Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 2
Félag járniðnaðar- manna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 17. des. 1975 kl. 8.30 i Lindarbæ, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningamál. 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurö- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. SUNNUDAGUR 14. desember kl. 13.00. Gönguferö um Kjóadali og Stórhöfða. Fararstjóri: Tómas Einars- son. Verð kr. 500. Farmiðar við bil- inn. Brottfararstaður Umferðar- miðstöðin (að austanverðu). Feröafélag islands. 31. desember Aramótaferö i Þórsmörk. Ferðafélag íslands 1 1 1 - - 1 1 u ÚTIVISTARFERÐIR Sunnud. 14/12 kl. 13 Mcö Viöeyjarsundi: Fararstj. Eyjólfur Halldórsson. Verð 200 kr. Fritt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Brottför frá B.S.l. (vestanverðu) og Elliðaánum. Aramótafcrð i Uúsafell. Fararstj. Þorleifur Guömundsson. Leitið upplýs- inga. Otivist Lækjarg. 6, sími 14606. Alþýðublaðið á hvert heimili Alþýðublaðið alþýðu \mM RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Þáttaskil í þorskastríðinu Með ásiglingum dráttarbátanna brezku á varðskipið Þór hafa orðið þáttaskil i þorskastriðinu. Enginn vafi getur á þvi leikið, að þessar að- gerðir voru skipulagðar af hálfu Breta og tilgangurinn var sá að skadda varðskipið svo mikið, að það yrði úr leik. Til þess að ná þessu markmiði viluðu Bretar ekki fyrir sér að ráðast á varðskipið i islenzkri landhelgi — á svæði, sem nýtur al- gerrar viðurkenningar allra þjóða heims sem islenzkt yfirráðasvæði. Brezku dráttarbátarnir hefðu þar fyrir alveg eins getað elt varðskipið Þór til hafnar og siglt á hann þar. Árás brezku dráttarbátanna á varðskipið Þór sýna tvennt. 1 fyrsta lagi eru yfirmenn brezka flotans á íslandsmiðum fullir örvæntingar og reiði vegna þess, hve illa þeim hefur gengið viðureignin við islenzku varðskipin. í öðru lagi virðast þeir vera orðnir reiðubúnir til þess að gripa til hvaða ráða sem vera skal til þess að hefna sin á varðskipunum og varðskipsmönnum og hika jafn- vel ekki við að gera tilraunir til þess að granda skipunum og stefna lifi is- lenzku varðskipsmannanna i beina hættu með árásum á varðskipin. Eftir tilraunir dráttarbátanna til þess að gera varðskipið Þór óvig- færan, jafnvel að sökkva skipinu, megum við vænta hvers sem er af brezka flotanum á miðunum okkar. Atlagan að Þór aðeins steinsnar frá landi jafngildir auðvitað beinni árás á ísland — jafngildir þvi, að menn i þjónustu erlends rikis hafi gengið á land upp á Islandi og ráðist þar á islenzka löggæzlumenn eða haft i frammi svipaðar aðgerðir gagnvart islenzkri flugvél i islenzkri lofthelgi. Sú ákvörðun rikisstjórnar- innar og utanrikismálanefndar Al- þingis að kæra þetta athæfi fyrir öryggisráði SÞ er þvi nákvæmlega rétt. Það er einnig eðlilegt að meira en spurt sé, hvort við Islendingar getum átt nokkra samleið i varnar- bandalagi með riki, sem gerir sig sekt um slikt athæfi sem þetta. Ef þjóð utan Atlantshafsbandalagsins hefði gert sig seka um árás eins og þessa gegn okkur hefðu bæði banda- lagið sjálft og varnarlið íslands ver- ið skuldbundin til þess að taka i taumana. Nú hefur eitt af banda- lagsrikjum okkar i þessu varnar- bandalagi látið ráðast á islenzkt varðskip i islenzkri landhelgi og reynt að tortima þvi. Ef hvorki bandalagið né varnarliðið telja á- stæðu til þess að hafast eitthvað að i málinu hvert er þá gildi þessarar varnarsamvinnu fyrir okkur? At- lantshafsbandalagsrikin ættu að gera sér fulla grein fyrir þvi, að ein- mitt svona hugsa nú fjölmargir ís- lendingar, sem til þessa hafa verið fylgjandi veru Islands i NATO og varnarsamningnum við Banda- rikjamenn. F réttamenn um borð! Siðustu viðburðir landhelgismáls- ins hljóta að vekja íslendinga til al- varlegrar umhugsunar um upplýs- ingamiðlun i landhelgismálinu. Ambassador Islands i London hefur kvartað sárlega undan þvi, að upp- lýsingar um hina islenzku hlið á málinu berist bæði seint og illa með þeim afleiðingum, að loks, þegar hin islenzku viðhorf eru skýrð, hefur sjónarmiðum Breta og skýringum þeirra verið hampað i fjölmiðlum, sem flytja boðskap Breta til millj- óna manna um allan heim. Og eins og allir fréttamenn vita er það fyrsta útgáfan af hverri frétt, sem mesta athyglina vekur. Einmitt þess vegna leggja Bretar áherzlu á að hafa fréttamenn um borð i brezku skipunum á íslandsmiðum. Þeir senda fréttir sinar af atburðum jafnharðan og þeir gerast og eins og reynslan hefur sýnt er tiltölulega auðvelt fyrir hina brezku skipherra að hafa áhrif á þennan fréttaflutn- ing íslendingum i óhag. 1 yfirlýsingu frá Landhelgisgæzl- unni um þessi mál, sem birtist i blöðum i gær, er sagt, að Gæzlan geti ekki komið fréttum frá sér fyrr en hún gerir. Varðskipsmenn séu of uppteknir við önnur störf. Skeyti sin þurfi þeir að setja yfir á dulmál og svo taki það starfsmenn Gæzlunnar i landi heila klukkustund að þýða dulmálið. Svo þurfi að setja saman yfirlýsingu um málið og koma henni á framfæri við ráðuneytið. Þá fyrst sé hægt að koma fregnum frá sér. Þetta er svo sem gott og blessað — svo fremi að um nákvæma opinbera skýrslu sé að ræða. En skilja þessir menn það ekki, að á meðan starfs- menn Landhelgisgæzlunnar sitja löðursveittir við að þýða dulmáls- skeyti berast fregnirnar af atburð- unum i hinni brezku útgáfu út um allan heim á öldum ljósvakans? Umheimurinn biður ekki eftir þvi, að Landhelgisgæzlan þýði dulmáls- skeyti, skrifi skýrslu og sendi hana á milli Heródesar og Pilatusar. Ef við ætlum ekki að tapa upplýs- ingastriðinu um landhelgismálið þá verðum við einfaldlega að veita fréttamönnum sama aðgang að hinni islenzku hlið málsins og Bret- ar veita þeim að sinni hlið. Við eig- um ekki að meina erlendum og inn- lendum blaðamönnum að fara út með varðskipunum eða eftirlitsflug- vélunum — þvert á móti eigum við að hvetja þá til þess. Þvi fyrr, sem við gerum það, þvi betra. Laugardagur 13. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.