Alþýðublaðið - 18.12.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 18.12.1975, Side 12
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14300 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK íOpiö öil kvöld til kl. 7 I Laugardaga til kl. 12 r Vedrrió Heldur mun fara hlýn- andi eftir kuldakastið, sem staðið hefur undan- farna daga. 1 dag er spáð hægviðri fyrri hluta dags- ins, en siðan vaxandi suð- vestanátt eftir þvi sem á daginn liður. SV-áttin mun trúlega færa okkur súld eða þokuloft og 4—6 stiga hita. Gátan Suð - v£sr/i///i rr /rv '*LO(rV OjölD KV£N FAT/D SfíDýR. ZE/*S> VO/R ViÐ íiETUR b bTÖR(\ rLÍK 3 1 uhDhn hlsts fórum :-£ F/SKR HVLdl V/í lOf( ff/NÐ /vo TALA i l 5iJHD F/lRiV V þtfrRR Rehgdi ftflKfl VÍUR. ,<EyR\ 5 VERR! RÖr/ó e/Ð4 7 ’WNN ÍJRRINh í 9 l ÍY/</i-0/?Ð * //0‘i/AttÉl- MEGUM VIÐ KYNNA Ingólfur Óskarsson, kaupmaður, sem flestum er kunnur sem frá- bær handknattleiksmaður hér fyrr á árum, fæddist að Hryggj- um i Mýrdal i Skaftafellssýslu 1. febrúar árið 1941. Eftir að gagn- fræðaprófi lauk stundaði Ingólfur ýmis störf, og segir hann það starf vandfundið, sem hann hafi ekki stundað. Árin 1965-66 dvald- ist Ingólfur i Sviþjóð, þar sem hanri spilaði handknattleik með Malmberget liðinu, auk þess sem hann starfaði þar sem leikfimi- kennari. Eftir heimkomuna frá Sviþjóð starfaði hann um fjög- urra ára skeið hjá Almennum tryggingum, en 15. ágúst árið 1970 setti hann á stofn sportvöruverzl- un á Klapparstignum og hefur rekið hana siðan. Nú nýlega hefur Ingólfur fært út kviarnar á þvi sviði og hafið starfsemi annarrar verzlunar i Breiðholtshverfi. Ingólfur er kvæntur Margréti Kjartansdóttur, og eiga þau hjón- in tvö börn, eitilharða Framara að sögn Ingólfs, og eita þau Þórir Örn, 5 ára, og Perla, 2 ára. Ingólfur lék um langt árabil handknattleik með Fram, og nú þjálfar hann meistaraflokk þess félags. Við spurðum Ingólf um möguleika Framara á Islands- meistaratitlinum i ár. „Við höf- um reyndar tapað sex stigum i fyrri umferðinni, en hyggjumst þrátt fyrir það vera með i topp- baráttunni. Aðalástæðan fyrir erfiðleikum okkar i ár eru þeir einfaldlega, að þrir menn burðar- ásar i liðinu frá i fyrra eru ekki með okkur i ár. Það munar um minna, en þrátt fyrir það seljum við okkur dýrt og berjumst að krafti.” Að lokum sagði Ingólfur Ósk- arsson eftirfarandi um áhugamál sin: „Mitt áhugamál er hand- bolti, það kemst litið annað að i kollinum á mér. Annars í alvöru talað, þá hef ég áhuga á fþróttum yfirleitt og fylgist með flestum i- þróttagreinum, sem iðkaðar eru.” 0KKAR Á MILLI SAGT Talsverthefur borið á þvi, að innflytjendur leystu sem minnst af vör- um úr tolli siðustu mánuði ársins vegna þess, að 12% vörugjaldið átti að falla úr gildi um nk. áramót og menn vildu ekki sitja uppi með vörur, sem búið væri að reikna gjald þetta á, þegar það svo félli niður. Nú þurfa menn ekki lengur að hafa áhyggjur af þvi, þar eð rikisstjórnin hefur afráðið að framlengja vörugjaldsinnheimtuna