Alþýðublaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 8
- sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Síðumúla 11, Reykjavík
r
Abyrgðarleysi
T. Jóhannsson hringdi:
Það er gott til þess að vita að
lyfjabúðir hafi opið allan sólar-
hringinn og hægt se að ná i lyf
samkvæmt lyfseðlum hvenær
sem þeirra gerist þörf. Velflest
dagblöðin hafa lika þann hátt á að
birta i dagbókum sinum hver
lyfjabúð hefur opið til kl. 22 og
einnig hvaða lyfjabúð annast
næturafgreiðslu.
Ég þurfti rétt fyrir jólin að
komast i lyfjabúð að kvöldlagi.
Nú komu auglýsingarnar i dag-
blööunum i góðar þarfir, ég greip
næsta blað og las þar að kvöld-
varzla lyfjabúða væri i Stórholts-
apóteki. Heppilegt það, ég bý
nær þvi i næsta húsi. Ég fer þang-
að, þá stendur þar i glugga að
kvöldvarzla sé i Laugavegs-
apóteki. Þetta var nú i lagi þvi ég
var akandi. Ég ek á staðinn og
þar getur að lita auglýsingu þess
efnis að kvöldvarzlan sé i Vestur-
bæjarapóteki. Nú var mér farið
að gremjast en ek þó af stað.
Þegar i Vesturbæinn er komið þá
eru þar allar dyr harðlæstar en
auglýsing i glugga segir að
kvöldvarzla lyfjabúða sé i
Ingólfsapóteki til kl. 22. Þá gat ég
lyfjabúðanna
ekki orða bundizt hvernig skyldi
auglýsingin i þeirri búð hljóða?
Ég held þó af stað og jú það stóð
heima kvöldvarzlan var i téðu
apóteki.
1 fyrrakvöld þurfti ég aftur að
nota mér þessar lyfjabúðaraug-
lýsingar dagblaðanna, en þó kom
aðeins eitt þeirra út þann dag svo
ekki varð um neinn samanburð að
ræöa. Þar stóð að nú væri kvöld-
varzlan i Borgarapóteki. Ég ek
þvi þangað og ætlaði heldur að
vera fljótur i förum. 1 glugga-
auglýsingu apóteksins var skrifað
að kvöldvarzlan væri i Ingólfs-
apóteki og það reyndist rétt.
Þetta allt þótti mér heldur
hvimleitt enda hlaut ég af þessu
ærin óþægindi þó svo ég færi um
akandi. Trúlega hefði ég gefizt
upp hefði ég þurft að treysta á
stopular ferðir almenningsvagna.
Það var lán i óláni að ekki var um
að ræða lyf sem bráðlægi á. Mér
finnst það vera ábyrgðarhluti
eigenda lyfjaverzlananna að
hirða ekki betur um aö kynna
þessa þjónustu sem þó getur skipt
sköpum i neyðartilfellum. Það er
von min að úr þessu verði bætt hið
skjótasta.
V álegar
blikur
á lofti
Guðrún Eirfksdóttir skrifar:
Liti maður i fréttablað eða
hlusti á útvarp eru þar of oft til
óyndis sifelldar slysa- eða stríðs-
fréttir , og að þjóðirnar, sem
teljast kristnar eða katólskar
berast sífellt á banaspjótum. Það
litur út fyrir að þjóðirnar hafi
gleymt boðorðunum: Elska
skaltu drottinn guð þinn af öllu
hjarta, allri sálu og öllum mætti
og náungann eins og sjálfan þig:
oggullnureglunni: Einsogþú vilt
að aðrir breyti við þig.skalt þú og
breyta við þá. Þvi öll eigum við að
vera systur og bræður i drottni.
Að hugsa sér td. i Lundúnum og
viðar i heiminum, þar eru
sprengjur og vitisvélar látnar
sprengja bæði stórhýsi, sam-
komuhús og bila sem saklaust
fólk situr i. Fyrir utan nú öll lönd-
in þar sem sifelldur ófriður
geisar, bæði vegna kyn-
þáttaóeirða og landaþrætu. AI-
góður guð forði heiminum frá 3.
heimsstyrjöldinni.
Ég hef einnig áhyggjur af land-
helginni okkar i sambandi við
þessi stórveldi, við fámenn og fá-
tæk þjóð með litil landhelgis-
gæzluskip á móti hernaðarstór-
veldum með mörg og stór her-
skip, enda þótt þeir viti að fiski-
stofnar eru að eyðast.
