Alþýðublaðið - 14.01.1976, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 14.01.1976, Qupperneq 9
V arnarliðsmenn, sem brjóta íslenzk lög fara fyrir herrétt! Upp hefur komizt um stórfellt fikniefnasmygl hingað til lands. Svo virðist sem 3 Bandarikja- menn séu höfuðpaurar smyglsins og er þar um að ræða varnarliðs- menn á Keflavikurflugvelli. Er málið mjög umfangsmikið og flókið og langt þvi frá að öll kurl séu komin til grafar ennþá. Þó er þegar ljóst að Islendingar tengj- ast þessu fikniefnamisferli, bæði með sölu efnisins og neyzlu þess. En eftir hvaða lögum verða hinir þrir Bandarikjamenn dæmdir? — eftir islenzkum lög- um, þvi þau brjóta þeir, eða eftir bandariskum, vegna þjóðernis þeirra og stöðu hjá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli — það er spurning sem mönnum leikur for- vitni á að vita. Blaðið hafði sam- band við Pál Ásgeir Tryggvason ráðuneytisstjóra varnarmála- deildar utanrikisráðuneytisins og spurðist fyrir um þessi mál. „Við íslendingar höfum forréttindi til lögsögu gegn erlendum aðilum, sem brjóta islenzk lög hér á landi. Hins vegar hafa bandarisk yfir- völd á Keflavikurflugvelli ætið óskað eftir þvf, i samræmi við varnarsamning íslands og Bandarikjanna, að hafa lögsögu yfir varnarliðsmönnum þegar þeir gerast brotlegir hér á landi. Sú ósk Bandarikjamanna hefur yfirleitt verið tekin til greina, og hefur þvi langoftast verið sam- þykkt af ráðuneytinu, sakadóm- ara og fikniefnadómstólnum að gefa bandarískum yfirvöldum eftirlögsögu i þeim fikniefnamis- ferlismálum sem upp hafa komið hjá varnarliðsmönnum hér á landi. Þess má að lokum geta að refsingar fyrir brot af þessu tagi eru mun strangari samkvæmt bandariskum lögum, svo við þurfum ekki að vera hræddir um að þeir seku sleppi undan sinni refsingu.” Þa hafði Alþýðublaðið samband við Arnar Guðmundsson fulltrúa hjá Fikniefnadómstólnum og spurðist fyrir um algengustu refsingar fyrir fikniefnamisferli. „Það fer að sjálfsögðu eftir þvi um hvers konar meðhöndlun á fikniefnum er að ræða og einnig hvers konar fikniefni þar eru. Það eru t.d. mun strangari refsingar við meðhöndlun á LSD en hassi. Strangasti dómur sem upp hefur verið kveðinn hjá Flkniefnadóm- stólnum til þessa, er fjögurra mánaða varðhald og 30 þúsund króna sekt. Þá hafa sektarupp- hæðir farið hátt i 200 þúsund krón- ur. Vægasta refsing, sem notuð er, er áminning og er hún notuð við vægasta fikniefnamisferli, t.d. ef einstaklingur er einu sinni staðinn að þvi, eða á hann sannað, að hafa neytt fikniefna.” Þá spurðum við Arnar hvort al- gengt væri að Bandarikjamenn væru staðnir að fikniefnamisferli hér á landi og hvort þræði fyrr- greinds fikniefnasmygls á Kefla- vikurflugvelli mætti rekja til Reykjavikur. „Það er alltaf nokkuð um það að varnarliðsmenn séu staðnir að fikniefn amisferli, en ennþá hefur málið sem siðast kom upp á Keflavikurflugvelli, ekki komið til okkar kasta, hvað sem siðar verður. Það er ýmist, hvort varn- arliðsmenn séu dæmdir af is- lenzkum dómstólum eða banda- riskum herrétti og fer það eftir atvikum hverju sinni. Ef t.d. er um að ræða fikniefnaviðskipti eins varnarliðsmanns við annan, þá er Bandarikjamönnum oftast gefin eftir lögsagan. Ef hins,veg- ar Islendingar blandast i málið, þá horfir málið öðruvisi við. Ég man t.d. dæmi þess að islenzkur dómstóll sýknaði tvo varnarliðs- menn af grun um fikniefnamis- Varnarliðsmenn gera meira en aðeins fylgjast með rússneskum kaf- bátum, freigátum og þotum umhverfis landið. Þeir stunda lika fikni- efnasmygl af miklum krafti. ferli ekki alls fyrir löngu, þó al- gengast sé að bandariskur her- réttur meðhöndli sina menn. En það er sem sagt engri algildri reglu fylgt við afgreiðslu þessara mála, heldur er tekin afstaða til einstakra tilfella,” sagði Arnar Guðmundsson að lokum. Almannavarna- yfirvöld voru aðvöruð í tíma „Það var orðið ljóst i septem- ber i fyrra, að virkni jarðhrær- inga i Mývatnssveit og á Kröflu- svæðinu