Alþýðublaðið - 30.12.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 30.12.1975, Side 12
Vedrrid Spáð er norðan kalda i dag, þ.e.a.s. 4—5 vind- stigum og úrkomulausu. Gera má káð fyrir 5—6 stiga frosti á Reykja- vikursvæðinu. Á norður- og austurlandi mun halda áfram aö snjóa með allt að 7—8 vindstigum. 1 höfuðborginni mun þó verða léttskýjað, en þó geta borgarbúar átt von á skafrenningi þvi enn er allmikill snjór á jörðu. Gátan /?£rr fyp/fi VETuX 50P6- 5 mtnR LEúfí hqtt FÆD/fí /<OfíVU VrtD/Ð f ///v'/r hvíluh) ■ OTfí TflLft fíiMB LOKf) mftL'n l \ DONSK K£/Tuh/_ DfíUHH y/YA' fíHDLfTS HLUT! LfíUN UNlf í 1' > /ETTfíR *>£TUP * TV/HL Hfífí/Ð □ 5«. GRoDU fí-A L Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Kitstjórnarf ulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — sfmar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverö kr. 800,- á mánuði. Verð f iausasölu kr. 40.-. MEGUM VIÐ KYNNA Árni Þór Eymundsson, upplýsingafulltrúi Um- ferðarráðs. Ami er fæddur i Reykjavik árið 1938, og er einn fjögurra barna hjónanna Eymunds Magnússonar fyrrverandi skipstjóra og Þóru Arnadóttur. Árni gekk vanalega skólagöngu hér i Reykjavik og lauk stúdentsprofi frá Menntaskólan- um i Reykjavik árið 1961. Siðan stundaði hann um tima nám i Háskóla tslands en hvarf frá þvi námi og vann ýmis verzlunar- störf allt til áramóta 1972—’73 að hann hóf störf hjá Umferðarráði, og hefur starfað þar siðan. Arni er eins og áður sagði upplýsingafulltrúi Umferðarráðs og annast málaflokkinn almenn umferðarfræðsla. Þessi fræðsla beinist að öllum almenningi en er ekki bundin við neinn sérstakan aldursflokk. Þetta hefur i för með sér mikil samskipti við blöð og aðra fjölmiðla, enda eru alþekktir útvarps- og sjónvarpsþættir hans um fræðslu fyrir vegfarendur i umferðinni. Starfið felur einnig i sér margvislegan erindarekstur fyrir Umferðarráð, einnig vinnur hann að þvi að safna upplýsingum um þróun og markverða atburði i umferðarmálum erlendis og úr- vinnslu þeirra upplýsinga sem safnað er. Árni er kvæntur hollenzkri konu Eizabet van Rij. Þegar frá er talið starfið er helzta áhugamál Arna söngur. Hann syngur annan bassa i Karlakórnum Fóstbræður og hefur sungið með kórnum allt frá árinu 1962. Ekki kvaðst Árni hafa lagt stund á söngnám ef frá er talin sú kennsla sem kór- félagarnir fá i beitingu raddar- innar, en um sérstakt söngnám hefur ekki verið að ræða. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 f laugardaga til kl. 12 . SENDIBIL ASTODIN Hf HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Ami á sæti i stjórn Fóstbræðra og sinnir með þvi öðru helzta áhugamáli sinu sem er félags- málin. Ami sagðist eiga fleu-i áhuga- mál en þessi, en þetta eru þau sem hann sinnir i fristundum sin- um. HEYRT: Að margir þeirra, sem stóðu að samþykkt Grunn- skólalaganna á sinum tima eða •næltu með samþykkt þeirra séu nú komnir á öndverða skoðun. LESIÐ: 1 nýútkomnu „Iþrótta- blaði” að á heimsmetaskrá i frjálsum iþróttum fyrir hina ein- stöku aldurshópa sé yngsti heimsmethafinn 4ra ára, en sá elzti 73ja ára. Hér er átt við skrá yfir heimsmet i 10 km hlaupi — sá 4ra ára hljóp vegalengdina á 65:33,8, en sá 73ja ára á 58:59,6. Báðir heimsmethafarnir að sjálf- sögðu Bandarikjamenn, liklega frá Texas. LESID: I „Ásgarði” — timariti BSRB — að samtökin séu nú að koma sér upp 1000 manna bar- áttusveit; kerfi trúnaðarmanna á vinnustöðum. Hafi undirtektir verið góðar og fari trúnaðar- mönnum ört fjölgandi. HUGLEITT: Nýjustu tiðindi úr þorskastriðinu færa oss heim sanninn um, að það sé smátt og smátt að likjast alvörustriði, en eins og menn vita byggist nú- timaalvörustrið á þvi að finna upp vopn, sem siðan er fundið andvopn við, svo er fundið and- vopn við andvopninu og áfram koll af kolli. Klippurnar hafa reynzt skæðasta vopn islenzku landhelgisgæzlunnar og nú herma fregnir, að brezku freigáturnar séu búnar nýrri uppfinningu — andklippum: klippum til að klippa á klippurnar. Og þá er væntanlega komið að okkur að finna upp and-andklippur — þ.e.a.s. klippur til þess að klippa á klippurnar, sem klippa eiga okkar klippur. M.