Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 5
HELGARBLAÐ SUNNUDAGSLEIÐARINN Réttlætismál Um margvislegt ranglæti er þvi miður að ræða i islenzku þjóðfélagi. Á fáum sviðum er þó misrétti aug- ljósara en á sviði skattamála. Launþegar greiða skatta af hverj- um eyri, sem þeir vinna sér inn. Þeir, sem greiða þeim laun, til- kynna skattyfirvöldum hversu mikil þau séu, og siðan taka rikissjóður og bæjarsjóður til sinna þarfa hluta af þessum launum. Og þessi hluti er sannarlega ekki orðinn neitt smá- ræði. Almennir launþegar eru farnir að greiða af þriðjungi og allt að helmingi tekna sinna i beina skatta af tekjunum. Þessi gifurlega skatt- heimta er fyrir löngu farin að lama áhuga launamanna á þvi að afla viðbótartekna með aukinni vinnu. Þessi óhófiega skattlagning er þvi beinlinis farin að hafa lamandi áhrif á heilbrigðan vinnuvilja og draga úr mögulegum vexti þjóðarfram- leiðslu. Þetta er þó hégómi i samanburði við það hróplega félagslega rang- læti, sem blasir við launþegum, samtimis þvi sem þeir eru neyddir til þess að tina þriðju hverja eða jafnvel aðra hverja krónu upp úr vasa sinum handa rikissjóði og sveitarsjóðum, en um þá má auk þess margt annað um segja en að þeir fari vel með fé. Þetta félags- lega misrétti er fólgið i því, að félög og þeir atvinnurekendur, sem at- vinnurekstur stunda, greiða tekju- skatta á allt öðrum grundvelli og sleppa af margvislegum ástæðum ótrúlega ódýrt frá skyldum sinum við samfélagið, samtimis þvi að launþegar stynja, með réttu þungt undan greiðsluskyldu sinni. Ýmsum mun þykja sú staðreynd ótrúleg að 5190 félög, sem nú starfa i landinu, greiði aðeins 1200 milj. kr. i tekjuskatt til rikisins samtimis þvi að einstaklingar greiða 4400 milj. kr. Enn ótrúlegri mun eflaust flest- um finnast sú staðreynd, að af um 7500 einstaklingum, sem hafa aðal- tekjur sinar af atvinnurekstri, greiði aðeins rúmur helmingur tekjuskatt og að sá tekjuskattur nemi aðeins 400—500 milj. kr. Allur atvinnurekstur í landinu greiðir því aðeins um 1600—1700 milj. kr. i tekjuskatt. En launafólkið greiðir um 4000 miljónir! Er furða þótt mönnum sé farið að ofbjóða? Hvern getur undrað þótt talað sé um misrétti i þessu sam- bandi og margir séu orðnir reiðir? En ótrúlegust af öllum mun þó al- menningi finnast sú staðreynd að fyrirtæki, sem velta fjárhæð, sem er einhvers staðar á bilinu 100—130 miljarðar kr., skuli bókstaflega engan tekjuskatt greiða. Heildarvelta allra atvinnufyrir- tækja er talin um 360 miljarðar kr. Tekjuskattar þeirra, sem einhvern skatt greiða, nemur sem svarar 3/4%—1% af veltunni. En fyrirtæki, sem hafa um þriðjung veltunnar, sleppa með öllu við að greiða eyri i tekjuskatt til rikisins. Slikt skattakerfi hefur ekki aðeins gengið sér til húðar. Það er orðið undirrót eins mesta félagslegs rang- lætis, sem nú viðgengst á Islandi. Og i raun og veru ekki lengur hjá þvi komizt að segja, að það er orðin háðung i islenzku þjóðfélagi. Engin lausn er til á þessu vandamáli önnur en sú, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt til á Alþingi, að hætt verði að innheimta tekjuskatt af launþeg- G.