Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 6
Lamaðir tala með því að depla augunum Jafnvel menn, sem eru svo lamaö- ir, aö þeir geta ekk- ert hreyft nema augnlokin, geta „talað" meö hjálp nýs tækis, sem Ib Mosemand Tolstrup verkfræöingur viö tækniskóla Dan- merkur, hefur hannaö. Hann hefur notfært sér nútima raftækni til að hanna „vidialog” sinn, sem allir þeir, sem eru mállausir geta notað, en sem kemur bezt að not- um, þar sem um algjör- lega lamað fólk er að ræða. Annars gæti fólkið jú notað ritvél. A hana er hægt að skrifa með munn- eða ennispriki og það er ódýrari lausn en vidialog- inn. Hins vegar gæti hann verið eini möguleikinn fyrir algjörlega lamaö Ib Mosemand Tolstrup með ,,vidialog”-inn. Heilbrigðir geta skrifað skilaboðin á skerm- inn með tastatur (snertitæki) — lamaðir geta fengið sérstakt snertitæki eftir þvi hver lömunin er. Það er t.d. unnt að stýra tækinu með þvi aðdepla augunum, eða með andar- drætti. fólk til að hafa samband við umheiminn. Heiöraöur. Ib Mosemand Tolstrup, sem er þritugur, fékk ný- lega Nordens Jubilæum- pris, verðlaun að upphæð 750 þús. isl. krónur fyrir uppfinningu sina, en hún er komin til framleiðslu. Þessi verðlaun eru veitt þeim Dana, sem gerir á- hrifamikla uppgötvun á sviði tæknimála. Vidialoginn (orðið er samsett úr visuel (sjáan- legur) og dialog (sam- tal)) er m.a. sjónvarps- skjár, sem skrifað stendur á allt, sem snerti- vélin sendir inn. Sé um mjög lamað fólk að ræða er allt stafrófið, tölustafir og setningarmerki skrif- að fyrirfram inn á skerm- inn. „Ljós-ör” hreyfist eftir skerminum og með einni hreyfingu er unnt að láta hana nema staðar við þann bók- eða tölu- staf, sem á að afmarka. Með stuttri æfingu er unnt að afmarka allt að 75—80 merkjum á minútu. Unnt er að aðlaga tækið eftir einstaklingum. Þar sem tækið kostar um 900 þúsund krónur, eru litlar likur á þvi að það komist i almennings- eign, en á heimavistar- skólanum i Gellsgard eru menn t.d. byrjaðir að reyna það við kennslu. Verðið skiptir heldur ekki meginmáli, þegar um það er að ræða að það er eini möguleikinn til að komast i samband við umheiminn. Þannig gæti tækið skipt miklu máli t.d. á sjúkra- húsum til að aðstoða snögglega lamaða sjúk- linga, sem geta að öðru leyti hugsað eðlilega. Ur heirni hreyfihamlaðra Eiga rafknúnir bílar framtíð? OSLÓ,: Áhuginn á rafmagnsbilum hefur aukizt mjög i heimlnum undanfarin þrjú ár, Nú er vitað um ca. 14 áætlanir um strætisvagnaframleiðslu, 32 um vörubfla- framleiðslu og rúmlega 70 um einkabíia- framleiðslu. 1 slðasta eintaki Teknisk Ugeblads (49) er sagt, aö þessi aukning hafi átt sér stað vegna aukins skilnings á hagkvæmni i tryggingum, rekstrarkostnaði og um- gengni. Hjá A/S Strömmens Værksted i Noregi hafa menn unniö að gerð rafknúinna bfla i tvö ár á nýjum forsendum. Ætlunin er ekki að keppa við vélknúna bfla, sem ganga fyrir oliu eða bansini, og hraði og stærð skipta heldur ekki máli. Ætlunin er að framleiða neðri vagn, sem unnt væri að breyta eftir þörfum i öryrkjabfl, fólksbil, flutningabfl og vörubfl. Þannig er unnt að vinna á á markaöinum. — örykjabillinn er gerður á nýjum grundvelli: Með hjálp vatnsdælu er unnt að lækka bflinn niður og aka hjólastól inn að aftan og festa fyrir aftan