Alþýðublaðið - 22.11.1975, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 22.11.1975, Qupperneq 6
Húsbyggjendur - verkkaupar Tilkynning frá Ákvæðisvinnuskrifstofu Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík og Félags íslenzkra rafvirkja Að gefnu tilefni skal húsbyggjendum og verkkaupum bent á, að ákvæðisvinnu- reikningar frá rafverktökum teljast þvi aðeins fullgildir að þeir séu endurskoðaðir og stimplaðir af Ákvæðisvinnunefnd F.L.R.R. og F.í.R. Greiði verkkaupi óstimplaða ákvæðis- vinnureikninga, missir hann rétt til end- urmats og leiðréttingar skrifstofunnar á magntölum verksins, svo að rétt til gæða- mats á vinnu, en verkkaupi á rétt á þess- ari þjónustu endurgjaldslaust, ef ákvæðis- reikningur er stimplaður þegar hann er sýndur eða greiddur. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu nefndarinnar að Hátúni 4A, simi 14850. Reykjavik, 19. nóvember 1975. f.h. Ákvæðisvinnunefndar F.L.R.R. og F.Í.R. Andrés Andrésson formaður. Félag járniðnaðarmanna FELAGSFUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 26. nóvem- ber 1975 kl. 8.30 i Lindarbæ, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kosning fulltrúa i Iðnráð 3. Kjaramál 4. önnur mál. Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÉ) Atvinnumálanefnd hefur látíð sig atvinnuleysið títiu varða Á borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn s.l. lagði Björgvin fram eftirfarandi fyrirspurn um atvinnumál Heykjavikur: 1. Hve marga fundi hefur atvinnumálanefnd haldið frá þvi að hún var kosin á ný? 2. Hefur nefndin athugað atvinnuástandið i Reykjavik nú og gert sér grein fyrir atvinnu- horfum i borginni i vegur? 3. Hefur atvinnumálanefnd fjallað um ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir atvinnu- leysi á næstunni? Helgarviðtalið 3 sem til féll þegar kirkjan fauk. Þetta var nú engin höll og hefði vist vel getað staðið inni i stofum nútimans. En það gegndi sinu hlutverki og stendur reyndar enn. Svo þröngt var inni, að rúmin voru dregin saman á daginn , til að fá ofuri. gólfrými, og siðan voru þau dregin sundur á kvöldin, þegar gengið var til náða. Þegar börnunum fjölgaði varð það mitt hlutskipti að fara til ömmu minn- ar, þegar ég var 8 ára og siðari manns hennar, sem var verzlunarmaður við Edinborgar- verzlun. Það var eins og að koma i foreldrahús og þar ólst ég upp siðan f góðu yfirlæti. Ég fór svo að róa á árabát um fermingu, með gamalii sjó- kempu. Það var nokkuð um, að eldri sjómenn, sem áttu fleytu tækju unglinga með sér á sjóinn eða i skiprúm. Ég var tvær vertiðir með þessum manni og fékk á þeirri fyrri 300 fiska til hlutar. Það þótti ágætt og hann réri sjaldan lengra en fyrir Vatnsnesið þar sem nú er höfnin. Seinni vertiðina fékk ég bara 150 fiska hlut. Frá 16 ára aldri stundaði ég sjósókn á vélbátum að vor- og sumarlagi en vann i landi á vetrum til 25 ára aldurs.” ,,Og hvað þá?” ,,Þá fór ég i kennaraskólann, árið 1930 og var þar þrjá vetur og útskrifaðist þaðan 1933.” „Voru einhverjir kennaranna þar sérstaklega eftirminnilegir?” „Mér fannst mikið til um þá alla, þetta var úrvalslið, þó hver væri með sinu móti. Freysteinn Gunnarsson var þá nýtekinn við skólastjórn. Kennararnir voru sr. Sigurður Einarsson, Hallgrimur Jónasson, Árni Guðnason að ógleymdum Steingrimi Arasyni, og Sigurkarli Stefánss. Þá var Isak Jónsson einnig kennari sið- asta árið. Hann var feikna dug- legur kennari og mér hefur alltaf fallið vel lestrarkennsla hans, notaði hana lengstum i og með.” „Nú svo hefur þá kennsla tekið við?” „Það var nú alls ekki svo ein- falt. Bekkurinn minn var löngum kallaður „rauði bekkurinn”. Það gekk hreint ekki öllum vel að fá kennarastöður, hvernig sem á þvi stóð, t.d. ekki mér. Ég