Þ.G. um. EINVÍGI GUÐMUNDAR 0G FRIÐRIKS Eins og kunnugt er stendur nú yfir sérstakt afmælishappdrætti á vegum Skáksambands tslands, i tilefni hálírar aldar afmælis þess. Aðalvinningur er einvigisskák- borð frá heimsmeistaraeinviginu 1972 áritað af þeim Fischer og Spassky, sem metið erá 2,5 millj. kr. Fylgja þvi vandaðir taflmenn 200 þús. kr. virði. Margir aðrir vinningar eru i happdrættinu, svo sem 4 málverk, sólarlandaferðir og ýmsir skákmunir. Nú hefur verið ákveðið að þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistarar, þreyti 4 skáka keppni á einvigis- borðið, laugardaginn 13. des.,; milli kl. 2—6 siðdegis. Teflt verð- ur i afgreiðslusal Samvinnubank- ans, i Bankastræti 7, og gefst veg- farendum kostur á að fylgjast með viðureigninni. Frá stofnfundi Réttarverndar: Frelsið er ekki sjálfsagt - það verður að verja Miðvikudaginn 10. desember mannréttindadaginn, var hald inn stofnfundur nýrra samtaka. sem hyggjast berjast fyrir mannréttindum einstaklinga hér á landi og auknu réttlæti i framkvæmd stjórnkerfis og réttarkerfis okkar Islendinga. Fundurinn var haldinn að Hótel Esju og voru fundarmenn um áttatiu talsins. Frummæl- endur voru þeir sr. Sig. Haukur Guðjónsson og Thor Vilhjálms- son, rithöfundur en fundarstjóri var Inga Birna Jónsdóttir. Eftir að framsögumenn höfðu flutt mál sitt gerði Vilborg Harðardóttir, form. laganéfnd- ar, grein fyrir drögum að lögum félagsins, en siðan hófust frjáls- ar umræður bæði um fyrirhuguð markmið hins nýja félags og efnisþætti draganna. Umræður urðu mjög miklarog fjörugar og það svo, að ekki reyndist unnt að ljúka fyrirliggjandi dag- skrárefni. Var þvi samþykkt dagskrártillaga þess efnis að fundi yrði frestað og boðað til framhaldsstofnfundar siðar. Við upphaf fundarins vitnaði fundarstjóri til mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóð anna og minnti á að mann- réttindadagurinn hefði einmitt verið valinn sem stofndagur samtakanna. Siðan las fundar- stjóri eftirfarandi kafla úr mannréttindayfirlýsingunni: „Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og litilsvirt hefur slikt haft i för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa sam- visku mannkynsins, enda hefur þvi verið yfirlýst að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalif og afkomu.” Síðan sagði Inga BirnaJóns- dóttir: „Með aukinni sér- hæfingu i okkar þjóðfélagi þá minnkar yfirsýn hins almenna borgara, og nú er svo komið i ekki fjölmennara þjóðfélagi heldur en okkar, að margir ein- staklingar vita ekki hvernig þeir eiga að leita réttar sins eða áræða ekki að glima við flókið réttarkerfi.” Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son sagði m.a. i sinni ræðu: „1 fyrsta lagi langar mig til þess að svara þeirri spurningu hvort þörf sé á slikri félagsstofnun á Islandi i dag Svar mitt er stutl það er aðeins eitt já. Dag eftir dag rekst ég á það, að þess er þörf. Þessi þörf liggur fyrst og fremst i þvi hversu m jög fólki er orðið ókunnugt um þann rétt sem það hefur og hvernig það eigi að ná rétti sinum. Það er svo oft sem fólk situr og spyr, hvað get éggert, hvernig á ég að fara að til þess að ná þeim rétti, sem ég tel mig hafa, eða þá að fólk hefur ekki hugmynd um hvaða rétt það á.” Siðan rakti ræðumaður ymis dæmi þess hvernig réttur ein- staklinga væri fyrir borð borinn og benti jafnframt á þörfina á þvi að veita fólki réttarvernd. 1 lok ræðu sinnar sagði sr. Sigurður Haukur Guðjónsson: „Það er mjög mikil þörf á skrif- stofu sem gæti veitt fólki upp- lýsingar um rétt sinn og hvaða leiðir væri auðveldast að fara. Ég trúi þvi, þrátt fyrir allt, að réttarkerfið okkar sé þannig, að þar séu menn, sem vilja að rétt- ur einstaklingsins sé virtur.” 