Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 2
Barnafata-
verzlunin
Rauðhetta
Látiö ekki verðbólguúlf-
inn gleypa peningana
ykkar, i dýrtiöinni. Vör-
ur seldar meö miklum
afslætti, allt nýjar og
fallegar vörur á litlu
börnin. Litið inn og geriö
góð kaup.
Opið laugardaga
kl. 10 til 12.
Barnafataverzlunin
Rauðhetta
Iðnaðarmannahúsinu,
Hallveigarstíg 1 — Simi
28480.
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR
REYKJflVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFNARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Muniö hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öUum okkar hurö-
um og gluggum.
*
Eiki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
B^)
Arsdvöl erlendis
Umsóknarfrestur um ársdvöl erlendis
’76—’77 á vegum NEMENDASKIPTA
KIRKJUNNAR
rennur út 30. desember nk. Mörg lönd
koma til greina.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
Biskupsstofu, Klapparstig 27, Reykjavik.
Simi 12236.
Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
alþýðu
mRmii
RÖDD
JAFNAÐARSTEFNUNNAR
Breiðu bökin fundin
í leiðara Alþýðublaðsins i gær var
leitt getum að þvi, að rikisstjórnin
ráðgerði að lækka stórlega framlög
rikissjóðs til sjúkratrygginga.
Leiðarinn var ritaður áður en
tillögur rikisstjórnarinnar i málinu
sáu dagsins ljós, en þær voru lagðar
fram á Alþingi um miðjan dag i gær.
1 tillögum þessum kemur i ljós, að
grunsemdir Alþýðublaðsins um
þessi mál reyndust á rökum reistar,
nema hvað Alþýðublaðið taldi, að
niðurskurðurinn á framlögum til
sjúkratrygginganna gæti numið 1000
milljónum króna en rikisstjórnin
leggur til að hann verði 1667 milljón-
ir króna.
Þá fjárhagsbyrði, sem rikis-
stjórnin ætlar að létta af rikissjóði
með þvi að skera niður framlögin til
sjúkratryggingakerfisins um 1667
milljónir króna, hyggst hún leggja
að verulegu leyti á bök sjúklinga.
Þannig gerir rikisstjórnin ráð fyrir,
að lyfjaverð hækki verulega og að
mikil hækkun verði á þeim gjöldum,
sem sjúku fólki er ætlað að greiða
fyrir sérfræðiþjónustu og rannsókn-
ir. Samtals nemur sú aukna byrði,
sem rikisstjórnin hyggst leggja á
sjúkt fólk á íslandi, tæpum 500
milljónum króna á ársgrundvelli.
Eftir þessu mætti ætla, að rikis-
stjórnin hafi nú loks fundið fólkið
með breiðu bökin, sem svo lengi
hefur verið leitað að i landinu. Til
viðbótar við almennar kjaraskerð-
ingar og afleiðingar óðaverðbólgu-
stefnu rikisstjórnarinnar á lifskjör
manna á nú að leggja sérstaka 500
milljón króna aukabyrði á sjúka
meðal vor. Þetta er gert á sama
tima og um 40% af öllum þeim
einstaklingum, sem hafa tekjur af
eigin atvinnurekstri, greiða ekki
grænan eyri til rikisins i tekjuskatt
— á sama tima og hundruð atvinnu-
fyrirtækja, sem samtals velta á
milli 100 og 130 þúsundum milljóna
króna á ári greiða ekki eyris virði til
sameiginlegra þarfa þjóðarhúsins i
formi tekjuskatts. Við þær aðstæður
telur rikisstjórnin réttlætanlegt og
sjálfsagt að leggja 500 milljón króna
viðbótarálögur á sjúka fólkiðð til
þess að spara rikissjóði fé.
ísland er á góðri leið með að verða
kynjaland — Undraland — þar sem
allt er öfugt á við það, sem sýnist
vera. Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma ætti efnahagur þjóðarbúsins
að riða til falls. Næstum þvi annar
hver atvinnurekandi greiðir vart
eyrisvirði til sameiginlegra þarfa
þjóðarhúsins — og kemst upp með
það. Fyrst svo er komið högum
efnamanna þjóðfélagsins, hvernig
skyldi þá ástatt vera hjá smælingj-
unum? Harla vel, segir rikisstjórnin
— og leggur á sjúklinga 500 milljón
króna viðbótarútgjöld til þess að
þurfa ekki að ónáða hina efnameiri.
1 tið rikisstjórnarinnar hefur
verið haldið áfram hömlulausum
skuldasöfnunum i erlendum gjald-
eyri og hefur rikissjóður sjálfur og
rikisstofnanir staðið að slikri lán-
töku til beinnar eyðslu. Nú er svo
komið, að byrði afborgana og vaxta
i hlutfalli af þjóðarframleiðslu er
orðin svo há, að lengra verður vart
komizt. Þá veður fram á völlinn
einn af framámönnum þjóðarinnar i
gervi Vitlausa hattarans, tilkynnir
dreissugur og ábúðarmikill, að hér
eftir verði aðeins ráðizt i lántökur
samkvæmt vel igrunduðum, fyrir-
fram gerðum, áætlunum — og legg-
ur jafnframt fram tillögu um nýjar
stórlántökur erlendis, án þess að
láta svo mikið sem eitt orð fylgja
með um, hvað gera eigi við pening-
ana.
Fjöldamörg fleiri dæmi mætti
nefna um, hversu öfugsnúinn þjóð-
félagsveruleikinn er á Islandi. Allt
umhverfið er i augum skynsams
borgara llkt og hann hafi dottið inn i
spegil eða niður i djúpan brunn og
þegar hann loks hefur jafnað sig og
fer að litast um, þá sér hann, að
hann er staddur i Undralandi þvi,
sem lýst er i einu af öndvegisritum
heimsbókmenntanna, þar sem úir
og grúir af vitlausum hötturum,
ógnvekjandi hjartadrottningum —
og ruglingslegum tepartýum.
Kjarakaup
Hjartacrep og Combi.
Verð kr. 176.00 50 gr.
hnota, áður kr. 196.00.
Nokkrir litir á aðeins
kr. 100.00 hnotan. 10%
auka afsláttur af 1 kg.
gr. pökkum.
H0F
Þingholtsstræti 1.
Sild
Sykursild, kryddsild, saltsild til sölu. Haf-
ið með ykkur ilát.
BÚR, Meistaravöllum
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen í allflestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Alþýðublaöið
Miðvikudagur 17. desember 1975.