Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 9
Islenzku spámönnunum gengur vel þegar nóg er um jafntefli Siðasti getraunaseðillinn gekk mjög vel hjá islenzku spámönn- um Alþvðublaðsins, og er hann sá bezti sem verið hefur. >að er kannski möguleiki að þeir fari nú að nálgast verðlaun, þvi þeir erukomnir'þaðhátt. Gunnar Sig- urðsson var eistur með 8 rétta. Stefán Eiriksson, Helgi Daniels- son, Eyjólfur Bergþórsson og Hermann Gunnarsson voru allir með 7 rétta, ásamt News of the World. Sigurjón Ólafsson var með 6,Expressog Observer með 5, Mirror 4 og restina ráku Times og Suðurnesjatiðindi með aðeins 3 rétta. Er þessi árangur góður vegna þess að seðillinn var nokkuð erfiður og mikið var um jafntefli. En snúum okkur þá að 14. getraunaseðlinum. Arsenal — Manchester United X. Arsenal má muna fifil sinn fegri um þessar mundir. Langt er siðan liðinu hefur vegnað eins illa og það sem af er þessu keppnistimabili. Þaðer aðfara i gegnum timabil endurnýjunar. Gömlu leikmennirnir sem unnu bæði deild og bikar eru flestir farnir frá félaginu. Ungir menn hafa tekið við flestum stöðum þeirra og þeir hafa liklega ekki ennþá fengið þá nauðsynlegu reynslu sem þarf til þess að leika í erfiðustu deildarkeppni i heimi. Flest stig mun þetta fræga Lundúnafélag liklega fá á heimavelli i vetur. Að þessu sinni eru það ungu ljónin frá Old Trafford sem þeir fá i heim- sókn. Erfitt verður að geta sér til um úrsl. leiksins, en hann getur að öllum likindum farið á alla þrjá vegu. Jafntefli er þvi meðalvegurinn og spáum við þvi hér. Aston Villa — Everton X. Þetta er einn af þeim leikjum sem ómögul. er að geta sér til um. Aston Villa er sterkt heima- lið, en erfitt er að vinna Ever- ton, hvort sem það er á heima- velli eða útivelli. Lið beggja svipar hvors til annars að þvi leyti hversu þau eru jöfn, hvergi veikir né sterkir i neinni stöðu. Everton er þó i dag liklega álitið sterkara félagslið, en ósennilegt er þó að þeir fái bæði stigin á Villa Park. Frekar er það, meira að segja liklegra að heimaliðið fái þau, þótt allt geti skeð i þessum leik. Jafntefli er þvi meðalvegurinn eins og i leik Arsenal og Manchester United. Leeds — Birmingham 1. Það hlýtur að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir hvernig þessi leikur fari. Leeds er of gott lið fyrir St. Andrew's félagið og ætti þvi' ekki að verða skota- skuld úr þvi að hirða bæði stigin, þótt svo að Norman Hunter sé i leikbanni. Margoft hefur það verið sagt i þessum föstu þátt- um Alþýðublaðsins, að Leeds sé ennþá mjög sterkt lið en samt ekki nærri eins gott og það var fyrir tveimur árum , enda má nú fyrr vera ef eitt félagslið getur haldiðsérá toppnum ár eftirár. Til þess er enska 1. deildin allt of erfið. Heimasigur ætti að vera öruggur. Leicester — Ipswich X. Leicester er búið að vinna tvo leiki i röð. Fyrst Burnley á Fil- bert Street i Leicester 3:2 og siðan Sheffield United á Bram- all Lane i Sheffield 1:2. Fyrir þessa leiki hafði liðið ekki unnið leik i ensku 1. deildinni. Það er hæpið að miðlandaliðið sé svo gott að það vinni þrjá leiki i röð, og sizt af öllu gegn létt leikandi liði Ipswich. En vafasamt er þó einnig að liðið tapi þessum leik þarsem það leikurá heimavelli. Þessi umferð sem nú er leikin i Englandi er siðari umferö þeirra liða sem leika saman, þvi þau hafa öll leikið saman áður en þá á heimavelli þeirra liða sem nú leika á útivelli. Ipswich og Leicester gerðu jafntefli i leik liðanna 18. október i Ips- wich. Þau úrslit komu nokkuð á óvart þar sem búizt var við að Ipswich myndi vinna. Þeir munu þvi leggja sig alla fram til þess að fara ekki með verri stigafjölda gegn Leicester úr tveimur leikjum. Jafntefli aftur liklegt. Liverpool — Coventry 1 Þegar þessi lið léku saman I Coventry 18. október urðu Ur- slitin 0:0. Coventry var ivið betra liðið i þeim leik enda á heimavelli. Liverpool ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að leggja Coventry að velli á heimaveilli sinum, Anfield Road, enda eru það aðeins al- beztu félagsliðin sem ná þar kannski einu stigi með heppni. Það er nú komið i efsta sætið og er þvi mikið I húfi fyrir félagið að þeir sigri lið eins og Coventry fyrir framan áhangendur sina, sem eflaust telja gestina auð- velda bráð fyrir Liverpool. Manchester City — Tottenham 1 Aðöllum likindum fær Totten- ham þarna sitt fyrsta tap eftir að hafa leikið 11 leiki i röð án taps. Að visu hrjá meiðsli tvo af beztu leikmönnum City um þessar mundir, þá Colin Bell og Dennis Tueart. En flestir vita að City er eitt bezta félagslið á heimavelli á Englandi óg er það