tók að mér unglingakennslu i Garðinum fyrst.” „Varstu svona pólitiskur?” „Önei, ekki fannst mér það. Til dæmis kaus ég ekki fyrsta skipti sem ég hafði kosningarrétt, 1934. Tveir voru i boði Ölafur Thors og svo Guðbrandur Jónsson fyrir Alþýðuflokkinn. Ég hafði vist smekk fyrir hvorugan. En svo gekk ég i Verkalýðsfélagið það ár og við buðum fram til hrepps- nefndarkosninga en náðum ekki sæti þá. Annars höfðu kosningar fram að þeim tima verið i heyr- anda hljóði og kosið i hreppsnefnd eftir uppástungum og með handa- uppréttingum. Við buðum þá fram lista, sem fór um eins og áð- ur sagði.” „En hver var svo atvinnan?” „Ég kenndi bæði við unglinga- skóla og iðnskóla hér i Keflavik til 1937. Þá var komið á pöntunar- félagi, sem siðar varð deild i Kron. Ég var deildarstjóri þar i sex ár og tók þá við nýstofnuðu sjúkrasamlagi, sem ég veitti forstöðu til 1946.” „Og lá þá pólitikin á hillunni á þessum árum?” „Ó, nei, ekki alveg. Við Alþýðu- 1 svari Magnúsar L. Sveinssonar formanns atvinnu- málanefndar kom fram að nefndin hefur haldið þrjá fundi - frá þeim tima er hún var skipuð þann 21. febrúar s.l. Nefndin hefur engar athuganir gert á atvinnuástandinu i Reykjavik, né gert sér grein fyrir atvinnu- horfum i borginni i vetur. Þá kom og fram i svari Magnúsar að ekkert hefði verið fjallað um neinar ráðstafanir til að koma i veg fyrir atvinnuleysi á næstunni. Hins vegar hefði nefndin gert litillega könnun s.l. vor á atvinnu- horfum skólafólks. Björgvin tók siðan til máls og iþakkaði s'vör Magnúsar svo langt sem þau næðu. Kvaðst hann ekki geta látið hjá liða að gagnrýna störf nefndarinnr fyrir miður góð störf það sem af er hennar kjörtimabili. Lét Björgvin i ljós þá skoðun sina að eins og ástandið i atvinnumálum borgarinnar væri nú háttað, þyrfti slik nefnd að vera vel á verði og koma með tillögur sem bætt gætu úr atvinnuskorti i Reykjavik, þvi það væri of seint að gripa i taumana þegar atvinnuleysi væri skollið á. Tók Björgvin sem dæmi að hjá BOR væri mjög ótryggt atvinnuastand. Atvinnan þar færi fyrst og fremst eftir hraefnaöflun og ef eitt skip BOR t.d. bilaði og flokksmenn vorum löngum i félagi við Framsóknarmenn um lista til hreppsnefndar. Við áttum efstasætiðen þeir fengu annað og þriðja o.s.frv. Þetta gekk svo til ársins 1946, að við vildum fá annaðhvert sæti á listanum, en þeir vildu ekki ganga að þvi og listarnir urðu tveir. Við fengum þá þrjá fulltrúa en Framsóknar- menn einú. Það var nú samt meirihluti og við unnum saman eftir kosningarnar. Þá varð ég oddviti og sá siðasti i röðinni af þeim, þvi Keflavik fékk bæjar- réttindi 1949.” „Voru ekki talsverð vandamál við að glima i þinni oddvitatið?” „Jú, ekki er þvi að neita. Við fengum að reyna okkur i mörgu. Til dæmis voru vatns- og holræsa- mál I ólestri og að þvi varð að snúast. Fyrstu árin fóru i að koma þessu i lag, og það sást ekki mikið ofanjarðar af þeim verkum.” „Nú, þið hafið sem sagt grafið pund ykkar I jörðu?” „Það má segja það. En það var nú öðru máli að gegna en um hið fræga pund úr dæmisögunni. Það nefnilega ávaxtaðist vel þar i auknu hreinlæti og hollustu fyrir bæjarbúa. Við hófum einnig byggingu sjúkrahúss, sem tók 8 ár að koma upp, og svo stóðum við i togarakaupum og rekstri ásamt auðvitað fjölmörgu öðru, sem æfinlega til fellst i bæjar- rekstri’ . „Þú varðst fyrsti bæjarstjórinn hér i Keflavik?” ,,Já til 1954”. „Já, heyrðu, var það ekki einmitt ykkar togari, sá nafn- kenndi, sem Æskulýðsfylkingin ætlaði að taka á leigu, eftir að hann hafði legið um hrið i Reykjavlk, og sigla með þann lýð til Búkarest?” ,,Ja, það getur verið, en þá hefur hann verið kominn úr okkar höndum, en hvað annars um það?” „Sú saga gekk, að þeir hefðu leitað til Ólafs Thors um leyfi