stýrið. öryrkinn situr I hjólastólnum og ekur. Það er rúm fyrir tvo farþega. — Fólksbillinn er áþekkur aö sjá, en I stað vatnsdælufjöðrunar kemur gúmmi- fjörðun. Þar er rúm fyrir fjóra farþega. — í fiutninga- og vörubílnum er rúm fyrir átta farþega auk bflstjóra og hlut- fallslega sama varning. Undirvagninn er fjöldaframleiddur og unnt er að setja venjulega brennsluvél i bílinnr ef óskað er. Til að byrja með hefur verið framleidd- ur öry rkjabill til reynslu og það kom f ljós, að hann reyndist eins og vonir stóðu til. Nú hyggja menn á frekari framleiðslu. Pl.'islus liF PLASTPOKAVERKSMIOJA Sfmar 82Ó39- 82455 Vstn«gör6um 6 Box 4064 - Roykjavfk I’ípulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnartjaröar Aputek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Horfur á (hægum) Lausleg þýðing inngangs og niðurlags ársskýrslu Efna- hags- og framfarastofnunar (OECD) um ísland. Inngangur Hins mikla búhnykks 1973 gætti i Islenzku efnahagslifi fram á árið 1974, en i kjölfar hans sigldi vax- andi verðbólga, sem komst upp i 40%. Á árinu 1975 hefir slaknað verulega á eftirspurn og umsvif- um, en verðbólguöflin hafa magnazt. Halli i utanrikisvið- skiptum er jafnframt mikill, en hefir þó minnkað. Þessi óhag- stæða framvinda á sér að miklu leyti erlendar orsakir, sem is- lenzk stjórnvöld hafa ekki á valdi sinu. Hækkun neyzluvöruverð- lags fram á mitt ár 1974, fjórföld- un oliuverðs i árslok 1973 og mikil verðhækkun útfluttra fiskafurða fram i byrjun árs 1974 lögðust á eitt um að ýta undir miklu örari verðbólguvöxt en aðrar aðildar- þjóðir bjuggu við. Umskiptin i út- flutningsverði fiskafurða ásamt örri hækkun inntlutningsverðlags ullu snöggri og alvarlegri versn- un viðskiptakjara. Hýrnun viðskiptakjaranna, frá þvi þau voru bezt I ársbyrjun 1974 og til miðs árs 1975, nam 32%, og áhrif þeirra á viðskiptajöfnuð mögnuð- ustmjögvið það,að úr útflutningi dró vegna minnkandi eftirspurn- ar á erlendum markaði. Erlendir áhrifaþættir ullu miklu, en inn- lend framvinda átti einnig rikan þátt i að auka vanda jafnvægis- leysins bæði inn á við og út á við. Hér má einkum benda á ófull- nægjandi stjórn peningamála og þann verðbólguhváta, sem staf- aði af hefðbundnum ráðstöfunum til að halda uppi tekjum i sjávar- útvegi. Uggvænlegast við núverandi á- stand er hin öra verðbólga, sem nemur 50% á ári. 1 siðustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar var dregið i efa að skipulag efnahags- og fjármálastjórnar fengi viö svo öra verðbólgu ráðið og þær alvarlegu félagslegu og efnahagslegu afleiðingar, sem hún gæti haft. Framvindan á liðnu ári bendir til, að ráðstafan- irnar hafi ekki komið að þvi haldi, sem þær gerðu á fyrri röskunar- skeiðum.þegar verðbólgan var til muna minni. Margskonar mikil- vægar stefnuákvarðanir hafa verið teknar undangengna 18 mánuði til þess að hamla gegn verðbólgunni, nú siðast i júni og júli i ár. Meðal annars má nefna strangari hömlur en áður á út- lánaaukningu, frestun á greiðslu verðlagsbóta á laun i sex mánuði, hækkun óbeinna skatta og lækkun opinberra útgjalda. En draga má i efa að jafnvel þótt vel takist til um framkvæmd þessara ráðstaf- ana, að þær dugi til þess að leysa þann vanda, sem stjórnvöld eiga við að glima. úrslitum