Alþýðublaðið - 22.11.1975, Page 1

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Page 1
alþýðu n RTiTTil 227. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER (H)RÓS- HAFINN OKKAR BAKSIÐA íf Rltstjórn Slöumúla II - Slmi 81866 ANDÓFSGANGA SAKHAROVS Sjá grein í opnu ______________/ Dráttarskipin fara halloka Það virðist harla ójafn leikur þegar dráttarbát- ur sem telur 1988 rúm- lestir glimir við okkar stærsta varðskip Tý, sem er 930 rúmlestir að stærð. Samt sem áður er það staðreynd að drátt- arbáturinn Lloydsman hefur ekki roð við is- lenzku varðskipunum sem halda 39 brezkum togurum i herkvi og hafa komið i veg fyrir að þeir geti haldiðuppi veiðum. Landhelgisgæzlan hefur skákað brezku verndarskipunum svo eftirminnilega að Roy Hattersley á nú i vök að verjast i Neðri mál- stofunni brezku og getur hvorki lofað vernd herskipa eða neitað henni. Nokkrir af brezku togara- skipstjórunum hafa reyna að hópa sig saman og ögra varð- skipum okkar en tilraunir þeirra hafa farið út um þúfur. Ástandið á miðunum i gær var þannig að brezku skipstjórarnir þorðu ekki að leggja vörpu i sjó þrátt fyrir verndarskipin i námd og islenzku varðskipin héldu uppi Sifelldri baráttu við Bretana. V-Þjóðverjar, Belgar, Færey- ingar og Norðmenn eru horfnir út fyrir 200 milna mörkin og varð- skipin eiga nú við Breta eina að glim a. VESTMANNAEYJAR: Bæjarstjóra vikið frá Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja lagði minnihlutinn fram svohljóðandi tillögu: ,,Með hliðsjón af þvi að fyrir liggur, að bæjarstjóri hafitekiðað láni i eig- inhagsmunaskyni og án heimild- ar bæjarstjórnar og bæjarráðs, krónur 900.000 úr bæjarsjóði, og ekki munu öll kurl þar með til grafar kominum óheimilaða ráð- stöfun hans á fjármunum bæjar- sjóðs, samþykkir bæjarstjórn, með hliðsjón af- 249. gr. hegn- ingarlaganna, að leysa hann frá störfum um stundarsakir meðan málið er rannsakað nánar”. Einnig var borinfram tillaga sem kom frá meirihlutanum og er hún svolátandi: „Bæjarstjórn sam- þykkir að fresta lið 4 (ráðningar- samningur bæjarstjóra) til næsta bæjarstjórnarfundar. bann tima noti kjörnir endurskoðendur bæjarsjóðs, ásamt 2 fulltrúum frá bæjarstjórn, Jóhannesi Kristins- syni (mi) og Sigurði Jónssyni (Mei), til að endurskoða risnu- reikninga bæjarstjóra og önnur þau atriði sem núverandi minni- hluti hefur gagnrýnt á þessum fundi, og leggja fram fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Ennfremur fari þeir yfir samning bæjarráðs við bæjarstjóra”. Þessi seinni tillaga var sam- þykkt en þeirri fyrri var visað frá. 1 umræðunum um þessi mál i bæjarstjórninni tóku margir til máls og munu umræðurnar hafa staðið á fjórðu klukkustund. Þá hefur verið nefnt að minni- hlutamenn hafi haldið þvi fram að risnureikningur bæjarstjórans Sigfinns Sigurðssonar hljóði uppá eina og hálfa milljón, eftir þriggja mánaða starf i þágu bæjarins. Þessi tala mun vera á misskilningi byggð og rétt er að reikningurinn hljóðar i dag uppá l,lmilljónkróna. 1 þessari töluer innifalinn beinn kostnaður við bæjarstjórann og var hann sagð- ur vera á milli 6—700þús., en mun hinsvegar vera rúmlega 200 þús- und krónur. Samkvæmt heimildum blaðsins telja báðir aðilar sér málið i hag og nú er beðið eftir niðurstöðu endurskoðendanna sem liklega ljúka störfum fyrir helgi. Hinsvegar telja málsaðilar rétt að rannsókn fari fram og einnig má benda á það að i tillögunni sem samþykkt var, er tekið fram að afstöðu til ráðningarsamnings bæjarstjóra verði frestað og einn- ig að nefndin á að taka til yfir- ferðar samning bæjarráðs við bæjarstjóra. Blaðið hafði samband við Sig- finn Sigurðsson, og sagði hann eftirfarandi: „Meðan nefndin hefur ekki skilað niðurstöðum sinum vil ég sem minnst um mál þetta ræða, en á hinn bóginn er ég sannfærður umþað að málin eru mér i hag. Ég vona að nefndin ljúki störf- um sem fyrst enda er erfitt að starfa við svona aðstæður þegar maður er þungum sökum borinn. Ég er búinn að stefna blaði hér i bæ fyrir skrif sin um mig og min mál. Blaðið heitir „Fréttir”," sagði