Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 10
( HREINSKILNI SAGT Mótmæli! Ef þetta timabil veröur einhverntima grandskoðaö i ljósi sagnfræðinnar og gert aö sérstöku umræðuefni, er vist ekki neinn vafi á, að það mun teljast ein- kennast af allskonar mótmælum. Sumt af þessu er eðlilegt og kann að bera nokkurn árangur, en varla er hægt að segja annað en sumt sé spaugilegt, ef ekki beinlinis grátbroslegt og ákaflega tilgangslitið. Við erum auðvitað ekki leikin i ferða- lagi um frumskóga utanrikismála, eða þess, sem kallað er ,,diplomati”. En þetta höfum viö vist einkað okkur af þeim hlutum. Meira að segja er svo langt komið að við erum farin að stig- breyta þetta fyrirbæri. Þannig skiptist það i mótmæli, hörð mótmæli og hörð- ustu mótmæli! En hver er svo árangur- inn? Við könnumst við að hafa heyrt um si- felldar mótmælaorðsendingar við brezka sendiherrann vegna aðfara Breta nú um sinn og hann hefur svo kastað boltanum til baka með þvi að mótmæla halastýfingum brezkra togara á Islandsmiðum! Þvi er svo bætt við, að fyrstu orðaskipti Callaghans og Einars i Brussel, þegar þeir hittust i einrúmi hafi verið að mótmæla hátterni hvorrar þjóðarinnar fyrir sig i þorskastriðinu! Þetta er nú satt að segja orðið eins og rifrildi stráksins og prestsins: „Éttu skit, séra Jón” „Éttu hann sjálfur”!! Og niðurstaðan er 0. Þetta mótmæla- mjálm, sem ekki er reynt að fylgja eftir á áhrifameiri hátt en raun er, er, er orö- ið heldur slitið fréttaefni. Stundum kvörtum viö undan aðstööuleysi okkar, að ná ekki eins eyrum umheimsins eins og andstæðingarnir. Til þess mega liggja bæöi eölilegar og • óeðlilegar orsakir. En hvernig er svo farið með tækifærin, þegar þau berast okkur I hendur? Þegar utanrikisráðherra hafði fengið fullkomna vissu um atburðina i mynni Seyðisfjaröar þar sem framin var bein árás innan óumdeilanlegrar landhelgi á löggæzluskip okkar, bar hann að visu fram hörðustu mótmæli, að eigin sögn. Siðan settist hann svo að veizluborði meö ofbeldisseggnum og hefur sjálfsagt smakkast vel matur og drykkur! Hatt- ersley er ekki neinn ástmögur okkar Nólóspil í loppnum lúkum! hér. En hann hafði þó skap til þess að hlaupa frá súpunni óétinni, þegar i hann fauk. Einar telur sig hafa vakið mikla athygli með sinum mótmælum En hversu miklu meiri athygli skyldi það hafa vakið útifrá, ef hann hefði lesið andstæðingnum harðan texta og vikið svo af fundi með réttum formála? Manndrápsárás er ekkert gamanspil, og þó ekki kæmi til þess fyrir einhverja mildi, sem við getum ekki fullþakkað, er þá aldrei ástæöa til að láta ýtrustu van- þóknun i ljós, ef það var ekki viö þetta tækifæri. Ekki dettur mér i hug að utanrikisráö- herra sé neinn Ófeigur i Skörðum, og að fundarmenn hefðu beinlinis orðiö Eftir Odd A. Sigurjónsson skelfdir þótt hann hefði lagt rýran skrif- stofumannshnefa á borðiö. En stundum verður að tjalda þvi sem til er. Bezt er að gera sér það alveg ljóst, að hnefi ís- lands innan Nato er alls ekki eins litill og umfang hans virðist vera. Og það er trúa min, að orðiö hefði snöggtum meiri árangur af þvi, að gera þeim háu herr- um ljóst við þetta tækifæri, að okkur er full alvara i þetta sinn og að við hljótum að krefjast þess að bandalagsþjóð láti tafarlaust af ofbeldi sliku sem þessu. Daglega heyrum við það og lesum, að aldrei sé okkur þörf á þjóðareiningu fremur en nú. Þetta má rétt vera. En til þess að þjóðareining skapist um aðgerð- ir, verða þær að vera þannig reknar