ö.o. klippu- klippuklippur. HEYRT: Þessa útgáfu á fyrstu beinu útvarpslýsingu frá islenzku varðskipi i þorskastriðinu, sem gefin var af Sigurði Sigurðssyni fréttamanni hljóðvarps, eins og kunnugt er: „Týr brunar fram bakborðsmegin, snýst skyndilega á stjórnborða og veður áfram milli freigátanna, sem ekki var- ast bragðið. Týr býr sig undir að klippa... HANN KLIPPIR.... en naumt framhjá!” FRÉTT: Að leigubifreiðar- stjórar séu ævareiðir vegna á- kvörðunar Alþingis og rikis- stjómar um að stórhækka þunga- skatt af diselbifreiðum eða skylda menn til þess að taka i notkun ökumæla með mjög hækkuðu gjaldi og hafi i undirbúningi heil- mikla mótmælaherferð, þar sem ýmislegt harla undarlegt verði dregið fram I dagsljósið. ER ÞAÐ SATT, að hin mikla óá- nægja launþega og stéttarfélaga þeirra með póstglrókerfið i sam- bandi við greiðslu orlofsfjár hafi orsakað það, að menn séu að und- irbúa nýtt kerfi til þcss að taka þetta verkefni? ORVAR HEFUR 0RÐIÐ M Eins og venja er bárust fjölmargar breytingatil- lögur frá einstökum þing- mönnum og þingmanna- hópum við fjárlaga- frumvarpið sem afgreitt var sem lög frá Alþingi skömmu fyrir jólin. Sum- ar tillögur voru „smáar”, aðrar „stærri” ef mælt er i krónum, en allar voru þær felldar nema þær, sem komu frá fjár- veitinganefnd — meira að segja tillögur um auknar tekjur fyrir riki eða rikis- stofnanir eða aukinn sparnað þessara aðila. Nafnakall var viðhaft um margar þessar tillög- ur — m.a. um tillögu frá Garðari Sigurðssyni um að fella niður fjárframlög til sendiráðs Islands i London og sendisveitar Isl. hjá NATO, en sam- þykkt þeirrar till. hefði að sjálfsögðu falið það i sér, að þessar sendisveit- irhefðu veriðlagðar niður ogstarfsfólk þeirra kallað heim. Tillaga þessi var felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og greiddu atkvæði gegn henni bæði þingmenn stjórnar og stjórnarand- stöðu. Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem greiddi atkvæði gegn til- lögunni, gerði þá grein fyrir mótatkvæði sínu, að það væri ekki háttur skynsamra flotaforingja að skjóta úr öllum kanón- um sin i einu og sízt i allar áttir i senn. Þessi greinargerð Magnúsar Torfa Ólafs- sonar gæti sjálfsagt átt við um afstöðu fjöl- margra annarra þing- manna til málsins. Auðvitað hugleiða þing- menn sem og aðrir þjóð- félagsþegnar i fullri al- vöru hvernig við Is- lendingar eigum að mót- mæla með sem mestum árangri framferði Breta á Islands- miðum og I þvi sambandi eru einnig hugleidd stjórnmálaslit við Breta og harðar aðgerðir á vett- . vangi NATO. Það hefur komið fram i ummælum islenzkra ráðherra að mjög vel geti komið til mála að svara yfirgangi Breta bæði með stjórn- málaslitum og tima- bundnum eða varanleg- um slitum á samvinnu okkar við NATO-þjóðirn ar þannig, að þeir mögu- Teikar séu siður en svo útilokaðir. En einsog Magnús Torfi sagði, þá verðum við að timasetja allar okkar aðgerðir rétt og gripa til þeirra þegar okkur bezt gagnast. Við megum ekki eyða öllu púðri okkar strax i upp- hafi og standa siðan uppi með tvær hendur tómar ef meira kynni á okkur að reyna siðar. FIMM á förnum vegi Streingir þú einhvers heit nú um áramótin? Jón Gunnarsson, málari: Það held ég geri ekki i þetta sinn. Ég gerði það heldur ekki í fyrra, og ég held ég sleppi þvi einnig um þessi áramót. Jón Þóröarson, kennari: Nei, ég strengi einskis heit um þessi áramót. Ég skal þó ekki sverja fyrir að ég hafi einhvern tima strengt einhvers heit um ára- mót, ég man þó ekkert hvernig þvi reiddi af. Sólrún Bergþórsdóttir, nemi: Nei, ég ætla mér ekki að strengja nein heit nú um ára- mótin. Ég hef þó stundum reynt það, en ég hef aldrei staðið við þau heit. Hjördis Hermanns, nemi: Nei, ég verð ekki með neinar heit- strengingar um áramótin núna frekar en endranær. Ég hef aldrei strengt heit um áramót, til þess hef ég frekar valið aðrar stundir ársins. Asta Eyjólfsdóttir, nemi: Nei, ekki geri ég ráð fyrir að ég strengi nein heit núna um ára- mótin, mér finnst sá timi ekkert betri en hver annar til að gera slika hluti, og reyndar ekki verri heldur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.