Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 6
FRÉTTA-------
ÞRÁÐURINN
Atök framundan hjá
verkalýðsfélögunum
Örn Ó. Johnsen, forstjóri Flugleiða:
Alþýðublaðið hafði samband
við Björn Jónsson, forseta Al-
þýðusambands Islands, í gær og
spurðist fyrir um gang samninga-
mála. Björn sagði að samninga-
málunum miðaðiekkert áfram og
að rikisstjórnin heföi ekkert gert
til þess að þoka málunum i sam-
komulagsátt. Ef ekkert nýtt kem-
ur fram hjá rfkisstjórninni og at-
vinnurekendum allra næstu daga,
eru meiriháttar átök ófyrirsjáan-
leg. Björn sagði, að visu væri eitt
og annað i athugun hjá rikis-
stjórninni, en ekkert heföi enn
komið fram, sem benti til þess að
samkomulag væri framundan á
næstunni.
Björn var spurður, hvort það
væri ekki algengt að vinnuveit-
endur drægju á langinn tillögur,
sem þeir mundu ganga að og
leggja fram að endingu. Björgn
sagði, að slikt gæti vel gerzt, en
þó bæri að athuga, að þeir væru
búnir að vera i samningaþófi á
annan mánuð frá þvi samninga-
viðræður hófust,
Þá var Björn Jónsson spurður
um það, hvaö yrði gert, ef ekkert
gengi saman næstu tvær vikur.
Björn sagði: ,,Ef ekkert kemur
nýtt fram i málinu nú alveg á
næstunni, sé ég ekki annað en að
til átaka komi á vinnumarkaðin-
um”. Um það hvort Alþýðusam-
bandið legði mesta áherzlu á
hliðarráðstafanir ýmisskonar en
minni áherzlu á beinar kaup-
hækkanir, sagði Björn, að ekki
kæmu til greina neinir samningar
nema verulegar breytingar yrðu
á kaupinu jafnframt. „Sarnt sem
áður mun Alþýðusambandið
einnig halda fast við þær tillögur
sinar, sem ekki fela i sér beinar
kauphækkanir,” sagði Björn
Jónsson, forseti ASÍ, að lokum.
Næsti samningafundur verður
haldinn i dag.
Loðnuverðið í
vikulokin?
Loðnuverð hefur enn ekki verið
ákveðið. Þó virðist sem til tfðinda
fari að draga hvað varðar verð-
ákvörðun á frystri loðnu til út-
flutnings. Standa nú yfir viðræður
viö okkar aðalkaupendur ytra,
Japani, og er þess að vænta að
samningaviðræðunum ljúki i
vikulokin og verð og magn til út-
flutnings þá ákveðið.
Loðnusjómenn hafa verið alló-
hressir með seinagang við
ákvörðun loðnuverðs og telja það
fásinnu að verðið sé ákveðið á
miðri vertfð. Er ekki seinna
vænna fyrir yfirvöld að ákveða
verðiö þvi loðnuvertið fer senn aö
hefjast. 1 fyrra fannst fyrsta torf-
an 9. janúar svo efalaust verður
þess ekki langt að biða að loðna
finnist i ár.
Alvarlegt slys
í Njarðvíkum
Mjög alvarlegur árekstur varð
klukkan 16.20 i gær i Grænsás-
brekku, Njarðvikum. Kona stór-
slasaöist i slysinu, en hún var far-
þegi i annarri bifreiðinni.
Málavextir eru þeir, að Volks-
wagen bifreið var á leið niður
Grænsásbrekku, og fólksfiutn-
ingabifreiö á uppleið. Skipti þaö
engum togum, að fólksbifreiðin
fauk af völdum vindstrekkings og
hálku, framan á fólksflutnings-
bifreiöina og er minni bifreiðin
nær ónýt eftir höggið.
Farþegar i fólksbifreiðinni
meiddust allir en misjafnlega þó.
