Alþýðublaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 1
alþýðu
n rTTiTfil
251.TBL. - 1975 - 56. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER
Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866
Árið 1975 er annað árið í röð, sem við búum við
um 50% verðbólgu. Lesið hugleiðingar við áramót
eftir Kjartan Jóhannsson, bls. 3
___________________________ ■___________________>*
Þjófar
gripnir
við iðju
sína
Jóladagarnir voru lögregl-
unni rólegir að þessu sinni, en
heldur var meira um að vera á
þeim tveimur fridögum sem
fylgdu i kjölfar sjálfra jóla-
daganna. Fjöldamörg innbrot
voru framin aðfaranætur
laugardags og sunnudags, og
ölvun var með meira móti
báða dagana.
1 Reykjavik voru lögreglu-
þjónar okkar naskir við það að
standa þjófa að verki og ekki i
færri en þremur tilvikum voru
þeir gómaðir á innbrotsstað.
Aðfaranótt laugardags var
ungur maður sem ekki hefur
komið mikið við sögu lögregl-
unnar áður, handsamaður
innan dyra Kjötmiðstöðvar-
innar við Laugalæk.Við yfir-
heyrzlu á laugardag játaði
hann einnig innbrot i þessu
sama húsi fyrir 3 vikum
siðan. Þá brauzt hann inn i
vefnaðarvöruverzlunina Vest-
mannaey og komst undan i
það skiptið en upp komast svik
um siðir, og nú fær hann hegn-
ingu fyrir bæði innbrotin.
1 Nesti voru tveir menn
handsamaðir á sunnudags-
morgun. Höfðu þeir komið ak-
andi ölvaðir á innbrotsstað og
siðan hafið ránsferðina. Má
þvi segja að mennirnir hafi
bókstaflega verið akölvaðir,
þegar þeir voru handsamaðir.
Loks var maður gripin glóð-
volgur við vafasama iðju sina
að Suðurlandsbraut 12.
Reyndar náðist maðurinn ekki
innan dyra, en tilkynnt hafði
verið um innbrotið og fannst
maður þessi flóttalegur mjög,
ekki langt frá innbrotsstað.
Neitaði hann i fyrstu öllum
sakargiftum, en eftir
nokkurra klukkutima yfir-
heyrzlur hjá rannsóknarlög-
reglunni var honum öllu lokið,
og játaði allt.
Segi svo menn að islenzka
lögreglan sé duglaus.
MiUilandaflugið
minnkar
en innan-
landsflugið eykst
1 5. tbl. Flugfrétta, sem kom út
nú i desembermánuði, kemur
fram að töluverður samdráttur
hefurorðið i millilandaflugi Flug-
leiða hf., á meðan aukning hefur
orðið i innanlandsflugi fyrstu tiu
mánuði yfirstandandi árs og árs-
ins 1974. Farþegum hefur á þessu
ári fækkað um 7,1%, eða úr
372.293 i 345.766. Hjá International
Air Bahama, dótturfyrirtæki
Loftleiða, hefur farþegum fækkað
á sama tima um 9.946, eða úr
69.944 i 59.998.
f innanlandsflugi Flugfélags fs-
lands, hefur aftur á móti orðið
nokkur aukning. Farþegum hefur
þar fjölgað úr Í78.338 i 184.123,
eða samtals 5.785.
HIÍS VERZLIINARINNAR:
13 HÆÐA STÚRHVSI!
Þetta er táknræn áramótamynd
— frá Luanda, höfuðborg
Angóla, þar seni nú geisar blóð-
ug borgarastyrjöld eftir slit
þessa Afrikuríkis frá Portúgal.
Þar berjast þrjár frelsishreyf-
ingar um völdin, að sjálfsögðu
studdar dyggilega erlcndis frá.
Þetta er gamla sagan að endur-
laka sig, að minnsta kosti i aug-
um almennings — en leiksopp-
arnir i þessum ljóta leik eru að
venju óbrcyttur almúginn, fá-
tækur og saklaus.
Hvenær striðsleikur þessa Lu-
andadrcngs verður að bláköld-
um veruleika veit enginn — það
gæti alveg eins orðið á árinu
1976.
„Þetta hús er 13 hæðir sem
skiptast á milli þeirra sjö aðila,
seni að byggingunni standa.
Kostnaðaráætlun við húsið er um
560 milljónir, og er þá allt talið
með, nema innréttingarnar,”
sagði Hjörtur Hjartarson formað-
ur verzlunarráðs fslands er Al-
þýðublaðið hafði af honum tal.
liús þetta á að risa á horni
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar, og kostaði lóðin 24
milljónir, sem er tiltölulega dýrt
miðað við hvern fermetra. Að
sögn Hjartar var áætlað að
byggja húsið i haust, en fram-
kvæmd byggingarinnar hefur
dregizt meira eða minna, en
byggingarráðið vonast til að geta
byrjað framkvæmdir eftir ára-
mót. Við spurðum Hjört um hans
álit á þessari seinkun, og þeirri
hækkun sem kann að koma í kjöl-
farið á henni.
