminn að sýna. Inntak alls þessa er, að meðan ekki er unnið skynsamlega og heiðarlega og stjórnmálaflokkar telja sig geta snið- gengið sannleikann þá er það aðalmein lýðræðisins, þvi aðalmein lýðræðis getur aldrei verið forsenda frelsis einstakling- anna til þess að hafa skoðanir og tjá sig um þær. ^ + m Dagsími til kl. 20: 81866 • frettabraðunnn -1 ; Heiðrinum vil ég deila með landsmönnum öllum ,,Ég þakka einlæglega fyrir þann heiður, sem mér er sýndur, og ég vil taka það fram, að ég lit svo á, að þessum heiðri deili ég með lands- mönnum öllum”, sagði forseti islands, Kristján Eldjárn, þegar hann tók við heiðursdoktorsskjali úr hendi rússneska ambassadorsins á ís- landi, FarafanoVs, við hátiðlega athöfn á Bessastöðum i fyrrakvöld. Kússneski ambassadorinn flutti einnig heillaóskir til forsetans frá l’od- gorny, forseta, Brésnev, aðalritara, og Kosygin, forsætisráðherra Kússa, um leið og hann bælti við sinum persónulegu heillaóskum. For- seti islands bað ambassadorinn að flytja hinum tignu valdsmönnum þakklæti sitt og landsmanna fyrir auðsýndan heiður og vináttuvott. Viðstaddir athöfnina voru allmargir rússneskra sendiráðsmanna, auk nokkurra islendinga úr utanrikisþjónustu og fyrirmanna menntamála og blaðamanna. Hvað á að gera við gömul hús? „Iþessari viku eru fyrirhugaðar miklar ráðstefnur”, sagði Páli Líndal, borgarlögmaður, við blaðamenn. „Samband islenzkra sveitarfélaga efndi til tveggja daga ráðstefnu, 18.—19. nóvem- ber, þar sem'lögð verður fram og kynnt greinargerð _ um búskap sveitarfélaganna 19*50—1975, eftir Jón Sigurðsson, forstöðumann þjóðhagsstofnunar. Þar verður einnig rætt um tillögur, sem uppi eru um staðgreiðslukerfi gjalda og virðisaukaskatt. Siðan verður snúið að þvi að kynna nýtt form fjárhagsáætlana og ársreikninga sveitarfélaganna, auk leiðbein- inga um uppgjör. Jón Arnason, formaður fjárveitinganefndar Al- þingis, mun mæta á ráðstefnunni siðari daginn og ræða um sam- starf f járveitinganefndar og sveitarstjórna. Þá verður fjallaö um fjárhagsáætlanir sveitarfé- laga fyrir næsta ár (1976). Þann 20. verður svo aukafundur fulltrúaráðs Sambands sveitarfé- laganna, þar sem fjármálaráð- herra mun mæta og ræða um aukna hlutdeild sveitarfélaga i opinberum rekstri, ag nýverk- efni, sem þeim kunna að vera fal- in i samræmi við, að á næsta ári munu sveitarféiögin fá 8% af söluskattinum til ráðstöfunar, en hafa nú að visu 8% af 13 sölu- skattstigum. Þann 21. verður svo fundur i Hafnasambandi sveitarfélaga. Þetta eru auðvitað búhyggindi á gamla visu, að nota ferðina til sem margvislegastra erinda”, sagði Páll Lindal að lokum. „En draumurinn er ekki búinn með þessu”, sagði Elin Pálma- dóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfismálanefndar Reykja- vikur. „Laugardaginn 22. hefst ráðstefna um húsfriðun, semUm- hverfismálaráð borgarinnar, Samband islenzkra sveitarfé- laga og Arkitektafélag íslands standa að i samvinnu við Sögufé- lagið m.a. öll aðildarriki Evrópu- ráðsins munu hafa notað þetta ár, til að átta sig á og mynda sér stefnu um verndun gamalla húsa. Þessi ráðstefna stendur i tvo daga og verða fluttir fyrirlestrar og málinu velt fyrir sér á ýmsa vegu.Við erum þannig á vegi stödd, að nú er að koma að þvi að taka verður ákvarðanir um, hvað gera skal við, t.d. hús.sem eru 60 ára og eldri. Hér við bætizt að fyr- ir liggur að gera þurfi 20 ára skipulagsáætlun fyrir borgina. Og hvað sem Reykjavik liður