Alþýðublaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 2
Ábyrgðin er þeirra Auglýsing um greiðslutilhögun al- mannatrygginga á lyfjakostnaði Samkv. lögum um breyting á lögum um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi 19. desember 1975 verður greiðslutilhögun almannatrygginga á lyfiakostnaði sem hér segir frá og með 1. janúar 1976. Af öðrum lyfjakostnaði en um getur i 2. gr. reglugerðar um greiðslur almannatrygg- inga á lyfjakostnaði nr. 107/1974 sbr. breyting á þeirri reglugerð nr. 266/1974, 'verður greiðslutilhögun sem hér segir. 1. Fyrir hverja afgreiðslu (ordination) samkvæmt Lyfjaverðskrá I greiðir samlagsmaður fyrstu 300 krónurnar, en sjúkrasamlagið það, sem á vantar fullt verð. 2. Fyrir hverja afgreiðslu (ordination) samkvæmt Lyfjaverðskrá II (sérlyf) greiðir samlagsmaður fyrstu 600 krón- urnar, en sjúkrasamlagið það, sem á vantar fullt verð. Sé heildarverð viðkomandi lyfs jafnt eða lægra en þau mörk, er um getur i þessari grein, greiðir samlagsmaður það verð. Þetta tilkynnist hér með þeim, er hlut eiga að máli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. desember 1975. Sauðárkrókur - Leiguíbúðir Bæjarsjóður Sauðárkróks auglýsir hér með eftir umsóknum um leigu á 10 ibúðum að Viðigrund 14—16, sem nú eru i bygg- ingu og byggðar eru samkvæmt reglugerð um úthlutun lána og byggingu 1000 leigu- ibúða sveitarfélaga. Leigðar verða: 3 ibúðir 4 herbergja, 3 ibúðir 3 herbergja, 4 ibúðir 2 herbergja. Jafnframt eru boðin út skuldabréf fyrir 20% af kostnaðarverði hverrar ibúðar miðað við heildarframkvæmd, þar með- talið girt og ræktuð lóð, undirbyggð bila- stæði og frágengnir gangstigar. Skv. 8. grein reglugerðarinnar er heimilt að veita þeim aðilum, sem kaupa slik skuldabréf, rétt til að ráðstafa þeirri ibúð er skuldabréfið hljóðar upp á, þegar hún er leigð, en engan frekari umráðarétt yfir ibúðinni eða ihlutun um rekstur hennar. Umsóknir skulu hafa borist bæjarstjóra Sauðárkróks fyrir 15. janúár 1975 á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á bæjarskrifstofunni og eru þar veittar nán- ari upplýsingar. Sauðárkróki, 22. desember 1975, Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Hér með tilkynnist að skrifstofur okkar eru fluttar að Borgartúni 21 c/o endur- skoðunarskrifstofa N.Manscher og Co. Pósthólf 5256. Rörsteypan h/f Fifuhvammsvegi Kópavogi. Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar gat með naumindum lokið af- greiðslu fjárlaga fyrir jólin. Þau fjárlög eru með sama markinu brennd og þau, sem afgreidd voru i fyrra. í fyrra leið aðeins röskur einn mánuður frá þvi fjárlagaafgreiðsl- unni var lokið og þar til rikisstjórnin lýsti þvi yfir, að þau ættu ekki leng- ur við — væru orðin bæði dauð og ó- merk. Fjárlögin, sem afgreidd voru nú, eru engu betri. Þau eru vart þess pappirs virði, sem þau eru prentuð á, þvi bæði guð og menn vita, að fjárlögin verða orðin meira eða minna ómerk þegar þing kemur saman i lok janúarmánaðar og að þegar kjaramálin verða til lykta leidd siðar i vetur mun ekki lengur standa steinn yfir steini i fjárlögun- um. Þingmenn Alþýðuflokksins tóku þá afstöðu að sitja hjá við lokaaf- greiðslu fjárlaga. Sú ákvörðun var tekin af tveimur meginástæðum. 