Fyrrnefnd kona meiddist mest,
eins og áður sagði, og eru meiðsli
hennar talin mjög alvarleg, en þó
ekki fullkönnuð ennþá. Bifreiða-
stjórinn og barn er i bifreiðinni
voru, hlutu ekki teljandi meiðsli.
Seðlanúmerin
sönnuðu
glæpínn
Brotizt var inn I verzlun Slátur-
félags Suðurlands i fyrrinótt.
Vaktmaður i Búnaðarbankanum
varð var við mannaferðir þar inn-
an dyra og tilkynnti lögreglunni.
Þjófurinn slapp þó út, en fannst á
róli i miðborginni nokkrum min-
útum siðar.
Neitaði þjófurinn, ungur utan-
bæjarpiltur, i fyrstu innbrotsá-
sökunum og kvaðst alsaklaus af
öllum glæpum. Hann hafði þó um
7 þúsund krónur i sinum fórum i
hundraðkrónu seðlum og sam-
svaraði það einmitt þeirri upphæð
sem stolið var úr SS. búðinni.
Rannsóknarlögreglan var þó
alls ekki af baki dottinn, þrátt
fyrir sakleysishjal kauða. Veitti
hún þvi athygli, að nokkrir 100
króna seðlanna, sem pilturinn
hafði i fórum sinum, voru nýir og
iréttri númeraröð. Fór lögreglan
þá á innbrotsstað og uppgötvaði
að verzlunin hafði nýlega fengið
peninga úr bankanum og hafði
einmitt númeraða hundraðkrónu
seðla i framhaldsnúmeraröð af
seðlum piltsins.
öll spjót beindust nú að utan-
bæjarsnáðanum. Hann áttaði sig
á vonlausri aðstöðu sinni, játaði
þvi glæpinn og segir vonandi ekki
frekar af heimsókn utanbæjar-
mannsins til Reykjavikur.
Forstjórar Flugleiða
héldu i gær blaða-
mannafund, þar sem
gerð var grein fyrir
rekstri félagsins á und-
anförnum árum og stöðu
þess i dag, tveim og
hálfu ári eftir að Flugfé-
lag íslands og Loftleiðir
sameinuðust — og harð-
vitugu striði beggja inn-
lendu flugfélaganna um
farþega á flugleiðum til
og frá hinum Norður-
löndunum lauk með
samvinnu og samein-
ingu.
Grein sú, sem hér fer
á eftir, er megininntak
ræðu Arnar Ó. Johnsen,
sem hann hélt á blaða-
mannafundinum i gær,
en þar vikur hann einnig
að þeirri gagnrýni, sem
þessi flugfélagasam-
steypa hefur sætt i fjöl-
miðlum að undanförnu.
Flugmálin, og hinir ýmsu þætt-
ir flugrekstrar og fiug-
samgangna, hafa mjög verið i
sviðsljósi á nýliðnu ári, ekki
aðeins erlendis heldur einnig hér
á landi. 1 umræðum um þessi mál
virðist sem erlendis hafi hæst
borið hina erfiðu fjárhagsafkomu
mikils fjölda flugfélaga viða um
heim, enda haft á orði, að sum
þekkt flugfélög hafi jafnvel riðað
til falls.
Orsakir þeirra erfiðleika, sem
steðjað hafa að flugrekstrinum
eru sjálfsagt margþættar, en ekki
fer þó milli mála að megin vanda-
málin hafa verið oliuhækkanirnar
og almennar hækkanir reksturs-
kostnaðar á flestum sviðum
vegna verðbólgu.
Flugleiðir hafa auðvitað átt við
þessi sömu vandamál að striða
einsog erlendu flugfélögin, og
raunar i enn rikara mæli þarsem
verðbólga hefur verið meiri iVrá
landi en viðast annarsst. Auk
þess jók það á erfiðleika okkar að
ýms verstu áföllin á þessu sviði,
svo sem oliukreppan, skullu yfir
skömmu eftir stofnun Flugleiða
og áður en timi hafði unnist til að
koma við þeirri margvislegu hag-
ræðingu, sem sameining flug-
félaganna gerir mögulega.
