Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 4
Verður þetta landið. Utan hennar verði dreg- in lina bundin lögum i megin- atriðum 4 sjm. frá viðmiðunar- linunni. Ytri togveiðilina dregin i stórum dráttum eftir vertiðum og landshlutum 12 sjm. utar. Milli þessara lina verði tiltekn- um stærðarflokkum skipa heimilaðar veiðar samkvæmt reglugerð. 1 aðalatriðum verði svonefndum sérsmiðuðum tog- skipum ætlað að halda sig utan ytri linunnar. Gerðar yrðu til- lögur um sérstakar undanþágur samkv. reglugerð til togveiða sérsmiðaðra skipa innan ytri linunnar og um undanþágur minni skipa að ákveðinni stærð innan 4 sjm. markanna. 2. Gert er ráð fyrir að togveiðiskip allt að 75 br. rúml. 25,5mtr. að lengd fái heimildir til veiða i til- teknum svæðum innan 4 sjm. markanna. Gert er ráð fyrir, að skipum allt að 250 br. rúml. eða 36—36 mtr. að lengd verði heimilaöar veiðar allt að 4 sjm. mörkum, svo og stærri skipum og sérsmiðuðum togskipum með takmörkuðum undanþág- um i reglugerð hverju sinni. 3. Sérstakar reglur verði látnar gilda um dragnótaveiðar, bæði timabil, svæöi og stærðarmörk báta. Stofnar flatfiska veru nú flestir hverjir vannýttir. Flóknar veiðireglur hafa komið i veg fyrir reglulegt framboð og sölu flatfisks og flatfiskafurða. 4. Sérstakar reglur verði látnar gilda um veiðar á sild, loðnu, spærling, rækju, humar og fleiri fisktegundum. 5. Gerðar eru tillögur um vlðtæk friðunarsvæði bæði á uppeldis- stöðvum og hrygningarstöðum. Mikið verði treyst á skyndilok- anir svæða, sérstaklega á uppeldisstöðvunum. 6. Fram hafa komið rökstuddar tillögur um algjört bann á notk- un flotvörpu. Nefndin getur ekki fallizt á algjört bann, en leggur til að skynsamlegum takmörk- unum verði beitt, m.a. á viðkvæmum fiskislóðum, sér- staklega hrygningarstöðum. Margskonar fisktegundir má veiða með flotvörpu. 7. Möskvastærðir hinna ýmsu veiðarfæra verði háðar reglu- gerðum, sem hingað til. Athuganir eru nú gerðar á áhrifum mismunandi möskva- stærða á veiðar, svo sem á karfa, þorski og humar. Nefndin leggur til, að lágmarksstærð möskva þorskaneta á svæðinu Horn-Papey verði 6%%. Þá leggur nefndin til verulega stækkun á möskva dragnótar. 8. Tillaga nefdarinnar er að lág- marksstærð þorsks, ýsu og ufsa við löndun verði aukin. Verði þessi tillaga samþykkt, leggur nefndin jafnframt til að heimil- uð verði löndun ákveðins hundraðshluta smáfisks Ur hverri veiðiferð, svipað og nú gildir um karfa (sbr. drög að reglugerð). 6. Nefndin leggur til að Land- helgisgæzlunni verði gert kleift að starfrækja skip i hverjum landsfjórðungi til eftirlits- (og björgunarístarfa. Hafi skip- herra eftirlitsskipsins heimild til að ákveða lokun svæða, þar sem smáfiskur er áberandi i afl- anum, samkvæmt nánar settum reglum.Maður með skip- stjórnarréttindi verði um borð skipherra eftirlitsskipsins til ráðuneytis og til að annast stærðarmælingar á fiski- og möskvum, svo og til annarra eftirlitsstarfa með veiðarfærum og búnaði fiskiskipa. Nefndin hefur og samið drög að reglugerð, sem lagt er til að gildi næsta ár. Um þessi drög að fiskveiði- löggjöf hefur nefnin þetta helzt að segja að lokum: 011 reglu- gerðarákvæði um veiðitimabil o.