Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 12
SÚtgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Ilvcrfisgötu 10 — simar 14900 og 1490G. Prentun: Biaða- prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á mánuði. Vcrð i lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK iOpiö öll kvöld til kl. 7 ilaugardaga til kl. 12 SENDIBIL ASTÖÐIN Hf -DKJÚ&UR SPÖLUD 'ORm nrifiRR £!STA £/vD. t FL'ON imíTr. ST KERlÐ + ÍE/Hi [ <ÓKRÝ Ffi , or •si 'í 'fírr TrIWr srofA | fíbHIR £NÞ 7>ucx l STfiRF sm'fi' HLJOÐ í •iSPiLvm | bi 'ikiR j 1 <1 Oí I V) HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ MEGUM VIÐ KYNNA Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestf jarða er fæddur á Isafirði, 18. desember 1931. Foreldrar hans eru Gróa Salómonsdóttir og Sigurður Pét- ursson. Pétur hefur átt heima á lsafirði alla tið að undanskildum þrem vetrum, er hann var við vélstjóranám i Reykjavik. Eigin- kona Péturs er Hjördis Hjartar- dóttir, og eiga þau tvö börn, Sig- urð I8ára og Eddu, sem er 15 ára. Pétur fór i iðnnám og vélstjóra- nám að Ioknu prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Isafirði. Upp frá þvi, og reyndar miklu fyrr, sneri Pétur sér beint að atvinnu- lifinu, á sjónum, i smiðjunni og almennri vinnu. Einnig starfaði hann hjá Rafmagnsveitu rikisins, sem vélaeftirlitsmaður og i linu- vinnu. Pétur segist hafa stundað flestar tegundir sjómennsku, sem stunduð hefur verið á tsafirði i seinni tið. Siðan 1971 hefur Pétur verið starfsmaður verkalýðsfélaganna, þ.e.a.s. fyrir Alþýðusamband Vestfjarða, verkalýðsfélögin á tsafirði og svo hefur hann séð um rekstur samkomuhúss, sem fé- lögin eiga. Pétur er þannig bæði framkvæmdastjóri Alþýðuhúss- ins og starfsmaður verkalýðsfé- laganna. Auk þess sem Pétur er formaður i Verkalýðsfélaginu Baldri, er hann einnig forseti Al* þýöusambands Vestfjarða, en aðildarfélög þess eru 14 talsins. Um það hvort hann hefði eitt- hvað áhugamál sagði Pétur: „Starfið er bæði vinna og áhuga- mál. Félagsstörf hljóta alltaf að vera það.” En þegar blm. vildi fá eitthvað meira um áhugamálin kom einnig i ljós að Pétur var for- maður i iþróttafélagi og hafði stundað iþróttir frá bernsku og fer enn á skiði „eins og allir hér á tsafirði”, eins og hann orðaði það. bá kom einnig i ljós að Pétur safnar frimerkjum og myndum, en þvi miður hefur hann þetta mest geymt ofan i kössum. Störf- in fyrir Alþýðusamband Vest- fjarða gefa greinilega ekki tæki- færi til þess að stússast i mörgu öðru. En nú var Pétur farinn að ó- kyrrast og vildi greinilega kom- ast aftur inn til fundarstarfa á Kjararáðstefnuna, sem haldin var i Reykjavik i gær. HEYRT: Byggingarvísitalan heldur áfram að hækka af fullum krafti. Erhún nú komin 1 1986 stig miðað við 1. nóvember s.l. og erþað 5,6 % hækkún frá 1. júli sl. og 36,5% hækkun frá 1. nóvember 1974. Sagt er að hækki húsnæðis- málalánin á næsta ári i samræmi við þessa nýju visitölu fari þau i 2,4 milljónir króna á hverja ibúð. Þau nema nú 1,7 milljónum. HEYRT: Að nú séu Islenzku sendiráðin erlendis orðin lána- stofnanir fyrir peningalausa is- lenzka námsmenn. Þær fréttir berast frá islenzkum námsmönn- um erlendis að vegna seinkunar á afgreiðslu námslána og auk þess mikilli lækkun þeirra, þá sé svo komið að námsmenn hafi vart of- an I sig né á. Leiti þeir þvi til sendiráðanna eins og aðrir ts- lendingar i útlöndum i vanda staddir, og viti menn — sendiráð- in islenzku gefa rikisstjórninni hér heima langt nef og lána þess- um námsmönnum peninga svo þeirgeti dregið fram lifið. Ekki er þó vitað hvaðan sendiráðunum berast peningar til þessara lán- veitinga, en sendiráðin biðja námsmenn sem þessi lán þiggja um að hafa ekki hátt um þessa lánastarfsemi. HLERAÐ: Að veruleg fjárhags- vandræði séu nú framundan hjá Dagblaðinu. Virðast vonir stofn- enda þess um hlutafjárkaup hafa brugðist að mestu, og ekki bætti úr skák er gerðardómur hækkaði prentsmiðjureikninga blaðsins á ársgrundvelli um 20 milljónir, sem að hluta til færu til þess að greiða niður prentkostnað Visis. Þá hafa starfsmenn áttað sig á þvi aðhlutabréf þau, sem þeir fá i yfirvinnugreiðslur kunna að telj- ast skattskyldar tekjur, og er nú ekki lengur sami fítonskraftur i útgáfunni og þegar leikurinn hófst. HEYRT: Að upp úr sé að sjóða meðal eigenda diskóteksins Ses- ars, en bæði hefur kæru verðlags- yfirvalda á hendur firmanu verið visað til saksóknara og erjur hafa magnast meðal eigenda þessa nyja og dýrt útbúna skemmti- staðar. Það, sem að sögn bland- ast inn i þetta ósamkomulag, eru bankaviðskipti fyrirtækisins og fyrri viðskipti sumra af eigend- unum. Er það satt: ....sem sagt er — að einn af sam- vizkubitjöxlum þjóðarinnar i kastljósþáttum sjónvarpsins sé eigandi tveggja tizkuverzlana, sem nú eru undir smásjá verð- lagsyfirvalda vegna meintrar ó- löglegrar álagningar? