Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 8
iprcttir Júgóslavíaog Wales örugg Júgóslavia varð 4. landið til þessað vinna sér rétt til að leika i 8 liða úrslitum Evrópukeppni landsliða i gærkvöldi, þegar þeir unnu Norður-ira i Belgrad 1:0. Mark Júgóslavanna gerði mið- vallarspilarinn snjalii, Obiak. i fyrri hálfleik. öllum leikjum er nú lokið i þessum þriðja riðli keppninnar. Júgóslavia fékk 10 stig, Norður-triand og Sviþjóð 6 stig og Noregur 2 stig. í siðasta leik i 2. riðli Evrópu- keppni landsliða, tryggði Wales sér sigur i riðlinum, þegar þeir unnu Austurriki 1:0 i Wrexham. Mark Wales geröi Arfon Griffiths i siðari hálfleik. Wales er þvi fimmta landið, sem tryggt hefur sér rétt i 8 liða úrslitum i Evrópu- keppni landsliða og liklega eina liðið frá Bretlandseyjum, sem það gerir. Portúgal - England 1:1 England og Portúgal skildu jöfn i 1. riðli Evrópukeppni landá- liða i Portúgal i gærkvöldi 1:1 Portúgal gerði fyrsta mark leiks- ins, en mark Englendinganna var sjálfsmark. Malcolm Mac Donald skaut aö marki gestgjafanna, knötturinn hrökk i varnarmann Portúgal og skaust af honum i markið. Við jafntefli þetta minnka enn sigurmöguleikar Englands i riðlinum til muna og þarf Tékkóslóvakia aðeins að sigra Kýpur i siðasta leik riðils- ins, sem fram fer á Kýpur seinna á árinu. V-Þýzkaland vann H ei m s m ei s t ar a r n i r , ' V- Þjóðverjar, unnu Búlgariu i 8. riðli Evrópukeppni landsliða i gærkvöldi 1:0. Markið gerði Mönchengladbaeh-leikmaðurinn Heynckes. Við þennan sigur má telja næstum öruggt að V- Þjóðverjar hafi tryggt sér rétt til þess að leika i 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar, þar sem þeir þurfa aðeins jafnlefli gegn Möltu i siðasta leik riðilsins, sem fram fer i V-Þýzkalandi i febrúar. Grimmileg varnarbarátta milli Vals off Fram í fyrrakvöld Arnar Guðlaugsson reynir gegnumbrot i fyrrakvöld, en Valsvörnin er vel á verði. Siðari leikurinn i Laugardals- höllinni i fyrrakvöld, var á milli Vals og Fram, sem þeir fyrr- nefndu sigruðu 12:12. Sá leikur var öllu skemmtilegri en sá fyrri, en átti það þó sameigin- legt með honum að úrslit urðu ekki ráöin fyrr en á lokaminútu leiksins. Hann einkenndist af sterkum vörnum og ágætri markvörzlu beggja markvarða, þeirra ólafs Benediktssonar i marki Vals og Guðjóns Erlends- sonar i marki Fram. Til sann- inda um markvörzluna og varnirnar lauk siðari hálfleik með 4 mörkum gegn 4. Ef vörn Vais og markvarzla Ólafs i markinu hjá þeim, verður út mótið eins og hún var i fyrra- kvöld, er mjög sennilegt að þeir hljóti Islandsmeistaratitilinn að þessu sinni. Margir ungir og efnilegir leikmenn i liði þeirra hafa komið fram á sjónarsviðið. eins og t.d. Steindór Gunnars- son. Jóhannes Stefánsson og Gunnar Björnsson, sem fylla skarð þeirra leikmanna sem hættir eru að leika með félag- inu, nema auðvitað skarð Ólafs Jónssonar, sem erfitt er að fylla. Fram fer batnandi með hverjum leiknum, og er þetta þeirra bezti leikur i vetur. Leik- menn liðsins eru aftur að endur- heimta sjálfstraustið og er ekki nærri eins mikið fát i leik liðsins eins og i upphafi keppnistima- bilsins. Þeir voru dálitið ó- heppnir að tapa þessum leik en viö þvi er ekkert hægt að segja, þvi sigurinn gat alveg eins lent þeim i skaut. Jafntefli hefði þó liklega verið sanngjörnustu úr- slitin. Fyrri hálfleikurinn var hnif- jafn frá upphafi til enda og skildi aldrei nema eitt mark á milli félaganna. Yfirleitt voru Framarar fyrri til að skora, en Gunnar Björnsson kom Vals- mönnum yfir rétt fyrir lok hálf- leiksins, þannig að Valsmenn höfðu eitt mark yfir i leikhléi 9:8. Valsmenn gerðu tvö mörkin i siðari hálfleik og komust þar með 3 mörkum yfir, en Fram náði