Arið 1975 var annað heila árið,
sem Flugleiðir störfuðu. Arið var
nokkur prófsteinn á árangurinn
af sameiningu flugfélganna þvi
það var fyrsta árið, sem við varð
komið ýmsum þýðingarmiklum
breytingum, sem leiddu til auk-
innar hagræðingar i rekstrinum.
Strax eftir stofnun félagsins,
sumarið 1973 var að visu hafist
handa um stöðvun þeirrar sóunar
fjármuna, sem leitt hafði til
samkeppni flugfélaganna tveggja
á Evrópuleiðum, aðallega þó
flugleiðunum til Norðurlanda.
Hinsvegar tók það frameftir ári
1974 að ákvarða ýms megin atriði
i skipulagi Flugleiða og
árið 1975 var þvi fyrsta árið,
sem ýmsir jákvæðir þættir sam-
einingarinnar tóku að segja til
sin.
fyrir
Rekstraráætlun
1975.
Arið 1975 var lika hið fyrsta,
sem gerð var heildar rekstrar-
áætlun fyrir félögin, bæði um
flutninga og þá einnig um tekjur,
gjöld og fjárstreymi. Við gerð
þessarar rekstraráætlunar, sem
byrjað var að vinna að um haust-
ið 1974, varð auðvitað að taka tillit
til þess efnahagssamdráttar, sem
SAMKEPPNIN
KEMUR
UTAN FRÁ
Forstjórar Flugleiða, frá vinstri: Sigurður Helgason, Örn ó. Johnsen og Al-
freð Eliasson.
farið var að gæta bæði hérlendis
og erlendis á árinu 1974 og gera
mátti ráð fyrir að farið gæti
vaxandi. 1 öllum markaðslöndum
fyrirtækisins hafði verðbólgan
vaxið frá árinu áður. Mest varð
hún á Islandi, 43% að meðaltali,
en minnst i Þýzkalandi, 7%. Þá
mátti einnig gera ráð fyrir nei-
kvæðum áhrifum af þeim far-
gjaldahækkunum, sem reynst
höfðu óhjákvæmilegar vegna
hinna miklu oliuhækkana, sem
byrjuðu haustið 1973 og dundu
yfir með miklum þunga, sérstak-
lega fram eftir ári 1974, en sem
dæmi um þær hækkanir má
nefna, að eldsneytis kostnaður
beggja félaganna varð 130 millj.
krónum hærrii júlimánuði 1974 en
FLUGLEIOIR HF
Skipting tekna í flugrekstri 1975
POSTUR LEIGUFLUG
hann hafði verið i sama mánuði
árið áður og var þó flugáætlun
svipuð báða þessa mánuði.
Þá blöstu þær staðreyndir við
haustið 1974, að farþegum i áætl-
unarflug yfir Norður-Atlantshaf
fækkaði allverulega frá árinu
áður og fagmönnum kom yfirleitt
saman um, að ekki væri bata að
vænta á þeirri flugleið, nema
siður væri, á árinu 1975 (Við lok
ársins 1974 kom I ljós heildar far-
þegaflutningar yfir
Norður-Atlantshaf höfðu minnkað
um 10,5%, en flutningar Loftleiða
á sömu leið þó mun minna, eða
um 4,2%)
Af þessari ástæðu var strax um
haustið 1974 tekin sú veigamikla
ákvörðun að starfrækja aðeins
þrjár DB-8 —flugvélar á
Norður-Atlantshafsleiöinni
sumarið 1975, i stað fjögurra
sumarið 1974. Þessi ákvörðun var
öllum ráðamönnum Flugleiða
þungbær, sérstaklega þar sem
hún hafði i för með sér uppsögn 16
flugliöa, en hún var nauðsynleg
eins og á stóð og við teljum nú,
þegar horft er til baka, að rétt-
mæti þessarar ákvörðunar hafi
sannast á liðnu ári, enda héldu
flutningar á Norður-Atlantshafi
áfram að dragast saman á árinu.