„Þessi seinkun kemur sér að
sjálfsögðu mjög illa fyrir okkur,
og ekki sízt fyrir það, að sam-
kvæmt okkar meiningu, og það
sem fyrst var áætlað, þá átti að
vera einfaldur kjallari, en svo
kemur það i ljós samkvæmt
skipulagi borgarinnar, að það á
að vera tvöfaldur kjallari á þess-
ari lóð. Þessi kjallari er ætlaður
fyrir bilastæði, og er hann um
5000 fermetrar að stærð. A þessu
má sjá að gifurlegt tómarúm
myndast ef kjallarinn á að verða
tvöfaldur. Nú eru nefndir af hálfu
borgarinnar annarsvegar og
byggingarráðs hinsvegar sem
fjalla um þessi ágreiningsmál,
þannig að endanleg niðurstaða
um framhald byggingarinnar er
ekki væntanleg fyrr en i janúar”.
Er við spurðum Hjört um heild-
arfermetrafjölda hússins og
skiptingu þeirra aðila sem að
byggingunni standa, sagði hann:
Heifdarfermetrafjöldann á hús-
inu hef ég ekki sem stendur, en
eignarskiptingin er þannig:
Verzlunarbankinn á 34,17%, Lif-
eyrissjóður verzlunarmanna
22,59%, Verzlunarfélag Reykja-
vikur 8,5%, Félag islenzkra
stórkaupmanna, Kaupmanna-
samtökin, og Verzlunarráð ís-
landseiga öll 8,97%, en Bilgreina-
sambandið 4,48%. Verzlunar-
bankinn á neðstu hæð hússins, en
lifeyrissjóðurinn aðra hæð, og
siðan koll af kolli eins og eigna-
röðin er. Neðstu hæðirnar eru
dýrastar i bygingunni, enda er
gólfflöturinn stærstur þar”, sagði
Hjörtur Hjartarson að lokum.
llmferðarráð neyðist til
að draga saman seglin
Samkvæmt fjárlögum er gert
ráð fyrir þvi að framlag rikisins
til Umferðarráðs fyrir árið 1976
verði óbreytt frá þvi sem var á
þessu ári, eða 10 milljónir króna.
Blaðið ræddi stuttlega við Pétur
Sveinbjarnarson hjá Umferðar-
ráði. Pétur sagði: „Þessi fjár-
veiting þýðir einfaldlega að við
verðum aðdraga algerlega sam-
an seglin. Umferðarráð eitt mun
nota um ellefu milljónir ef miðað
er við þær hækkanir sem orðið
hafa á vöru og þjónustu á þessu
ári.
Við fórum fram á 21 milljón
sem við teljum vera algera lág-
marksupphæð til þess að Umferð-
arráð geti staðið undir þeim verk-
efnum sem þvi eru ætluð, en við
vildum þógjarnan geta gert betur
en það.
Við bindum þó nokkrar vonir
við stjórnarfrumvarp sem nú
liggur fyrir Alþingi þess efnis að
Umferðarráð fái nýjan tekju-
stofn, þ.e. 1,5% af iðgjöldum bif-
reiðatrygginga. Ef þetta frum-
varp nær fram að ganga þá er
ljóst að Umferðarráð fær að
minnsta kosti þá upphæð sem við
teljum okkur lægsta komast af
með”.
Lífshættulegum
hvellhettum stolið
Nú um jóladagana var brot-
izt inn i geymsluskúr h já verk-
taka einum sem aðsetur sitt
hefur i Kópavogi. Var þar stol-
ið dýnamiti og hvellhettum, ó-
tilgreindu magni. Einnig var
stolið sprengihnöllum og
mæli. Athvgli skal vak'n á þvi
að hvellhetturnar eru mjög
hættulegar og geta meðal ann-
ars sprungið af sjálfsdáðum,
t.d. ef farið er með þær undir
háspennulinur.
Það eru þvi tilmæli lögregl-
unnar i Kópavogi að hver sá
sem getur gefið upplýsingar
um innbrotið. eða telur sig
hafa ástæðu til að ætla að hann
hafi upplýsingar sem að gagni
mættu koma, hafi strax sam-
band við rannsóknardeild lög-
rcglunnar i Kópavogi.
SÍÐASTA SILLA &VALDA VÍGIÐ SELT
Samkvæmt heimildum blaðsins
stendur nú fyrir dyrum að fyrir-
tækið Silli & Valdi selji siðustu
verzlunina sem er i eigu fyrir-
tækisins. Kaupandinn er sagður
vera einn af stærri matvörukaup-
mönnum hér i borginni. Blaðið
hafði samband við Valdimar
Þórðarson (Valda) en hann varð-
ist allra fregna af sölunni, á þessu
stigi málsins, en sagði jafnframt
að i ráði væri að halda blaða-
mannafund um málið innan
skamms.
Á árum áður var fyrirtækið Silli
& Valdi mesta stórveldið i smá-
»sölu á matvöru hér i Reykjavik,
og átti það margar verzlanir viða
um borgina. Fyrjr nokkrum áruni
fór þó að halla undan fæti með
rekstur fyrirtækisins og voru
verzlanirnar smám saman seldar
einstaklingum og öðrum fyrir-
tækjum. Verzlunin i Aðalstræt-
inu, sem er til húsa i elzta húsi
Reykjavikur var seld verzlunar-
stjóranum sem hafði unnið i
verzluninni um langan aldur.
Kaffibarinná horni Ingólfsstrætis
og Bankastrætis var leigður út og
eins og flestir muna þá keypti
Sláturfélag Suðurlands verzlun-
ina i Glæsibæ. og stóð um þá sölu
nokkur stvrr, milli eigendanna.