Alþýðublaðið - 24.01.1976, Page 3

Alþýðublaðið - 24.01.1976, Page 3
1 Stef nuljós Margt bendir til þess, að von- leysi sé að breiðast út í röðum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og örvænta þeir margir um framtíð Samtakanna sem stjórnmálaflokks. Það er opin- bert leyndarmál, að nokkur hluti liðsins undir forustu Ólafs Ragn- ars Grímssonar stefnir að inn- göngu t Alþýðubandalagið. Sjá þeir þar helzt von um pólitískan frama, af því að forustulið bandalagsins veikist nú stöðugt. Bæöi formaður og ritstjóri Samtakanna hafa i raun staðfest óróleikann i flokknum með yfirlýsingum og blaðagreinum. Spurningin, sem sækir að flokksmönnum og þeim sjálfum er um tilgang og stefnu flokksins. Þeir hafa aðeins getað gripið til slagorða um sameiningu vinstrihreyfing- ar i landinu, en ekki er sannfærandi, að svo litill og sundurþykkur flokkur komi miklu til leiðar i þeim efnum. „Verum ekki of bjartsýn,” segir ritstjóri flokksins i grein sinni. Hinn kunni norski jafnaðarmaður, Haakon Lie, segir í endurminningum sin- um, að ógnþrunginn kraftur geti mynd- azt, þegar þjóðerniskennd og sósialismi blandast saman. Alþýðubandalagið, og á undan þvi Sósialistaflokkurinn, hafa haft aðstöðu til þess i islenzkri pólitik að blanda þessu tvennu saman og hafa án efa notið góðs af þvi i kjörfylgi. Þó verðu*- ekki sagt, að þessi flokkur hafi náð þvi að verða „ógnþrunginn kraftur” hér á landi, þótt sterkur sé. Það er rétt að gera sér grein fyrir að Al- þýðubandalaginu (og fyrirrennara þess) hefur vegnað mjög misjafnlega hvað at- kvæðamagn snertir. Flokkurinn komst lengst árið 1946 — fyrir 30 árum — er hann hlaut 19,5% greiddra atkvæða i þingkosn- ingum. A þessu árabili hefur flokkurinn hrapað allt niður i 15,3%. Á siðustu árum hefur flokkurinn unnið aftur 1-2% at- kvæða, en vantaði i siðustu kosningum 1,2% upp á þá tölu, sem hann hafði 1946- 49. Margir eru þeirrar skoðunar, að Al- þýðubandalagiö muni aldrei komast yfir 20% atkvæða. Ljóst er, að margvislegir erfiðleikar steðja nú að Alþýðubandalaginu. Tveir foringjar hafa borið flokkinn á herðum sér undanfarin ár, en annar þeirra, Magnús Kjartansson, hefur átt við lang- varandi vanheilsu að striða og verið frá þingstörfum i allan vetur, en hinn, Lúðvik Jósefsson, hefur setið á þingi i 33 ár, er tekinn að þreytast og hugsar til hvildar frá erli stjórnmálanna. Að þessum tveim mönnum undantekn- um rikir mikil fátækt i foringjaliði Al- þýðubandalagsins, og eru þar engir, sem komast með tærnar, þar sem Magnús og Lúðvik hafa hælana. Vaxandi klofningur er i forustuliði flokksins vegna átaka milli verkalýðsfulltrúa og hinnar nýju stéttar menntamanna, sem vaða uppi á Alþingi, ^Benedikt Gröndal skrifar Sameining vinstrimanna Pf>|E|§!g jJ hjAllf dt. £ja |H 1 > * *' )-im. V, mBSB k|T|Si en eru áhugalausir og þekkingarsnauðir um lifsbaráttu alþýðu og málefni verka- lýðs. Þessi átök eiga eftir að draga dilk á eftir sér og reynast Alþýðubandalaginu örlagarik. Alkunna er, að eiginlegir kommúnistar eru aðeins brot af þvi fólki, sem fylgir Al- þýðubandalaginu, enda þótt