ræður I þessuefni hver niðurstaðan verð- ur i kjarasamningunum, sem gerðir verða i lok ársins. Fyrsti hluti skýrslunnar fjallar um framvindu eftirspurnar, at- hafnasemi, verðbólgu og greiðslujafnaðar. Gerð er grein fyrir minnkandi eftirspurn 1975, orsökum verðbólguskrúfunnar og hallanum i utanrikisviðskiptum. A öðrum hluta skýrslunnar er svo vakin athygli á framkvæmd og á- hrifum efnahagsstefnunnar. Að lokum er i þriðja kaflanum vik- ið stuttlega að horfunum á árinu 1976 og nokkrum stefnuatriðum i þvl sambandi. Horfur 1976. Tiltækar upplýsingar um fram- vindu efnahagsmála benda til þess, að árið 1975 verði íslending- um erfitt. Búizt er við verulegri minnkun bæði eftirspurnar og framleiðslu, halli á viðskiptum við útlönd verður mikill, enda þótt hann ætti að minna, og verð- bólgan verður enn erfið viðfangs. Viðskiptakjör hafa enn versnað að mun, annað árið i röö. Þegar meta á horfurnar á árinu 1976 virðist rikjandi hneigð i utan- rikisviðskiptum skipta mjög miklu máli. Innflutningur minnk- aði mikið á fyrrihluta ársins 1975, fyrst og fremst vegna minnkandi eftirspurnar innanlands. Inn- flutningsverð i dollurum hækkaði um 10% frá meðalverði árið 1974, og sýnist þvi innflutningsmagn hafa minnkað um 17% á fyrri hluta ársins 1975, og er það i sam- ræmi við spá opinberra aðila. Þar sem búizt er við, að innlend eftir- spum haldist slök siðari hluta ársins og kunni jafnvel enn að minnka, er sennilegt að spáin um 16 1/2% samdrátt innflutnings- magns gangi eftir. . Meginvandinn er fólginn i stöðu útflutningsins, sem hefir verið mun veikari en stjórnvöld höfðu gert sér vonir um. Langvarandi togaraverkfall um mitt ár dró úr fiskafla, ogsömu áhrif höfðu afla- takmarkanir á sildveiðum i Norð- ursjó og markaðsbrestur fyrir frysta loðnu i Japan. Þetta voru meginforsendurnar fyrir lækkun fyrri framleiðsluspár úr 4% i 2% fyrir 1975. Birgðir fiskafurða til útflutnings eru miklar og þvi velt- ur aukning útflutnings 1975 eink- um á aukningu eftirspurnar á heimsmarkaði á siðari hluta árs- ins, en hún er mjög óviss. Utflutn- ingur minnkaði að magni á fyrstu fimm mánuðum ársins um nálægt 6% og útflutningsverðið var um 5% lægra en meðalverðið 1974. I spám frá i april var gert ráð fyr- ir 13 1/2% aukningu útflutnings, en framvindan á fyrra helmingi ársins veldur þvi, að þessi spá hefirnú veriðlækkuð i 5 1/2%. Út- flutningur fiskafurða hefir goldið minnkandi eftirspurnar á heims- markaði, en þar á ofan hafa mörg riki beitt ýmiss konar verndarað- gerðum fyrir eigin sjávarútveg, sem hafa valdið auknum erfið- leikum. Þar á meðal má nefna verulega aukna styrki til sjávar- útvegs, hækkaða innflutningstolla á fiskafurðum, innborgunar- skyldu við sjávarafurðainnflutn- ing, útflutningsstyrki og beint löndunarbann. Með hliðsjón af þessu og framvindunni að undan- förnu kann að teljast nokkur bjartsýni að spá 5 1/2 % magn- aukningu útflutnings. Af þessum sökum er óliklegt að viðskipta- jöfnuðurinn 1975 batni eins mikið og gert er ráð fyrir i töflu 7. Horfur um innflutning á árinu 1976 hljóta að fara að verulegu leyti eftir þvi, hvernig tekst til um framkvæmd tekjustefnunnar, sem mörkuð var með hinum hóf- sömu kjarasamningum i júni sl. og mörkuð verður i desember. Gert er ráð fyrir, að