Ég man eftir þvi, er ég var
barn, fyrir og eftir aldamót, þá
komu sex hallærisár á Álftanesi
og Suðurnesjum. Þótt róið væri
suður i Garðssjó, fékkst ekki i
soðið. Var þá algert hallæri. Þá
fór fólk að flytjast til Vestur-
heims. Englendingarnir voru
með togarana upp I landsstein-
um, og einn enski togarinn
strandaði uppi i vör i Garðinum.
Englendingarnir hafa gleymt
Jólagetraun
A þorláksmessu var dregið I
jólagetraun barnanna. 1. og 2
verðlaun, leikföng að eigin vali
fyrir fimm þúsund krónur hjá
Tómstundahúsinu, hlutu:
1. Siguroddur Pétursson,
Brekkugerði 10 og
2. Elín H. Gunnarsdóttir,
Hörpugötu 9, bæði i Reykjavík.
Þeim hafa báðum verið
afhent verðlaunin.
3. —7. verðlaun, barnabækur,
barnanna
hlutu eftirtalin börn: Jóhann
Agúst Hansen, Grettisgötu 83,
Rvk. Helga Björg Bragadóttir,
Stekkjarflöt 11, Garðahreppi.
Svava M. Kristinsdóttir, Löngu-
fit 36, Garðahreppi. Vilhelm
Ragnar Sigurjónsson, Blöndu-
bakka 20, Rvk. Vigfús Eyjólfs-
son, Laufvangi 3, Hafnarfirði.
Bækur hinna heppnu
vinningshafa verða póstlagðar
strax eftir jól.
FRAMHALDSSAGAN d
þvi úr siðustu heimsstyrjöld, er
Islendingar voru ljós- og ratar-
lausir á litlum togurum að sigla
til þeirra og færa þeim björg i bú.
Englendingarnir hafa aldrei
hugsað um neitt nema sjálfa sig
og ræna lifsbjörginni frá okkur
Islendingum.
Þjóðin okkar ætti sifellt að
sameinast i bæn i kirkjum, á
fundum ogheimilum, og jafnvel i
Alþingissölunum.um frið á jörðu,
sæ og i lofti.
„Friður á jörðu fögnuð
vekur/friðhelg styrkjast kær-
leiksbönd./ Myrkrin flýja,
flóttann rekur/frelsarans mikla
guðdómshönd./ Friður á
jörðu/friður á hæðum,/friður um
gervöll heimsins lönd.” Sama
bæn um allt land gæti orðið mikill
verndar- og orkugjafi sjómönn-
umokkar,sem á Sjómannadaginn
eru kallaðir „hetjur hafsins”.
Lifið öll heil i Jesú nafni.
Guðrún Eiriksdóttir,
Kirkjuvegi 3.
Hafnarfirði.
MUNIÐ að senda
HORNINU
nokkrar línur.
Utanáskrift:
HORNIÐ/
ritstjórn Alþýðublaðsins,
Síðumúla n, Reykjavík.
Bridgé
Spilið hiklaust!
Þetta er æfagömul regla og vist
getur það skeð, að hik þó litið sé
gefi sagnhafa uppiýsingar sem
hann vantar. En sagnhafi má
ekki ætið fylgja þessari reglu
blint. Litum á spil dagsins.
4 8
JAKDG72
A1073
4 95
'4 A107 4 G642
¥ 943 y 10865
♦ DG94 4 8
*A72 4 K1043
4KD953
¥-
♦ K652
* DG86
Sagnirnar gengu:
Norður Austur Suður Vestur
lhj. Pass lsp. Pass
3hj. Pass 3gr. Pass
Pass Pass
Varla getur nokkrum blandast
hugur um, að sögnin á að geta
staðið og meira að segja með
yfirslag. Sögnin er i alla staði
eðlileg, þó hjartasögnin hefði ver-
ið tryggari. Vestur spilaði út
tigulfjarka. Þetta er óvenjuleg
spilamennska en heppnaðist vel.
Sagnhafi lét lágt úr blindum og
tók áttu Austurs með kóng. Nú
hafði vörnin algert vald á spilinu
og ekki sist þegar sagnhafi spilaði
tigii til baka, tók á ás og siðan
sina sex slagi á hjarta, spilaði
siðan spaða á kónginn og Vestur
tók á ásinn og þessi staða kom
UPP'-
4 -
\m
4 95
4 io 4 G
¥ - ¥ -
♦ D ♦ -
4 A7 4 K104
4 D
¥ -
♦ -
* DG8
Vestur sló nú út tiguldrottningu
og sagnhafi var varnarlaus, sama
hvað hann gerir. Vörnin hirti af-
ganginn. En hefði sagnhafi sett
tigultiuna á i fyrsta slag og spilað
siðan spaða?