Loks blasti það við i lok ársins
1974, að komum erlendra ferða-
manna til Islands hafði fækkað
um 7,5% frá árinu áður og f jölgun
farþega með Fí og LL á Evrópu-
leiöum hafði verið með minnsta
móti, eða aðeins 1.9% frá árinu
áður. Einnig hafði dregið úr
aukningu farþegaflutninga inn-
anlands i 10.0%, en þeir höfðu
aukist um 20.4% árið áður.
1 ljósi alls þessa og með tilliti til
rekstrarafkomu fyrirtækisins
undanfarandi ár, og erfiðrar fjár-
hagsstöðu, vartalinbrýn nauðsyn
að gæta fyllstu varúðar við gerð
rekstraráætlunar fyrir árið 1975,
m.a. með fækkun ferða yfir
Norður-Atlantshaf, svo sem áður
ergetið, og með þvi aðhalda uppi
svipuðum ferðafjölda á Evrópu-
leiðum og árið áður, en að fjöiga
þó nokkuð ferðum á innanlands-
leiðum. Jafnframt var i flutn-
ingaspám og tekjuáætlunum gert
ráð fyrir 10% fækkun farþega á
öllum miliilandaleiðum, en 10%
fjölgun farþega á innanlands-
leiðum.
Varðandi fjárhagsafkomu
Flugleiða á liðnu ári er þvi miður
ekki mikið hægt að segja enn sem
komið er. Þó má gera ráð fyrir að
hagnaður verði af rekstrinum,
þótt ekki verði hann mikill.
Reynist það svo, hygg ég að við
getum sæmilega við unað miðað
við allar aðstæður. þ.e.a.s. sam-
drátt i flutningum og mikla hækk-
un reksturskostnaðar vegna
verðbólgu. Hefur þá ráðið úrslit-
um, annarsvegar, takmörkun á
sætaframboði, sem leiddi til betri
nýtingar flugvélanna og, hins-
vegar margháttuð hagræðing og
spamaður i rekstri. Um þetta
hvorttveggja hefur svo örugglega
betur tekist en ella hefði vegna
þess, að félögin höfðu verið sam-
einuð. Vegna sameiningar þeirra
varð taprekstri forðað þrátt fyrir
Skipting kostnadar 1975
FLUGREKSTUR
STÓOVAKOSTN.
SALA OG AUGLYSINGAR
erfitt árferði og vegna hennar
hafa sparast drjúgar fjárhæðir i
erlendum gjaldeyri, sem miklu
máli skiptir fyrir þjóðarbúið.
Áætlanir fyrir
nýbyrjað ár.
Nú er verið að ljúka við gerð
rekstraráætlunar fyrir árið 1976.
Nokkur óvissa rikir þó enn um
vissa þætti sumaráætlunar, en
helstu breytingar i miliilanda-
flugi frá liðnu sumri verða vænt-
anlega þær að fjölgað verði um
eina ferð milli Luxembourg og
Chicago, þ.e. úr 3 i 4 ferðir viku-
lega og i stað 2ja ferða til Osló og
Stockholm, sem farnar voru með
DC-8 flugvélum i fyrra, verða nú 3
ferðir með Boeing 727. Þá mun
beinum ferðum til Kaupmanna-
hafnar fjölga úr 8 i 9 og verða
og gengið frá kaupum DC-8 flug-
vélanna. Hefur rúm 1 millj. doll-
ara af þessum lánum nú þegar
verið endurgreidd, i samræmi við
gerða lánasamninga. Fyrirhugað
rekstrarlán að upphæð 5 millj.