til siglingarinnar og hann hafi gefið leyfið fúslega með þeim orðum, að skipið hefði upphaflega verið byggt fyrir söfnun þorskhausa, m.a. og sér fyndist það þjóna ágætlega upphaflegum tilgangi með slikri ferð!” „Já, við urðum að missa tog- arann, enda var geröur mikill munur þeirra og bátanna á þeim timum með alla fyrirgreiðslu.” „Hvað tók svo við hjá þér 1954?” „Þá gerðist ég kennari hér við barnaskólann og hélt þvi starfi til þessa árs. Nú ég var áfram i bæjarstjo'rn og i bæjarráði. Verkalyðsfélagið var lika minn gæti þar af leiðandi ekki landað afla myndi atvinnan minnka til muna. Magnús tók siðan aftur til máls og sagði að það hefði ekki þýðingu að halda marga fundi. Atvinnu- ástandið væri ekki þannig að nefndin hafi þurft að semja sér- stakar tillögur eða ályktanir um atvinnuástandið, né halda fleiri fundi en gert hefði verið. Flokkspólitísk ráðning borg- arbókavarðar Borgarstjórn samþykkti i gær að ráða Elfu Björk Gunnarsdótt- ur i starf borgarbókavarðar, en Eirikur Hreinn Finnbogason sagði þvi starfi lausu fyrr á þessu ári. Umsækjendur um starfið voru fimm, þar af fjórir bókasafns- fræðingar. Elfa hlaut 11 atkvæði, eða öll atkvæði sjálfstæðismanna, en Else Mie Einarsdóttir hlaut tvö atkvæði, Hilmar Jónsson eitt og ennfremur Björn Teitsson. Hrafn Harðarson bókasafnsfræð- ingur hlaut ekkert atkvæði. Aug- ljóst er að þarna hefur flokkspóli- tik algerlega ráðið ferðinni. starfsvettvangur sem formanns til 1970. Mér hafa ætið verið hug- leikin félagsmálaverkefni og það hnýtast oftast nógir hnútar á halann á manni á langri ævi. Stjórnmálin eru þar með talin, og ég var varaþingmaður um hrið eftir 1959 og sat nokkuð á' þingi. Svo var auðvitað kennarastarfið sem ég lagði niður á þessu ári, mér féll það alltaf vel.” „Saknarðu skólans og starfsins þar?” „Já, ekki get ég neitað þvi, en mér geðfellur ekki það, sem nú er að ske, alveg með öllu. Ég held, t.d. að sérkennsluhættir i höndum sérkennara i greinum gefi ekki betri raun en eldri hættir, að minnsta kosti ekki fyrir kenn- arann, en ég tel velta mikið á að kennari geti gengið ánægður að starfi. Mér sýnist örla talsvert á yfirborðsmennsku, og ég tel skóla vera orðinn alltof stóran með 1000 nemendur og þar yfir. Það hálfa væri nóg. Um hegðun nemenda sem nú er mikið átalin af mörgum, vildi ég segja það, að alltaf má búast við ára- skiptum um ljúfari eða erfiðari árganga og kannske þolum við verr meðlætið en mótlætið áður. Annars er þetta glæsilegt fólk, sem nú er að vaxa úr grasi.” „V-iltu segja eitthvað að lokum, Ragnar?” „Ég tel að þó nú séu erfiðir timar i sjónmáli, sé bezt að átta sig á þvi, að áður hefur á ýmsu oltið. Áður hafa verið þrengingar, en ég held, að neyð sé ekki eins sár nú og oft var hér fyrrmeir. Þar hefur þokast fram á við til betri vegar. Það vill oft verða svo, að meira er horft á krónu- töluna en kaupmátt launanna. En svo hefur þó ekki ætið verið. Þar til vil ég nefna samningana 1952 þegar þannig var samið að útborgað kaup varð lægra i krónutölu að samningum loknum. En þá var samið um niður- greiðslu á nokkrum vöruteg- undum og vöruílutningum erlendis frá. Þetta hafði þau áhrif, að visitalan lækkaði og þar með kaupið. 1 samningum 1955 hækkaði kaupið ekki mikið, en þá fengum við atvinnuleysistryggingarnar og að mig minnir fjölskyldu- bæturnar og þegar samið var um lifeyrissjóði verkalýðsfélaganna hækkaði kaupið aðeins um 3 1/2%. Mér skilst, að nú sé sú hugsun einmitt mjög mótandi i undir- búningi kjárasamnninga verka- lýðsfélaganna, að meir verði metið allt, sem eykur kaupmátt launanna en stundum áður. Væri óskandi að sú hugsun yrði ráðandi I næstu samningum.” Alþýðublaðið Laugardagur 22. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.