— Það er hann alls ekki flýtti Sandra sér að segja.
— Gott... þá hefur hann sum sé hagað sér vel. Þaö var
lika bezt fyrir hann!
Sandra hló og flýði inn til sin.
Hún hengdi nýju blússuna á herðatré og klappaði henni
bliðlega. Hún hafði fært henni heppni i dag... ekki vegna
þess, að allur dagurinn hefði ekki verið góður, allt hafði
gengið vei i vinnunni.... og svo kórónaði kvöldið allt
saman! Hún hefði aidrei skemmt sér svona vel ef hún
hefði hrint Noel frá sér eins og hún hafði upphaflega i
hyggju. Hún hefði aldrei farið út með honum i Englandi,
en allt virtist öðruvisi I Montreal, svo skemmtilegt og
unaðslegt og...
Þegar hún vaknaði var hellirigning og henni fannst hún
vera orðin of sein og hafa gleymt einhverju. Janet var viö-
utan eins og hún hefði áhyggjur og John kom ekki til
morgunverðar.
— Getur þú fengið þér aðboröa, Sandra? John neyðist til
að fara I viðskiptaerindum til Ottawa og hann bað mig um
að koma með. Húsbóndi hans kemur alltaf með.eitthvað
óvænt. Það er gott, að mamma Johns vill taka börnin. Við
fréttum þetta i gærkvöldi og fórum þangað með þau... þá
verður allt auðveldara, sagði Janet.
Sandra sagðist vel geta séð um sig. — Get ég hjálpað
þér? spurði hún.
Janet hristi höfuðið.
— Nei.Þaðer sittafhverjuiisskápnum.Taktu það, sem
þú vilt. Hún hikaði. — Þú gætir boðið... en John kallaði i
hana:
— Janet, hvar er bláa skyrtan min?
Sandra fór út og gekk að biðstöðinni i úrhellisrigning-
unni. Hún vonaði, að hún væri ekki fyrir Janet og John þó
að hún hefði ráðizt svona inn i Hf þeirra. Það merkti þó
alltaf eina manneskjuna enn sem taka varð tillit til. Að
visu höfðu foreldrar hennar séð um allt, en kannski...
seinna, þegar hún hefði lagt eitthvað fyrir... gæti hún
fengið Ibúð með annarri stúlku... það væri kannski betra.
Þegar hún kom á skrifstofuna biðu hennar þau skilaboð,
að dr. Martin kæmi fyrir hádegið. Hún flýtti sér með póst-
inn, tók fram spjöld sjúklinganna, framkallaði röntgen-
myndir frá þvi deginum áður og hengdi til þerris i
myrkraherberginu. Siminn hringdi oft, en henni gekk
miklu betur að eiga við þá sem voru óþolinmóðir en dag-
inn áður.
Klukkan ellefu varð henni hugsað til veitingahússins
niðri en þar sem dr. Martin var ekki kominn varð hún að
láta sér nægja kaffi og kex. Hún var að laga til, þegar dr.
Martin kom. Hann virtist eiga annrikt og hún fór út til að
heilsa honum.
Hann stóð og starði á minnisblaðið-
— Hvers vegna fékk ég ekki þessi skilboð, miss
Elmdon?
Sandra gekk til hans og leit á blaðið... þetta voru skila-
boðin frá reiðu konunni, sem hafði verið svo erfið daginn
áður. — Ég skrifaði þau á minnisblaðið, stamaði hún.
Hann sagði reiðilega:
— Ég geri ráð fyrir, að þér hafið ekki vitaö, að ég vil fá
sér blað með áriðandi skilaboðum og það á aö leggja þau á
skrifborðinu mitt, svo að ég sjái þau um leiö og ég kem...
þér eigið einnig að segja mér frá þvi, þegar jafn æstur
sjúklingur og madame Lafarge hringir. Þér verðið að
skilja að fólk með hjartasjúkdóma — hvort sem þeir eru
alvarlegir eða imyndaðir — óttast dauðann á hverri
stundu.. ár eftir ár lifa þeir i þessum ótta og óttinn getur
gert alla að harðstjórum.
