Alþýðublaðið - 14.01.1976, Qupperneq 1
5. - 1976 - 57. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR
Ritstjórn Sfðumúia II - Sfmi 81866
Þjóðviljinn sýnir tvískinnung og
hræsni þegar Alþýðublaðið
skiptir um rekstraraðila -sjábis.3
Frétta-
þráður
í opnu
Ófundn-
ir enn!
Enn er óupplýst hver eða
hverjir voru valdir að fólsku-
legri árás á mann einn, er var
á gangi eftir Njálsgötunni að-
fararnótt sfðastliðins mánu-
dags. Var maðurinn dreginn
inn í húsagarð og hann rændur
peningaveski sinu, lyklum og
öðrum persónulegum munum.
Fljótlega eftir árásina voru
handtekin kona og maður
vegna gruns um aðild að árás-
inni. Þeim var þó fljótlega
sleppt þegar þau gátu komið
fram með haldbæra fjarvist-
arsönnun. Lögreglan vinnur
nú að rannsókn málsins og
leitar árásarmannanna af
miklum krafti.
Er nú svo komið, að vegfar-
endum er vart óhætt einir sins
liðs, þegar liða tekur á nætur
og mannaferðir verða
strjálar.
Þjóðverjar lækkuðu verð á frystum sjávarafurðum með framboðsaukningu
Fyrirsjáanlegar verðhækk-
anir á Bandaríkjamarkaði?
AAönnum er í fersku minni að verð á frystum sjávaraf-
urðum á Bandaríkjamarkaði hækkaði nokkuð í lok októ-
ber. T.d. hækkaði pundiðaf þorskflökum úr einum dollara
í 1,10 dollara. Þá var um nokkra magnaukningu í sölunni á
markaðinum frá því sem var árið 1974, eða þann 30.
okt. '75 hafði veriðselt jafnmikið magn og selt var allt ár-
ið 1974.
Sumir hverjir muna einnig eftir
þvi, að um miðjan nóvember bár-
ust þær fregnir að vestan, að sal-
an væri meiri en framleiðslan og
ennfremur að nú gengi óðum á
þær birgðir, sem til voru vestra.
Þessar fréttir benda til þess að
markaðurinn hafi, ef svo mætti
segja, gleypt við þessari hækkun.
Þvi vaknar sú spurning hvort
ekki hefði máttláta þessa hækkun
koma til framkvæmda mun fyrr,
þegar undirtektirnar urðu jafn-
góðar og raun bar vitni. Þessari
spurningu svaraði Eyjólfur Isfeld
Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, á eftirfarandi hátt: ,,Ég
skal nú ekki sogja, að markaður-
inn hafi alveg gleypt þetta um-
tölulaust, en hann hefur viður-
kennt hækkunina, sem varð og
salan hefur haldið áfram. Hvort
hækkunin hefði ekki getað komið
fyrr, þá hlýtur það alltaf að vera
matsatriði, hvort svona hækkun
geti komiö fyrr eða siðar. Það,
sem gerðist um þessar mundir,
var það, að Þjóðverjar losuðu sig
við miklar birgðir af blokk á
Bandarikjamarkað. Nú eru þess-
ar birgðir orðnar eðlilegar i
Þýzkalandi, Frakklandi og viðar.
Það leikur enginn vafi á þvi, að
þetta hefur haldið blokkarverðinu
jafnmikið niðri og raun ber vitni
um.
Aðspurður, hvort vænta mætti
hækkana á næstunni, svaraði
Eyjólfur, að þegar birgðamálin
eru komin i eðlilegt horf þá kæm-
ust markaðsmálin einnig i eðli-
legt horf, og skapast grundvöllur
fyrir einhverja hækkun. Við verð-
um hins vegar að horfast i augu
við það, að við erum að keppa við
önnur matvæli á markaðinum,
sem eru mun ódýrari. Það eru
mörg atriði, sem þarna skipta
máli, en það sem helzt breytir um
er efnahagsástandið almennt séð
og framboð á öðrum matvælum.
□ MÖRG HÚS OIBUÐARHÆF - KONUR 0G BÖRN FLUTT BROTT:
NE YÐARASTAND
A KÓBÍSKERI!
