Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 5
Sambandsstiórnarfunrinr ASÍ álvktar um auglvsingabannið Löglaust gerræði útvarpsins gegn alþýðusamtökunum Fréttatilkynning Sambandsstjórnarfundur Al- þýðusambands Islands var haldinn 1. desember sl. Sam- bandsstjórn fer með æðsta vald i ASÍ milli þinga og skal kvödd saman a.m.k. einu sinni á ári. í sambandsstjórn eigasæti: Mið- stjórn ASl 15 manns, 18 fulltrú- ar, kosnir af þingi ASl, og full- trúar 8 landssambanda, 4 frá Verkamannasambandi Islands, 3 frá Landssambandi ísl. verzl- unarmanna, 2 frá hvoru Sjó- mannasambandi Islands og Landssambandi iðnverkafólks, og 1 frá hverju hinna fjögurra landssambanda, eða alls 48 full- trúar. Mættir voru 40 fulltrúar. Mál á dagskrá fundarins voru: 1. Skýrsla forseta um starfsem- ina og reikningar sambandsins. 2. Skýrsla Menningar- og fræðslusambands alþýðu (MFA) um starfsemina. 3. „Vinnan”, timarit ASl. 4. Alþýðuorlof og Ferðaskrif- stofan „Landsýn”. 5. ASt 60 ára 1976. 6. Landhelgismálið. 7. önnur mál. A fundinum voru ýmsar sam- þykktir gerðar: Heilsustöö. Miðstjórn ASl og stjórn Al- þýðuorlofs var falið, að gera könnun á möguleika þess að verkalýðshreyfingin láti reisa heilsustöðvar eða heilsuhæli i Hveragerði i tengslum við or- lofsheimili verkalýðsfélaganna i ölfusborgum. Jafnframt yrði athugað, hvort verkalýðshreyf- ingin ætti að ráðast ein i þetta verkefni eða leita samstarfs við aðra aðila innanlands eða jafn- vel erlendis, svo sem verkalýðs- samtökin á Norðurlöndum, sem sýnt hafa hugmyndinni áhuga. Tillögur i þessu efni verða lagð- ar fyrir næsta Alþýðusam- bandsþing, er halda skal haustið 1976. 60 ára afmæli ASÍ. Kosnar voru tvær 5-manna- nefndir til að vinna að ýmsum verkefnum i sambandi við 60 ára afmæli ASÍ á næsta ári. Félagsgjöld. Fundurinn samþykkti einnig að beina þvi til miðstjórnar og væntanlegrar samninganefnd- ar, að vinna að þvi i næstu samningum, að þau félög er það vilja, geti tekið upp prósentu- gjöld af tekjum meðlima sinna i staðfastra félagsgjalda svo sem nú er algengast. Björn Jónsson, forseti ASÍ, i ræðustól á kjararáðstefnu Al- þýðusambands íslands, sem haldin var i gær, en sambands- stjórnarfundurinn var haldinn i fyrradag. Auk þess samþykkti fundur- inn meðbylgjandi tvær ályktan- ir. Ályktun um landhelgismál. Fundur sambandsstjórnar ASl haldinn 1. desember 1975 vekur sérstaka athygli á ugg- vekjandi skýrslum Hafrann- sóknastofnunarinnar og starfs- hóps visindamanna á vegum Rannsóknaráðs rikisins um ástand islenzkra fiskistofna. Ljóst er af framangreindum niðurstöðum hinna færustu vis- indamanna að svo er nú komið, að við Islendingar getum ekki tekið meira aflamagn helstu nytjafiska úr sjó árlega næstu ár en við gerðum á s.l. ári, þótt engin veiði útlendinga komi þar til. Þetta sannar, að allar teljandi veiðiheimildir, sem ákveðnar kunna að verða til erlendra þjóða, hafa annað hvort þær af- leiðingar að stórspilla viðkomu fiskistofnanna eða að rýra stór- kostlega hlut íslendinga i veið- unum og þar með kippa stoðun- um undan atvinnu stórs hluta landsmanna og efnahagslegum grundvelli þeim, sem þjóðin byggir á lif sitt i landinu. Þvi mótmælir fundurinn mjög harðlega nýgerðum samningum við V-Þjóðverja um 60 þús. tonna veiði þeirra á ári næstu 2 ár innan fiskveiðimarkanna og telur þann samning háskalegt fordæmi fyrir aðra hugsanlega samninga við aðrar þjóðir um fiskveiðiréttindi. Fundurinn fordæmir her- skipainnrás Breta innan is- lenzkrar landhelgi til verndar veiðiþjófnaði þeirra og skorar á stjórnvöld að svara þeirri, árás með því að slita við þá stjórn- málasambandi þegar i stað og að gripa siðan til allra annarra tiltækra aðgerða til sóknar gegn ofbeldi þeirra. Fundurinn lýsir trausti á Samstarfsnefndina til verndar landhelginni og beinir þvi jafn- framt til miðstjórnar að taka til sérstakrar yfirvegunar með hvaða hætti verkalýðssamtökin geti beitt samtaka mætti sinum gegn hvers konar undanhaldi frá rétti okkar innan 200 milna markanna en fyrir sem skjót- ustum sigri hins islenzka mái- staðar. Ályktun um auglýsingabannið Fundur Sambandsstjórnar Alþýðusambands Islands hald- inn 1. desember 1975 lýsir eindregnum mótmælum sinum gegn þeirri ákvörðun Rikisút- varpsins að setja bann á auglýs- ingar Alþýðusambandsins, landssambanda þess og ein- stakra verkalýðsfélaga, er að þvi lutu að hvetja fólk i verka- lýðsfélögum til að taka sér fri frá störfum fimmtudaginn 27. nóvember