eru einnig gamlar, merkar bygging- ar úti um land á ýmsum þéttbýl- isstöðum, m.a., sem einnig þarf að huga að. Við erum nú að byrja að þreifa okkur áfram, hvaða stetnu skai hér taka og erum þar raunar ekki ein á báti, þvi að aðr- ar Evrópuþjóðir eru einnig að vinna að sarna maieíni. Þessi ráöstefna verður öllum opin, en æskilegt að væntanlegir þátttakendur geri okkur viðvart sem fyrst,” lauk Elin Pálmadótt- ir, borgarfulltrúi máli sinu. Einstefmiakstur í Kópavogi Lögreglan i Kópavogi vill koma þvi á framfæri að einstefnu hefur verið komið á göturnar Vailar- gerði og Melgerði I Kópavogi. Er bannaður innakstur i þessar göt- ur frá Suðurbraut, en leyfilegt að aka þær i vesturátt. SKEYTI Miklar öryggisráðstafanir Nú um helgina verður haldin sex-rikja ráðstefna um efnahags- mál i Paris. Sagt er að öryggisbúnaður vegna ráö- stefnunnar muni verða meiri en þekkzt hefur áður. Stórsprengjur í Jerúsalem Stórkostleg sprenging varð i námunda við Zion torg i Jerúsal- em I gær. Ekki er vitað um dauðs- föll af völdum spreningarinnar, en fjöldi manns slasaðist. Concorde flugvélar Mikið hefur verið rætt um risa- þotuna Concorde, sem Bretar og Frakkar hafa verið að framleiða undanfarin ár. Flugfélögin Air France og British Airways vinna nú að þvi að fá leyfi til þess að fljúga þessum þotum milli Evrópu og Ameriku. Andstaða virðist vera nokkuð mikil gegn þotunum, ekki siður i Evrópu en i Bandarikjunum. Bandarisk stjórnvöld vinna nú að athugun á málinu. Auk aukinnar mengunar- hættu eru það fyrst og fremst óþægindi af hávaðanum, sem menn setja mest fyrir sig. BÆJARF0SS er nýjasta Eimskipið Skipið Nordkynfrost, sem Eim- skipafélagið festi nýverið kaup á i Noregi, var afhent félaginu á þriðjudaginn i Hamborg. Viggó E. Maack, skipaverkfræðingur og Kristján Guðmundsson, skip- stjóri, veittu skipinu viðtöku fyrir hönd Etmskipafélagsins. Hefur skipinu verið gefið nafnið „BÆJARFOSS”. M.s. BÆJARFOSS er tuttug- asta skipið i flota Eimskipafé- lagsins. Það er smiðað í Noregi árið 1972 og er 240 brúttótonn að stærð, D.W. 530 tonn. Tvær frysti- lestir eru i skipinu, samtals 35 þúsund teningsfet. Bæjarfoss siglir væntanlega frá Hamborg laugardaginn 22. nóvember og tekur vörur i Antwerpen. Skipið er væntanlegt til Reykjavikur l. desémber. Þing Verkamanna- sambandsins 7. þing Verkamannasambands tslands verður haldið i Reykjavik um næstu helgi. Þingið verður haldið i Lindar- bæ, Lindargötu 9 og hefst föstu- daginn 21. þ.m. kl. 20.30. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki á sunnudag. Rétt til þingsetu eiga 93 fulltrúar frá 42 verkalýðs- félögum, sem i sambandinu eru. með samtals um 18 þús. félags- menn. Formaður sambandsins er Eðvarð Sigurðsson. Samkomulag við Þjóðverja? Viðræður við Vestur-Þjóðverja halda áfram i dag og eru sterkar likur á að samkomulag náist um veiðar Þjóðverja innan 200 milna markanna. Viðræður strönduðu i gær vegna ágreinings um veiði- svæði. en reiknað var með að leyst yrði úr þeim ágreiningi á fundi, sem hefjast átti i morgun. Það samkomulag, sem þeir Einar Agústsson og Gunnar Thor- oddsen koma með heim verður lagt fyrir Alþingi og hlýtur ekki staðfestingu fyrr en fjallað hefur verið um það á þeim vettvangi. Orðrómur er uppi um að islenzku ráðherrarnir hafi boðið Þjóðverj- um upp á 45 þúsund tonna ársafla, en utanrikisráöuneytið vildi ekki staðfesta þá frétt í gær. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.