1 fyrsta lagi var ringulreiðin svo mik- il við afgreiðsluna, að jafnvel I umræðum á Alþingi skömmu fyrir jólin sýndi Gylfi Þ. Gislason fram á, hvernig rikisstjórnin hefði gefist upp við að framfylgja öllum meginatriðum i þeirri fjármála- stefnu, sem hún boðaði i haust er fjárlagafrumvarpinu var fylgt úr hlaði. Gylfi benti m.a. á, að i októ- bermánuði sl. hafi rikisstjórnin boð- að að hún myndi fella niður 12% vörugjaldið um nk. áramót. Frá þeirri stefnu hvarf hún rétt fyrir jól- in, þvi þá lét rikisstjórnin lögfesta vörugjaldið áfram allt næsta ár. Gylfi Þ. Gislason rifjaði einnig upp, að i haust hafi rikisstjórnin lát- ið þau boð út ganga, að hún myndi framkvæma mikinn sparnað á al- mannatryggingakerfinu til þess að létta útgjöldum af rikissjóði og al- stjórnarþingmenn vissu orðið ekki sitt rjúkandi ráð og lýstu þvi yfir sumir hverjir, að þeir væru búnir að fá meira en nóg af málatilbúnaði stjórnarinnar. í annan stað var fjár- lagaafgreiðslan öll með eindæmum — t.d. má heita, að ekki stæði við lokaafgreiðsluna neitt eftir af þeim fyrirheitum, sem rikisstjórnin gaf er hún bar fjárlagafrumvarpið fram á Alþingi i októbermánuði sl. og við afgreiðsluna var ekkert tillit tekið til auðsærra viðfangsefna s.s. eins og væntanlegra kjarasamninga, sem gerir það að verkum, að fjárlög islenzka rikisins fyrir árið 1976 munu reynast ómerk frá upphafi. Á lokasprettinum i fjárlagaafgreiðsl- unni gafst rikisstjórnin einfaldlega upp fyrir öllum vandamálum, sú uppgjöf var svo augljós og alger, að þingmenn Alþýðuflokksins ákváðu að taka ekki þátt i lokaafgreiðslu fjárlaganna og sátu þvi hjá i siðustu atkvæðagreiðslunni þannig, að öll á- byrgðin af afgreiðslunni lendir ó- skipt á stjórnarflokkunum. menningi. Frá þessari stefnu hvarf rikisstjórnin rétt fyrir jólin, þvi þá velti hún útgjaldaliðum vegna sjúkratrygginga yfir á almenning ýmist i formi nýrrar skattheimtu eða með hækkun á lyfjaverði og greiðslum fyrir læknishjálp. Gylfi Þ. Gislason tindi þannig upp lið fyrir lið af þeim stefnumálum, sem rikisstjórnin boðaði i haust að hún myndi hafa uppi við samningu fjárlaga, en hvarf svo frá þegar á reyndi. Þessi upptalning Gylfa Þ. Gislasonar lýsti þvi nákvæmlega og út i yztu æsar hvernig rikisstjórnin hefur hopað úr einni vigstöðunni i aðra unz svo var komið, að stjórnar- liðið var komið á skipulagslausan flótta undan sinum eigin fyrirheit- um og hástemmdum yfirlýsingum. UTIVISTARFERÐIR Aramótaferö I Húsafell 31/12. 5 dagar. Gist i góöum húsum, sund laug, sauna, gönguferöir, mynda- sýningar o.fl. Fararstj. Þorleifur Guðmundsson. Upplýsingar og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606. Otivisl Dagkjólar. — Siöir samkvæmis-kjólar stærðir frá 6—22. Stutt og sið pils. — Blússur. Herðasjöl. — Samkvæmistöskur. Skartgripir. — Lady Marlene brjóstahöld og magabelti. Laus störf viðAlþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til aðbera blaðið út í eftirtaldar götur Reykjavik Álftamýri, Austurbrún, Norðurbrún Fossvog Skúlatún Safamýri Hofsvallagata Háaleitisbraut Hringbraut Borgartún Hátún Ásvallagata Melahverfi Kópavogur Austurbær. Stjórnin gafst upp Alþýðublaðið Þriðjudagur 30. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.