Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Tunnan á Bakka! Ekki ætti að þurfa að rifja það upp, að nú er langt liðið á nóvembermánuð. Óðum styttist til jólanna og þá um leið til þess tima, að Alþingi taki sér stundarhvild frá störfum. Venja hefur veriðaðafgreiða fjárlög.sem gilda eiga á næsta ári fyrir hver jól og sjálfsagt mun ætlunin að svo verði enn. En að þessu sinni var fjárlagafrumvarpið fyrir 1976, sem lagt var fram i þing- byrjun, með nokkuð öðrum hætti en oftast áður. Sýnt var að gerð þess var miðuð við að áður yrðu samþykkt bæði lög og lagabreytingar, sem frumvarpið til fjárlaga verður að byggjast á. Nú hefði mátt ætla, að það væri eitt aðalkappsmál stjórnarinnar að afla sér nauðsynlegra lagaheimilda, og þessvegna lagt sérstaka áherzlu á að leggja fram og taka til afgreiðslu það sem þannig verður að vera grundvöllur fjárlaganna. En lítið hefur farið fyrir þvi að slikar ráðstafanir sæju dagsins ljós. Timinn liður og Alþingi er haldið uppi á snakki um meira og minna þarf- litla hluti, en ekki hirt um að koma áfram hinum nauðsynlega grunni. Bágt er að sjá hvað þessu veldur, en varla unntað komast hjá þvi að álykta, að hér sé verið að taka upp verkhætti hinna landsfrægu Bakkabræðra þegar þeir keyptu tunnuna i Borgarfirði forðum. Þá varð botninn eftir án þess að stráka- greyin veittu þvi athygli unz átti að fara nota ilátið heima i Svarfaðardal.’ Allir sem fylgzthafa með afgreiðslu fjárlaga undanfarið og raunar um langan aldur, vita, að þetta reynist ekkert sérstakt áhlaupaverk og tekur sinn tíma ómældan. En hvað þá ef nauðsyn er að þrýsta áfram margháttuðum laga- breytingum og lagasetningum áður en hægt er að taka fjármálaáætlanirnar alvarlega? Ekki bætir það úr skák, að núerminni hlutað skipta en oftáður, og þvi er hætt við að þingmenn þurfi að heyja óvenju harða baráttu um molana, sem endanlega falla i hlut umbjóðenda hvers og eins. Hér ber þvi allt að einum brunni. Núverandi rikisstjórn býr við meiri ráðherraafla en aðrar áður, þótt enn skorti nokkuð á, að „ráðherratalan á fslandi og Englandi sé orðin hin sama”. Gera hefði mátt ráð fyrir þvi, að fleiri Botninn í Borgarfirði hendur vinni léttar nauðsynleg verk. En þetta hefur þvi miður snúizt á annan veg, sem sé „eftir þvi sem þeir eru fleiri.”! Verkstjórnin á störfum alþingismanna á eðlilega að vera i höndum starfandi (?) rikisstjórnar á hverjum tima. Til þess að þau verði markviss verður stjórnin auðvitað að vita að hverju hún stefnir og ganga hispurslaustað verki. Við skulum viðurkenna, að lagasetningar séu vandaverk. En svo bezt verða verkin vönduð, að menn gefi sér tima til að laga þau i hendi sér. Þess sjást nú æ fleiri dæmi, að skortur er á skynsamlegum vinnubrögðum á þessum bæ, svo illa sem það er farið. Ljósasti votturinn er auðvitað, að málin virðast i hörðum hnútum fram eftir þingtimanum og Eftir Odd A. Sigurjónsson hvorki gengur né rekur. Svo þegar liða fer að þinghléum eða þinglokum fer alit i fullan gang. Þá eru mál rekin áfram með afbrigðum frá þingsköpum og alls kyns æðibunugangi og lagasetningar drifa yfir eins og flyksufjúk. Þess eru örugglega dæmi að mönnum er næsta torvelt að átta sig i þessum hamagangi handauppréttinga með og móti og gjör- hyglin slævist þegar sómasamlegur timi er ekki gefínn til ákvarðana. Ef menn halda, að hér sé felldur einhver sleggju- dómur, skyldu þeir hinir sömu bara athuga hve mikið er um á hverju þingi, að fram séubomar tillögur og frumvörp