þeir stjórni samtökunum og séu allsráðandi við Þjóð- viljann. Hvað sem þeir reyna til að þvo þessa staðreynd af sér, tekst það ekki. Það verður alltaf eitthvað til að koma upp um þá. Eftir að Samtök frjálslyridra og vinstri manna urðu til og unnu kosningasigur sinn (eða réttar sagt kosningasigur Hannibals) 1971, hófst hið svokallaöa „Sameiningarmál,” það er viðræöur þeirra og Alþýðuflokksins um sameiningu þessara tveggja flokka. Mikið hafði veriö hugsað og mikið unnið að þvi máli i tæp þrjú ár, þegar kosningarnar 1974 skullu á. Þá klofnuðu Samtökin og málið var þar- með úr sögunni. Björn Jónsson og nokkrir fleiri gengu i Alþýðuflokkinn og Hannibal sagði i siðasta sjónvarpsviðtali sinu, að ekkert væri að gera nema kjósa Alþýðu- flokkinn:. A milli þeirra, sem eru raunverulega kommúnistar, og hinna, sem eru jafnað- armenn, er svo djúpstæður skoðanamun- ur, að telja verður útilokað að þeir geti veriö i sama stjórnmálaflokki. Þess vegna er rétt að stefna að sameiningu jafnaðarmanna, allra i einn flokk og byggja hann upp. Þrátt fyrir óhagstæð úrslit i tvennum siðustu kosningum, er Alþýðuflokkurinn sterkur kjarni með sterka félagshyggju- stefnu, þar sem vaxandi fjöldi ungs fólks er að bætast i forustulið.Sameining vinstri hreyfingar á íslandi, allra sem aðhyllast frelsi, jafnrétti og bræðralag, getur aö- eins gerzt með þvi að þetta fólk fylki sér um Alþýðuflokkinn og byggi hann upp. önnur raunhæf leið er ekki til. Þetta skilja forustumenn annarra flokka á vinstri væng stjórnmálanna, og þvi tala þeir svo oft um, að að þurfi að þurrka Alþýðuflokkinn út og þeir eigi að taka viö hlutverki hans. Með þessu viður- kenna þeir bæði styrk Alþýðuflokksins og hlutverk hans. En þeir munu hvorki koma Alþýðuflokknum á kné né geta þeir gegnt hlutverki hans. Þvi hlutverki gegnir eng- inn fyrir islenzku þjóðina nema öflugur Alþýðuflokkur. I HREINSKILNI SAGT Málóður sendiherra Sitt af hverju drífur nú á dag- ana á þessum síðustu tímum, og ekki allt sem geðfelldast. En lík- lega hefur okkur íslendingum komið fátt meira á óvart en fregnin af ummælum sendiherr- ans okkar í London — ambassadorsins ætti maður víst að segja! Af eðlilegum ástæðum erum viö Islend- ingar ekki þrautþjálfaðir i utanrikismál- um. En ef ég veit rétt, mun það allsstaðar viðtekin venja, að sendiráðsmenn, að ekki sé nú talað um þá, sem skipa efstu sætin i sendiráðunum, eigi að gæta fyllstu var- færni i öllum yfirlýsingum við aörar þjóö- ir. Þetta á ekki sizt við, þegar fjallað er um viökvæm deilumál, sem mikið getur á oltið hvernig ráðast. Ekki verður betur séö en Niels P. Sigurðsson, ambassador i Londofyhafi þverbrotið þessa hefð, með ó- gætilegu rausi sinu viö fréttamenn um fiskveiðideilu Islendinga og Breta. Vitan- lega skiptir það engu máli hvaða persónu- legar skoðanir slikur maður hefur á þessu máli. Það er alveg tilgangslaust aö reyna að skriða á bak við það. Auðvitað lita allir á þetta frumhlaup allt öörum augum en að hann sé að túlka eigin viðhorf. Þetta er opinber sendimaður rikisins, og vitanlega liggur beint við, að hér sé hann