dollara hefur hinsvegar ekki enn
verið tekið og gæti svo farið að
ekki yrði þörf á að taka það fyrst
um sinn. Við teljum hinsvegar
mikið öryggi i þvi fólgið fyrir
Flugleiðir að eiga kost á rikis-
ábyrgð fyrir sliku láni, ef nauð-
synlegt reynist að bæta f járhags-
stöðu fyrirtækisins, enda er
Farþegafjöldi innanlands 1975
(ÞUS.) FLUGLEIÐIR HF
FLUGLBÐtfí HF'
tvær þeirra með DC-8. Tvær ferð-
ir verða til Þýzkalands vikulega,
hliðstætt þvi sem var sumarið
1973. Fleiri minniháttarbreyt-
ingar kunna einnig að verða
gerðar á sumaráætluninni frá þvi
sem var i fyrra, en ekki er gert
ráð fyrir neinum stökkbreyting-
um, enda margt sem bendir til að
hófleg bjartsýni varðandi vænt-
anlega flutinga henti bezt á þessu
nýbyrjaða ári.
Rikisábyrgðir.
Haustið 1974 sóttu Flugleiðir
um rlkisábyrgð fyrir tveimur
erlendum lánum. Hið fyrra, að
upphæð $13.500.000, var til kaupa
á tveimur þotum af gerðinni
DB-8-63, sem Loftleiðir höfðu
starfrækt um nokkurt árabil á
leigukaupsamningi við Seaboard
World Airlines, en upphaflegt
kaupferð þessara flugvéla, og nú-
verandi markaðsverð, er um 22
millj. dollara. U $8.500.000 af
leiguverði höfðu áður gengið upp i
kaupferð flugvélanna. Siðara lán-
ið, að upphæð $5.000.000, var ætl-
að til að bæta rekstrarfjárstöðu
félagsins. Rikisstjórnin fól
sérstakri nefnd að kanna fjár-
hagsstööu félagsins ásamt
rekstrar- og fjárstreymisáætlun-
um. Að fengnu jákvæðu áliti
hennar, lagði rikisstjórnin frum-
varp fyrir Alþingi til að afla
heimildar fyrir veitingu
ábyrgöanna og var frumvarpið,
svo sem kunnugt er, samþykkt
eftir nokkrar umræður.
Að rikisábyrgð fenginni voru
tekin tvö lán i Bandarikjunum,
alls að upphæð 13,5 millj. dollara
rekstursfé þess vissulega I lág-
marki.
Allmiklar umræður hafa orðið
um þessa rikisábyrgö og aðrar
sem Flugfélag Islands og Loft-
leiðir höfðu áður fengið. Virðist
svo sem sumir vilji likja þeim við
beinan rikisstyrk, sem er auðvit-
að hin mesta fjarstæða. Skemmst
er frá að segja að hvorugt flugfé-
iaganna hefir nokkru sinni notið
rikisstyrkja og er liklegt að eins-
dæmi sé að tekist hafi að byggja
upp flugsamgöngur þjóðar, inn-
anlands og við umheiminn, al-
gjörlega án rikisstyrkja, svo sem
hér hefur verið gert.
1 þessu sambandi skal þess og
getið að lán þau til kaupa á Fokk-
er-flugvélum og þotunni ,,GULL-
FAXA”, sem Flugfélagi íslands
var veitt rikisábyrgð fyrir á sin-
um tima, eru nú að fullu endur-
greidd og staðið hefir verið að
fullu við alla lánasamninga Loft-
leiða og Flugleiða.
Áróður gegn
Flugleiðum
A nýliðnu ári, þá sérstaklega i
siðasta mánuði þess, hefur marg-
vislegum áróðri verið uppi haldið
gegn Flugleiðum. Kennir þar
margra grasa, en að ýmsum
dylgjum slepptum, sem ekki geta
talist svaraverðar, má greina eft-
irfarandi tvö meginatriði ároö-
ursins:
1 fyrsta lagi: Að fargjöld á
áætlunarleiðum innanlands og
milli landa séu óeðlilega há og hið
sama gildi um verð Kanarieyja-
ferða.
