Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 12
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Kit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-.
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
i taugardaga til kl. 12
* _ , . j
r Veðrrið---------
1 dag mun fara hlýnandi
ogfyrri hluta dags verður
kaldi af suðaustan með
snjókomu og siðan
slyddu. Siðdegis mun
hann snúast i suðvestan
kalda með súld. Hiti verð-
ur kominn yfir frostmark
siðdegis.
Gátan
5 UÐ - VES TANH r T / -V
________________*
'ftLObV (j)ÖLV /0/£H FftT/D SÆVÝR. ZE/"!> E'O/? ViÐ HÆTUR
*) b
STÓHA v'/Ðfí FÚK 3
l
UHVfiN HLb/b fóron) VER'yM) F/$KO
HV'Ldl _ V/i> L0f‘ hvAV /vo TfiLA %
1 SunD FÆRlÐ
V PttrHR. Ranai>/
ftílKft viuR. KEVRU^ 5
V£RR/ /?o//(ý e/ÐA
7
nS/KS íiHRlHn
9 t
ly/</i-oR7) * H/t'DfíaÉi-
HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ
MEGUM
VIÐ KYNNA
Guðlaug
Þorsteinsdóttir
skákkona, er fædd i Reykjavik 2.
marz 1961, en fluttist aðeins 2 ára
gömul til Kópavogs, þar sem hún
hefur siðan átt heima. Foreldrar
Guðlaugar eru Þorsteinn Guð-
laugsson, rennismiður, og kona
hans Sigurlaug Sigurðardóttir.
Guðlaug á 3 systkini, Sigurð 18
ára, Ragnheiði Elvu 7 ára, og
Ólaf Þór, sem er á öðru ári.
Guðlaug byrjaði snemma að
tefla, enda er mikill skákáhugi í
fjölskyldu hennar. Hún var aðeins
5 ára, þegar Þorsteinn, faðir
hennar,sem er mikill áhugamað-
urum skák, kenndi henni að tefla.
Til að byrja með tefldi hún ekki
mjög mikið, en nú seinni árin hef-
ur áhuginn og getan vaxið hröð-
um skrefum. Skemmst er að
minnast hins glæsilega árangurs
hennar á Norðurlandamótinu i
skák, þegar hún hreppti Norður-
landameistaratitil kvenna i
Sandefjord i Noregi fyrst is-
lenzkra kvenna. Hún er
meistaraflokksmaður i Taflfélagi
Kópavogs. Einnig hefur Guðlaug
unnið þau skákmót, sem hún hef-
ur tekið þátt i hjá hinni nýstofn-
uðu kvennadeild i Taflfélagi
Reykjavikur.
Guölaug lauk barnaprófi hjá
Kársnesskólanum i Kópavogi,
sem henni likaði mjög vel við.
Eftir það hóf hún nám i Kvenna-
skóla Reykjavikur, þar sem hún
nemur nú. Þar er Guðlaug i
landsprófsbekknum 3-L og mun
væntanlega ljúka landsprófi
næsta vor.
HLERAÐ: Að enn einu sinni séu
að fara af stað harðvitugar deilur
vegna úthlutunar viðbótarrit-
launa, sem gerð var opinber i
gær. Þá var 40 rithöfundum veitt
ritlaun að upphæð 300 þúsund
krónum hverjum. Umsækjendur
voru margfalt fleiri, eins og áður,
og nú eru ýmsir úr hópi þeirra, er
ekkert fengná leið fram á ritvöll-
inn. Þetta er i siðasta sinn, sem
þessum viðbótarritlaunum er út-
hlutað.
HEYRT: Að álag á gildandi fast-
eignamati hækki upp i 173% á
næstaári. Þá er ráðgert að álagn-
ingarstoín útsvara hækki um 26%
ogsömuhækkun útsvarsálagning-
ar miðað við sama álagningar-
hlutfall eins og gilti á þessu ári.
