Alþýðublaðið - 22.11.1975, Side 2

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Side 2
RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og SJÚKRALIÐAR óskast á nýja Vökudeild Barnaspitala Hringsins nú þegar. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 24160. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á lyflæknadeild (gervinýra). Upplýsingaar veitir forstöðukonan, simi 24160. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á Svæfingar- og gjörgæzludeild spital- ans frá 1. janúar nk. i næstu sex mánuði. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. -Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 22. desember nk. MEINATÆKNAR óskast á Rann- sóknardeild nú þegar eða eftir sam- komulagi. Vinna hlufa úr fullu starfi svo og á kvöldvöktum koma til greina. Upplýsingar veitir yfirlækn- ir, simi 24160. KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR: Tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa á spitalanum frá 1. janúar nk. i næstu sex mánuði a.m.k. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknir spitalans. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 22. desember nk. Reykjavik, 21/11 1975 SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANN A EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Lífeyrissjóðurinn Hlíf Sjóðsfélagafundur verður haldinn i húsi SVFl, Grandagarði, i dag, laugar- daginn 22. nóvember kl. 14. Dagskrá: 1. Lögð fram ný reglugerð fyrir sjóðinn. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar sjóðsins fyrir árið 1974. 3. Stjórnarkosning skv. 5. gr. reglugerðar sjóðsins. 4. önnur mál. Stjórnin. ------------------- Rósina i hnappagatið fáið þér hjá FRIÐFINNI Blómastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10 Sími 31099. Alþýðublaðið alþýðu n nm RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Óheilindi og illdeilur Til þess að rikisstjórn geti náð árangri i störfum sinum er nauðsyn- legt, að innan hennar riki sam- starfsvilji og gagnkvæm heilindi. Á þetta skorti mjög i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Ráðherrar þeirrar rikisstjórnar voru meira eða minna ósáttir hver við annan og settu sig ekki úr færi með að litillækka hver annan gæfust slik tækifæri. Þvi náði rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar aldrei saman. Ástandið i rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar er að mörgu leyti áþekkt, hvað þetta varðar. öllum er kunnugt um þau persónulegu átök manna, sem átt hafa sér stað innan Sjálfstæðisflokksins og þá valda- baráttu, sem þar hefur verið háð og er enn ekki til lykta leidd. Þessi átök hafa það að sjálfsögðu i för með sér að heldur litil samstaða er á milli þeirra flokksbræðra, sem harðast berjast — enda leynir það sér ekki hvernig samkomulagið er i flokknum þegar lesin eru skrif mál- gagna Sjálfstæðisflokksins, þar sem alveg opinskátt er veitzt mjög harkalega að vissum forsvars- mönnum flokksins likt og fjallað væri um ákafa pólitiska andstæð- inga. Hvernig eiga svo menn, sem svo hart deila bæði um persónur og völd, að geta komið sér saman i rikisstjórn — enda gera þeir það ekki. Ofan á þetta bætist svo það, að þvi fer f jarri, að heilindi og gagnkvæmt traust riki á milli stjórnarflokkanna — Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Mjög margir Framsóknarmenn eru mjög óánægðir með samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn og það dylst engum, sem fylgist vel með atburðum á vettvangi stjórnmálanna, að ólafi Jóhannessyni, formanni Fram- sóknarflokksins, er það ekkert óskaplega mikið á móti skapi að Geir Hallgrimsson eigi i erfiðleikum i embætti forsætisráðherra. Þessi afstaða Ólafs Jóhannessonar er ef til vill skiljanleg þegar tillit er tekið til þess, hversu mjög honum sjálfum misheppnaðist sitt starf sem stjórnarleiðtogi. Honum er ekkert umhugað um, að Geir Hallgrimsson nái betri árangri, en hann náði sjálfur og ekki verður sú afstaða Ólafs Jóhannessonar til þess að auð- velda sambúð stjórnarflokkanna eða efla samvinnuna þeirra á milli. Auðvitað er það þeim Sjálfstæðis- mönnum ekkert ánægjuefni, þegar Ólafur Jóhannesson fær ekki dulið glaðklakkalegan svip er foringjar Sjálfstæðisflokksins eiga i hvað mestum erfiðleikum með að halda þingliði sinu saman, eins og margoft hefur borið við á alþingi. Til núverandi rikisstjórnar var stofnað með talsvert óvenjulegum hætti. Stefnumál stjórnarinnar voru ekki svo mjög mikið rædd, heldur fyrst og fremst hver skyldu verða valdahlutföllin milli flokkanna. Niðurstaðan varð sú, sem báðir undu illa við. Ólafur Jóhannesson myndaði stjórnina, en varð að afsala sér stjórnarforystunni yfir til Geirs Hallgrimssonar. Þvi hafa Ólafur og félagar aldrei getað gleymt. Sjálfstæðisflokkurinn varð hins vegar að láta af hendi við Fram- sóknarflokkinn i skiptum fyrir for- sætisráðherraembættið flest þau fagráðuneyti, sem þeim Sjálfstæðis- mönnum munaði mest i. Þvi hafa þeir ekki getað gleymt. 1 sandi slikrar innbyrðis valdatog- streitu og gagnkvæmrar litil- lækkunar var núverandi rikisstjórn byggð. í valdatið hennar hafa þau auðkenni á henni komið skýrar og skýrar i ljós. Þetta er e.t.v. megin- skýringin á þvi, hve óskaplega illa rikisstjórninni hefur tekizt i störfum. Magnús E. Baldvinsson ásamt afgreiöslufólki, I nýja húsnæöinu. Mótorhjól Montesa Cota 247 ’75, nýtt. Honda CB 450 ’74 Kawasaki 500 ’73 Montesa Cota 247 ’73 Tökum notuð hjól i umboðssölu. Sér- verzlun með mótor- hjól og útbúnað. Vélhjólaverslun Hannes Úlafsson Skipasundi 51. Sími 37090 llrabúð flytur Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar E. Baldvinssonar opn- aði nýlega verzlunarhúsnæði á Laugavegi 8, en verzlunin var áð- ur til húsa á Laugavegi 12. Magnús E. Baldvinsson úr- smiðameistari stofnaði fyrst verzlun sina 7. júli árið 1947, á Laugavegi 82, en þar var verzl- unin i tvö ár, áður en hún fluttist á Laugaveg 12, sem hún hefur verið þar til nú. Verzlunin selur úr, klukkur, úrabönd, skartgripi og ýmisskonar gjafavörur, ásamt úrvali af verðlaunagripum fyrir allar greinar iþrótta. Samfara verzluninni rekur Magnús verk- stæði sem þjónar öllu sem verzl- uninni viðkemur, og einnig málmiðju sem framleiðir minja- gripi, félagsmerki og margt fleira. Fyrirtækinu er stjórnað af Magnúsi E. Baldvinssyni og Birni Agústssyni úrsmið. Laugardagur 22. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.