að minnka muninn niður i eitt mark. Jón P. Jónsson bætti 12. markinu við fyrir Valsmenn á 8. minútu hálfleiksins. Eftir það fengu Valsmenn ekki skor- að fyrr en ein minúta var eftir, og Fram náði að jafna 12:12. Mikil spenna var svo siðustu minútur leiksins en Jón Karls- son skauzt svo inn úr horninu á siðustu minútu leiksins og gerði 13. og sigurmark Vals i leiknum. Mörk Vals gerðu: Gunnar Björnsson 3, Steindór Gunnars- son, Þorbjörn Guðmundsson, Jón Karlsson og Jón P. Jónsson 2 hver, og Guðjón Magnússon og Jóhannes Stefánsson eitt hvor. Fyrir Fram gerði Pálmi Pálmason 4, Hannes LeiTsson og Arnar Guöiaugsson 3 hvor, Pét- ur Jóhannsson og Sigurbergur Sigsteinsson eitt hvor. Víkingar áttu í miklum erfiðleikum með Gróttu Islandsmeistararnir, Viking- ur, áttu i miklum brösum með Gróttu i 1. deildarkeppninni i handknattleik á miðvikudags- kvöldið. Þeir sigruðu þó i leikn- um 17:15, en ekki getur sá sigur talizt sannfærandi, þvi með smá-heppni hefði Grótta alveg eins getað unnið leikinn. Að flestra áliti voru Vikingarnir taldir eitt af sigurstranglegustu liðunum i deildinni, en miðað við leik þeirra i gærkvöldi, er langt frá þvi' að þeir verði ná- lægt efstu sætunum. Það er langt siðan maður hefur séð þá jafn lélega og i fyrrakvöld og verða þeir að gera enn belur ef þeir ætla ekki að fá slæma út- reið hjá v-þýzka liðinu Gummersbach á laugardaginn. Það er óskandi að Vikingarnir nái sér á strik gegn þeim, og leiki jafnhraðan og skemmtileg- an handknattleik og þeir gerðu i Reykjavikurmótinu. Gróttuliðið er þokkalegt lið, með sterka vörn og góða markvörzlu, en sóknarleikur þeirra er oft á tið- um mjög einhæfur og fálm- kenndur. Með fullri virðingu fyrir Seltjarnarnesliðinu ætti Vikingsliðiðef það leikureins og það á að sér, að verða ofjarl þeirra, en það var langt frá að svo væri á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun tóku Vik- ingarnir fjörkipp um miðjan fyrri hálfleik, og komust þá i 4 marka forystu 6:2. Var þvi búizt við af flestum að þeir myndu al- gjörlega kafsigla Gróttu. En það fór á annan veg, þvi siðustu 10 minútur leiksins gerðu þeir aðeins eitt mark á móti fimm mörkum Gróttu, þannig að stað- an var jöfn i hálfleik 7:7. Vikingarnir virtust siðan ætla að hrista af sér slenið sem verið hafði i' lok fyrri hálfleiks, i byrj- un þess sföari. Þeir komust fljótlega þremur mörkum yfir og siðan 4 mörkum, þegar um það bil 13 minútur voru til leiks- loka 15:11. En þá skeði það sama og átti sér staði lok fyrri hálfleiks. Þeir gerðu aðeins tvö mörk það sem eftir var leiksins og það á lokaminútu leiksins. Grótta náði þvi að jafna 15:15 og gafst tv'vegis tækifæri til þess að taka forystuna en brugðust i bæði skiptin. Páll Björgvinsson og Stefán Halldórsson gerðu tvö siðustu mörk leiksins og björg- uðu þar með Vikingunum eins og þeir gerðu gegn Þrótti á dög- unum. Mörk Vikinganna i leiknum gerðu: Páll Björgvinsson 6, Viggó Sigurðsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson og Stefán Hall- dórsson tvö hvor, Magnús Guð- mundsson, Ólafur Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson eitt mark hver. Mörk Gróttu gerðu: Björn Pétursson 6, Atli Þór Héðinsson 6, Axel Friðriksson, Magnús Sigurðsson og Arni Indriðason eitt mark hver. FRAMHALDSSAGAN [S- Þau höfðu farið i leikhúsið, Qg nú ætluðu þau að skála. Fyrir tilviljun völdu þau veitingahúsið, sem Ilona Reiff og Jan Jordan höfðu farið á. Þau hittust i fatageysmlunni. Stefan Holl sá Ilonu Reiff fyrst og það var smástund áð- ur en hann kom auga á Jan Jordan. Hann varð svo undr- andi, að Julia tók eftir þvi. Dr. Jordan fór svo hjá sér, að hann gat ekkert sagt, að- eins hneigt sig kurteislega, en Ilona Reiff