um breytingu á lögum við breytingu á jafnvel nýlega settum lögum! Allt þetta ber voft um handahófsvinnu- brögð við hina upphaflegu lagasetningu og það vitni er ekki fagurt né ákjósan- legt. Fram til ársins i fyrra hefur þó verið reynt að búa þannig um hnúta fjárlaganna, að ekki væri þörf að rifa þau upp til gjörbreytingar rétt eftir að þau hafa verið samþykkt og staðfest Þetta var afsakað með því, að rikis stjórninni hefði gefizt ofnaumur timi fr > valdatöku, til þess að búa fjárlögin i hæfilegan búning. Eigi nú að detta .1 sama lagið aftur, er sú afsökun varla fyrir hendi. En meðan botninn er enn suður i Borgarfirði og ekki bólar a honum, er hætt við svipuðum leka og forðum í Svarfaðardalnum, þegar upp verður staðið. Orðsending til alþýðuflokksmanna Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun styrktarfélags alþýðuflokksmanna, er starfi einkum að fjárhagslegri eflingu Alþýðuflokksins. Hefur verið ákveðið að stofnun þess fari fram nú um miðjan mánuðinn. Allir alþýðu- flokksmenn, eiga kost á að gerast félagsmenn og er þeim hér með gert það boð. Eru þeir, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þessu máli, beðnir að snúa sér til framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins, Garð- ars Sveins Árnasonar, á skrifstofum Alþýðuflokksins, Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, er veita mun allar nánari upplýsingar. Undiibúningsnefndin Raggri rólegri FJalla-Fúsri 0 Alþýðublaðið rníóin HASKQLABÍO si-u 2„4o Lögreglumaður 373 Bandarisk sakamálamynd i litum. Leikstjóri: Howard W. Koch. Aðalhlutverk: Robert nuvall, Verna Blooni. Ilenry Harrow. tSLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HÝJA fiJÓ Slmi 11540 Ævintýri Meistara Jacobs Sprenghlægileg ný frönsk skopmynd með ensku tali og islenskum texta. Mynd þessi hefur allsstaðar farið svo- kallaöa sigurför og var sýnd með metaösókn bæði i Evrópu og Bandarikjunum sumarið 1974. Aðalhlutverk: Luois Dc Funes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFHARBÍÚ Simi 16444 Hörkuspennandi og fjörug ny bandarisk litmynd um afrek og ævintýri spæjaradrottning- arinnar Sheba Baby sem leik- in er af Pam (Coffy) Grier. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. ■AUGAWASBÍÚ Karatebræðurnir 'Wj msm ÚHABÍÓ Sirni :nisa Astfangnar konur .Women in Love' Ný karate-mynd i litum og cinemascope meö ISLENSKUM TEXTA Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 7 og 11. Barnsránið T THE RLACh WINDMILL AUNIVERSAl. RELEASF Bönnuö börnum innan 14 ára. selja, eða vanhagar um - og svarar vart kostnaði að augiýsa? mynd i litum gerð eftir skáld- sögu með sama nafni eftir Emmanuelle Arsan. Leikstjóri: Just Jackin. Mynd þessi er allsstaðar sýnd með metaðsókn um þessar mundir i Evrópu og viða. Aðalhlutverk: Sylvia Kristell. Alain t’uny, Marika Green. Enskt tal. tSLENZKUR TEXTI. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafn skirteini. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miöasalan opin frá kl. 3. Bönnuö yngri cn 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ENGINB4 ER ILLA SÉDUR, SEff GENGUR MED ENDURSKINS NERKI Mjög vel gerð og leikin, brezk átakamikil kvikmynd, byggö á einni af kunnustu skáldsög- um hins umcjeilda höfundar S.H. Lawrence ,,Women in Love" Leikstjóri: Ken Russcll Aðalhlutverk: Alan Bates, Oliver Reed, Glenda Jackson, Jennie Linden. ÍSLENZKUR TEXTI ST108HHBÍÓ simi .kms Þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.