ráðstöfunar- tekjur einstaklinga minnki veru- lega á siðari helmingi þessa árs, og ætti það að draga úr innflutn- ingseftirspurn fram á árið 1976. Ef gert er ráð fyrir, að kjara- samningar i desember verði hlið- stæðir samningunum, sem gerðir voru i júni i sumar, og haldið verði áfram að hamla gegn eftir- spurn, kann innflutningur 1976 að verða minni en 1975. Sé gert ráð fyrir að innflutningsverð hækki litið eitt meira i dollurum 1976 verði svipað og 1975 eða litið eitt meira. Búizt er við, að eftirspurn á heimsmarkaði aukizt á næsta ári og gæti þá orðið um að ræða umtalsverða aukningu á verð- mæti útflutningsvara fyrst og fremst, en verð útflutningsvöru kynni að hækka likt og verð inn- fluttra vara, og þá héldust við- skiptakjörin óbreytt. Verði um einhverja umtalsverða aukningu útflutnings að ræða, eins og gert er ráð fyrir, þá ætti viðskiptahall- inn að minnka frá þvi, sem nú er. Miklu ræður einnig um fram- vindu efnahagsmálanna hvernig gengur að draga úr hinni öru verðbólgu, sem rikthefur. Gert er ráð fyrir, að enn hægi á launa- hækkunum siðari hluta ársins 1975, en rauntekjur hafa minnkað verulega og þvi gæti svo farið, að mikil áherzla verði lögð á að vinna það, sem tapazthefur, upp i kjarasamningunum undir lok ársins. Verði sú raunin, og veru- legum kjarakröfum fáist fram gengt, yrði ekkert lát á-þrýstingi til kostnaðarhækkana innan- lands. Slik framvinda gæti knúið stjómvöld að nýju til verulegrar gengislækkunar, sem yki á vand- ann. Ákvarðanir um stuðning við sjávarútveginn og þrýstingur eft- irspurnar og kostnaðarhækkana ræður mestu um, hvort unnt verð- ur að komast hjá gengislækkun eða ekki. Verði aðstoð við útveg- inn i lágmarki, haldið fast við þá stefnu að hafa hemil á eftirspurn og tekjuaukningu haldið innan ramma verðhækkana, mætti draga verulega úr verðhækkun- um, sem að undanförnu hafa ver- ið fast að 50%, i reynd mætti «iá verðbólgunni niður um helming á næsta ári. En þetta verður ekki auðvelt verk og tekst ekki nema með óskoruðum stuðningi at- vinnurekenda og launþega. Niðurstaða næstu kjarasamn- inga ræður greinilega úrslitum um innlenda eftirspurn á árinu 1976. Veruleg minnkun rauntekna i ár hefir sennilega i för með sér, að litil breyting verður á neyzlu framan af næsta ári. Leiði kjara- samningarnir til óbreyttra raun- tekna yrði framhald á minnkun einkaneyzlu, sem þá hefði varað um það bil hálft annað ár. Gert er ráð fyrir, að samneyzla i ár verði óbreytt að raungildi frá árinu 1974. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1976 gefur til kynna, að sam- neyzluútgjöld verði svipuð og i ár. Opinber fjárfesting verður hins vegar mikil áfram, einkum orku- framkvæmdir. Fjármunamynd- un einkaaðila yrði sennilega slök áfram. Aukist einkaneyzla litið má búast við frekari samdrætti i fjárfestingu i iðnaði. Fjárf. i i búðarhúsnæði eykst varla svo um muni. Gangi þessar hugmyndir um hina ýmsu þætti innlendrar eftirspurnar að mestu eftir, ætti eftirspurn að haldast að mestu ó- breyttá næsta ári.eða ef til vill að minnka litið eitt. Sú aukning út- flutnings, sem getið var um hér á undan, kæmi fyrst fram i minnk- un birgða en siðan á framleiðslu- aukningu, svo fremi að afli leyfi. A þessum forsendummætti þvi vænta nokkurrar