Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 9
Sigurbergur Sigsteinsson reynir skot úr horni, Vinstrihandarskyttan Ur Þrótti komin inn á llnu, en norski markvörð urinn varði. en mistekst. Leikur fslands og Noregs líktist degi og nóttu, þegar Noregur vann 19:17 Það er vist óhætt að segja að landsleikur Islands og Noregs i handknattleik, i Laugardalshöll- inni i gærkvöldi, hafi skipzt i tvennt, annarsvegar nótt og hins vegar dag, slikur var mismunur- inn á islenzka liðinu i fyrri og seinni hálfleik. í fyrri hálfleik gekk allt ihandaskolum hjá land- anum og voru mistökin oft svo klaufaleg að næstum liktist þvi, að sumir væru þarna að leika handknattleik i fyrsta skipti. 1 siðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum. Þá börðust íslend- ingareinsogljónogvoru búnir að jafna upp sex marka forystu Norðmanna i hálfleik eftir aðeins 12 minútur. A þessum tima stóð fyrir liði islenzka landsliðsins, Vikingurinn Páll Björgvinsson, eins- og klettur i Atlantshafi og leiddi hverja sóknarlotu islenzka liðsins til marks. Var hann áber- andi bezti leikmaður vallarins á þeim tima, og var það mest hon- um að þakka, auk Ólafs Einars- sonar, sem loks hafði stillt „kanónin”, að heimamenn náðu að jafna upp metin. Auk þeirra batt Sigurbergur Sigsteinsson vörnina mjög vel saman og er ekki gott að segja, hvernig fyrri hálfleikur hefði farið, ef lands- liðseinvaldurinn hefði notað hann meira i fyrri hálfleik, og Ólafur Benediktsson i markinu varði hvert skotið á fætur öðru við geysilegan fögnuð áhorfenda. Þrátt fyrir þennan góða leik is- lenzka liðsins i siðari hálfleik voru mistökin i þeim fyrri svo mikil, að þvi miður var orðið of seint að bæta fyrir þau i siðari hálfleik, þótt litlu munaði. íslend- ingar misnotuðu tvö vitaköst á lokakafla leiksins, fyrst Páll, siðan ólafur, og er óhætt að segja að þau hafi lika hjálpað til að við töpuðum leiknum. Þótt kaflinn i siðari hálfleik, sem svo vel hefur verið lýst að fram- an, hafi verið góður er langt frá þvi að islenzkir handknattleiks- unnendur geti verið ánægður með leik islenzka liðsins i heild. Greinilegt er að leikmenn is- lenzka liðsis eru mjög ójafnir að getu. Þannig varð það, þegar Páll Björgvinsson þurfti á hvild að halda, þá varð sóknarleikur is- lenzka liðsins algjörlegaimolum. Þvi miður ollu nokkrir leikmenn islenzka liðsins, sem hafa sýnt góða leiki með félagsliðum sinum, gifurlegum vonbrigðum, og gerðu þeir sig oft seka um mikil mistök. Greinilegt er að samæfing is- lenzka liðsins er ekki nóg. Miklu betri undirbúning þarf, og það er eins og við höfum misst tvo til þrjá árganga upp úr unglinga- liðum. Margir leikmanna is- lenzka liðsins eru of ungir og hafa ekki öðlast þá reynslu, sem þarf til þess að leika leik eins og gegn Norðmönnum i gærkvöldi, sem voru mjög harðir og oft á tiðum grófir. Norðmenn tóku forystuna strax iupphafi leiks og sigu jafnt og þétt fram úr, þangað til fyrri hálfleik lauk 13:7. Á fyrstu 12 minútum seinni hálfleiks gerðu okkarmenn 8 mörk gegn 2, og náðu þvi að jafna 15:15. Siðan hélztleikurinn i jafnvægi það sem eftir var, og voru Norðmenn ávallt fyrri til að skora. Svo á lokaminútum leiksins, juku Norð- menn forystuna upp i 2 mörk og þannig laukleiknum 19:17 Noregi i vil. Mörk islenzka liðsins gerðu: Páll 9, Ólafur Einarsson 4, Jón Karlsson 3, og Stefán Gunnarsson 1. Oppsal leikmaðurinn, Alan Gerde, gerði flest mörk Norð- manna alls 7. iprcttir Þetta er farseðill- inn til Montreal Framkvæmdanefnd Olympiu- nefndar Islands hefur I samráði við Frjálsiþróttasamband Islands ákveðið eftirfarandi lágmörk fyrir þátttöku i frjálsum iþróttum á Olympiuleikunum i Montreal i Kanada næsta sumar. Karlar Konur 100 m hlaup 10.3 11.8 200 m hlaup 21.0 24.3 400 m hlaup 46.9 55.0 800 m hlaup 1:48.9 2:08.0 1500 m hlaup 3:45.0 4:30.0 5000 m hlaup 14:00.0 10.000 m hlaup 29:40.0 3000 m hindr. 8:51.0 110m grindahl. 100 m grindahl. 14.2 14.00 400 m grindahl. 