Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 2
TRÉSMIÐJA BiÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÍO*l Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Reykjavik: Laugarásvegur Norðurbrún Austurbrún Múlahverfi Viðimelur Ásvallagata Hofsvallagata Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 Barnafata- verzlunin Rauðhetta Látið ekki verðbólguúlf- inn gleypa peningana ykkar, í dýrtíðinni. Vör- ur seldar með miklum afslætti, allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Litið inn og gerið góð kaup. Opið laugardaga kl. 10 til 12. Barnafataverzlunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1 — Sími 28480. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum dcgi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. alþýðu mRmm RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Húsnæðislánakerfið á heljarþröminni A nokkrum undanförnum árum hefur byggingariðnaðurinn á íslandi tekið miklum framförum. Með til- komu stórframkvæmda i ibúðar- húsabyggingum á vegum hins opin- bera — fyrst með ibúðabyggingum Framkvæmdanefndar bygginga- áætlunar og nú upp á siðkastið með ibúðabyggingum á vegum hins ný- endurskipulagða verkamannabú- staðakerfis — skapaðist grundvöllur fyrir fjöldaframleiðslu ibúða á íslandi. Ný tækni hélt innreið sina og fyrir tilverknað hennar hefur töluvert verið hægt að halda aftur af hækkun byggingakostnaðar þótt mun betur megi gera i þeim efnum. Á þvi er enginn vafi, að fyrir til- verknað hins opinbera hefur bygg- ingastarfsemi i landinu mjög fleygt fram. Byggingasjóður rikisins og Húsnæðismálastjórn hafa átt drýgstan þáttinn i þvi. Ef þetta opinbera lánakerfi til ibúðarhúsa- bygginga hefði ekki verið til svo og aðrir þeir þættir i fyrirgreiðslu hins opinbera við húsbyggjendur, sem fylgt hafa i byggingariðnaði hefðu ekki orðið og að íslendingar væru mun verr settir i húsnæðismálum, en þeir nú eru. Það var verk Alþýðuflokksins fyrst og fremst að byggja upp þetta opinbera kerfi aðstoðar við islenzka húsbyggjendur. Fyrir tilverknað Alþýðuflokksins var Húsnæðismála- stjórn rikisins komið á fót. Það voru einkum og sér i lagi ráðherrar Alþýðuflokksins, sem af hálfu þá- verandi rikisstjórnar beittu sér fyrir samkomulagi við verkalýðshreyf- inguna um hinar miklu ibúðabygg- ingar fyrir láglaunafólk á vegum Framkvæmdanefndar bygginga- áætlunar og það var einnig i stjórnartið Alþýðuflokksins sem verkamannabústaðakerfið var tekið til endurskoðunar og það endur- skapað i núverandi mynd. Á þeim árum, sem liðið hafa frá þvi Alþýðu- flokkurinn lét af stjórn húsnæðis- mála i landinu hafa engin umtals- verð ný átök verið gerð i þeim mála- flokki. Aðeins hefur verið haldið áfram við að framkvæma það, sem Alþýðuflokkurinn hafði undirbúið — nema hvað framkvæmdin hefur verið að leiðast út i ógöngur þvi vanrækt hefur verið að sjá hús- næðismálakerfinu fyrir tekjustofn- um i samræmi við lögskyld verkefni þess. Það er ekki sök Alþýðuflokks- ins, þvi ráðherrar hans lögðu fram tillögur um nýja tekjustofna fyrir húsnæðismálalánakerfið um leið og þeir endursköpuðu það. Þáverandi stjórnarandstaða lagðist hins vegar á móti þessum fjáröflunarleiðum og slikt hið sama gerði samstarfsflokk- ur Alþýðuflokksins i rikisstjórn. Saman felldu þessir aðilar svo fjár- öflunartillögur Alþýðuflokksins og hafa sjálfir ekki getað bent á aðrar leiðir. Afleiðingarnar hafa svo orðið þær, að húsnæðislánakerfið er fjár- vana og getur ekki sinnt lögboðnum skyldum sinum. Eins og nú standa sakir er skortur tekjustofna fyrir Byggingasjóð rikisins orðinn slikur, að kerfið allt er að komast i strand. Ekki hefur reynzt unnt að standa við gefin fyrirheit um lánveitingar til bygg- ingar leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga og hafa þær framkvæmdir dregizt úr hömlu af þeim sökum. Þá hefur einnig reynzt mjög erfitt um vik að standa skil á framlögum til byggingar verka- mannabústaða. Staða hins almenna húsbyggjanda er jafnvel enn verri. Húsnæðismálastjórnarlánin svo- kölluðu hafa rýrnað að verðgildi og mjög langur biðtimi er nú eftir lán- veitingum. Menn sjá þvi nú, hvaða afleið- ingar það hafði, að andstæðingar Alþýðuflokksins i öllum hinum stjórnmálaflokkunum skyldu fella tillögur Alþýðuflokksins um nýja og öfluga tekjustofna fyrir húsnæðis- málalánakerfið. Nú er svokomið, að vinna verður bráðan bug að þvi að útvega kerfinu nýja tekjustofna og það má ekki dragast lengi ef framþróunin i húsnæðismálum i landinu á ekki að stöðvast með öllu. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstaerðir miðað víð jnúrop: Hæð;210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar sk»rðir. smlðaðar eftir beiðnr. GLUGóAS MIDJAN Siðumúla 20. simi :IX220 ■ ■ — BL0ÐIN SEGJA ökumenn forðast umferðarljósin Búið er að setja upp umferðar- ljós á gatnamótum á þremur stöðum á Akureyri og þau siðustu voru sett upp nú i sumar, á horni Þingvallastrætis og Þórunnar- strætis. Reynslan hefur sýnt, að slysatiðni á gatnamótunum hefur minnkað við tilkomu umferðar- ljósa og á sérstaklega við um meiriháttar slys. Aftur á móti hefur það lika komið i ljós að umferð á þessum þremur gatna- mótum hefur minnkað eftir komu ljósanna. Athugun, sem gerð var á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu sýndi að umferð um þau minnkaði um 5% við tilkomu ljósanna, en á sama tima jókst umferð i bænum um 13%. Kom þetta fram i viðtali við Gunnar Jóhannesson verkfræðing hjá Akureyrarbæ. islendingur MUNIÐ að senda HORNINU nokkrar línur. Utanáskrift: HORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla ll, Reykjavík. Alþýðublaðiö Miðvikudagur 3. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.