Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 5
Rætt við Geir Björnsson, hótel- stjóra um hótelrekstur að vetri til __ Gcir Hjörnsson, Ferðafólk þarf undirstöðu- góðan mat og nægilega hvíld — Njóta ekki flest félög stað- arins fyrirgreiðslu hér, sbr. Lion-klúbbur, Rotary o.s.frv.? — Jú, enda má segja að þetta sé eini hentugi staðurinn til slikrar starfsemi. Að visu er hér samkomuhús, en það er mjög tekið að reskjast. Enda þótt rekstrarörðugleikarnir séu nóg- ir, þá höfum við mikinn hug á að auka hér við bygginguna og þar með starfsemina. Við litum nú fram á, aö brú komi hér yfir fjörðinn. Það eru 11 km hérna upp á vegamótin. Við þá breyt- ingu myndi umferö aukast mjög mikið. 1 dag er fólk sifellt að flýta sér og gefuf sér vart tima til að æja. Það vindur sér inn á smástaðina meðíram vegunum og fær sér gosdrykk og súkku- laðikex i stað þess að nevta undirstöðurikrar fæðu og hvila sig nóg. Fólk virðist ekki gel'a sér tima til að skoða landið nægilega. svo rik er spennan orðin i þjóðfélaginu i dag. — Það má sjá hér á öllu. að þú hefur kappkostað að lagfæra margt á hótelinu. Er ekki næg vinna i viðhaldinu einu saman? Auðvitað er sá þáttur erfið- astur að halda húsi og husbún- aði við, en hlutina verður að hafa i formi og endurnýja þá. Við leggjum aðeins harðar að okkur, þvi það er litið gaman að sjá allt drabbast niður i kring- um sig. — Hvað vildir þú nú segja. áð- ur en við ljúkum þessu tali okk- ar? Það er þá helzt það, að við höfum verið sérstaklega heppin með starfsfólk. Án góðs mann- afla er svona rekstur útilokað- ur. Matsveina hef ég ávallt haft mjög góða og sumar starfs- stúlkurnar hafa lagt hér hönd á plóginn allt frá byrjun. Samhent fólk og skyldurækið er okkur fyrír öllu. Þó samtalinu við Geir hali lokið þarna. þá hnýtur maður um orð hans varðandi þaö að leggja meira á sig. Hann hefur sannarlega lagt hart að sér. Auk þess að annast hvers konar fé- lög að vetrinum. hefur hann gert þorramat hótelsins. að svo eftirsóttri vöru, að hann hefur mátt færa á þorrablót mat allt frá enda Snæfellsness til Reykjavikur. Hann hefur tvö- faldað sölu á þorramat á tveim- ur árum. Þannig fer þessi si- vakandi, ötuli athafnamaður að l'levta hótelinu yfir daufustu mánuði ársins. l>að yar ánægjh að koma i Hótel Rorgarnes Hafið þökk fvrir. 111’. Alþýóublaöið A B HEIMSÆKIR BORGARNES Þegar ferðafólk kemur i Borgarnes, er það sjálfsagður hlutur að koma við á hótelinu. Hótel Borgarnes er með þægi- legustu og best reknu gisti- húsum landsins, enda er hótel- stjórinn, Geir Björnsson, á þönum svo til allan sólar- hringinn án þess að tapa nokkru sinni alúðinni og hinu hlýja við- móti sinu. Allt er i röð og reglu. Snyrtimennskan ber hús- bóndanum vitni, hvert sem litið er. 1 byr jun nóvember gisti fréttamaður Alþýðublaðsins Hótel Borgarnes, þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur. Ekki vildi frú Hanna, kona Geirs, gefa honum uppskrift á uppáhaldsrétti manns sins, en það barg málum, að Geir var fáanlegur til smá-viðræðna.' — Var hann fyrst spurður að, hvernig væri að reka hótel úti á landi nú i dag? — Það er að sjálfsögðu mjög erf- itt eftir, hvar það er, en yfirleitt er það mjög örðugt. Timinn er of stuttur, sem við byggjum rekstur okkar á. A þetta einkum við um þá, er halda gistihúsum sinum gangandi allt árið. Oðru máli gegnir um t.d. Edduhótel- in, sem hefja starfsemi sina, þegar ferðamannastraumurinn hefst og loka siðan, er honum lýkur. Þannig fleyta þessi gisti- hús, raunverulega, rjómann of- an af. Það hafa verið rekin Edduhótel hér i Borgarfirðinum undanfarin sumur og það hefur komiðniðurá gistirýmisnýtingu hér, en þvi er ekki að leyna, að hún gefur mest af sér. Og þessi timi er það stuttur, sem fólk er verulega á ferð, að það er ekki gott að gistihús séu of nærri hvort öðru. Hvað öðru viðkem- ur, þá er ekki auðvelt að láta enda ná saman, þar eð örar verðhækkanir og dýrara vinnu- afl gera allar langtimaáætlanir að engu. Það er ekki beisið að horfa hér á vetrum allt niður i þrjá matargesti á dag, þegar hótel i Reykjavik metta hundr- uð manna. Þrátt fyrir þennan mismun verðum við að halda okkar starfsfólki — Nú býr fjöl- skylda þin hér á hótelinu. Eruð þið ekki sivinnandi hér góðan hluta sólarhringsins? Það fer ekki hjá þvi, að marg- Hótel Borgarnes. ir dagar verða okkur fremur langir, enda að mörgu ieyti ó- hentugt fyrir okkur að búa hér á vinnustað. Oft er kallað á mann af ýmsum ástæðum, sem ekki myndi gert, ef við byggjum á öðrum stað. En I byrjun ákváð- um við að búa hérna, svo betra væri að halda um stjórnvölinn. Auðvitað væri það betra fyrir fjölskylduna að vera á öðrum stað, en þetta hefur samt orðið svona, að hér höfum við verið i rösk 10 ár. * * * * * * * * * ★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ VERZLUNIN STJARNAN ★ \ BORGARBRAUT4 BORGARNESI GJAFAVÖRUM * SÉRSTAKT ÚRVAL AF M * * * * * * * * ■k * SKÓLAVÖRUM ¥ HÚSGÖGNUM ^ 0G MARGT FLEIRA ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í STJÖRNUNNI BORGARBRAUT4 BORGARNESI jf *********************** * **** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Fimmtudagur 20. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.