HLERAÐ: Að KSLM (Kommún-
istasamtök Marxista-Leninista)
hafi staðið i harðvitugri baráttu
við póstþjónustuna hér i Reykja-
vik. Málavextir eru þeir að Marx-
istarnir hafa notað póstþjónust-
una til dreifingar á málgagni sinu
„Stéttabaráttunni” til áskrif-
enda. Siðasta tölublað var komið
á póststofuna fyrir 10 dögum sið-
an. Blöðin komu á eðlilegum tima
til viðtakenda úti á landi, en á-
skrifendur hér i Reykjavik fengu
alls ekki sitt eintak. Er Marxist-
arnir spurðust fyrir um blaða-
bunkann á Pósthúsinu var þeim
tjáð að liklegast heföi blaðapakk-
inn týnzt, en hann kæmi eflaust i
leitirnar. Og viti menn, 11 dögum
eftir að blöðin voru sett i póst,
barst áskrifendum blaðið i hend-
ur. Viðmælandi blaðsins, eitil-
harður Marxisti, telur að þessi töf
hafi orsakast af þvi að lögreglu-
yfirvöld og yfirvöld þessa
kapitaliska lands hafi tekið blöðin
i sinar hendur i nokkra daga til
þess að fá vitneskju um nöfn og
heimilisföng áskrifenda.
Astæðan? Liklegast sú að vita
hverjir og hvar óvinirnir eru þeg-
ar KSLM gerir rauðu bylting-
una!!....
SÉÐ: 1 Morgunblaðinu i gær, að
brezku freigáturnar, sem gert
hafa innrás i fiskveiðilandhelgi
okkar, séu ekki
„NATOSKIP”. Segir blaðið,
að sendihcrra tslands i Brussel og
hjá Atlantshafsbandalaginu hafi
skýrt frá þvi, að „sendiráðið i
Brussel hafi gengið úr skugga um
það að engin freigátanna, sem
væru á tslandsmiðum, „væri
mörkuð bandalaginu.” Þvi i
ósköpunumvar þá Einar að ræða
þetta mál á ráðherrafundi NATO
fyrst engin af freigátunum er
„mörkuð bandalaginu”?
SÉÐ: Að Bændaskólinn á Hvann-
eyri auglýsir eftir fjósameistara.
Tekið er fram i auglýsingunni að
æskilegt sé að umsækjendur hafi
búfræðimenntun og reynslu i
hirðingu nautgripa, en slik
reynsla virðist þó ekki nauðsyn-
leg. Mætti ætla að hér væri um
nokkurs konar „tilraunafjós” að
ræða.
HLERAÐ: Að margir óttist að
Seðlabankinn láti framkvæma
skyndikönnun á ávisunum, sem
verða i umferð daginn fyrir
gamlársdag. Sagt er að ekki sé
óalgengt að menn fleyti sér yfór
áramótin á gúmmitékkum, en
vegna tiðra skyndikannana að
undanförnu séu menn uggandi
um að slikt verði hægt að sinni.
HEYRT: Að bæjarfógetinn i
Kópavogi hóti þeim atvinnurek-
endum, sem standa ekki tafar-
laust skil á gjöldum starfsmanna
sinna, að þeir verði kærðir til
sakadóms fyrir jól. Þessar
innheimtuaðgerir eru sagðar
hafa orðið til þess að drjúgt hefur
hækkað i kassanum hjá fógeta.
ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ
Það er grátlegt hversu
erfitt almenn skynsemi á
uppdráttar i sambandi
við skipulagningu i bygg-
ingastarfsemi á Is-
landi.Hér eru fram-
kvæmdaraðilarnir — hús-
byggjendur og bygginga-
fyrirtæki — siður en svo
einir i sök. Hið opinbera,
bæði riki og sveitarfélög,
eru ekki barnanna bezt i
þessum efnum.
Tökum til dæmis skipu-
lagsundirbúning af hálfu
sveitarfélaga. Það er
mjög sjaldgæft, að fram-
tiðaráætlun sé gerð um
skipulagningu byggöa og
málum hagað þannig, að
■.reynt sé aö láta upp-
bygginguna ganga jafnt
ogstöðugt fyrir sig. Þvert
á móti einkennist allt
skipulagið og allur undir-
búningur af hálfu sveitar-
félaganna af stórum
stökkum og stanzi á milli.