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ t=4 Andstæðingar landhelgissamningsins við Vestur-Þjóðverja reyndust sannspáir. Samningur þessi er fyrirboði um það, sem koma skal. Hann boðar þá stefnu rikisstjórnar- innar að semja skuli um undanþáguheimildir til veiða innan islenzku fisk- veiðilögsögunnar. Undanþágusamningar þessir geta samanlagt numið 155 til 180 þús. tonnum fiskjar á ári — en það er á milli 1/3 og 1/2 þess aflamagns, sem fiskifræðingar telja óhætt að taka af mikilvægustu fiskitegundunum á íslandsmiðum á ári. Svo til strax eftir að samningurinn við Vestur- Þjóðverja hafði verið samþykktur á Alþingi með atkvæðum allra stjórnarsinna var undir- ritað samkomulag við Belgiumenn um veiðar i islenzkri landhelgi. Rikis- stjórnin hafði ekki fyrir þvi að leggja þann samning fyrir Alþingi áður en frá honum var gengið — þótt samningur- inn öðlist ekki gildi fyrr en eftir að Alþingi hefur samþykkt hann. Astæðan er sú, að rikisstjórnin hyggst biða eftir þvi að ljúka samningagerð við Norðmenn og Færeyinga og siðan ætlar hún að láta þessa þrjá samninga verða samferða gegnum þingið. barna reyndist sem sé stjórnarandstaðan vera sannspá, en einmitt þessu spáði hún i umræðunum um vestur- þýzka samninginn Þá hefur það einnig gerst, að vestur-þýzka stjórnin hefur boðizt til þess að miðla málum milli tslendinga og Breta út frá þeirri forsendu, að samningurinn við Vestur- Þjóðverja geri ráð fyrir þvi, að samkomulag hafi tekist við þjóðir EBE um gildistöku tollaivilnunar við tslendinga innan 5 mánaða. Telja Vestur- Þjóðverjar með réttu, að þeim sé lögð sú skylda á herðar i landhelgissamn- ingnnm við Islendinga, að þeir — Vestur-Þjóðverjar — beiti sér fyrir þvi, að þetta geti orðið. M.ö.o. að vestur-þýzka rikisstjórn- in hafi milligöngu um samninga íslendinga og Breta um landhelgismál- ið. Með þessu fellst sem sé vestur-þýzka rik- isstjórnin á röksemdir is- lenzku stjórnarandstöð- unnar um eðli samnings- ins við Vestur-Þjóðverja — og nú lætur rikisstjórn íslands þeirri túlkun ó- mótmælt þótt hún hafi mótmælt henni i úmræð- unum á Alþingi á dögun- um. Sumir þingmenn stjórnarflokkanna, sem voru óánægðir með samninginn við Vestur- Þjóðverja, en voru neyddir til þess að greiða honum atkvæði, tóku fram i umræðum, að þeir gerðu það aðeins i trausti þess, að þar væri ekki um fordæmi að ræða — stefnumótun um samn- inga við aðrar þjóðir um veiðar i islenzku land- helginni. Timinn hefur nú sýnt, hversu grunnhyggn- ir þessir þingmenn voru. Hvað skyldu þeir svo hafa sér til afsökunar, þegar þeim verður skipað að samþykkja samninga við Norðmenn, Belgi og Fær- eyinga? FIMM á förnum vegi Eiga opinberir starfsmenn að hafa verkfallsrétt? Grimur Antonsson, afgreiðslu- maður: Það er hægt að lita á það mál á marga vegu, enda er það matsatriði fyrir hvern og einn. Persónulega finnst mér þó að allir launþegar ættu að hafa verkfallsrétt. Vilmundur Jónsson, afgreiðslu- maður: Ef þeir ættu að fá verk- fallsrétt, þá finnst mér að taka ætti af þeim önnur hiunnindi, einsog t.d. verðtryggða lifeyris- sjóði, og breyta fastráðning- unni, sem þeir hafa. Hafsteinn Jóhannesson, bók- haldari: Já, það er nauðsynlegt að opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt, þvi þá er hægt að reka þá úr vinnu eins og hverja aðra. Þess vegna finnst mér að allir ættu að hafa verkfallsrétt. Kjartan Kjartansson, skrif- stofustjóri: Nei, þeir hafa það mikið fram yfir almennan laun- þega, að verkfallsréttur á ekki að bætast við. Ef þeir fá verk- fallsrétt, þá ættu þeir að láta af hendi þau friðindi, sem þeir hafa nú þegar. Stigur 1 Steingrimsson, af- greiðslumaður: beir hafa svo mikil friðindi, að ég get ekki séð neitt réttlæti i þvi, nema þá að þeir sleppi þeim, sem ég tel ó- liklegt að verði i nánustu fram- tið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.