Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 4
Finnsku leðursófasettin eru komin Húsgagnaverzlun Kristjóns Siggeirssonar hf Laugavegi 13, Reykjavík, sími 25870 O P A L h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMI24466 Auglýsing frá Áskjör Allt í jólabaksturinn Möndlur alls konar, Perluger, kókosmjöl, hnetur alls konar, konfektmarsipan, súkkat, dropar og súkkulaði núgat essenar 12 teg. hjúpsúkkulaði. Ódýrar sykurvörur Púðursykur 1/2 kg 105 kr. Flórsykur 1/2 kg 98 kr. Strásykur 1 kg 135 kr. Sértilboð þessa viku Smjörliki stk. 115 kr. Bökunarsmjörliki stk. 105 kr. Askjör Ásgarði 22 - Sími 36960 t Viö þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö and- lát og útför, Guðmundar G. Kristjánssonar frá isafirði. Lára i. Magnúsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Hrefna Magnúsdóttir, Kristján S. Guðmundsson, Guðmunda Guðmundsdóttir, Páll S. Guömundsson, Unnur Agústsdóttir, Sigrún Guömundsdóttir, Hallgrimur Arnason, Lárus Þ. Guðmundsson, Sigurveig Georgsdóttir, börn og barnabörn. o [rfiíísí&íniiunii Kodok Pocke: 500 med Ijósmoeii sSrT SKRIFBORBSSfn ÚR EKT> LEORI FRA ATSON --....... m 3.000 króttur. Vi4 prenlum fyrir yðnr. Verðlauna- Krossgáturitið 6. hefti Verðlauna- Krossgáturitsins er nú komið út. í þvi eru 10 heiisiðukrossgátur, bridge-þáttur, sem Árni AAatt. Jónsson sér um, ennfremur stutt saga eftir háðfuglinn AAark Twain. Þá eru i ritinu nöfn þeirra, sem hlutu vinninga.í 5.hefti Verðlauna-Krossgátu- ritsins. Vinsældir Verðlauna- Krossgaturitsins fara nú mjög vaxandi, en þó eru nú enn til á nokkr- um stöðum 3., 4. og 5. hefti, en upplag þeirra er nú senn á þrotum. 1. og 2. hefti eru algjör- lega ófáanleg. — Ráð- gert er að eitt hefti komi út i desember fyrir jólin til afþrey- ingar fyrir fólk í hinu langa jólafríi. Gleðileg jól — útgefendur Handritajólakort Stofnun Árna Magnússonar á Islandi hefur hafið útgáfu á lit- prentuðum kortum með lýsingum úr islenzkum miðaldahandritum, og i þetta sinn koma út niu kort i þremur gerðum. A fimm kortum eru lýsingar úr sögu heilags Nikulásar, og eru þær öðrum þræði valdar, vegna þess að jólahátið fer senn i hönd. Heilagur Nikulás, erkibiskup frá Mýra í Likia i Litlu-Asiu, var einn vinsælasti dýrlingur kaþólskrar kirkju á miðöldum og var dýrkun hans mjög útbreidd á Islandi. Mynd af Jóhannesi guðspjalla- manni er á tveim kortum Árna- stofnunar og er hún tekið úr Skarðsbók postulasagna, Þá er á einu korti lýsing úr Skarðsbók Jónsbókarog að lokum er lýsing úr Flateyjarbók.þar sem sýnt er fall Ólafs helga Haraldssonar, Noregskonungs, á Stiklarstöðum árið 1300. Kortin verða til sölu á almenn- um markaði, og verzlunarstjórar, sem óska eftir að fá þau til sölu, geta snúið sér til Arnastofnunar. Andvirði 10 jólakorta nægir til kaupa á bóluefni fyrir 50 börn Eins og kunnugt er, hefur ans, eins og hún var túlkuð af is- Kvenstúdentafélag Islands mörg lenzkri konu á 17. öld. Kortin eru undanfarin ár séð um sölu og til sölu i verzlunum viða um land. dreifingu á jólakortum UNICEF, þ.e. Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Geta má þess að ýmis félagasamtök, skóla- og kirkjufé- lög um allan heim styrkja UNI- CEF, en Kvenstúdentafélagið er i hópi þeirra félaga, sem styrkja Barnahjálpina með þvi að sjá um sölu jólakorta hennar. Þróunarlöndin eru að visu langt frá okkur og við blessunarlega laus við að horfa upp á þjáningar barnanna þar. En þeim mun meiri ástæða er að við gerum það, sem i okkar valdi stendur, til að draga úr þessum þjáningum, en það gerum við með þvi að kaupa jólakort UNICEF. Það má nefna, að það, sem kemur inn fyrir 10 jólakort, nægir til að kaupa bólu- efni handa 50 börnum gegn barnaveiki, kighósta og stif- krampa. Kvenstúdentafélagið hvetur alla til að kaupa jólakort Barna- hjálparinnar og bendir um leið á að nú er i fyrsta sinn á boðstólum kort með islenzkri fyrirmynd, en það er mynd af fæðingu frelsar- Þjóðlegt jólaskraut Meðfylgjandi mynd er teiknuð af Þórdisi Tryggvadóttur og kom hún á markaðinn nú fyrir jólin. Myndin sýnir islenzku jólasvein- ana 13. Gáttaþef, Gluggagægi, Pottaskefil, Askasleiki, Skyrgám, Þvörusleiki, Kertasniki, Bjúgna- kræki, Stekkjastaur, Giljagaur, Stúf, Ketkræki, og Faldafeyki. Hugmyndin er sú, að myndin verði hengd upp 13 dögum fyrir jöl og tekin niður á þrettándan- um. Myndin er gerð á kartonpappir og henni fylgja hentugar umbúðir þannig að auðvelt er að geyma hana óskemmda milli ára. Mynd- in kostar 200 kr. og mun það vera ódýrt miðað við aðrar myndir á markaði hér. Upphafið er það að isl. kona, Margrét Hansen i Hveragerði P.O. Box 130 fékk hugmyndina i Danmörku fyrir nokkrum árum, er hún leiddi hugann að þvi, hve mikill hluti jólaskreytinga okkar væri danskur. Hún lét ekki þar við sitja heldúr hófst handa og árangurinn er þessi mynd. Þess má geta að á siðasta ári fluttum við Islendingar inn jóla- skraut fyrir 15 milljónir króna. Þessari eftirspurn mætti hæglega sinna með innlendri framleiðslu. Þá má geta þess að öll vinna við gerð myndarinnar er unnin hér á landi. Opnunar- tími verzlana í desember Fólki til glöggvunar verður opnunartimi verzlana i desember sem hér segir. Laugardagana 6. og 13. desember, hafa verzlanir opnunarheimild til klukkan 18:00, en laugardaginn 20. desember til 22:00. Á Þorláks- messu, þriðjudaginn 23. desember, verða verzlanir opnar til klukkan 23:00, en á aðfangadag jóla og á gamlárs- dag verða þær opnar til tólf á hádegi. Alla föstudaga mán- aðarins hafa búðir heimild til að hafa opið til klukkan 22:00. oB Alþýöublaðiö AAiðvikudagur 3. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.