var orðin óeðlilega mikil, og þvi bætt við tveimur jarðskjálftamælum, öðrum við vinnubúðirnar i Kröflu, en hin- um I Gæsadal sem er norður af Reykjahlið”, sagði Páli Einars- son jarðeðlisfræðingur, er Al- þýðublaðið spurði hann hvenær þeir hefðu fyrst fengið vitneskju um þessar jarðhræringar, og hverjuin þeir hafi þá gert við- vart umþær. „Það voru settir jarðsk jálfta- mælar á Húsavík. Skútustöðum og á Grimsstöðum i fyrrasum- ar, en þá var töluvert mikið um skjálfta i Mývatnssveit, og var það til þess að mælir var settur upp i Reykjahlið i byrjun júli, og svo þessir tveir i Gæsadal og við Kröflu. í september þegar hin ó- eðlilega virkni var orðin Ijós, þá bentum við almannavarnanefnd rikisins, og Mývatnssveitar á hana, þannig að aðvaranir frá okkar hálfu komu vel timan- lega, og einnig létum við eftir- litsmenn jarðskjálftamæla um land allt vita. Við gcfum út svokaliað „skjálftabréf” mánaðarlega, og kemur út eitt slikt nú eftir hclgi. Þessi bréf eru skráð af raunvis- indastofnun HI í samvinnu við veðurstofuna, og eru þau dreifð til allra eftirlitsmanna jarð- skjálftamælanna. Einnig gefum við út skjálftabréf ef einhver ó- eðlileg þróun hefur átt sér stað i virkni jarðhræringa”, sagði Páll Einarsson að lokum. Formaður almannavarnar- nefndar Mývatnssveitar er Jón Illugason oddviti, og bóndi á Haga. Við höfðum samband við Jón og spurðum hann um við- búnað nefndarinnar, er hún frétti um jarðhræringarnar. „Er við fengum þessar fréttfr fyrst, þá var haldinn sameigin- legur fundur með almanna- varnarnefnd rikisins og nefnd sveitarinnar, sem var kosin i siðustu sveitarstjórnarkosning- um, og einnig voru ýmis félags- samtök boðuð á fundinn, eins og Slysavarnarfélagið, slökkvilið- ið, kvenfélagið og fleiri félög. Þar var fjallað um neyðar- skipulag, sem fjaliar um ein- staka verkþætti I björgunarað- gerðum. Siðan hefur verið unnið að þessu skipulagi jafnt og þétt, en björgunarsveit hefur séð um gæzlu á svæðinu allt frá byrjun gossins. Einng var búið að vinna að brottflutningsáætlun, en sem betur fer þurfti hún ekki að koma til framkvæmda.” Er við spurðum Jón um viðbrögð fólks i sveitinni við gosinu, og hvaða hugsanleg áhrif það kann að hafa, sagði hann að fólk hefði tekið þessu alveg án þess að æðrast. en þessir sifelldu skjálftar væru mjög hvimleiðir til lengdar, og kynnu kannski að hafa áhrif á börn, þó að það væri alveg óvist. Sagði hann að jarð- skjálftar hefðu verið á hverjum degi, að visu misjafnlega stórir, en þó hefðu engir jarðskjálftar verið laugardag og sunnudag, en i gær hefðu fundizt tveir all- sterkir. Að lokum tjáði Jón okk- ur það, að skemmdir af völdum gossins væru engar, að undan- teknu húsinu i Reykjahlið, en þar komu sprungur i veggi. Sjóðakerfið tekur brátt stakkaskiptum Nefnd sú sem sett var á laggirnar til að fjalla um sjóða- kerfið svonefnda hefur verið á stanzlausum fundum að undan- förnu. Fyrir helgi greindi Alþýðublaðið nokkuð frá þessum málum og greindi þá frá viðtali sem blaðamaður átti við Ólaf Hannibalsson, skrifstofustjora hjá Alþýðusambandi íslands. I framhaldi af þvi hafði Alþýðublaðið samband við Jón Sigurðsson, hagsýslustjóra og bað hann gera nokkra grein fyrir hinum raunverulegu viðfangsefn- um nefndarinnar. Jón sagði að rekja mætti tilurð þessarar nefndar til samning- anna milli sjómanna og útvegs- manna i april i fyrra um rekstur bátaflotans. Þá var það sem fulltrúar Sjómannasambandsins og Landssambands islenzkra út- vegsmanna óskuðu eftir að rikis- stjórnin hlutaðist til um gagngera endurskoðun á gildandi lögum og reglum um sjóði sjávarútvegsins og að samhengi þessara sjóða við skiptaverðið á fiskinum og þar með við hlutaskipti sjómannanna yrði tekið til skoðunar. Jón sagði að það væri enginn vafi á þvi, að ástæðuna til þessarar óskar mætti rekja til mikillar hækkunar á útflutningsgjöldum. Þetta á þó sérstaklega við tvö siðastliðin ár, en á þvi timabili voru tekin stanz- laust