út allt næsta ár^— fyrstu átta mánuðina með 10% vörugjaldsinnheimtu, en siðustu fjora mánuðina með 6% vörugjaldsinnheimtu. Menn hafa verið að kasta þvi svona á milli sin i umræðum um Al- þýðubankamálið og skyld mál, að Ingi R. Helgason væri ekki allur þar sem hann væri séður. Hann væri I senn lögfræðingur Alþýðubankans, i bankaráði Seðlabankans og hefði auk þess tekið að sér ýmis lögfræði- störf fyrir Air Viking og Guðna Þórðarson. Og fyrst talað er um Guðna Þórðarson, þá hefur hann ekki aldeilis látið deigan siga, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem hrjá hann. Engum dylst, að hann á töluverða samúð meðal almennings — og i Visi i gær er skýrt frá þvi, að Guðni hafi nú samið um að Air Viking taki að sér fast áætlunarflug i Arabalöndunum. Á meðan Alþýðubankamálið er á hvers manns vörum fara önnur bankamál hljóðar. Talsvert mikið er rætt manna á meðal um eitthvert mál tengt bankaútibúi Samvinnubankans i Keflavik, og að þegar hafi verið gripið til alvarlegra aðgerða af hálfu yfirvalda bankans i þvi sambandi. En hvorki hósti né stuna heyrist á opinberum vettvangi um það — hvorki frá bankaeftirliti Seðlabankans né öðrum aðilum. Hvað veldur? Stjórnarsinnar á Alþingi kasta þvi á milli sin i gámni og alvöru, að rikisstjórninni liggi svo á að fá fjárlög afgreidd óg koma Alþingi i jóla- fri, svo henni gefist timi til þess að átta sig á þvi, hvað eiginlega sé ver- ið að gera. Frá þvi hefur áður verið skýrt \ þessum dálki, að nefnd, sem skipuð var til þess að gera tillögur um flutning opinberra stofnana út á lands- byggðina, hafi skilað áliti i einhverri þykkustu skýrslu, sem opinber nefnd hefur látið frá sér fara. Meðal tillagna i þessari skýrslu er að stofna útibú ýmissa rikisstofnana úti á landi — þar á meðal útibú frá stofnunum, sem aðeins hafa örfáa starfsmenn á sinum vegum. Og svo tala menn um aðhald i rikisrekstrinum! ORVAR HEFUR 0RÐIÐ M I Þjóðviljanum nýlega var vikið að öflum, sem halda fram þeim skoðun- um að ekki skuli Is- lendingar hafa mikil af- skipti af bókhaldssam- vinnu og leikfimi þeirri með tölur, sem iðkuð er I Straumsvik af Isal, rikis- stjórninni og Alu-Suisse- mönnum. Sá sem klippti og skar þennan laugar- dag segir, að Alþýðu- blaðið hafi hlotið stöðu blaðafulltrúa Alu-Suisse og ætli með þeim skrif- um, sem vitnað var til að reyna að kveða i kútinn þá uppburði rikisstjórn- arinnar að fá eitthvað meira i sinn hlut fyrir raf- orkuna, sem þar er notuð, svo og að endurskoðun á framleiðslugjaldi leiði til þess sama. Þjóðviljamanninum hefur trúlega borizt sú fréttatilkynning, sem ál- hrunsfréttin er unnin upp úr. Trúlegt er líka að hún hafi verið kuðluð i kúlu og fleygt i körfuna vegna þess að hún ber ekki þann boðskap sem er þóknan- legur stefnu blaðsins. Þeir, sem geta gert samanburð á frétta- flutningi Þjóðviljans og þvi efni, sem hann fær I hendurnar, er löngu ljóst að þessar eru aðferðir mannanna þar, nema ef vera skyldi að nú orðið væri svona pappir