— Mig tekur þetta sárt, dr. Martin. Ég fór i spjald-
skrána til að finna madame Lafarge, en fann ekki spjald
hennar þar, sagði Sandra.
Dr. Martin brosti allt i einu og óveðriö virtist liðið hjá..
— Þér vissuð ekki, að þessi frú gifti sig aftur gegn ráö-
leggingum minum og nú er hún ekki aðeins sannfærð um,
að hjarta hennar hætti bráðum að slá heldur einnig, að
maðurinn hennar sé hættur að elska hana. Hann lyfti að-
varandi fingri. — Svo að hér sannast það aö ástin hefur
áhrif á hjartað, ef þér hafið efazt um það.
Sandra roðnaði vist, þvi að hann hélt áfram.
— Ég vona, að þér séuð ekki trúlofuð eða neitt þvium-
likt, þvi að ég hata allar breytingar. Ég réði yður aðeins
vegna þess, að mér skildist, að ekkert slikt væri I bigerð.
Hvað vissihann mikið? Hvaö segði hann, ef hann vissi,
að hún hafði farið i tunglskinsferð um Mount Royal með
ungum starfsbróður hans, sem auk þess vann i sama húsi?
Sem betur fer hringdi siminn, svo að hún komst hjá að
svara.
— Góðan daginn, Yvonne! Það var gott að þú hringdir.,
Einkaritari minn hefur skýrt þennan misskilning fyrir
mér. Það var leitt, að þú gafst ekki upp þitt fyrra nafn! Ég
get tekið á móti þér kortér yfir tvö og þú þarft ekkert að
biða. Gott, þá segjum við það!
Dr. Martin lagði á.
— Skrifið það hjá yður, miss Elmdon.... madame
Lafarge fær fyrsta timann, korter yfir tvö. Ég er seinn
fyrir og verð að hlaupa.
Hann var horfinn, þegar Söndru skildist, að hún hafði
ekki fengið tækifæri til að spyrja hann, hvað hefði verið
fyrra nafn madame Lafarge og nú gat hún ekki fundið
spjaldið hennar! En sá slysadagur!
Þegar Sandra hafði lokið morgunverkunum og beðið
stúlkuna á skiptiborðinu um að taka öll skilaboð til dr.
Martins fór hún niður að borða og það birti yfir...
Noel sást hvergi. Sandra pantaði mat... og var næstum
dottin af stólnum. Hávaxinn dökkhærður maður i flug-
mannaeinkennisbúningi kom til hennar og henni létti
mikið, þegar hún heyrði hann biðja um mat. Hann talaði
með kanadiskum hreim. Andartak langaði hana til að
spyrja hann, hvort hann þekkti Alan Haines, en hún áttaöi
sig i tima. Ef til vill skildist henni fyrst nú, hve djúpt Alan
hafði sært hana og hvílíkt tómarúm hann skildi eftir i
hjarta hennar. Hún leit upp og horfðist I augu við Kanada-
manninn.
— Má bjóða yður hamborgara? spurði hann.
— Takk, ég bað um salat! sagði Sandra.
Hann sá svipinn á henni og skellti upp úr.
— Ég skal ekki trana mér fram. Svo fer ég lika með
kvöldvélinni. Ég fer út á flugvöll á eftir.
Skömmu seinna komþjónninn með þann alstærsta ham-
borgara, sem Sandra hafði séð um dagana.
— Ég átti að segja yður, að það væri sending frá flug-
félaginu og þér fengjuð ekki að fara, fyrr en þér hefðuð
borðað hann upp til agna.
Sandra tók við diskinum rjóð i kinnum. Hún þurfti ekki
að kvarta um, að ekki væri tekið eftir henni, þvert á móti!
Henni fannst allir horfa á sig. En hún var svöng og kimni-
gáfan kom henni til aðstoðar. Þegar hún var búin, hrópuðu
viðstaddir húrra, og henni tókst að hneigja sig brosandi.
Hún rakstá Noel, þegar hún var aðfara út og hann sagði
glaðlega:
— Ég vona, að frænka þin hafi ekki verið óánægð með
það, hvað þú komst seint heim i gærkveldi?
Sandra hikaði:
— Ég held ekki, en hún var á fótum.
Noel leit undrandi á hana og Sandra flýtti sér að segja:
— Viltu koma i mat i kvöld? Janet og John eru I Ottawa,
en hún sagði, að ég mætti bjóða gestum.
Alþýðublaðið
Þriðjudagur 30. desember 1975.