51.6 Hástökk 2.12 1.72 Langstökk 7.65 6.10 Þristökk 15.90 Stangarstökk 5.00 Kúluvarp 18.60 15.50 Kringlukast 57.50 51.00 Spjótkast 77.00 50.00 Sleggjukast 64.00 Tugþraut Fimmtarþraut 7500 3900 Liverpool-Arsenal 2:2 Einn leikur var leikinn I 1. deild- inni ensku i gærkvöldi. Liverpool og Arsenal gerðu jafntefli 2:2. Phil Neal gerði bæði mörk Liver- pool úr vitum, en Alan Bali — viti — og Brian Kidd mörk Arsenal. Það vantar íþróttahús, en það er of dýrt að byggja hallir Þörf á iþróttahúsum á Reykjavikursvæðinu fer vax- andi með ári hverju. Fólksfjölg- un og betri afkoma fólks gerir það að verkum að fólkið sjálft hefur meiri tima til iðkunar i- þrótta eða leikja sem það hefur lengi haft áhuga á. Meira fjár- magn unglinga við öflun á alls konar iþróttaútbúnaði og áhöld- um gerir þær kröfur að þeir vilja fá aðstöðu til þess að nota þennan dýra útbúnað. Býgging iþróttahallarinnar i Laugardal var á sinum tima mikið umdeild. Sagt var að hægt hefði verið að byggja um það bil 20 iþróttaskemmur fyrir Höllina eina, en það verður ekki dregið inn i þessa grein. Nú siðustu árin hafa sprottið upp nokkur iþróttahús, á Sel- tjarnarnesi, i Breiðholti, i Garðahreppi og i Vogaskóla, svo einhver séu nefnd. Bygging þessara húsa tók lengri tima en búizt hfði verið við, nema kannski húsið á Seltjarnarnesi, og voru þau þvi orðin þegar of litil þegar þau loksins komust i notkun. Það væri hægt að byggja nokkur hús á við þau sem þegar hafa verið nefnd, og samt myndi hver minúta i þeim verða pöntuð á örskömmum tima. Þessi staðreynd sannar það hversu brýn nauðsyn er á þvi að á Reykjavikursvæðinu risi fleiri iþróttahús og er það nánast krafa til Reykjavikur- borgar og viðkomandi sveitar- félaga að þau sýni þessari aukn- ingu iþróttaiðkunar að minnsta kosti þann skilning að koma þeim húsum sem samþykkt hafa verið að byggð yrðu á rétt- um tima i gagnið. Þá erum við komin að þvi máli sem ætlað var að f jalla hér um. Áætlað var að iþróttahús það sem verið hefur i byggingu við Hagaskólann i Reykjavik kæmist i notkun i byrjun otkóber. Nokkur iþróttafélög stiluðu æfinga- og mótadaga upp á það aóþfetta hús kæmist i notkun eins og lofað hafði verið þ.e.a.s. i byrjun október. T.d. á kvað H.K.R.R. að allir leikir i Reykjavikurmótinu i hand- knattleik færu fram i þessu húsi. Nú hefur það hinsvegar sýnt sig að þetta titt nefnda hús hefur ennþá ekki verið opnað og situr þvi margur unglingurinn með sárt ennið og biður þess að fá að æfa og leika þá iþrótt sem hann hefur mestan áhuga á. Sjö leikdögum i yngri flokkum handknattleiksins hefur þegar verið frestað vegna seinkunar- innar og ennþá bólar ekkert á þvi að húsið komist i notkun. Sama er hægt að segja um körfuknattleikinn. Áætlað hafði verið að leikir yngri flokkanna og einnig meistaraflokks færu fram i þessu húsi. Ef húsið hefði verið tilbúið á réttum tima þá væri Reykjavikurmótinu i yngri flokkum körfuknattleiksins lengra komið, en ennþá er varla byrjað á þessu móti. Ef ekki hefði komið til sérstök greið- vikni hjá ráðamönnum iþrótta- húss Kennaraháskólans þá er ekki að vita i' hvers konar öng- þveiti körfuknattleikurinn væri kominn. Þegar spurt er hvað framkvæmdum við þetta titt- nefnda hús líði er ávallt sama svarið, og hefur verið við flest önnur nýleg iþróttahús sem byggð hafa verið á siðustu ár- um. Það stendur á iþróttaáhöld- unum og verktakarnir hafa ekki ennþá lokið við fráganginn á húsunum. Hversu lengi ætlar Reykjavikurborg að leyfa sér að svelta hina mörg hundruð- og jafnvel þúsundir — með þvi að krefjast ekki að verktakar skili sinu verkefni á réttum tima. Það væri hægt að byggja nokkur iþróttahús á borð við i- þróttahús Kennaraháskóla Is- lands, og þau yrðu alltaf fullset- in á augabragði. Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja þá sem að undirbúningi og framkvæmdum þeirra fáu húsa standa sem samþykktar eru byggingar á hvers vegna þeim sé ekki skilað á réttum tima eins og almenn- ingi og iþróttahagsmunahópum hefur verið lofað. Ey.B. íþróttahús Hagaskólans Að láta skynsemina ráða í byggingu íþróttahúsa Miðvikudagur 3. desember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.