aukningar vergrar þjóðarframleiðslu á næsta ári, ef til vill sem svaraði hálfri minnkuninni á yfirstand- andi ári. Efnahagsaðgerðir Verðbólgan er án efa erfiðasti vandinn, sem islenzk stjórnvöld eiga i höggi við. Siðan i striðslok hefir verðbólgan verið meiri á Is- landi en i nokkru öðru aðildarriki OECD, en allt fram að hinum öra vexti verðbólgunnar upp i um 50%, sýnast ráðstafanir, sem beitt hefur verið til að hamla gegn afleiðingum verðbólgunnar, hafa gefizt tiltölulega vel. En hin öra aukning verðbólgunnar að undan- förnu ýtir undir efasemdir um, að slikar gagnráðstafanir kæmu að haldi, eins og áherzla var lögð á i skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar i fyrra. Reynslan á þvi ári, sem siðan er liðið, bend- ir til að þær hafi ekki nægt, og við- gangur verðbólgunnar haúvaldið alvarlegum erfiðleikum í efna- hagsstjórn, sem kunni að út- heimta stóraukna áherzlu á það markmið, að auka stöðugleika verðlagsins. Sennilega er erfiðara fyrir Is- lendinga en flestar aðrar þjóðir að meta sveiflur i ytri skilyrðum þjóðarbúsins, einmitt vegna mik- ilvægis utanrikisviðskipta og ein- hæfni útflutningsins. Af þeim á- stæðum er einmitt nauðsynlegt, að gagnráðstafanir séu i senn kröftugar og sveigjanlegar. Eins ogbenthefir verið á i fyrriskýrsl- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar um tsland, sýnist brýn þörf á m jög bættri efnahagsstjórn ef takast á að draga varanlegá úr verðbólguhraðanum. Fyrst og fremst er þörf á að draga úr þeim miklu áhrifum, sem hinar stóru tekjusveiflur i sjávarútvegi hafa á hagvöxt og verðbólgu, en þar er að finna meginástæðu óstöðugleikans. Skyndileg tekjuaukning i þessum atvinnuvegi elur á kröfum um tekjuauka i öðrum atvinnuveg- um, sem ef til vill er enginn fótur fyrir. A hinn bóginn hafa hefð- bundnar ráðstafanir til viðhalds tekna i sjávarútvegi, þegar á bjátar, ýtt mjög undir verðbólg- una. Verðjöfnunarsjóður fiskiðn- aðarins, sem stofnaður var i upp- hafi þessa áratugs til þess að jafna tekjusveiflur i sjávarút- vegi, var spor i rétta átt. En sjóðnum hefur verið beitt með þein» hætti, að áhrif hans urðu litil á uppgangsárunum 1971-74. Arið 1973 voru greiðslur i sjóðinn til dæmis of litlar til þess að koma i veg fyrir stóraukningu tekna i sjávarútvegi og þar af leiðandi kröfur um samsvarandi tekju- auka i öðrum atvinnugreínum. Miklar greiðslur úr sjóðnum á ár- inu 1975 hafa hins vegar unnið á móti áhrifum samdráttar eftir- spurnar og haft áhrif til að halda uppi atvinnu i útflutningsfram- leiðsunni. Brýn þörf virðist á verulegum umbótum á starfsemi sjóðsins — einkum til að auka sveiflujöfnunaráhrif hans — eða samsvarandi ráðstöfunum ann- ars staðar. Enda þótt verið geti, að nokkur andstaða kunni að vera gegn breytingum á starfsemi sjóðsins til sveiflujöfnunar, ætti sá félagslegi og efnahagslegi á- vinningur, sem leiddi af slikum ráðstöfunum að gefa fullt tilefni til að þaér séu teknar til vandlegr- ar athugunar. Hinar miklu greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins að undanförnu gefa tilefni til að ætla, að nú sé tækifæri til endurskoðunar á mögulegu hlutverki sjóðsins á uppgangstimum. Annað brýnt verkefni er að gera stjórn fjármála og peninga- mála virkari en hún nú er. 1 