Sigfinnur Sigurðsson bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum. ÞÁÐ ÞARF HÆFNl til að gcta fleygt pakka með nýjustu dagblöðunum úr flugvél á fullri ferð þannig að hann liitti þilfarið á varðskipi, sem cr á siglingu fyrir neðan. Þetta er eitt af þeim verkefnum, sem starfsmenn landhelgisgæzlunnar ná leikni i meðal an nars. Endur- menntun i rar- iðnaði Rafiðnaðarmenn á tslandi hafa tekið rösklega höndum til við endur- eða viðbótarmennt- un rafvirkja. Eins og kunnugt er, er þróun i rafiðnaði svo ör, vegna si- vaxandi notkunar raforku og sjálfvirkni, að grunnmenntun rafiðnaðarmanna hefur skap að erfiðleika i störfum þeirra við tækninýjungarnar. Rafiðnaðarmenn á öllum Norðurlöndunum hafa bundizt samtökum um endur- eða við- bótarmenntun i starfsgreinum sinum. tslendingar hafa þar notið góðs af reynslu Dana og fengið fullan aðgang að nám- sk'eiðum og námsgögnum þeirra. Danir hafa árum sam- an unnið að endurmenntun og skipulagningu á þessu sviði. islenzkir rafiðnaðarmenn hafa brugðið hart við og haldið á þessu ári 17 námskeið viðs- vegar um landið með góðum stuðningi iðnaðarráðherra og iðnaðarráðuneytisins. Þátt- taka hefur verið ágæt. Þannig hafa 240 rafiðnaðarmenn, einkum þeir eldri tekið þátt i námskeiðunum. til að endur- hæfa sig og bæta við grunn- kunnáttu sina. Er þetta fram- tak hið merkasta og hér er ekki látið sitja við orðin tóm og ráðagerðir. Meðan Einar var að semja samþykkti Alþýðuflokkurinn EINDREGNA ANDSTÖÐU VIÐ ALLA SAMNINGA Um svipað leyti og Einar Agústsson, utanrikisráðherra, og félagar hans i viðræðunefnd Is- lands hófu samningaviðrður við Vestur-Þjóðverja um landhelgis- málið, sem leitt hafa til þess, að samningar hafa verið geröir um að heimila Vestur-Þjóðverjum veiðar i islenzkri fiskveiðilögsögu fór fram i Reykjavik 36. þing Al- þýðuflokksins. Þing þetta sam- þykkti ályktun um landhelgismál, þar sem flokkurinn lýsir cindreg- inni andstöðu sinni við alla hugs- anlega samninga við erlendar þjóðir innan 200 milna lögsögunn- ar. Samþykkt 36. þings Alþýðu- flokksins um landhelgismálið hljóðar svo: „36. þing Alþýðuflokksins lýsir eindreginni andstöðu sinni við alla hugsanlega samninga við er- lendar þjóðir um veiðiheimildir þeim til handa innan 200 milna fiskveiðifögsögunnar. Þingið telur að skýrslur Haf- rannsóknastofnunarinnar og Rannsóknaráðs rikisins um ástand og nýtingu fiskstofnanna á Islandsmiðum og efnahagslegar afleiðingar þess, ef ekki verður mörkuð markviss stefna i fisk- veiðimálum, sem byggist á þvi að tslendingar einir sitji að þeim veiðimöguleikum, sem fyrir hendi eru innan fiskveiðiland- helginnar, sanni svo ekki verður um villzt, að afleiðing undanslátt- ar i landhelgismálinu leiði i bezta falli af sér miklar, fjárhagslegar þrengingar, og i versta falli efna- Fulltrúafundur KRON var haldinn á llótel Sögu miðvikudag- inn 29. október sl. Kaupfélagsstjóri skýrði frá rekstri félagsins fyrstu 6 mánuði þessa árs. Vörusala hefur aukizt um 43% miðað við sama tima i fyrra og rekstursútkoma er svip- uð og þá. Þvi næst vék hann máli sinu að byggingu stórmarkaðar við Sundahöfn og erfiðleikum við að útvega fjármagn til þeirra fram- kvæmda. Ræddi hann um nauð- syn á nánu samstarfi við verka- lýðsfélögin i Rvk viö að hrinda hagslegt hrun islenzks þjóðfélags. Þingið skorar þvi á rikisstjórn- ina og þjóðina alla að hvika i engu frá þegar tekinni ákvörðun um 200 milna fiskveiðilögsögu." þessu i framkvæmd. Þvi hefði stjórn KRON snúið sér til verka- lýðsíélaga á félagssvæðinu og leitað eftir liðsinni þeirra. Birni Jónssyni forseta ASI hafði veriðboðiðað flvtja erindi á fund- inum um samstarf verkalýðs- og samvinnuhreyfingar, enhánn gat ekki komið þvi við vegna ferða- lags erlendis. Þess i stað sendi hann fundinum kveðjur sinar og ávarp, sem hér fer á eftir: „Égþakka mjög vel boð ykkar um að mæta á fundi fulltrúaráðs- ins i dag, en þvi miður hamla sér- Frh. á bls. 15 Fjármagnar verkalýðs hreyfingin stórmarkað KR0N við Sundahöfn?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.