PlnstiM lif
PLASTPOKAVE R KSMKP JA
Sfmar 82A39-82Á55
Vetn*göf6um 6
Box 4064 - Rayfcjavik
Pípulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur AAöller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
Hafnarfjar&ar Apótek
Afgreiðslutimi:
Virka daga kl. 9-18.30
'Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsing^sími 51600.
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
ónnumst alla
I máiningarvinnu
— úti og inni —
. gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
! HréTnsum gólfteppi og húsgögn I
heimahúsum og fyrirlekjum.
Érura meö nýjar vélar. GÓÖ þjón-
* ústa. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Innrettingar
VBBv husbyggingar
BREIÐÁS
Vesturgötu 3 simi 25144
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Simi 74200 — 74201
1 öðru lagi: að með sameiningu
flugfélaganna hafi þau náð einok-
unaraðstöðu, sem hættuleg sé og
leiða muni til hærri fargjalda til
tjóns fyrir almenning. Þvi beri að
heimila samkeppni á áætlunar-
leiðum af hálfu innlendra aðila.
— 0 —
Ég tel ekki rétt að ljúka svo
máli minu að ekki sé fullyrðing-
um þessum gerð nokkur skil, með
lýsingu staðreynda eða með rök-
færslum, eftir þvi sem við á.
Fargjöld:
Vfkjum fyrst að fargjöldum á
áætlunarleiðum. Gerður hefur
verið samanburður á innanlands-
fargjöldum okkar og flugfar-
gjöldum innan hvers hinna
þriggja skandinavisku landa,
Ðanmerkur, Noregs og Svi-
þjóðar, á hliðstæðum vegalengd-
um. Miðað er við þrjár flugleiðir
okkar, þ.e. styztu flugleiðina, sem
er milli Reykjavikur og Vest-
mannaeyja, milli vegalengd sbr.
Reykjavik—Akureyri og hlut-
fallslega langa flugleið eins og
Reykjavik—Hornafjörður. Þessi
samanburður sýnir, að i þessum
nágrannalöndum okkar eru inn-
anlandsfargjöld mun hærri en
hér, eða, sé tekið meðaltal far-
gjaldanna á Norðurlöndum, eru
þau 95% hærri á styztu vega-
lengdinni, 83% hærri á millivega-
lengd og 86% hærri á lengstu
leiðinni, eða m.ö.o. næstum
helmingi hærri á öllum leiðum, en
fargjöld eru hér á landi.
Sé fargjaldið frá Reykjavik til
Kaupmannahafnar borið saman
við fargjöld frá öllum fjórum
höfuðborgum hinna Norðurland-
anna til staða i svipaðri fjarlægð,
kemur I ljós að þau eru öll hærri,
þetta frá 18 upp i 42% eða að
meðaltali 34% hærri.
Við þetta má svo bæta þvi, að
Flugfélag tslands, hefur um langt
árabil verið aðili að sambandi
þeirra Evrópuflugfélaga, sem eru
meðlimir IATA, en samband
þetta safnar árlega upplýsingum
um tekjur og gjöld þeirra félaga,
sem eru innan vébanda þess.
Meðal þeirra upplýsinga, sem þar
koma fram eru rauntekjur félag-
anna eða nyt eins og það hefur
verið kallað, miðaðviðhvern far-
þega-kilómetra. Tekjur Flug-
félags Islands hafa ætið verið
langlægstar allra félaganna fyrir
hverja slika einingu og voru t.d.
fyrirárið 1974 rúmlega 40% lægri
FLUGLEIÐIR HF
Sætanýting DC-8
1972 1973
HAQÐBLD 3/1 1878
en meðal
bandsins.