pen- ingamálum má ætla, að beiting virkari vaxtastefnu en áður, hafi sennilega átt sinn þátt i að Seðla- bankanum hefur tekizt að halda aukningu útlána i nokkrum skefj- um. Sennilega hefur lánsfjár- eftirspurn minnkað að undan- förnu, og ekki erenn séð, að kom- izt verði hjá örri útlánaaukningu, þegar innlend eftirspurn eykst að nýju. A þessu sviði er verulegur veikleiki i þvi fólginn, að Seðla- bankinn getur ekki haft bein áhrif á starfsemi fjármálastofnana ut- an bankakerfisins, en á þetta var lögð rik áherzla i skýrslu Efna- bata hags- og framfarastofnunarinnar i fyrra. Á það var bent, að útlán þessara stofnana áttu rikan þátt i hinum þunga eftirspurnarþrýst- ingi 1973 og 1974. Ljóst er, að endurtekning á óhófsaukningu út- lána utan bankakerfisins yrði á- kaflega óæskileg, þegar aftur fer að batna i ári. Eigi að beita á- kveðinni stefnu I peningamálum sem virkutæki gegn verðbólgunni virðist óhjákvæmilegt að ná betri stjórn á þeim peningastofnunum, sem standa utan bankakerfisins. Fagna ber tilkynningu um, að leggja eigi samræmda lánsfjár- áætlun 1976 fyrir Alþingi. Með samþykki Alþingis gæti lánsfjár- áætlun orðið mikilvægur liður i efldri og bættri stjórn peninga- mála. Tvennt virðist mestu máli skipta um stjórn fjármála hins opinbera. Hið fyrra er stjórn út- gjalda hins opinbera. Umbæturn- ar, sem gerðar voru i október 1973, veittu rikisstjórninni aukið vald á opinberum fjármálum, en þrátt fyrir þær er við ýmsa erfiö- leika að etja. Undangengin 2 ár hafa rikisútgjöld umfram fjár- lög aukizt verulega, og koma þar fram áhrif aukinnar verðbólgu. Eins og tekið er fram hér á undan gerði rikisstjómin ráðstafanir i júli i sumar til að draga úr aukn- ingu rikisútgjalda, og virðast þær ráðstafanir hafa verið nauðsyn- legar i aðhaldsskyni, en til lengri tima litið virðist þörf á allsherjar endurmati rikjandi aðferða til þess að ná fullu valdi á útgjöldum hins opinbera. í öðru lagi yrði stjórn efnahagsmála öryggari ef samkomulag næðist um stað- greiðslukerfi tekjuskatta, eins og áður hefur verið bent á I þessum skýrslum. Auk lausnar verðbólguvandans þarf einnig að láta ráðstafanir til lækkunar viðskiptahallans við út- lönd sitja i fyrirrúmi. Þótt horfur séu á, að viðskiptahallinn 1976 verði minni en 1975, verður hall- inn eigi að siður mikill, ef til vill 5—6% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Gjaldeyrisstaðan er jafn- framt afar veik og byrði vaxta og afborgana af skuldum er tiltölu- lega þung og fer vaxandi. Staðan út á við virðist þvi ekki veita neitt svigrúm til aukningar inn- lendrar eftirspurnar. Takist hins vegar að draga varanlega úr verðbólgunni og minnka við- skiptahallann ætti að vera auð- veldara að tryggja fulla atvinnu. Þess ber að vænta, að unnt reyn- ist að halda aftur af aukningu ráðstöfunartekna með ákveðinni tekjustefnu og hóflegum kjara- samningum og hægja þannig á verðbólguvextinum, fremur en að enn risi ný verðhækkunaralda. "Þeir kjarasamningar, sem fyrir dyrum standa, virðast gefa dýr- mætt tækifæri til að fylgja eftir umtalsverðri rénun á hækkun verðlags og launa að undanförnu. Oddur A. Sigurjónsson fjallar um nýútkomnar bækur Að sættast við þjóðina Halldór Laxness. Peter Hallberg. Hið islenzka bókmenntafélag. Lengi hefur