Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 14
í HREINSKILNI SAGT Heima eða erlendis! Þorskastri&ið hefur nú tekiö á sig ó- hugnanlega mynd, sem öllum landslýð er kunnugt. Tilraunir brezku dráttar- bátanna til að kafsigla Þó.r i mynni Seyðisfjarðar er alvarlegri atburður en menn óraði fyrir að gerast myndi. Með þessu er beinlinis stefnt að manndráp- um af þeirra hendi. Þetta gerist innan tvimælalausrar landhelgi, þar sem Bretar átti ekkert erindi, nema siður væri. Skip, sem send eru beinlinís á. miðin, til þess að aðstoða við veiðiþjófn- að, verður að li'ta á, sem einskonar her- skip þó óvopnuð séu, og samkvæmt al- þjóðalögum verða slik skip að hafa leyfi viðkomandi rikis til að mega koma inn i landhelgina. Það liggur ekki ljóst fyrir, hvort hér var um að ræða fyrirfram gerða áætlun, til þess að granda varð- skipinu og áhöfn þess en margt bendir til að svo hafi verið. Máske upplýsist þetta aldrei að fullu. Framferðið gefur samt rökstuddan grun um að hér hafi veriðumaðræða hreina fyrirsát. Það er ekki Bretum að þakka að ekki fór verr, þótt illa horfðist á. Spurningin, sem nú brennur á vörum allra landsmanna, er hvernig stjórnvöld ætla að snúast við þessari fólskulegu árás. Viðbrögðin, sem enn er vitað um, að kæra athæfið til Sameinuðu þjóðanna og Atlanzhafsbandafagsíns vírðás't e&li- lega á allan hátt. En hvað svo? Utanríkisráðherra er nú i málfærslu- legri eldlinu úti i Briissel og hér gefst honum kosturá að sýna röggsemi. Von- andi verður sú raunin. Það er ekki vitað hverskonar nesti hann fór með á þennan fund frá samráðherrum sinum. Allir vissu að brezki utanrikisráðherrann hafði beðið um einkaviðtal og þvi viðtali var heitið. Sama gilti um framkvæmda- stóra Atlanzhafsbandalagsins. Þetta skyldi vera vottalaust. Hvað þarna var sagt hefur enn ekki verið upplýst. En nokkrar likur má draga af orðum sem þó hafa fallið hjá ráðherranum, ef rétt er eftir haft. Meðan samningaþófið stóð yfir við Vestur-Þjóðverja upplýstist það eftir mikið japl og jaml og fuður, að rikisstjórnin hefði boðið Bretum upp á Heyrðist okkur rétt? 65 þúsund tonna aflakvóta næstu tvö ár. Flestum féllust hendur við þetta rausn- arboð,en áreiðanlega önduðu menn létt- ara þegar Bretar þekktust það ekki. Eftir að hitna tók meira i kolunum og Bretar höfðu sent herskip inn i fiskveiði- lögsöguna, til að vernda veiðiþjófana, lýsti utanrikisráðherra þvi yfir frammi fyrir alþjóð, að þetta tilboð stæði alls ekki lengur. Þjóðin fagnaði þessi og fannst nú komið rétta hljóðið i strokk- inn. En dagarnir koma vist ekkir i hnút. Þeir koma svona hver á fætur öðrum. Varla verður annað skilið af þvi sem fréttamenn tjáðu i fyrrakvöld, en að ut- Eftir Odd A. Sigurjónsson anrikisráðherra hafi beinlinis sagt þar úti, að hið mesta sem rlkisstjórnin gæti hugsað sér að semja um við Bretana væri 65 þúsund tonna ársaflakvóti. Hvaðsegiðþiðokkur nú? Er þá tilboð- ið, sem ráðherrann upplýsti að niður væri fallið, máske enn i gildi? Hvers- konar endemis frammistöðu er hér um að ræða? Eiga menn máske að skilja það svo, að þegar Einar Ágústsson er hérheima og i hópi samráðherra sinna, þyki honum