1 ræðu sinni komst Thor Vil- hjálmsson svo að orði: „Ég minnist eins mesta rithöfundar fyrsta hluta aldarinnar Franz Kafka, sem skrifaði miklar skáldsögur, og þær fjölluðu gjarnan um litinn einstakling, einstakan mann, sem stóð einn og barðist við eitthvað vald, sem hann gat aldrei skynjað. Það vareitthvað dularfullt vald, sem hann komst aldrei nærri. Það vék alltaf undan. Stundum fannst honum hann vera að komast alveg að þvi að ná tök- um, en þá vék það undan honum og hann greip alltaf i tómt og stóðaleinn, valdið keyrði hann i kaf. Þeim sem lesa þessa miklu skáldsögu Kafka, sem er reyndar bönnuð i heimalandi hans Tékkóslóvakiu, finnst oft, sem þessi skáldsaga, sem rituð var i fyrsta hluta aldarinnar, sé lýsing á þeim heimi sem við lif- um i i dag, i það minnsta eins og hann gerist i stóru löndunum. Lengi höfum við Islendingar talið okkur trú um að þetta væri óra fjarri okkur, þó ekki væri nema sökum fámennis,við vær um svo fá, að manneskjurnar næðu hvertil annarrar. En þessi heimur, þessi martröð, eins og Kafka lýsir, færist óðfluga nær okkur og æ fleiri verða þess áskynja, að það er risið eitthvað vald, sem einstaklingurinn á er- fitt með að berjast við og ein- staklingurinn veit iðulega ekki við hvað hann er að berjast. Það er einmitt þess vegna, sem við erum að stofna þetta félag i kvöld.” 1 lok ræðu sinar sagði Thor Vilhjálmsson: „Mér finnst það vera megin verkefni félags, eins og þessa, að kæfa i fæðingu allar tilraunir til að koma á fasisma i landinu, þvi það er ekkert annað en fasismi að banna okkur að segja okkarhug. Frelsið er ekki sjálfsagt, heldur verður að verja það, hverja einustu stund, ogvera ævinlega á varðbergi og þola enga takmörkun þess. Ég fagna þvi að þetta félag er stofnað, þvi ég held að það sé meginhlutverk þess, að vera á verði um okkar dýrmætustu réttindi.” Eins og fyrr segir tókst ekki að ljúka störfum stofnfundar og mun framhaldsfundur væntan- lega verða boðaður i næstu viku. Framhald á 6 . siðu HEIMAHJÚKRUN: MIKIÐ OG GOTT STARF EN AÐSTÆÐURNAR ERFIÐAR 1 Alþýðublaðinu, miðvikudag- inn 10. des. sl. er grein okkar „Heimahjúkrun og heimilisþjón- usta í Reykjavik”, sem er i sið- asta tbl. Timarits Hjúkrunarfé- lags Islands, tekin til umræðu. Blaðamaður tekur einnig upp kafla Ur greininni þar sem sér- staklega kemur fram gagnrýni á aðstæður aldraðra i heimahUsum og ýmisleg vandamál, sem heimahjUkrun á við að strfða. Að sjálfsögðu erum við ekki á móti þvi að þessi gágnrýni komi fyrir almenningssjónir, en okkur finnst aðþessi úrdráttur gefi dálitið vill- andi mynd af greininni. Blaða- maður segir t.d. „Margt athyglis- vert kemur fram i þessari grein um heimahjúkrun og virðist þar viða pottur brotinn.” Þetta mætti skilja þannig, að við værum bein- linis að gagnrýna það starf, sem unnið er i heimahjúkruninni. Þar sem við höfum báðar átt þátt i framkvæmd heimahjúkr- unarinnar undanfarin ár viljum við eðlilega ekki gera hlut hennar minni en ástæða er til. 1 grein? okkar kemur fram, að við teljum' að i heimah jUkrun hafi verið og sé unnið mikið og gott starf, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Viðviljum einnig leiðrétta villu i grein blaðamanns, þar sem hann telur upp starfsfólk heima- hjúkrunarinnar og segir að þar vinni 4 hjúkrunarkonur og 6 sjúkraliðar við afleysingar. Slikt fyrirkomulag væri vægast sagt óeðlilegt. Hið rétta er að þar starfa 4 hjúkrunarkonur og 6 sjúkraliðar ifullu starfi, auk þess 1 hjúkrunarkona og 1 sjúkraliðar við afleysingar. Þó að við hefðum heldur kosið, að greinin væri birt i heild en ekki einungis teknir kaflar úr henni, þar sem slikt getur oft valdið mis- skilningi, er það vissulega þakk- arvert að Alþýðublaðið taldi hana umræðuverða. Með þökk fyrir birtinguna. Sigriður Jakobsdóttir, Rannveig Þórólfsdóttir. Alþýðublaðið Laugardagur 13. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.