þ.h. verði sett með hæfilegum fyrirvara og gildi til eins árs i senn, nema sérstaklega standi á. Endurskoðun verði falin stofnunum og samtökum sjávarútvegsins undir stjórn sjávarútvegsráðherra. Rammalöggjöf i þessu efni auki vanda sjávarútvegsráð- herra þar sem hann verði að ákveða með reglugerðum mörg áður lögbundin atriði, en telur sig ekki sjá aðra betri leið, svo unnt sé að bregðast nægiiega hart við örum breytingum. Nefndin leggur til aukna ábyrgð samtaka sjávarútvegs- ins og stofnana hans, til að móta stefnuna. Tillögur um friðunarsvæði, einkum þau hreyfanlegu, byggjast á forsendu öflugs eftir- lits og gæti þurft að taka skip á leigu þar til. Framleiðslueftirlit sjávarafurða annist nauðsyn- lega stærðarflokkun landaðs afla — þyrfti skyldumat að koma til. Uppbygging fiskiskipastóls- ins var itarlega rædd með hliðsjón af veiðiþoli hinna ýmsu fisktegunda. Fram kom hjá ýmsum að flot- inn væri þegar of stór miðað við niíverandi ástand og afla, en út- lit fyrir framhaldandi aukningu, einkum togara. Nefndin leggur áherzlu á að varlega verði farið i aukningu skipastólsins aö svo komnu máli og markmiðið verði að stærð og afkastageta flotans miðist við langtima afraksturs- getu miðanna, ella muni koma til annars af tvennu: lokun stórra svæða til friðunar eða aflakvóta og viðtæks leyfa- kerfis. Loks telur nefndin miklu skipta að i hendur haldist sam- ræmi milli afrakstursgetu miðanna og afkastagetu fiski- skipaflotans hverju sinni. Brúargerðin eitt helzta hagsmunamál Borgnesinga Rætt við Ásgeir Pétursson sýslumann Borgfirðinga Blaðið hafði simasamband við Asgeir Pétursson sýslumann Borgfirðinga og spurði fregna úr héraði. Sp: Hvað er helzt að segja um samgöngumálin? Asgeir: Staðreyndin er sú að umferðin er mjög mikil i héraðinu allt árið um kring. Þessi mikla umferð leiðir að sjálfsögðu til mikilsálagsá vegakerfið og sam- fara mislyndum veðrum, veldur þetta þvi, að vegir vilja spillast, enda eru þeir ekki byggðir fyrir jafn mikla umferð og orðin er. Héraðið er mikið mjólkurfram- leiðsluhérað og hefur þar af leið- andi net akvega, sem liggja um allar sveitir. Þetta kerfi þolir illa þessa miklu viðbót. Staðreyndin er sú að Borgar- fjörður er i vaxandi mæli orðinn útivistarsvæði þéttbýlisins við Faxaflóa. Ekki ber þó að skilja þetta svo að ferðalangar séu óvel- komnir, öðru nær. Sp. Nú er rætt um að byggja brú yfirBorgarfjörft. Ásgeir: Já, og ýmsir sjá ofsjón- um yfir þvi. En ef litið er á málin frá sjónarhóli þeirra, sem góðs munu njóta af brúarsmiðinni, eins og t.d. ibúa Vesturlands og Vestfjarða auk heimamanna, þá er augljóslega mikið i húfi að hún verði byggð. 1 fyrsta lagi yrði brúin geysileg • samgöngubót. 1 öðru lagi bætir bygging hennar aðstöðu þeirra, sem búa norðan Hvitár, til heil- brigðisþjónustu. Er það fólgið i þvi að brúin myndi stytta leiðina til Akraness um helming, og er öllum ljóst mikilvægi þess fyrir þá, sem þurfa i skyndingu að komast á sjúkrahús. 1 þriðja lagi, efbrúinyrði ekki byggð, þyrfti að endurbyggja langan kafla vegar- ins, sem nú er og vegna þess að á þessum kafla eru margar brýr, sem allar þyrfti að endurbyggja, þá yrði endurbyggingin trúlega dýrari en brúarsmiðin. Hvaft er aft segja um skólamál? Asgeir: 1 Borgarfjarðarhéraði eru margir framhaldsskólar, t.d. Héraðsskóli Borgfirðinga i Reyk- holti, Samvinnuskólinn að Bif- röst, Búnaðarskólinn að Hvann- eyri, Húsmæðraskólinn að Varmalandi o.fl. Þessir skólar tóku til starfa á tilsettum tima i haustog eftir þvi sem ég bezt veit gengur skólastarfið ágætlega, og heilsufar nemenda og