það verið þekkt stærð, að rit- skýrendur, sem telja sig vera að kafa ofan i ritverk annarra, finna þar sitthvað, sem engin vissa er að hafi nokkru sinni bærzt i hugarheimi höfundarins, sem menn þykjast vera að rýna i. Rétt er að hafa þetta i huga þegar Peter Hallberg freistar aðleiða tslendinga i allan sann- leika um Halldór Laxness. Frá- leitt er að amast við þvi þótt til- raun sé gerð af þessu tagi. En á það mætti lita, að jafnframt þvi sem ætla má að útlendingur geti auðveldlega horft framhjá margvislegum innanlandsdeil- um um höfundinn, mætti eins vera, að honum hefði sézt yfir ýmislegt, sem honum er siður i blóð runnið af alislenzkum viðhorfum. Af þessu leiðir svo beint, að viða verður að fara léttilega yfir röksemdafærslurnar. Taka mætti sem dæmi, að heldur myndi það örðugt að samrýma taóismann, sem Hallberg telur hinn rauða þráð i hugar- heimi skáldáins og fögnuð hans yfir dómsmorðum rússneskra böðla eða árásinni á Pólland, sem Laxness lét óspart i ljós á sinum tima. Mála sannast er, að ósætti þjóðarinnar við Laxness var engan veginn einhliða sök hennar, sem sjaldan er þegar tveir deila. 1 ljósi þess að skáld- ið lét sér eitt sinn um munn fara, hvernig meta ætti skáld- verk og á þann hátt: ,,Skáld‘met ég sem menn og menn sem skáld eftir þvi hvað þeir sjá", verður það ekki í’urðuefni þó menn brygðust misjafnt við persónusköpun, sem einkum dró fram aumingjahátt oghjárænu. Enda þótt slikar persónur séu vissulega til, eru þær þó ekki svo á hverju strái, sem vænta mætti af lestri bóka Laxness. að þær þurfi að skyggja á annað fólk. Sjálfsagt er að skáldin hafi fullt frelsi til túlkunarsöguefna að geðslagi sinu. En hitt er og jafnsjálfsagt, að lesendur hafi sama frelsi til samúðar eða andúðar á slikri túlkun. Ýmsar gapalegar fullyrðingar Laxness fyrr á árum um hvað væri og hvað vera ætti, mega vera af þvi sprottnar, að vilja kveða sér hljóðs með einhverjum hætti. Hafi sú verið ætlunin, má kalla að hún hafi heppnazt. Hitt er hæpið að lita á allskonar gönuhlaup sem einhverjar vörð- ur á vegum skáldferils, hlaðnar af ráðnum huga. A löngum og marglitum skáldferli hefur Lax- ness borizt fyrir ýmsum vind- um. Um það er ekki að sakast, heldur ekki um sinnaskipti, ef til réttari vegar horfa. Er það nokkurt mark, að maðurinn, sem i öndverðu dró mest dár að islenzkri menningarhefð i sögu- ritun, hefur nú setzt við fótskör þeirra meistara, sem honum þóttu áður ein „litil stumpara- menni”. Með þvi hefur skáldið kveðið sina „Höfuðlausn” og sættir tekizt. Augu þess hafa opnazt um, að fleira er söguefni en hinir máttarminni, til að hafa að spotti. Það er enn staðfesting þess, að íslenzk þjóðmenning er ekki slikt hrófatildur, að ótindir vindmylluriddarar orki að leggja hana svo hæglega i gras. Bilaborgin. A. Hailey. Hersteinn Pálsson þýddi. Bókaforlag Odds Bjöms- sonar. Spennandi afþreyingarsaga um allskyns baktjaldamakk og stundum æði ófyrirleitið. Þá er auðvitað ástalifið ekki látið liggja óbætt hjá garði. Hvitklæddar konur. F.G. Slaughter. Hersteinn Pálsson þýddi. