Alþýðublaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 12
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f.
Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins-
son. RiUtjóri: Sighvatur Björg-
vinsson Ritstjórnarfulltrúi:
Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit-
stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66.
Prentun: Blaðaprcnt h.f. Askrift-
arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa-
söluverð: Kr.: 40.-
KÓPAVOGS APÓTEK
,0piö öll kvöld til kl. 7
i laugardaga til kl. 12
■ •• - - . j
r ¥edrrid
Á sunnanverðu landinu
verður suðvestan átt með
skúrum og siðan éljum.
Nyrzt á landinu er hins
vegar gert ráð fyrir
áframhaldandi hvass-
viðri og snjókomu.
Heildarspá fyrir land-
ið: t nótt og i dag mun
vindáttin snúast til suð-
vesturs og veðurástand
sunnanlands smám sam-
an færast yfir allt landið.
Gátan
Vll<U HLU7I 13^7
------1---- ---------------!*—
V/nN UR i g'olHP GBftlR HUrtiXJ. 5K/P • EnD /NCr
L
NUÐ „ h£ nu/? táuTar. ISTÓRV.
1 BOF/ rv/V
f
'HKrLfK BPU
END. 'fíTT
FXOSK mvuf> mjfí PÚÍiR^
i ~
L'/TA Þvæ li Sftmm 3ftft~ EFL/
V mjOLL
M»S/ \
VOHKlíD OLUNÍr 1 'N 2*1 £/N$
l
MEGUM
VIÐ KYNNA
Garðar Halldórsson
yfirarktitekt við embætti Húsa-
meistara rikisins, er fæddur i
Reykjavik 5. júli árið 1942, og hef-
ur hann búið i höfuðborginni alla
sina tið, nema þegar hann var við
nám. Foreldrar Garðars eru
Halldór H. Jónsson, arkitekt, og
Margrét Garðarsdóttir. Kona
Garðars heitir Birna Geirsdóttir,
og eiga þau hjónin tvær'stelpur,
Birnu sem er fjögurra ára, og
eina óskfrða á fyrsta ári.
Garðar varð stúdent frá M.R.
árið 1962, og lá leið hans þá i
Tækniháskólann i Aachen i V-
Þýzkalandi, og útskrifaðist hann
þaðan árið 1968 sem arkitekt. Er
heim kom, byrjaði Garðar aö
starfa við embætti Húsameistara
rikisins, og hefur verið þar siðan.
Nú um siðustu áramót var Garð-
ar skipaður yfirarkitekt við
embættið frá og með 1. janúar
1976.
Er við spurðum Garðar um fé-
lagsstörf hans og áhugamál,
sagði hann. „Þetta árið var ég
kosinn formaður byggingaþjón-
ustu Arkitektafélagsins, og einnig
er ég i skipulagsnefnd Reykja-
vikurborgar. Helzta áhugamál
mitt er liklega hestamennska, en
við hana föndra ég töluvert, og
svo á ég þessi sumarfrishobbi,
þ.e.a.s. renna fyrir fisk, ferðast
og slikt. Hér áður fyrr stundaði ég
aðeins körfubolta, en nú er ég
hættur öllu sliku,” sagði Garðar
Halldórsson að lokum.
OKKAR Á MILLI SAGT
Það eru fleiri aðilar, en „vinir okkar i NATO”, sem hafa áhyggjur af
þvi, að þorskastriðið verði til þess, að Islendingar segi sig úr samstarf-
inu. Það er ekkert launungarmál, að Kinverjar eru mjög áfram um að
NATO veikist ekki og nota þeir hvert tækifæri til þess að koma þeim
skoðunum sinum á framfæri við okkur, að það sé siður en svo kominn
timi til þess að leggja NATO niður eða að við Islendingar hverfum úr
þvi samstarfi.
XXX
Einhver snjallasta hugmynd, sem komið hefur fram lengi, er sú nið-
urstaða Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, að hægt sé að nota
afgangspappir sem grunnefni i milliveggjaplötur ásamt með öðrum
efnum. Hugsið ykkur bara hvað hægt er þá að gera við allar gömlu
skattskrárnar, gamlar simaskrár — og alla þessa hlaða af opinberum
skýrslum, sem samdar eru til þess að einhverjir hafi eitthvað að gera?
XXX
Á striðsárunum þótti það góður brandari úr Bretavinnunni, að Bretar
væru svo vitlausir, aðhægt væri að hafa á launaskrá hjá þeim urmul af
fólki, sem þeir hefðu ekki hugmynd um, og gæti þar fyrir verið hvort
heldur lifandi eða dautt. A þvi herrans ári 1974 þótti það hins vegar eng-
inn brandari að sjálft islenzka rikið hefði á launaskrá hjá sér nokkuð á
þriðja hundrað manns, sem það hafði aldrei veitt leyfi til þess að ráða.
XXX
Eftir þá skálmöld, sem gengið hefur yfir Reykjavik i vetur, hafa
menn haft það á orði, að þjóðinni hefði verið nær að gefa sér rúmgott
fangelsi i hátiðagjöf fremur en nýja þjóðarbókhlöðu.