sl. til að mótmæla undanþágusamningum við Vestur-Þjóðverja og ofbeldi Breta með herskipasendingum gegn islenzkri löggæzlu. Bendir fundurinn sérstaklega á þann fáheyrða úrskurð yfirmanna út- varpsins, að mótmælin gegn herskipasendingum Breta væru hlutleysisbrot, og einnig að allar voru hinar bönnuðu auglýsingar hófsamlega orðaðar og fjölluðu um aðgerðir, sem fuil réttindi eru tryggð til að framkvæma samkvæmt stjórnarskrá lýð- veldisins og réttum lögum enda hundruð fordæma fyrir birtingu hliðstæðra tilkynninga, sem hér var um að ræða. Fundurinn getur þvi ekki i samræmi við framangreint,litið öðru visi á, en að hér hafi verið um að ræða löglaust gerræði gegn Alþýðusambandi tslands og aðildarsamtökum þess, i þeim tilgangi einum framið að hindra þau i framkvæmd lög og stjórnarskráhelgaðs réttar til að safnast saman undir beru lofti og taka sér fri frá störfum i lögmætum tilgangi með frið- samlegum hætti. Krefst fundurinn þess þvi af útvarpsráði og menntamála- ráðherra, að þeim yfirmönnum útvarpsins, sem hér áttu hlut að máli, verði veitt þung áminning og hindrað verði að slik óhæfa, endurtaki sig. Reisir alþýðuhreyf- ingin heilsustöðvar í Hveragerði? Miövikudagur 3. desember 1975. Fjölbreytt sýning á keramik hefst í dag Alþýðublaðið leit inn í Ramma- gerðina i Hafnarstræti 19 i gær, en þar er búið að koma fyrir sýningu á mjög sérstakri keramiklist. Sýning hefst i dag og eru allir munirnir til sölu. Listamennirnir, sem þarna hafa lagt hönd á plóg- inn eru þau Hulda Marisdóttir, Yoshitaka Esashi og Sigurður Hauksson. Viðfangsefni lista- mannanna eru bæði hagnýt og svo má einnig sjá þarna listgripi, sem virðast fyrst og fremst vera til skrauts. Af fyrrataginu má nefna hluti eins og lampa, vasa, stjaka, öskubakka og skálar allt frá rúm- um þúsund krónum og upp i 17.000 krónur. Þá eru þarna ýmiss kon- ar listaverk, en þar fer verðið allt upp i 86.000 krónur. Blaðamaður ræddi stuttlega við þau Huldu og Yoshitaka. Hulda, sem er 26 ára gömul hefur unnið meira eða minna fyrir Glit siðan 1968. Hún hefur stundað nám i keramikiðn i Sviss og hér heima. Yoshitaka er Japani og hefur unnið á Norðurlöndum siðastliðin 4 ár. Hann hefur haldið sýningar viða og hlotið margvislega viður- kenningu fyrir sérkennilegt hand- bragð. Hann mun aðeins verða hér á landi skamman tima, að þvi er hann sagði. A hinn bóginn kvað hann ekki útilokað að hann mundi koma hingað aftur, þvi hann kynni mjög vel við sig hér. Ragnar Kjartansson, mynd- höggvari, stofnaði Glit árið 1957 og hefur fyrirtækið verið braut- ryðjandi i framleiðslu á keramik hér á landi. Þar eru nú framleidd- ar ýmsar tegundir, sem ekki hafa verið kynntar hér á landi áður, s.s. listaverk, sérunnir plattar, nýjar tegundir af ljóskerum og kertastjökum, eldföst mót og módelsmiði af ýmsu tagi. Hjá Glit starfa nú um 35 manns, en rúmlega helmingur af allri framleiðslunni er fluttur úr landi, aðallega til Noregs, Sviþjóðar, Danmörku, Tékkóslóvakiu og Þýzkalands. ■ Ferð Sólnessfjölskyldunnar til Japan Viðskiptavin- urinn borgaði 1 umræðum um fyrirspurn frá Braga Sigurjónssyni um málefni Kröfluvirkjunar, sem fram fóru i gær á Alþingi (sjá aðra frétt i blaðinu) upplýsti Jón Sólnes, að kostnaðurinn við ferð hans og fleiri úr fjölskyldu hans til Japan hafi verið greiddur af japanska fyrirtækinu, sem seldi Kröflu- nefnd vélabúnaðinn i virkjunina. Sagðist Jón Sólnes, að kostnaður- inn við ferð hans og fleiri úr fjöl- skyldu hans til Japan hafi verið greidduraf japanska fyrirtækinu, sem seldi Kröflunefnd vélabúnað- inn i virkjunina. Sagðist Jón sól- nes hafa farið til Japan i boði hins japanska fyrirtækis, m.a. til þess að kynna sér smiði vélanna. Þá sagði Jón, að i þessari ferð hans hafi hann náð samningum við for- ráðamenn fyrirtækisins um, að ekki þyrfti flóknar og dýrar bankaábyrgðir fyrir kaupunum og á þvi hefði hann sparað fyrir Islendinga margfalt meira, en nam kostnaðinum við ferð hans til Japan, sem japanska fyrirtækið greiddi. Bragi Sigurjónsson gagnrýndi það harðlega. að formaður Kröflunefndar skyldi þiggja dýrt boð frá viðskiptaaðila nefndar- innar. — Má nærri geta, sagði Bragi, hver staða formannsins getur orðið eftir að hafa þegið slikt boð, ef hann skyldi þurfa að eiga i ein- hverjum útistöðum við fyrirtækið siðar, t.d. vegna þess, að það hefði ekki staðið við einhvern verkþátt, eins og til var stofnað. Alþýöublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.