sýndi og sann- aði, að hún hafði fulla stjórn á sér. — Þetta var óvænt, sagði hún við dr. Holl eftir að hafa litið sem snöggvast á Juliu. — Heimurinn er svo litill, sagði dr. Holl. — Má ég kynna....? Hann kynnti þau mjög formlega. Ilona Reiff varð að viðurkenna sér til hugarangurs, að Julia Holl var ekki leiðinleg og ljót. Það fór einnig i taug- arnar á henni, að Jan heilsaði henni með virðingu, sem hann hafði ekki sýnt henni. Stefan Holl furðaði sig á þvi, að aðstoðarlæknir hans skyldi vera með hinni töfrandi Ilonu Reiff og Julia fáskipt- in eins og yfirleitt við ókunnuga. Þau skiptust á fáeinum orðum og kvöddust svo. — Hjálpi mér hamingjan, var allt, sem Stefan gat sagt i fyrstu lotu. — Það litur ekki út fyrir, að dr. Jordan sé jafnófram- færinn og þú áleizt, sagði Julia. Stefan hugsaði sig um andartak. — Hvernig getur þetta átt sér stað? sagði hann hugs- andi. — Jú, ekki finnst mér þau eiga vel saman, svaraði Júlia. — Frú Reiff er vinkona frú Brock, hélt hann áfram, — og Jordan þekkir frú Brock. — Hver er frú Brock? spurði Julia. — Sjúklingur. — Já, þá þekkir hann þessa konu kannski frá fornu fari. — Það getur verið, en hvað kemur þetta annars mér við? — Það finnst mér lika. Hann er nógu gamall til að gæta sin, sagði Julia brosandi. — Hann má fara út með hverj- um, sem hann vill, meðan hann gerir skyldu sina. — Mér finnst eitthvert ósamræmi i þessu, sagði hann. — Er það ekki ég. sem rugla þig i riminu? spurði hún striðnislega. Hann þrýsti hönd nennar. — Fyrirgefðu, elskan min. Við tölum ekki meira um það. Þetta ætti ekki aðskipta mig neinu máli. Hvers vegna þurfti henn endilega að rekast á dr. Holl og konuna hans? Það þótti Jan Jordan miður. Hann ók Ilonu Reiff til hótelsins og kvaddi hana. Honum fannst hún ekki jafnörugg um sjálfa sig lengur. Þegar hann kom heim sá hann, að það var ljós hjá Meiser. Hann hikaði fyrir utan dyrnar að ibúð sinni, án þess að geta tekið ákvörðun um það, hvort hann ætti að ó- náða hann eða ekki. — Halló, hrópaði Jörn Meiser ofan af loftinu. — Ætlið þér ekki aðkoma upp? Þaðer bjór i isskápnum. Dr. Meiser varð áberandi undrandi, þegar hann sá, hvað Jan var finn. — Ég þarf að útskýra þetta fyrir yður, sagði Jan og fór hjá sér. — Fyrir mér? Nei, alls ekki. Fáið yður sæti, við þurfum að ræða mikilvægt mál. — Fóruð þér til frú Brock? Dr. Meiser kinkaði kolli. Hann stakk hendinni i vasann ogtók upp samanbrotið blað, sem hann lagði á borðið. — Ég hef fundið dálitið athyglisvert. Eiginlega er þetta .óleyfilegt, en tilgangurinn helgar meðalið. Læknir getur ekki leyft barnshafandi konu að neyta eiturlyfja. Niu töfl- ur og guð einn veit, hvað hún er búin að taka margar. Við getum afskrifað barnið og það eru 90% likur á þvi sama um frú Brock. Jan starði sem lamaður á hann. — Fékk þetta mikið á yður? spurði dr. Meiser. — Ég skil ekki, hvernig hún fékk þetta af sér. — En yður grunaði það. AÐST0ÐAR- LÆKNIRINN — Já. Ég hitti frú Reiff i kvöld. Hún segist sjálf vera bezta vinkona frú Brock. Hann þagnaði. — Það hringsnýst allt i höfðinu á mér, stamaði hann. — Það er bezt, að ég segi yður allt af létta. — Ef þér þorið að treysta mér fyrir þvi. — Ég geri það. Það leið hálftimi. Jörn Meiser greip aldrei fram i fyrir honum. Þeir voru búnir að drekka tvo bjóra hvor. Nú sótti dr. Meiser viskiflösku. — Þér eruð með samvizkubit, sagði hann. — Að vissu leyti, en aðeins vegna þess að ég skil ekki, hvernig Sigrid fór að þvi að ná i þessi lyf. Ég skil ekki, að hún skuli vera orðin eiturlyfjaneytandi. Hún er af góðum, borgaralegum ættum og mjög ihaldssöm. <D CL) íi </> y CQ i- D -<u •i=3 LlJ LU Alþýðublaðiö * Fimmtudagur 20. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.