meiri og hærri útflutnings- gjöld til þess að greiða niður út- gerðarkostnað, fyrst og fremst oliuna, en einnig aðra liði, svo sem vátryggingu fiskiskipa. Jón benti á að frá þvi i mai sl. er lög- bundið var fyrir oliusjóð sérstakt útflutningsgjald hafi útflutnings- gjaldtakan i heild numið um 16% af útflutningsverðmætinu fob, en það væri um 10-11% hærra en þetta gjald var lengstaf á árunum milli 1960-1970. Á ársbyrjun 1974 var ákveðið að verð á brennsluoliu til fiskiskipa skyldi haldast óbreytt frá þvi sem var I nóvember ’73. Jón var spurður hver áhrif þeirrar ákvörðunar hefðu verið að hans mati. „Það leiðir af sjálfu sér, að hér er um mikinn kostnað að ræða og með þvi að taka þetta af óskiptu aflamagni að öllu leyti er hér vissulega um mikinn jöfnuð að ræða, eða tilfærslu milli aðila, bæði skipa og áhafna. Þetta gefur augsjáanlega ekki heldur rétta mynd af rekstrarskilyrðum hvers veiðiskips, þar sem oliufreku skipin fá borgaðan niður hvern litra af oliu.” Þá var hagsýslustjóri spurður um, það hvaða breytingar kæmu helzt til greina. Jón sagði: „Það liggur i hlutarins eðli að sjóðmyndunin fer að mestu til að borga kostnað, sem að öðrum kosti kæmi af bátshlutunum i fiskverðinu. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að svona mikil röskun á útgerðar- kostnaðinum, sérstaklega með tilliti til þess, hve dýrt eldsneytið er, gengur hreint ekki svo vel upp við gildandi skiptareglur. Þannig, að til þess að koma þessu niður á skip fyrir skip þyrfti áreiðanlega að koma til einhver breyting á skiptunum, bátnum i hag. Þunga- miðjan i breytingunni yrði þá sá, að þeir sem nota mikla oliu, miðað við aflaverðmæti þeir hljóta að skaðast af svona breyt- ingu. Reyndar kemur margt fleira þarna inn i auk oliunnar, en hún er að sjálfsögðu mjög þung á metunum. Tilfærslan verður þarna á milli útgerðargreina og milli þeirra sem fiska vel, miðað við tilkostnað, og þeirra sem miður afla,” Það kemur fram i viðtalinu við hagsýslustjóra, að þeir aðilar sem noluðu litla oliu greiddu mest inn i sjóðina. Ef þeir yrðu skornir niður og fiskverðið hækkað sem þvi næmi, en einhver önnur tilhögun valin til að færa þetta á milli aðilanna, þá kæmi þettá þeim bezt sem sparneytnastir væru á eldsneyti. Jón benti á að áhrif hugsanlegra breytinga yrðu án efa margvisleg og væri erfitt að gera grein fyrir þvi i stuttu viðtali. Þegar Jón var spurður um kostnaðinn við rekstur sjóða- kerfisins sagðist hann telja, að það hefði verið nokkuð orðum aukið i umræðum. Hann sagði að mest af þessum kostnaði væri hjá Fiskveiðasjóði, sem væri i rauninni f járfestingarbanki sjávarútvegsins. Jón vildi ekki viðurkenna að þessir umtöluðu sjóðir væru allir galtómir núna, en sagði að sumir þeirra væru vissulega i nokkuð erfiðri stöðu. Jón sagði að lokum að það væri á- setningur nefndarinnar, að skila af sér svo fljótt sem kostur væri á. Nefnain hefur það hlutverk með höndum, að leggja fram tillögur til þeirra sambanda, sem að henni standa, þ.e. sambanda sjómanna og útvegsmanna og einnig til sjávarútvegs- ráðuneytisins og þar-með til rikis- stjórnarinnar. Endanlegar ákvarðanir verða ekki teknar af nefndinni heldur öðrum aðilum. Hér er m.a. um að ræða tillögur til lagasetningar eða laga- breytinga. I öðru lagi er hér um að ræða tillögur er snerta samninga milli sjómanna og út- vegsmanna. Þá kemur einnig inn i myndina Verðlagsráð sjávarút- vegsins, sem ákveður fiskverðið. 1 nefndinni eiga sæti eftirtaldir tiu menn: óskar Vigfússon og Hilmar Jónsson frá Sjómanna- sambandinu, Ingólfur Valsson og Ingólfur Stefánsson frá Far- manna- og fiskimannasam- bandinu. Pétur Sigurðsson og Sigfinnur Karlsson fyrir hönd þeirra félaga sem eru utan Sjó- mannasambandsins, Kristján Ragnarsson, Ágúst Flygenring frá Llú og Ingimar Einarsson hjá Félagi isl. botnvöruskipaeigenda og siðan Jón Sigurðsson. Miðvikudagur 14. janúar 1976. Alþýðublaðið o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.