Um kl. 14.30 i gærdag varð
mesti skjálftinn, sem enn hefur
mælzt fyrir norðan. Samkvæmt
upplýsingum Páls Einarssonar
hjá Raunvisindastofnun Háskól-
ans, mældist þessi kippur 5,5-6,0
stig á Richterskvarða. Upptök
skjálftans reyndust vera um 12
km suð-vestur af Kópaskeri, rétt
utan við ströndina. Skjálftinn
fannst viða um land m.a. á Akur-
eyri, Búðardal og langt austur um
friði. Allmargir eftirskjálftar
fylgdu i kjölfar stóra skjálftans,
m.a. einn, sem mældist um 4 stig.
Kópasker varð illa úti i skjálft-
anum. Þaðan bárust fréttir um að
mörg hús væru mikið skemmd
og óibúðarhæf, en þó hafði aðeins
eitt hús hrunið. Almannavarna-
ráð staðarins var þegar kvatt til
fundar og varþartekin sú ákvörð-
un, að flytja konur og börn til
staöa, sem öruggari væru. Þvi
verki var lokið siðdegis i gær og
voru konurnar og börnin flutt til
Húsavikur, Raufarhafnar og
Leirhafna. Guðjón Petersen, full-
trúi Almannavarna, hélt þegar
austur til að verða þeim Al-
mannavarnamönnum til halds og
trausts.
1 fyrstu fór allt rafmagn af
Kópaskeri, ennfremur var sima-
sambandslaust þangað. Það
tókst þó að koma rafmagni á
frystigeymslurnar, enda hefði
tjónið orðið mun meira, ef fram-
leiðslan, sem til var i húsinu,
hefði eyðilagst við að þiðna.
Simasambandslaust var enn við
Kópasker, þegar siðast fréttist og
fregnir bárust aðeins gegnum
fjarskiptatæki og svo með þeim,
sem þaðan komu, til Húsavikur.
I fyrstu var talið að brýrnar við
bæinn Os og Snartastaöi hefðu
eyðilagst, en það reyndist sem
betur fer ekki á rökum reist, en að
áliti vegagerðarmanna voru þær
mjög varhugaverðar yfirferðar.
Flokkur manna hélt þegar af
stað frá Húsavik áleiðis til Kópa-
skers, og komst hann klakklaust
til áfangastaðarins.
Einnig gengu flutningarnir á
fólkinu til Húsavikur vel. Sömu
sögu er að segja af flutningum
barna og kvenna til annarra
staða. Þegar og heyrðist
um ástandið á Kópaskeri, fór veg-
hefill frá Raufarhöfn i áttina til
Kópaskers og komst hann áfalla-
laust þangað.
Þegar þetta er skrifað, er veð-
urhæð mikil á Kópaskeri og stór-
hrið og mikill skafrenningur. Ótt-
uðust menn, að vegir út frá Kópa-
skeri og reyndar viðar á þessu
svæði myndu lokast, en reynt
verður i lengstu lög að halda veg-
um færum.
Allir verkfærir karlmenn á
Kópaskeri vinna nú að þvi að
byrgja fyrir glugga húsa þannig
að ekki skefli inn i þau, en mikið
af rúðum húsa brotnuðu i skjálft-
anum.
Þá var vitað, að fimm sprungur
höfðu myndast i hafnargarðinum
á Kópaskeri i skjálftanum i gær,
en þrátt fyrir það var hann talinn
vel nothæfur, hvað sem kynni að
gerast, ef fleiri skjálftar yrðu.
Ljósafoss, skip Eimskipafélags-
ins, var staddur á Kópaskeri,
þegar skjálftinn varð. Var ákveð-
ið i samráði við Almannavarnir
að skipið héldi kyrru fyrir á
Kópaskeri, þar til varðskip kæmi
þangað. Það varðskip, sem næst
var statt, var i það mikilli fjar-
lægð, að ekki var von á þvi til
Kópaskers fyrr en undir kvöld.
Þvi var skipið látið biða svo hægt
yrði að gripa til þess i skyndingu,
ef til stórtiðinda drægi.
Lesendur eru beönir aö
athuga þessar breyting-
ar, sem orðið hafa á
simaþjónustu Alþýðu-
blaðsins. Simar ein-
stakra deilda verða eft-
irleiðis þessir:
Ritstjórn:
81866
Kvöldsími
ritstjórnar
81976
Auglýsingar
14900
og einmg
14906
*
Askriftir, dreifing
og kvartanir í síma
81866
ALÞÝÐUBLAÐIÐ SEGIR:
NU ER
OKKUR
NÓG
BOÐIÐ!
Klukkan rúmlega 10 í gær-
kvöldi var á dagskrá sjónvarps-
ins umræðuþáttur um erlend
málefni i umsjá Gunnars G.
