Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 10
DAGINN SEM MAÐURINN MINN DÓ... Maðurinn minn lézt úr kransæðastiflu mánudaginn 18. nóv- ember 1974 kl. 9:30 f.h. Læknirinn kom kl. 10:15. Ég sagði honum, að maðurinn minn væri látinn og hann fór til að sækja lögregluna. Lög- regluþjónn kom tuttugu minútum siðar. Ég hitaði handa honum kaffi — hann bauðst til að hita það handa mér. Ég mundi ekki eftir heimilisfangi mágkonu minnar, þegar læknir- inn spurði mig um það. En ég mundi, að ég hafði það skrifað hjá mér, þegar lögreglan kom. Ég gleymdi hins vegar að biðja þá um að tala við börnin. Uikskoðarinn eða aðstoðar- maður hans (aliir iitu þeir út eins og grafarar) komu kl. 11:30 til að hjálpa lögregluþjóninum að lyfta lfki hins látna úr baðinu. Hann var þrekinn og þungur, ég heyrði, hvernig þeir bisuðust með hann. Þeir vildu ekki, að ég horfði á þetta. Lögregluþjónn- inn sagði við mig vingjarnlega: „Verið þér bara inni í stofunni.” Ég heyrði þá bera likið fram og stóð við handriðið á stigagang- inum. Ég vissi ekki, hvort ég ætti að horfa á þá. En sem betur fer, var hann svo drengslegur, þegar þeir báru hann út, að ég hugsaði: „Elsku, elsku ástin min! Veslings hjartað mitt!” Um miðnætti var ég ein heima, en Ijósin loguðu alls staðar. Ég henti matnum i ofninum i öskutunnuna. Matn- um, sem ég ætlaði að bera á borð, skömmu áður en hann lézt. Ég fór að hátta, reykti, drakk vatn og grét. Þetta var ekkert likt þvi, sem ég hafði heyrt lýs- ingar annarra, ekkert llkt neinu, sem ég hafði imyndað mér — dauðinn heyrði til fram- tiðinni. Við getum hugsað um dauðann um þrjátiu og fimm ára aldur — að þvi er mér hafði fundizt — ég var tuttugu og niu ára, þegar maðurinn minn dó frá mér. Hugsunin um lát hans óx mér yfir höfuð, gleypti mig, spýtti mér frá sér, og gleypti mig aft- ur. Ég vissi frá upphafi, að hann væri látinn. Ég sagði lækninum það, en dauðdaginn hefur fylgt mér æ siðan. Ég vaknaði kl. 7 á þriðjudag. Kona læknisins mins kom kl. 8. — Ilvernig liður húsbóndan- um? — Hann er látinn. Hún tók i hönd mér og hélt áfram að viðra hundinn. Ég leit á baðherbergið, skrúbbaði allt og skúraði og ætl- aði i bað, þegar mágkona mfn og svili komu. Þau höfðu sagt móöur minni fréttirnar. Það lá naumlega við, að mér tækist að fá hana til að setjast ekki að hjá mér. Mig langaði til að fá að vera i friði. Mágkona min ræddi um „andatrú”, en svili minn um „matarlyst”. Aðstoðarmaður likskoðara kom. Yfirmaður minn og vin- kona, Linda, hringdu. „Við viss- um ekki, hvort við ættum að koma. Ef enginn hugsar nú um hana?” Nágrannar okkar voru Indverjar... Eins og mér heföi komið til hugar að segja þeim frá þvi, ef maðurinn minn hefði ekki dáið...? Susan Lund var 29 ára gömul, þegar eiginmaður hennar lézt. Hún ritar um þessa lifsreynslu sina i brezka blaðið Sunday Times, og er þessi grein stytt úr frásögn hennar. SAMANDREGIÐ Úrval BLAÐAGREINA Graham bauðst til að aka mér heim til Lindu, þegar ættingjar og likskoðunarmaður voru farn- ir, en við fundum simskeyti á pallinum með tilboði um vinnu, sem maðurinn minn hafði sótt um. Ég hafði áhyggjur af Lindu, þvi að sonur hennar þurfti að biða fyrir utan skólann eftir okkur, en maður hennar stóð i prófi. Þau hlustuðu á mig tala og allt var svo vonlaust, þó afi gott væri að leysa frá skjóðunni. Ég svalt ekki. Ég bjó hjá Lindu. Hún eldaði súpu, sem ég hafði enga lyst á. Ein munnfylli var ágæt, en sú næsta minnti á bómull. Ég þjáðist af tannpinu alla vikuna. Það var engu likara en ég væri komin með skyrbjúg. Ég var svo tilfinningarlaus, að margir leituðu til mfn i vand- ræðum slnum. Ég hlýddi á vandamál annarra og huggaði þá, sem grétu við öxl mér. Allir bjuggust við þvi, að ég hlyti að brotna. „Hvað eigum við aðsegja við hana, þegar hún áttar sig?” sagði ein konan. Ókunnugir voru ókurteisir og særandi. Vinir minir og