Alþýðublaðið - 14.01.1976, Page 2

Alþýðublaðið - 14.01.1976, Page 2
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 65., 66. og 68. tbl. Lög- birtingablaðs 1974 á verksmiðjuhúsi við Sæmundargötu á Sauðárkróki með til- heyrandi lóðarréttindum og með vélum og tækjum tilheyrandi sokka- og prjónaverk- smiðju i húsinu, töldu eign Samverks h/f, fer fram að kröfu Framkvæmdasjóðs Is- lands, Iðnaðarbanka íslands h/f, og fl. á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 20. janúar 1976 kl. 14. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. Tilkynning til launagreiðenda sem hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Kefla- vík, Grindavík, Njarðvík, og Gullbringusýslu Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist, af Öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Keflavik, Grindavik, Njarðvik og Gullbringusýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna er launþeg- ar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann vanrækir skyldur sinar sam- kvæmt ofansögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreið- anda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Kefiavik og Grindavík Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Muniö hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i túna sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÍOI Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verö. Reynið viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. alþýðu mRmm RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Frumkvæðið vantar í forystugrein sinni i gær hvetur Morgunblaðið til þess að aðgerðir brezku herskipanna á Islandsmið- um verði ekki til þess að sá óeiningu meðal islenzku þjóðarinnar. Þessi ábending Morgunblaðsins er út af fyrir sig rétt. Á hinn bóginn verður blaðið að gera sér grein fyrir þvi, að þvi lengri timi sem liður án þess að rikisstjórnin taki forystu um á- kveðnar aðgerðir til þess að mót- mæla framferði Breta þvi liklegra er að ýmsir hópar manna gripi til sinna ráða varðandi mótmælaað- gerðir. Rikisstjórnin hefur verið mjög svifasein, hún virðist hafa átt i erfiðleikum með að gera upp hug sinn um til hvaða aðgerða beri að gripa og þjóðin er orðin óánægð. Til dæmis eiga menn erfitt með að skilja hvers vegna endilega þurfti að gripa til sjóréttarhalda út af á- siglingunni á Þór áður en rikis- stjórnin tæki ákvörðun um, hvort hún myndi slita stjórnmálasam- bandi við Breta. Álmenningi þykir þessi afstaða rikisstjórnarinnar lykta af ráðleysi, jafnvel efasendum um, að Landhelgisgæzlan skýri rétt frá atburðum. Þá undrast menn hvers vegna forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson, vildi ekki koma fram i fréttatima sjónvarpsins nú á dög- unum til þess að fjalla um málið. Al- menningur á bágt með að skilja þessi viðbrögð rikisstjórnarinnar og ástandið er orðið þannig, að ef rikis- stjórnin glatar frumkvæði i málinu munu landsmenn sjálfir taka til sinna ráða eins og þegar hefur gerzt. Alþýðublaðið er siður en svo þeirrar skoðunar, að slikt sé æski- legt. Við íslendingar verðum að koma fram sem ein, samstæð heild i þessu máli og rikisstjórn okkar á að hafast að i nafni þjóðarinnar allrar. En þá verður hún lika að sýna rögg- semi, hafa frumkvæði og gera sér ljóst hver er þjóðarviljinn. Góð sambúð Samskipti fjölmiðla og yfirstjórn- ar Landhelgisgæzlunnar hafa verið öll önnur og betri i þessu þorska- striði en þvi siðasta. 1 siðasta þorskastriði var sambúð fjölmiðla og æðstu yfirmanna Landhelgis- gæzlunnar mjög stirð vegna þess, að yfirmenn Landhelgisgæzlunnar héldu dauðahaldi i þá óskiljanlegu og heimskulegu afstöðu sina að neita blaðamönnum um að fá að fylgjast með atburðum landhelgis- málsins frá borði varðskipa með þeim afleiðingum, að islenzka þjóð- in fékk flestar fréttir af atburðum á miðunum frá erlendum fréttastof- um, meira eða minna rangfærðar. Um hrið rikti einskonar kalt strið á milli islenzku blaðanna annars veg- ar og dómsmálaráðherra og for- stjóra Landhelgisgæzlunnar hins vegar vegna þessarar stirfni hinna siðarnefndu i garð innlendra fjöl- miðla. Gætti þess jafnvel á stund- um, að islenzku fjölmiðlarnir væru við pressuna ekki nógu jákvæðir i garð Land- helgisgæzlunnar sem stofnunar vegna þess arna. En nú er ástandið allt annað og betra. Æðstu yfirmenn Landhelgis- gæzlunnar hafa loksins skilið nauð- syn þess að hafa góða samvinnu við fjölmiðla, jafnt erlenda sem inn- lenda. Blaðamenn innlendir sem er- lendir hafa fengið að fara með varð- skipunum út á miðin til þess að fylgjast með atburðum þar jafnóð- um og þeir gerast. Er ekki nokkur vafi á þvi, að þessi breytta afstaða æðstu yfirmanna Landhelgisgæzl- unnar hefur orðið málstað okkar i landhelgismálinu til mikils góðs þvi nú fá islenzkir fréttamenn að leggja sinn skerf af mörkum til þess að kynna viðburði landhelgismálsins og islenzka þjóðin fær góðar og skjótar fréttir af atburðum. Sambúð Landhelgisgæzlunnar og fjölmiðla er þvi nú eins og bezt verður á kosið og þannig á það lika að vera. Feröafélag islands heldur kvöldvöku i Tjarnar- búð miðvikudaginn 14. janúar kl. 21.00. Húsið opnaö kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sigurður Þórarinsson, jarö- fræðingur, sýnir litskyggnur frá Nýja-Sjálandi og útskýrir þær. 2. Sýnd verður kvikmynd af brúargerðinni á Skeiðarár- sandi, tekin af kvikmynda- gerðinni Kvik s/f, Reykjavik. Aðgangur ókeypis, en kaffi selt að loknum sýningum. Ferðafélag islands, Oldugötu 3, simar: 19533—11798. t Otför fööur okkar Ólafs Á. Halldórssonar sildarmatsmanns Hliðarvegi 14, fer fram frá isafjaröarkirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 2 e.h. Alda ólafsdóttir Halldór M. ólafsson Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 j Alþýðublaðið Miðvikudagur 14. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.