Schram. Þáttur þessi fjallaði
um Sameinuðu þjóðirnar og
hvers virði þær væru. Fékk
Gunnar til liðs við sig nokkra
fulltrúa þingflokka úr sendi-
nefndum tslands á Allsherjar-
þingi S.Þ. í þennan þátt. Það
hefur vakið athygli og furðu
margra, að i þvi vali sinu snið-
gekk Gunnar G. Schram Alþ,-
flokkinn einan allra þingflokka,
en i þættinum komu fram fuli-
trúar i sendinefndum islands
hjá S.Þ. skipaðir af öllum öðr-
um þingflokkum, en þingfiokki
Alþýðuflokksins. Viðmælendur
Gunnars voru Þórarinn Þórar-
insson, formaður utanrikis-
málanefndar Alþingis, en hann
var valinn fulltrúi þingflokks
Framsóknarflokksins I scndi-
nefnd tslandshjá S.Þ. árið 1974,
Magnús Torfi ólafsson, sem
valinn var I sendinefndina af
hálfri þingflokks SFV i vetur,
Elin Pálmadóttir, sem valin var
i sendinefndina af þingflokki
Sjálfstæðisflokksins i vetur og
Garðar Sigurðsson, sem einnig
var valinn i sendinefndina i vet-
ur sem fulltrúi þingflokks Al-
þýðubandalagsins. Fulltrúar
þingflokks Alþýðuflokksins i
sendinefnd tslands hjá SÞ i vet-
ur voru þeir Eggert G. Þor-
steinsson og Eyjólfur K. Sigur-
jónsson, og var til hvorugs
þeirra leitað unt þátttöku i þess-
um þætti né heldur til annarra
Alþýðuflokksmanna, sem setið
hafa þing SÞ. Virðist það þvi
með ráðum gert af Sjónvarpinu
og stjórnenda þessa þáttar, að
sniðganga Alþýðuflokkinn al-
gerlega, þegar valdir eru full-
trúar þingflokka, sem setið hafa
þing Sameinuðu þjóðanna, til
þess að fjalla um málefni stofn-
unarinnar.
Alþýðuflokksfólk hefur orðið
þess vart hvað eftir annað i vet-
ur, að þegar rikisfjölmiðlarnir
ræða við stjórn og stjórnarand-
stöðu um pólitisk málefni, sem
eru ofarlega á baugi, þá velja
þeir til skiptis ráðherra sitt úr
hvorum stjórnarflokknum, en
nær undantekningarlaust ein-
hvern þingmann Alþýðu-
bandalagsins, sem þeir siðan
kynna sem fulltrúa stjórnar-
andstöðunnar. Það má heita að
það hafi vart gerzt á þessum
vetri, að þingmaður úr hópi Al-
þýðuflokksmanna hafi orðið
fyrir valinu til þess að lýsa sjón-
armiöum sins flokks, þegar Ut-
varp eða Sjónvarp hafa valið
mann úr stjórn og annan úr
stjórnarandstöðu til þess að
fjalla um stjórnmál i beinum
fréttum eða fréttaskýringar-
þáttum. Hingað til hafa Sjón-
varp og Útvarp þó haldið sér við
þá reglu, aö þegar valdir eru
fulltrúar allra þingflokka til
þess að ræða einhver mál i þess-
um fjölmiðlum, þá sé einn
flokkur ekki sniðgenginn. Það
var þó gert i þætti Gunnars G.
Schram i Sjónvarpinu i gær, en
þar komu fram, eins og fyrr
segir, fulltrúar allra þingflokka
nema Alþýðuflokksins úr sendi-
nefridum Islands hjá SÞ.
Alþýðublaðið og Alþýðu-
flokksfólk hljóta að lita slikt
framferði mjög alvarlegum
augum og gagnrýna það harð-
lega, enda er hér um að ræða al-
gert brot á siðvenju, sem út-
varp og Sjónvarp hafa fylgt til
þessa. Alþýðublaðið krefst þess,
að útvarpsstjóri og útvarpsráð
láti þetta mál til sin taka og sjái
svo um, að allir stjórnmála-
flokkar fái að sitja við sama
borð hjá rikisfjölmiðlunum i
málum sem þessum, eins og
bæði reglur Útvarpsins, siðvenj-
ur þess og almenn réttlætis-
kennd mæla fyrir um að gera
skuli.
Alþýðuflokkurirm sniðgenginn \ umræðuþætti í Sjónvarpinu