1974 1975
nyt meðlima sam-
Kana riey ja ferðir:
Þá hefur þvi verið haldið fram,
aö tilkoma samkeppnisaðiia i
Kanarieyjaflugi hafi leitt til
lækkunar á verði þeirra ferða.
Staðreyndin er hinsvegar sú, að
þegar Flugfélag fslands h.f. hóf
Framhaid á bls. 4.
fWQLBÐIRHF
Farþegatekjur 1975 bandaríkjadaur
MARKAO3RANNS0KNADQLD 3/1 1976
ii»r€ttir
Tveir þýðingarmiklir
leikir í handboltanum
í kvöld
Tveir þýðingarmiklir leikir verða leiknir i Is-
landsmótinu i handknattleik i Laugardalshöll-
inni i kvöld. Fyrst leika Grótta og Ármann og
strax á eftir Fram og Valur.
Fyrri leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir
botnsætið i 1. deildinni. Flestir eru sammála um
það, að eins og staðan er i dag þá verða það þessi
félög — þ.e.a.s. Grótta og Ármann — sem koma
til með að berjast um fall niður i 2. deild að ári
komanda. Armann stendur betur aö vigi heldur
en Grótta þar sem það hefur einu stigi meira.
Töluvert er þó eftir af mótinu ennþá, svo það er
kannski ekki sanngjarnt að dæma annað hvort
þessara félaga til þess að falla, þótt óneitanlega
sé staða þeirra i deildinni lökust. Þegar þessi fé-
lög léku saman i Hafnarfirði I fyrri umferðinni,
unnu Seltjarnarnesmennirnir örugglega. Leik-
urinn i kvöld verður efalaust mikill baráttuleik-
ur, og verður áreiðanlegt að bæði liöin selja sig
dýrt.
Seinni leikurinn i kvöld milli Fram og Vals,
verður ekki siður spennandi en fyrri leikurinn.
Þegar liðin léku saman I fyrri umferðinni unnu
Valsmenn 13:12. Sá leikur var hnifjafn allan
timann, og hefði sigurinn auðveldlega getað lent
hjá hvoru liðinu fyrir sig. Jón H. Karlsson,
landsliðsmaðurinn úr Val, gerði þá sigurmark
liðs sins á lokaminútu. Valur stendur óneitan-
lega langbezt að vigi i deildinni i ár, en ef Fram
vinnur i kvöld, þá opnast staðan i deildinni þaö
mikið að jafnvel Fram og Vikingur eiga mögu-
leika á að verða Islandsmeistarar.
Jón H. Karlsson
ekki með
Val í kvöld
Jón H. Karlsson, landsliðsmaðurinn úr Val,
mun ekki leika með liði sinu i kvöld, i hinum þýð-
ingarmikla leik gegn Fram I íslandsmótinu i 1.
deild. Vegna atvinnu sinnar fór Jón til V-Þýzka-
lands i gærdag og getur þvi ekki tekið þátt i
tveimur næstu leikjum Vals i mótinu. Er þetta
mikill missir fyrir Valsmenn, einkum þegar tillit
er tekið til þess, að ef þeir sigruðu i þessum
tveimur leikjum, væru þeir án nokkurs vafa
búnir að hálftryggja sér tslandsmeistaratitilinn
I ár.
Heyrzt hefur, að gamla landsliðskempan,
Gisli Blöndal, muni taka sæti Jóns i Valsliðinu i
kvöld. Gisli hóf æfingar ekki alls fyrir löngu.
Jón H. Karlsson leikur ekki með
Val i kvöld.
Kasettuiönaöur og áspilun,
fyrir útgefendur hlíómsveitir,
kóra og fi. Leitiö tilboöa.
Mifa-tónbÖnd Akureyri
Pósth. 631. Slmi (94)22136
Dúnn
Sfðumúla 23
/ími 64900
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Simar 25322 og 10322