XXX
Fljótamenn hafa frá fornu fari verið miklir garpar i skiðagöngu og
oftast haft sigur i þeirri grein á landsmótum. Ástæðan er sú, að á vetr-
um eru allir vegir ófærir i Fljótum, menn hafa ekki komizt bæjarleið
nema á skiðum, og þvi veriði stöðugri þjálfun. Nú er haft á orði, að ein-
veldi Fljótamanna i skiðagöngu sé senn á enda. Astæðan sé snjósleð-
arnir, sem komnir munu vera á hvern bæ, og séu þeir unga fólkinu
miklu nærtækara farartæki en skiðin.
XXX
Og svo haldið sé áfram skiðatali, þá fer að verða svo að menn veigri
sér við að fara i Bláfjöll til þess að renna sér á skiðum, nema þeir eigi
galla, sem kostar tugi þúsunda. Enginn þykist þar nefnilega maður
með mönnum nema hann sé eins og klipptur út úr tízkublaði svo þeir,
sem koma til þess að renna sér i venjulegum gallábuxum og sinni
gömlu Islandsúlpu verða feimnir g niðurlútir — og forða sér hið hrað-
asta eitthvað annað.
ORVAR HEFUR
orðið ma
Loðnustrlð
í vændum?
Nýja bliku hefur dregið
á loft I þorskastriðinu.
Innan skamms mun is-
lenzki loðnuveiðiflotinn
halda á miðin og þar mun
hann vera að veiðum inn-
an um brezka togaraflot-
ann og brezku herskipin.
Við fyrstu sýn mætti
halda,að það gæti verið
okkur hagkvæmt. Þá ættu
varðskipin auðveldara
um vik að læðast óséð að
brezkum togurum og
halastifa þá. En svo er þó
ekki, þegar betur er að
gáð. Viðbrögð brezka tog-
araflotans yrðu sennilega
þau, að þeir myndu keyra
yfir veiðarfæri islenzku
loðnubátanna og spilla
þeim öllum. Og vart
myndu herskipin láta
sinn hlut eftir liggja.
Islenzku loðnusjómenn-
irnir kviða þessu. Bretar
vænta þess sjálfsagt lika,
að þarna bjóðist þeim
tækifæri til þess að borga
Islendingum fyrir sig
með rentum og rentu-
rentum. Valda islenzkum
fiskiskipum meira veið-
arfæratjóni, en islenzku
varðskipin hafa valdið
brezkum togurum.
Hvernig sem fer munu
viðsjár örugglega aukast
þegar loðnuvertiðin hefst.
Og illa þekkir örvar Is-
lenzka sjómenn ef þeir
taka þvi með umburðar-
lyndi, að brezki flotinn
launi Islendingum rauðan
belg fyrir gráan með þvi
að keyra niður veiðarfæri
loðnuskipanna islenzku.
ísland minnir
á sig.
Það verður ekki annað
sagt, en að land elds og
isa minni þjóðina óþyrmi-
lega á eðliseigindir þess
nú um stundir. Eldsum-
brot og jarðskjálftar á
aðra hönd. Snjóbyljir með
frosthörkum á hina.
Með þvi að beita nýj-
ustu tækni hefur þjóðin
gert land sitt vel byggi-
legt — beizlað orku jarð-
elda i sina þágu og m.a.
notað þá orku til þess að
mynda sér skjól fyrir
vetrarhörkunum. En
náttúruöflin hafa þrátt
fyrir allt siðasta orðið.
Hvenær sem er geta þau
hrundið i rúst þeim varn-
arvirkjum, sem þjóðin
hefur byggt um sig með
aðstoð tækninnar. Eldur-
inn i iðrum jarðar veitir
okkur þjónustu — en er
ekki þý okkar. Veturinn
umber okkur, en hefur
samt öll okkar ráð i hendi
sér. Við getum búið I hag-
inn fyrir okkur i landi
okkar — en ekki breytt
þvi. Islandi hefur þótt á-
stæða til að minna okkur
á það.
FIMM á förnum vegi
1--------"N
Hvernig leggst nýja árið í þig?
Sigriður Sigurðardóttir, sima-
mær: Alveg ljómandi vel, ég hef
undan engu að kvarta, nema
siður sé. Mér finnst þetta vera
alveg prýðis vetrarveður, og
vona ég að sumarveðrið verði
að sama skapi gott.
Ragna Valdimarsdóttir, skrif-
stofustúlka: Það leggst mjög
vel i mig, og þar sem veðrið i
vetur er þetta slæmt, þá vona ég
að sumarið verði gott, það er þá
helzt rikisstjórnin, sem boðar
ekki gott ár, en vonandi rætist
úr þvi.
Heiðar V. Viggósson, af-
greiðslumaður: Þaðleggst mjög
vel i mig, og vona ég bara að
harður vetur boði gott sumar,
og einnig vonast ég til að öll
okkar þjóðmál gangi i haginn á
nýja árinu.
Halldór Kristinsson, sölumað-
ur: Agætlega, ég er bjartsýnn
maður að eðlisfari, og á það til
að trúa á kraftaverk.
Björg Freysdóttir, skrifstofu-
stúlka: Ég get ekki sagt annað,
en að það leggist vel i mig, og
vona ég að sólin eigi eftir að
skina meira en á liðnu ári. Einn-
ig ætla ég að vona að nýja árið
færi okkur sigur i landhelgis-
striðinu.