hlýða að hreykja sér eins og hani á heimahaug, en þegarhann stend- ur frammi fyrir Luns eða Callaghan sé vindurinn horfinn úr búknum? Þvi miður hafa vist fæstir gert ráð fyrir neinum stórafrekum, af fenginni reynslu. En þessi frammistaða gengur þó sannarlega langt úr hófi. Sú frumskylda hvilir á utanrikisráð- herra, að flytja mál lands sins af fullri einurð,hvortsem er i einkaviðtölum eða opinberlega. Menn i slikri stöðu, og þá ekki sizt þegar þeirhafa réttlætismál að verja og sækja, geta ekki leyft sér að glúpna þótt einhverjir Lunsar eða Callaghanar hvessi á þá augun! Hug- deigur herforingi vinnur aldrei sigur i neinni orrustu. Það er ævaforn stað- reynd. í ,,bezta falli” fyrir hann sjálfan getur hann bjargað aumu lifi á flótta. En er ekki heldur snemmt að hyggja á slikt i upphafi vopnaviðskipta? Frændinn: Jæja, Elsa litla, hvernig brúðu langar þig til að ciga? Eisa: Tvibura. Pétur: „Getur þú komið heim til min í jólaboð á annan dag jóla?“ Jón: „Það get ég ekki, því þá verð ég með svo mikla magapínu." Jólasveinninn gefst upp. Raggi rólcgi FJalla-Fúsi Bibin HÁSKÓUBÍt ! Imi^214^^ Var Mattei myrtur? II Caso Mattei Itölsk litmynd er fjallar um dauöa oliukóngsins Mattei. ÍSLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk: Gian Maria Voionte. Leikstjóri: Francesco Rosi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Iiýja m ,Sjml llS4j:, ^Radnltx / MATTEL Produotlons 'SOUNDER’ ISLENZKUR TEXTI Mjög vel gerö ný bandarísk litmynd, gerö eftir verölauna- sögu W. H. Armstrong og fjall- ar um lff öreiga I suöurríkjum Bandarikjanna á kreppuárun- um. Mynd þessi hefur alls- staöar fengiö mjög góöa dóma og af sumum veriö likt viö meistaraverk Steinbecks Þrúgur reiöinnar. Aöalhlutverk: Cicely Tyson, Paul Winfieid, Kcvin Hooks og Taj Mahal. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ný, itölsk gamanmynd gerö af hinum fræga leikstjóra P. Pasolini. Efniö er sótt i djarfar smásög- ur frá 14. öld. Decameron hlaut silfurbjörninn á kvik- myndahátiöinni i Berlin. Aöalhlutverk: Franco Citti, Minetto Davoli. Myndin er meö ensku tali og ÍSLENZKUM TEXTA. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. IAFNARBIO iimi 16444 Svarti guðfaöirinn HAIL CAESAB .The Cat withthe .45 caliber Claws! LAU6ARASBÍÚ slmi FRED WILUAMSON Afar spennandi og viöburöa- hröö ný bandarisk litmynd um feril undirheimaforingja i New York. Fyrrihluti: Hinn dökki Sesar. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Árásarmaðurinn The story of the Rape Squad! Sérlega spennandi og viöburöarik ný amerisk kvik- mynd i litum. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. in STjðRggl Simi 18936 Kynóði þjónninn Bráöskemmtileg itölsk-amer- isk kvikmynd i litum. Aöal- hlutverk Rosanna Podesta, Land Buzzanca. Endursýnd kl. 10. Bönnuö innan 16 ára. ísienzkur texti. MeÖ Alice Guinness, William Holden. Sýnd kl. 4 og 7. selja, eða vanhagar um - og svarar vart kostnaði að augiýsa? Þá hefur Alþyðublaðið lausninjL___ OKEYPIS SMAAUGLYSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. Alþýðublaðiö Laugardagur 13. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.