kunn- ingjar hins vegar vingjarnlegir. Ég man eftir sjoppunni, sem við keyptum alltaf sigaretturn- ar af sömu konu ár eftir ár. „Ekki Consulate, aðeins nr. 6.” „Nú," sagði hún glaðlega. „Er hann hættur að reykja?” „Nei. Hann er dáinn.” Seinna hringdi ég til tann- læknisins. Sú átti tima, en mætti ekki og það var alltaf verið að minna á timann. „Viðgerðin hlyti að kosta 2.45 pund — en þvi miður skuldar maður yðar aðeins 45 pence” Ég borgaði. Meðan ég beið eftir kvittun hlustaöi ég á kvart- andi konu veina úr næsta her- bergi: „Æ, ég skil bara við þig, Martin!” Ég missi vitið, hugsaði ég. Ég skildi það ekki fyrr en löngu seinna, að konan hafði verið deyfð hjá tannlækninum, þegar hún sagði þessi orð. Ég notaði mér dauðann eins og yfirboðari stöðu sina. Ég blygðaðist min fyrir það, fannst dauðinn skammast sin fyrir mig, en svona varð það að vera. Það er betra að særa ókunnuga en vini sina. Ég fann að ég hcfði getað ver- ið betri. Við konu læknisins, við strætisvagnastjórann, manninn sem kvartaði við mig hjá fé- lagsmálastfonuninni. Ég varð að gera það. Ofnotuð vináttuorð virtust mér óeinlæg. Ég vissi af bréfum, sem ég hafði fengið, hverjir þekktu dauða sinna nán- ustu og hverjir ekki. Systir mfn ritaði mér bezta bréfið og ég þarfnaöist þess mest. Sum blöð keypti ég, önnur ekki. A hverju kvöldi horfði ég á fréttir i sjónvarpi. Á fimmtu- daginn var sprengjufréttin frá Birmingham. Sonur hans sá um útför allra þeirra, sem börðust fyrir rétti kaþólskra. Örð fólksins eru ekki rétt. Þctta var rangt, ekki hrifnæmt. Þó var það fagurt, fullkomiö, einlægt. Djúp rödd prestsins, latinusöngl prestsins. AUir réttu mér bækur og bentu á enska þýðingu orðanna. Mig langaði alls ekki til að gráta. Það grét enginn, nema móðursjúk frænka hans — ef til vill vegna þess að enginn annar grét. Ég tók utan um hana: „Honum liður ekki illa. Honum hefur liðið vel frá þvi á mánu- daginn. Hvers vegna halda allir, að ég gráti ekki?” Ég óttaðist það, þegar rekun- um yrði varpað á grafirnar — svartklæddar frænkur, svart- klæddar hendur, afskræmd, grátþrútin andlit, mold fallandi á kistu. Vigt vatn, loks kom röð- in að mér. Ég var svo hungruð, að ég óttaðist, að ég félli I gröf- ina. Uml: „Er ekkjan hér?” Ég tók i hönd prestsins. „Megi guð varðveita yður”. „Það hefur hann þegar gert.” Seðill — ég sá ekki hve hár — skipti um hönd. „Þakka yður litillega fyrir, faðir.” Allir þustu frá mér til að finna Frh. á bls. 6 FRAMHALDSSAGAN ® — Hann móðgaðist ekki. Hann hafði alls ekki verið skotinn i systur Ullu. Honum fannst hún blátt áfram aðlaðandi og það breytti engu, þvi að hann hafði lofað sjálfum sér að helga sig starfinu næstu tvö árin. Það var svo sem engin þörf á aö skjóta sig i fyrstu sætu stúlkunni, sem maður rak augun i. — Hvar næ ég i hund, Roselill? heyrði hann dr. Holl spyrja, þegar hann gekk út af vaktinni. —Tviburarnir sjá mig ekki i friði. — Hvers konar hund? spurði Hetty Rose. — Ekki kyngöfugan, aðeins hund, sem manni getur þótt vænt um. Auðvitað á hann að vera hreinlegur og heilbrigð- ur. Annars gerir Cecilie okkur helviti heitt og nú fá börnin að ráða þvert gegn vilja afa sins og ömmu. — Það litur út fyrir, að þér hafið góðar ástæður til að ganga i berhögg við óskir þeirra? sagði hún og brosti. — Einmitt, skellihló hann. — Ég skal lita I kringum mig, lofaði hún. Dr. Holl fór, þvi að hann þurfti að tala við dr. Falk. Jan starði hugsandi á eftir honum. — Hann virðist vera góður faðir, sagði hann hugsandi. — Kemst hann raunverulega yfir það lika? — Hann gerir það, svaraði hún. — En þaö er ekki erfitt fyrir mann, sem á slika konu og svo góð börn. — Hve lengi hefur dr. Holl eiginlega verið kvæntur? — Ég verð að hugsa mig um. Eru það sex eða sjö ár? Timinn er svo fljótur að liða. Eftir andartak er árið búiö. Já, eftir andartak, hugsaði hann. I morgun hafði hann fundið fyrstu