Þannig er e.t.v. á einu ári
úthlutað miklum fjölda
byggingalóða — á næsta
ári þar á eftir nánast
engu. Byggðaþróunin
gengur þvi öll fyrir sig i
rykkjum og skrykkjum —
þetta árið er ógerningur
að fá iðnlærða menn til
starfa vegna mikilla
framkvæmda, hitt árið er
svo umframframboð á
vinnuafli. Allt er þetta
auðvitað vegna slæmrar
skipulagningar af hálfu
þeirra, sem framkvæmd-
unum ráða — þ.e.a.s. yf-
irvalda viðkomandi sveit-
arfélags eða sveitarfé-
laga.
Þá er það kapituli út af
fyrir sig, hvernig undir-
búningi sveitarfélaga er
háttað i sambandi við val
á lóðum undir ákveðnar
húsagerðir. Tökum til
dæmis hið nýja Fossvogs-
hverfi i Reykjavik. Það
var skipulagt þannig, að
efst i brekkunni var kom-
ið fyrir fjölbýlishúsum,
| neðar raðhúsum og
keðjuhúsum og neðst ein-
býlishúsum. Þetta er svo
sem gott og blessað á
pappirnum — og með til-
liti til útsýnis. En hvernig
kom þessi ákvörðun heim
og saman við gerð jarð-
vegsins á hverjum stað?
Þannig, að þegar farið
var að byggja kom i ljós,
að á þeim stað, sem fjöl-
býlishúsunum var ætl-
aður staður, voru ca.
tveir metrar niður á fast,
en þar, sem byggja átti
einbýlishús fór hæð
sökkla allt upp i 7-8
metra. Magur, hamingju-
samur, væntanlegur ein-
býlishússeigandi var þvi
búinn með allt sitt fé áður
en hann komst upp úr
jörðinni — og bygginga-
kostnaður húsanna eftir
þvi.
Þetta eru aðeins örfá
dæmi um skipulagsgalla.
Mörg fleiri dæmi mætti
nefna. Kjarni þessa máls
er sá, að ef eðlilega væri
staðið að undirbúningi
byggingaframkvæmda af
hálfu sveitarfelaga og
reynt væri að vanda hann
eftir föngum mætti spara
tslenzkum húsbyggjend-
um stórfé og stuðla jafn-
framt að jafnari og
öruggari uppbyggingu
nýrra ibúðahverfa, en nú
á sér stað.
FIMM á förnum vegi
Anna Katrln Steinsen, gagn-
fræðaskólanemi: Já, ég nota
oftastendurskinsmerki. Þótt ég
sé nemi, fæ ég ekki gefins
endurskinsmerki og varð þvi að
kaupa þaö,. Þaö geröi ég og nota
vel.”
Asdis Leifsdóttir, kennari:
„Það eru kattaraugu á bilnum
minum og það samsvarar
endurskinsmerkjum, þar sem
ég ferðast mest i bilum. Hins
vegar á ég til endurskinsmerki
ætluðu gangandi vegfarendum,
ef ég skyldi þurfa að taka til fót-
anna.”
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson,
rakari: „Nei, ég fer aldrei út i
mjólkurbúð. Konan min fer slik-
ar ferðir og sér um öll innkaup.
Þar af leiðandi geng ég litið og
nota alltaf bilinn minn.”
Notar þú endurskinsmerki?
N
Guðrún Sveinsdóttir, vinnur i
þvottahúsinu Eimi: „Nei, þvi
miður geri ég það ekki. Það er
mest einberum slóðaskap að
minni hálfu að kenna, en brýn
nauðsyn er til þess að sem flest-
ir noti endurskinsmerki.”
Margrét Hallgrimsdóttir, af-
greiðslust'ulka: „Já, ég nota
alltaf endurskinsmerki. Það er
erfittað gera sér grein fyrir þvi,
hve almenn notkun endurskins-
merkja er hér á landi, en ég
gizka á að helmingur lands-
manna noti þau að staðaldri, og
er það of litið.”
✓