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Slaughter er þekktur lækna- bókahöfundur og á marga aðdá- endur. Þessi bók er mjög á sömu lund, þar sem læknar og hjúkrunarkonur leika aðalhlut- verkin. Að þessu sinni fjallar Slaughter um efnið, sem nú er ofarlega á baugi: A að láta ólæknandi sjúklinga deyja, fremur en að halda i þeim vonlausri tóru? Sýslað i baslinu. Jón frá Pálmbolti. Minningar Guðmundar Jóns- sonar frá Selbekk i Tungusveit. Útv arpshlustendur muna eflaust eftir minningum Guðmundar, sem lesnar voru i útvarpi á s.l. sumri. Þær vöktu athygli fyrir hispurslausa frá- sögn. Reiðljóð. Sveinbjörn Beinteinsson. Þetta er hálffertug drápa um reiðmennsku i tilbrigðum. Má vera hugarsmið höfundar að efni. Bókin er myndskreytt. Spilabók barnanna Sigurjón Þorbergsson. Bókin verður eflaust fagn- aðarbót fyrir börn og unglinga á komandi jólahátið og mætti vel endast lengur. Spil eru góð dægrastytting, þegar sérstakar annir kalla ekki að. Griskir heimspckingar : Gunnar Dal. Vikurútgáfan. Gunnar Dal er fjölfróður f heim- speki bæði indverskri og evrópskri. Hér hefur hann dregið saman fróðlegt og aðgengilegt efni um hina fornu frisku heimspekinga og kenn- ingar þeirra. Á þeim hefur heimspeki vestrænna þjóða löngum verið reist. Og þvi fer fjarri að hér sé um að ræða þurrar upptalningar né leiði- gjarnar. Ennþá eru skoðanir þessara fornu spekinga forvitni- legar og heillandi, þótt árþús- undir skilji þá og nútimann að. Himinn i augum. Sr. Þor- steinn Briem. Hallgrimsdeild Prestafélags Islands. Langt er nú siöan út hefur komið bók með þessu sniði, þvi hér er um að ræða postillu. Hús- lestrar munu nú litt um hönd hafðir hér á landi, en eflaust hefði þótt góður fengur að bók- inni á þeim tima, sem þeir voru almennt iðkaðir. Sr. Þorsteinn Briem var mikill merkisklerkur og ekki verður efazt um, að hug- ur fylgdi máli i ræðum hans. Hvort menn sjá svo hina himnesku heimvon i sama ljósi og hann, verður að vera eftir smekk hvers og eins. Við hljóðfall starfsins. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. Bókaforlag Odds Björns- sonar. Þetta er yfirlætislaus bók og eins og nafnið ber með sér er hún til orðin i dagsins önn — það er ekkert tildurheiti. Höfundur er aldraður maður, þegar hann kveður sér nú fyrst hljóðs á skáldsþingi. Að likum lætur, að ljóðin eru ort i fornum hefð- bundnum stil og mun það eitt vera i skapgerð hans, að láta ekki berast undan hverjum goluþyt, þó nýr sé talinn og tizkufyrirbæri. Samt eru augu hans opin um fyrirbrigði og mannlif liðandi stundar, sem hann sér kost og löst á, þvi verð- ur honum stundum heitt i hamsi, ef honum þykir ganga úrskeiðis. Snaft' (//rtuf ] £h.er. Ácorr>/** / 'fnc/m ur ,—j /jéTanu Uurreu/ fhgrtc, ^ DRAWN BV DENNIS COLLINS WRITTEN BY MAURICE DODD HI34 Birgir Thorberg málarameistari simi 1146: onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahremsun llreinsum gólfteppi og húsgögn i hcimahúsum og f; rirlækjum, Eruin meö nýjar vélar. Góö þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 m KOSTABOÐ á kjarapöllum Innrettinaar WMHr,húsbyggingar KJÖT & FISKUR BREIÐÁS Breiðholti Vesturgötu 3 simi 25144 Sillli 7 1200 — 7420! Kasettuiönaöur og áspilun, fyrsr útgefendur hliómsveitir, kóra og fl. Leitiö tt'boöa. Mifa-tónbönd Akureyrí Pósth. 631. Slmi (96)22136 Dúnn í GIAEÍIBflE /ími 84QOO Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Vfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.