hærurnar. Hann ætti ekki að biða of lengi eft- ir að kvænast og eignast fjölskyldu. Hann gat ekki lifað eins og Berg. Ein i dag og önnur á morgun átti ekki við Jan. Bara rólegur, gamli minn, sagði hann við sjálfan sig. Svo gamall ertu nú ekki. Af tilviljun sá Jan Lars Möller sækja Ullu á laugardag- inn. Honum fannst hann kannast við unga manninn, en vissi ekki, hvar þeir hefðu sézt. En hann leit vel út og það var auðséð, að þau Ulla skildu hvort annað. Gamalt máltæki segir, að sérhverjum potti hæfi sitt lok. Þvi skyldi það ekki lika eiga við hann? Það var ekki hægt að hlaupa af sér hornin strax, en hann fann æ betur, að maðurinn á ekki að vera einn. Jörn Meiser hafði móður sina og frænda. Jan haföi hitt þau I morgun eftir að Jörn hafði sótt þau á stöðina. Nikki hafði ekki vikið frá frænda sinum og það hafði komið Jan á óvart, hvað Jörn var góður við drenginn. Hann lagði bilnum til að ganga smáspöl og um leið þaut eitthvaö ljósbrúnt yfir götuna. — Þú mátt ekki hlaupast á brott, Topsy, kjökraði telpu- rödd. — Komdu aftur til min! Ef þau vilja ekki hafa þig, strjúkum við báðar. Allt i einu kom hann auga á litla telpu. Hún hafði grátið og hárið var úfið. I mesta lagi f jögurra ára, hugsaði hann. Hundurinn kom hálf skömmustulegur til baka með róf- una milli lappanna. Laglegur hundur, ekki hvolpur, ekki hreinræktaður, en... Hund, sem okkur þykir vænt um, hafði dr. Holl sagt, þegar hann talai um hund handa börnunum. Topsy lagði undir flatt og dinglaði eyrunum. Hún var svo skritin, og Jan brosti. Litla stúlkan virti hann tortryggnislega fyrir sér. — Veiðir þú hunda? spurði hún örg. — Nei, alls ekki, sagði hann undrandi. Henni létti bersýnilega. — Hans segir, að hundagæzlumaðurinn hirði Topsy, ef hún er ekki með hálsband, sagði hún i trúnaði. — Werner frændi segist ekki vilja sjá hana. — Eigiö þið fleiri hunda? Hún kinkaði ákaft kolli. — Sex, sagði hún hreykin. — Sex eru nokkuð margir. Hún fitjaði upp á nefið. — Mér leiðist þú, sagði hún um- búðalaust. — Mér leiðist þú, þegar þú talar svona. — Segðu mér, hvað þú heitir! — Jette, svaraði hún. — Leyfir manna þin þér að flækjast svona einni um? — Hún veit það ekki, svaraði barnið þrjózkulega. — Hún er ekkert hér. Hún vinnur i bænum og þar er ekkert rúm handa mér. Þau vilja ekki hafa krakka og ég verð að vera hjá Werner frænda og Lisu frænku, en þau eiga fullt af börnum og vilja hvorki mig né Topsy. Skyndilega kom honum dálitið til hugar. — Vildirðu láta Topsy, ef hún kæmist til fólks, sem væri virkilega gott við hana? — Ég þekki ekkert gott fólk, svaraði hún blátt áfram. — Ég geri það. AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN Jette hafði fengið traust á honum. — Veröa þau góð við Topsy? Jan fannst átakanlegt, hvað hún hugsaði mikið um hundinn, en hann fékk fljótlega skýringu á þvi. — Werner frændi vill losna við hana, hann segir að það sé nóg að burðast með mig. Ef ég vissi, að fólkið væri gott... og gæfi Topsy að borða og... Hún fór að stama og tárin runnu niður vanga hennar. — Mig langar að eiga hana, bætti hún lágt við. — En mamma hefur ekki heldur tækifæri til að hafa hana, þegar hún sækir mig. Fólkið i borginni er ekkerthrifið af börnum... og heldur ekki hund- um. Af hundum, já, en börnum ? hugsaöi Jan. Hann haföi les- ið um slik vandamál i blöðunum. — Hvar ertu, Jette? hrópaði æst kvenrödd. — Svaraðu mér! Barnið sperrti glöð upp augun. — Mamma.... mamma... mamma! hrópaði hún. Og svo var Topsy gleymd, þegar móðir hennar faðmaði hana að sér. Hundurinn néri höföinu við hnén á Jan og lyfti upp framlöppinni eins og hann vildi láta hugga sig. Unga konan var jafnljóshærð og barnið. Hún var grann- vaxin og vel klædd. Hún hafði blá augu eins og telpan. 1 Alþýðublaðið Laugardagur 13. desember 1975. Einkaréttur: Bastei Verlag

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.