kennara er UH OLI SKAHIuíilPIR KCRNELÍUS JÖNSSON SKÚLAVÖRÐUSIIG8 BANKASTRÆII6 *‘-*1H‘>B0-106OO ,,Sláturhúsið hraðar hendur" 81.000 fjár slátrað í Borgarnesi í ár ,,Sláturhús Borgfirðinga hefur slátrað 81 þúsund f jár það sem af er árinu, og eru það mestu ársaf- köst eins sláturhúss á tslandi frá upphafi, og þvi algjört metár”, sagði Gunnar Sverrisson slátur- hússtjóri, i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær. Eins og kunnugt er, þá gengur sláturhúsið undir nafn inu „Sláturhúsið hraðarhendur”, eftir leikriti Hilmis Jóhannesson- ar, og virðist sláturhúsið standa fyllilega undir nafninu. Sláturhús Borgfirðinga er fyrsta og stærsta sláturhús sinnar tegundar á land- inu, en nú eru komin hús með svipuðu sniði viðs vegarum land- ið. Um þessar mundir er stór- gripaslátrun i fullum gangi hjá sláturhúsinu, en svinum og naut- um er slátrað öðru hvoru allan ársins hring. Um rekstur hússins frá upphafi sagði Gunnar. „Þegar sláturhúsið var tekið i gagnið, árið 1967 þurfti að breyta ýmsu, og voru byrjunarörðug- leikar nokktir. Nokkuð var um huppablæðingar, sem eru eins konar marblettir og blæðingar i kjötið. Huppablæðingar geta staf- að af ýmsu, t.d. ef dýrin eru mjög spennt þegar þeim er slátrað og einnig getur skurðurinn haft á- hrif, en þessir tæknilegu örðug- leikar eru nú úr sögunni, og hef ég enga ástæðu til annars, en að vera bjartsýnn á rekstur sláturhússins i framtiðinni”, sagði Gunnar Sverrisson að lokum. gott. Þessi fjöldi skólanemenda setur óneitanlega svip á félagslif- ið i héraðinu. Sp.: Hvaft er aft segja um bygg- ingu járnblendiverksmiftjunnar aft þvi leyti, scm hún lýtur aft ykk- ur? Ásgeir: Nýlega skipuðu heima- menn hafnarnefnd fyrir Grundar- tangahöfn og er hún skipuð eftir- töldum mönnum: Sigurði Sigurðssyni, oddvita, Stóra-Lambhaga formaður, Antoni Ottesen, bónda Ytra-Hólmi, Valdimar Indriða- syni, útgm., Akranesi, Daniel Agústinussyni, forseta bæjarstj. Akraness, og Asgeiri Péturssyni, sýslumanni, Borgarnesi. Nú er unnið að teikningum af höfninni. Vonir okkar standa til þess að höfnin verði ekki einvörð- ungu höfn fyrir verksmiðjuna, heldur einnig inn- og útflutnings- höfn fyrir Borgarfjarðarhérað og Akranes. Það kynni að verða til mikilla bóta fyrir atvinnuhætti á Vesturlandi. Sp : Hvernig standa menningar- og félagsmálin? Ásgeir: Fyrir forgöngu sýslu- nefndar var fyrir nokkrum árum stofnaðtónlistarfélag i þvi augna- miði að koma af stað starfrækslu tónlistarskóla og efla tónlif. Nú er málunum komið þannig, að rekin er tónlistar- og tónfræðikennsla á fjórum stöðum. Með leiklistarmálin gildir það sama ogum tónlistina, að þau eru blómleg hér, eftir ástæðum. Þó brestur hér i Borgarnesi húsnæði til stærri sýninga og tónleika, en það bætir úr skák að i uppsveitum Borgarfjarðar eru nokkur félags- heimili, sem vel henta til slikrar starfsemi. Æskulýðsstarfsemier i höndum Ungmennasambands Borgar- fjarðar og er þar unnið gott og vaxandi starf. Þó þykir mörgum að starfsemi félagsheimilanna sé heldur ein- hæf, þ.e. dansleikjahald að stærstum hluta og mætti verða breyting þar á. Sp.: Hvernig telur þú sveitarfé- lögin búin undir aft takast á hend- ur meira af þeim verkum sem nú eru í höndum rikisins? Ásgeir: Ég hlýt að leggja á- herzlu á það að hlutur sýslufélag- anná hefur undanfarin ár orðið mikill i starfi sveitarfélaganna hér. Sýslunefndir Mýra- og