að túlka stefnu stjórnar sinnar og ekkert annað. Vitaskuld dettur engum i hug, að banna Nielsi P. Sigurðssyni að hafa sínar skoö- anir. En þess verður að krefjast, að það mesta sem hann má leyfa sér í túlkun þeirra væri, að tauta þær þá ofan i tösk- una sina i einrúmi. Menn hljóta nú að biða spenntir eftir þvi, hver verða viðbrögð rikisstjórnarinnar við þessu einstaka frumhlaups málæði. Frá sjónarmiði al- mennings getur naumast nema tvennt komiðtilgreina. Annaðhvort lætur stjórn- in sér vel lika og gerir ekkert i málinu, og þá veröur litið svo á aö ambassadorinn hafi glappað út úr sér vitneskju, sem hann hafði frá fyrirætlunum stjórnvalda. Hitt er, að hann verði tafarlaust kallaöur heim og látinn standa fyrir máli sinu og þá hreinlega losaður til frambúðar við tösku- burð sendiherra. Þetta er ekkert hégóma- mál, og nú reynir verulega á svolitið hraöari hugsanagang, heldur en rikis- valdiö hefur tamið sér á þessum siðustu og verstu tlmum. Hvernig halda menn annars, að aðstað- an fyrir veslings Geir verði við tedrykkj- una og könnuna i London, þegar opinber sendimaður rikisins er búinn að þraut- skipuleggja og það langt fram i timann, hvernig Islendingar skuli haga sér i við- skiptum við Bretann? 1 viðbót við þaö, að þurfa að standa frammi fyrir þeirri glap- mælsku á sinum tima, að Bretum var boð- ið að fiska hér 65 þúsund tonn af þorski á ári, þarf hann nú að snúast við þeim yfir- lýsingum sendiherra, að hér geti auöveld- lega verið um að ræða tveggja ára samn- ing á þeim grundvelli, og lofaö meiru þeg- ar stundir liða fram! Hér skiptir engu máli þótt þvi hafi verið lýst yfir af stjórn- arinnar hálfu, að tilboð tslendinga um 65 þúsund tonnin standi ekki lengur. Flapur €**r ;■ Eftir Odd A. Sigurjónsson sendiherrans og vangaveltur hafa ræki- lega komið i veg fyrir, að slikt verði tekið alvarlega á erlendri grund. Þessi skaði er þegar orðinn iskaldur veruleiki. Svolitið gæti það raunar bætt úr skák, ef rikis- stjórnin bretti nú upp ermarnar i skyndi og kallaði þennan málóða mann heim taf- arlaust, og léti það ekki vera neitt laun- ungarmál fyrir umheiminn, hvernig á þvi stæði. Með þvi eina móti gæti hún tekið af skariö um, að talað hefði veriö i fullum ó- vilja hennar, annars... Vitanlega liggur bakvið kröfu um þessa ráðabreytni allt annað eh það, að heimta höfuð sendiherr- ans á silfurdiski. En framkoma af þessu tagi verðskuldar sannarlega ekki trúnað. Það er heldur ekki óþekkt fyrirbæri að fornu og nýju, að menn mæli sér til óhelg- is. Ef það hefur ekki verið gert i þessu til- felli, er vissulega fariö að teygjast óþægi- lega á siðferðisvitund Islendinga. En setj- um nú svo, þó bágt sé að hugsa það til enda, að hér væru túlkuð viðhorf ráða- manna, er samt þetta fleipur sendiherr- ans með öllu ótimabært. Og hvaða til- gangi það ætti að þjóna, nema til aö fleipra, er vist flestum óvitlausum mönn- um með öllu óskiljanlegt. „Hraðmælt tunga, nema haldendur eií iu jr” 0 ft sér ógc itt of geli Laugardagur 24. janúar 1976. Alþýðublaðið'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.