að þjóðin finni að hún hafi verðuga forystu. Þetta er þvi auðveldara sem enginn deilir um málstaðinn. Um hann er full eining. Ekki vildi ég hvetja til þess að ráðast i aðgerðir nema að yfirlögðu ráði og satt er það, að reiðir menn komast yfirleitt ekki að réttri niðurstöðu. En furðulegt mætti það vera, ef rikisstjórnin hefði aldrei rætt það sin á milli, að beita þvi eðlilega hótunarvopni, sem er tilkynn- ing til Nato um endurskoöun á veru ts- lendinga þar, ef bandalagsþjóð á að haldast uppi hverskyns ofbeldi hér við land. Þetta stórtromp eigum við á hendi og hvenær á aö spila þvi út, ef ekki nú? Við erum ekki að spila neina nóló i ein- hverskonar Framsóknarvist. fclk Áhugaverður líffræðitími Þegar hin 11 ára gamla Marvis Littlewood kom i skóiann dag einn, i heima- fylki sinu Portland I Banda- rikjunum kvartaði kennar- inn yfir að hún heföi verið fjarverandi daginn áður. „Auk þess vorum við með athyglisveröan liffræöitima, sem var slæmt fyrir þig að missa af” sagði hún enn- fremur. Marvis litla útskýröi þá fyrir henni, að hún heföi oröið að vera heima, þvl mamma hafði eignast tvi- bura. Og af þvi hvorki náöist I lækni eöa ljósmóður, varð Marvis bara að hjálpa til sem frekast hún kunni. Og geri aðrir betur. Bíll eða vélhjól? Nei, þetta er hvort tveggja, segja uppfinningamenn þessa ökutækis, þeir Robbie Rayner og Roger Mowbray I London. Fremsti hiutinn er vélhjól meö 1200 cc fólks- bilsvél. Þessa óvanalegu smið hafa þeir dundað við i fristundum sinum, og reikna með að fá afslátt af bæði skatti og tryggingargjöldum, þvi þetta sé nú ekki nema hálfur bíll. Raggi rólegri Bibrin STiORNUBÍd Simi 18936 Kynóði þjónninn Bráðskemmtileg itölsk-amer- Isk kvikmynd í litum. Aöal- hlutverk Rosanna Podesta, Land Buzzanca. Endursýnd kl. 10. Bönnuö innan 16 ára. Síöasta sinn Islenzkur texti. Meö Alice Guinness, William Holden. Sýnd kl. 4 og 7. Siöasta sinn. LAU6ARASBÍÚ Simi 32075 Arásarmaðurinn The story of the Rape Squadl Sérlega spennandi og viöburöarlk ný amerísk kvik- mynd I litum. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5. IHAFNARBIÖ Slmi 16444 Bráöskemmtileg og fjörug gamanmynd I litum um ævin- týri bankastjóra sem gerist nokkuö léttlyndur. ISLENZKUR TEXTI. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. flÝJA BJÓ s,ral >154» “PURE DYNAMITE!” CONNECTION ISLENZKUR TEXTI. Hin æsispennandi Oscarsverö- launamynd, sem alls staöar hefur veriö sýnd viö metaö- sókn. Endursýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuö innan 14. ára. Ný, Itölsk gamanmynd gerö af hinum fræga leikstjóra P. Pasolini. Efniö er sótt I djarfar smásög- ur frá 14. öld. Decameron hlaut silfurbjörninn á kvik- myndahátiöinni I Berlin. Aöalhlutverk: Franco Citti, IVIinetto Pavoli. Myndin er meö ensku tali og tSLENZKUM TEXTA. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. IASKÖLABÍÖ simi 22i4o Sunday Blody Sunday Leikstjóri: John Slesinger Sýnd kl. 5, 7 og 9. MUNIÐ aÖ senda HORNINU nokkrar línur. Utanáskrift: HORNIÐ, ritstjórn Alþýöublaösins, Slöunuila II, Reykjavfk. hefur opið pláss fyrir hvern sem er Hringið i HORMID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn alþýðu ian Alþyðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík selja, eða vanhagar um - og svarar vart kostnaöi að augiýsa? þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar bjónusta við lesendur blaðsins. ■ Alþýðublaðið Miðvikudagur 17. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.