Borgar- fjarðarsýslna hafa beint þeim til- mælum til Alþingis, og reyndar fengið samþykkta þingsályktun þess efnis, að efla verði fjárhag sýslufélaga, þannig að þau geti risið undir lögboðnum útgjöldum og svo öðrum útgjöldum, eins og til dæmis til menningarmála að frumkvæði heimamanna. Menn telja það til farsældar að efla stjórn héraða og sveitarfé- laga i þvi miði að draga úr þvi miðstjórnarvaldi, sem safnazt hefur fyrir á Reykjavikursvæð- inu. Þá má nefna að sýslufélögin hér hafa um langan aldur haft forgöngu um ýmis mál. Við telj- um óæskilegt að öll forysta drag- isttil Reykjavikur. Afleiðing þess er sú, að ungt fólk, sem áhuga hefur tíl forystu í atvinnu- og fé- lagsmálum fer þangað. Við vilj- um að þessi forysta sé hér heima. Hér má og nefna raforkumálin og þá erum við komnir að þeim. Eig- endur Andakilsárvirkjunar, sýslufélög Mýra- og Borgarfjarð- arsýslna og Akraneskaupstaður hafa allt frá árinu 1964 beitt sér fyrir þvi að Kláffoss i Hvitá yrði virkjaður. I fyrra var flutt um það frumvarp á Alþingi. Það frumvarp kemur til afgreiðslu i vetur og vona menn að það fái eðlilegan framgang. Það er sam- dóma álit þeirra, sem hafa kynnt sér virkjunarstaðinn að hann sé ákjósanlegur. Orkuverið yrði miðsvæðis, og þvi yrði Vesturland allt ein raforkuheild, þvi ráð er fyrir gert að Snæfellsness- og Dalasýslur yrðu eignaraðilar að virkjuninni. Þarna yrði um að ræða 15.000 kw. virkjun, sem leysa myndi úr grunnraforkuþörf alls Vesturlands auk þess sem mikið raforkuöryggi skapaðist fyrir notendur á svæðinu. Raforkuflutningur er nú með þeim hætti að mikill hluti rafork- unnar, sem notuð er á Akranesi og i Borgarfjarðarsveitum, til viðbótar orkunni frá Andakilsár- fossum,kemur eftireinum streng yfir Hvalfjörð. Það sér það hver, sem vill,að litið öryggi er i þessu fólgið. Þetta vandamál myndi heyra sögunni til, ef Kláffoss yrði virkjaður. Þessi virkjun gæti einnig lagt til a.m.k. fyrst i stað, orku i byggða- linuna, sem nú er verið að reisa um sveitir Borgarfjarðar, en henni er, eins og kunnugt er, ætl- að að flytja Norðlendingum orku. Aðeins þrír fastráðnir lögreglumenn í geysi- stóru umdæmi „Þrir fastráðnir lögreglu- menn i umdæmi, sem telur 3.700 manns, tel ég alls ekki nóg, og er lögreglan einnig i litlu húsnæði með aðeins tveimur fangaklefum. Er aöstaðan þvi fremur bág- borin”, sagði Gisli Kjart- ansson, fulltrúi sýslumanns Borgarfjarðar, er Alþýðu- blaðið spurði hann um störf lögreglunnar i Borgarnesi. „Umdæmi lögreglunnar er mjög stórt, en það nær frá miðri Holtavörðuheiði og inn i Hvalfjarðarbotn, og fyrir þrjá lögregluþjóna er það nokkuð mikið. Til aðstoðar lög- reglunni er þvi svokölluð héraðslögregla, sem starfar um helgar, og á annatimum. Héraðslögreglan sér um eftir- litá öllum böllum. sem haldin eru i umdæminu, en það er eitt ball á kvöldi um helgar frá 1. mai til 1. nóvember. Veitir ekki af þessari aðstoð sveita- lögreglunnar vegna þess að þessi böll gerast all róstursöm oft á tiðum. í þessari lögreglu eru heimamenn, og einnig menn frá Akranesi”. Að lokum sagði Gisli, að mjög mikið hafi verið um ölvun við akstur i sumar, og hefði slysa- tiðni verið mjög há. Einnig væri talsvert um innbrot i Borgarnesi, og hefðuþað bæði verið utanbæjarmenn sem heimamenn, sem þar hafa verið að verki. Alþýðublaðið Fimmtudagur 20. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.