notað- ur i einangrun milli þils og veggjar i þvi nýja húsi sem blaðið af „liglum” efnum hefur ráðist i að reisa. I eintaki blaðsins sl. fimmtudag bregður þó svo kynlega við að heilli siðu er varið til að skýra málin af hálfu rikis- stjórnarinnar, hvorki meira né minna. „Blaða- fulltrúinn” lét sér þó nægja að tina til það úr fréttatilkynningunni, sem benti til þess að atvinnu- leysi væri i nánd. Heilli siðu er varið til að skýra, hvers vegna við ís- lendingar getum ekki fengið meira i okkar hluta úr veltu álbræðslunnar. Þjóðviljinn hefur með öðrum orðum orðið Al- þýðublaðinu hlut- skarpara með að hreppa stöðu sameiginlegs blaðafulltrúa þeirra, sem halda þvi fram að ómögu- legt sé að við tslendingar getum fengið stærri sneið úr álkökunni. Ein- hvern timan hefur Þjóð- viljinn borið það fyrir fólk að hann gætti hagsmuna islenzku þjóðarinnar gagnvart erlendum auðhringum og öðrum vágestum slikum. Menn velta nú vöngum yfir þvi, hverjar ástæður liggja til svo skyndilegra breytinga á efnaskiptum þeim, sem fram fara i kolli ritstjórnarinnar á Skóla vörðustignum. Kannski þeim hafi verið „gefin” einangrun til að nota milli þils og veggjar i þvi nýja húsi, sem blaðið hefur af „litlum” efnum ráðist i að reisa. Skyldi það vera að Alu- Suisse hafi lagt nokkuð af mörkum, til þess að hinir dyggu stuðningsmenn hámarksgróða Alu-Suisse á tslandi kæmust sem fyrst i nýtt og betra hús- næði? Liklega finnst þeim skynsemi i þvi að tals- mennirnir eigi allt gott skilið og þar með að þeir komist sem fyrst I hið nýja húsnæði, þar sem blaðafulltrúi hámarks- gróðans gæti fengið einkaskrifstofu. Sá, sem á að villa sýn venjulegu fólki þarf auðvitað að hafa sitt privat og áróður- inn skal nú framleiddur i mjúkum og þægilegum stól i rúmgóðu herbergi, þar sem hægt er að taka á móti þeim, sem glæddi lifi framkvæmdirnar við það nýja hús, sem að blaðið hefur af „litlum” efnum ráðist i að reisa. FIMM a förnum vegi Ferð þú f kirkju á jólunum? \ Auður Sæmundsson, húsmóðir: „Já, ég hef gert það, og ég mun fara i ár, ef ég mögulega get. Ég mun að öllum likindum fara i Árbæjarkirkju, sem reyndar er staðsett i skólanum.” Soffia Gestsdóttir, vinnur hjá Pósti og Sima: „Já, ég er i kór Hvassaleitisskóla, og við syngj- um við jólaguðsþjónustuna i Borgarspitalanum og höfum gert undanfarin ár. Lúðvik Gestsson, menntaskóia- ncmi: „Nei, og þó. Einu sinni var ég við kaþólska jólaguðs- þjónustu i klaustrinu i Hafnar- firði. Astæðan fyrir fjarveru minni frá guðsþjónustum er ein- faldlega sú, að ég trúi ekki á Jesúm Krist. Angelika Guðmundsdóttir, hár- skcri: „Já, og ég mun liklegast fara i ár. Hef lagt það i vana minn að fara á jóladag til messu og þá ferð mun ég væntanlega láta duga þessi jól.” Ingveldur Gunnarsdóttir, skrif- stofustúlka: „Ég hugsa að ég geri það ekki i ár, þar sem ég hef ekki lagt i vana minn að sækja messur almennt, þá sé ég ekki ástæðu til þess frekar á. jólunum.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.