þvi frekar ósennilegt að Lundúnaliðið snúi til baka með stig þótt allt geti auðvitað skeð. Heimasigur liklegri en hið unga ogskemmtilega Tottenham lið á þó smá möguleika á jafntefli. Norwich — Newcastle X Báðum liðunum hefur gengið illa að undanförnu, einkum þó Norwich-liðinu sem varla hefur fengið stig i meir en mánuð. Þeir ættu þó loksins að fá tæki- færi á laugardaginn til þess að hreppa stig gegn Newcastle sem er m jög slakt á útivelli. Langt er nú siðan að markavélin Ted MacDougall gerði mark siðast, i l.deildinni, eða einmitt 18. októ- ber á St. James Park i New- castle þegar heimaliðið vann þá 4:2. Hann kemst kannski á þef- inn aftur á laugardaginn. Jafn- tefli eru liklegustu úrslitin, eða heimasigur. Q.P.R. — Burnley 1 F'lestir eru þeirrar skoðunar að Q.P.R. sé eitthvað að da!a. Það kemur vist ekki mjög á ó- vart, þvi talað var um það að lið eins og Q.P.R. og West Ham sem léku fallega og skemmti- lega knattspyrnu myndi vegna ver þegar vellirnir á Englandi færu að þyngjast, þvi þá verður erfiðara fyrir þau að láta knött- inn vinna. Það virðist vera að koma I ljós núna Þeir ættu þó ekki að vera i neinum vandræð- um með mjög misheppnað Burnley-lið um þessar mundir á Loftus Road á laugardaginn. Nokkur öruggur heimasigur. Roy McFarland og félagar hans hjá meisturum Derby gætu lent i erfiðleikum með Wolves á laugardaginn. ENSKI BOLTINN Stoke — Sheffield Uni- ted 1 Það þarf ekki að fjalla mikið um þennan léik. Stoke hlýtur að sigra hann örugglega. Stoke hefur verið að nálgast toppliðin hægt og sigandi að undanförnu og er það mál manna að það verði komið i eitt af þremur efstu sætum þegar jólahátiðin gengur i garð. West Ham — Middles- brough West Ham er eins og flestir vita með mjög gott lið núna. En þeir munu þó eiga i erfiðleikum með Jackie Charltons-liðið á heimavelli. Middlesbrough svipar ekki svo litið til Leeds liðsins þegar þeir voru að koma UPP og verða að stórveldi. Þeir leika harða knattspyrnu þar sem varnarleikurinn er látinn sitja i fyrirrúmi. Sagt er að Jackie Charlton framkvæmda- stjóri Middlesbrough sé undir miklum áhrifum frá Don Revie og reyni þvi að leika svipaða leikaðferð og þegar Leeds vann fyrst meistaratitilinn, enda var hann þá leikmaður með Leeds, Það verður þvi erfitt fyrir West Ham að knýja fram sigur i þess- um leik og ætlum við þvi hér að jafntefli séu ekki ólikleg úrslit. Wolves — Derby 2 Hver veit nema að Úlfarnir séu eitthvað að hressast, eftir góðan sigur gegn Burnley sið- asta laugardag. Þeir hafa oft reynzt erfiðir andstæðingar fyrir meistarana og má þvi al- veg eins búast við þvi að þeir nái jafntefli og jalnvel vinni leikinn. En það væri móðgun við leik- menn eins og Colin Todd, Charlie George og Bruce Rioch að spá slikum snillingum tapi gegn einu neðsta liði deildarinn- ar þótt svo að þeir séu á útivelli. Leikurinn getur þó farið á alla þrjá vegu. Sotuhampton — Nott- ingham Forrest 1 Southampton með þá Chann- on og Osgood i broddi fylkingar er að sjálfsögðu öllu sigur- stranglegra i þessum leik, og er þvi ekkert annað hægt að gera en að mcrkja einn við hann. Getraunaþjónusta Alþýðublaðsins Síðustu 8 heima TVJJTVVT Arsenal tvvvvjjv Aston Villa vtvjvtvv Leeds JJJJTjtv Leicester JVVVVVJV Liverpool JVVVJJJV Man . City JVVVTJVT Norwich JJVVVVVJ Q.P.R. TJTVVTJV Stoke VVVVTVVJ West Ham J JVJTVTV Wolves VVVVVVW Southampton Síðustu 8 útileikir — Man. United VVTTJVTT - Everton JVTJVTVT - Birmingham JTTTTTTT - Ipswich JTJTTVJT - Coventry VJTVVTTJ - Tottenham TTTJJJVJ - Newcastle TTTTTTJT - Burnley JTTTVJJT - Sheffield United TTTTTTTT - Middlesbrough JTTVVJTV - Derby JJTVTJJV - Nott. Forrest JJVTJJJT • o 4-> Leikir sömu liða M cu > fH 0) O) u o Fi cn 01 CL> u Oh O) (D S 3: U) 3 4-> £ U *o c s <c s u 'O ,r-> f-l f-i rö £ ð tn ö £ &) Dan. jólfur 8 síðustu árin O 2 X w •H fH O 3 3 co (U 2 co ö -P co æ £ 2 1 X 1 1 1 1 — 2 2 2 2 1 X 2 2 X 1 1 X 1 X 2 2 2 2 X X 2 1 X X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 — 2 — - 1 X 1 2 2 X 2 X X 2 X X X X X X 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 2 1 1 X 1 1 1 X X 1 1 X 1 1 1 X 1 2 X 1 2 X X 2 1 X X 1 X 1 2 X — 2 — — 1 1 1 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X - — — X X 2 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 X X X 1 X X — — X 2 1 2 1 2 1 2 2 X 2 X X 1 1 1 2 2 1 X 2 1 1 - - 2 1 1 1 1 1 X 1 X 1 1 1 1 SAM- TALS _1 X 2 3 3 6 2 5 5 12 0 C 0 9 3 12 0 0 840 3 6 3 12 0 C 11 1 C 6 6 C 4 3 5 lo 2 0 Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Alþýðublaðið W

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.