Alþýðublaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 10
I
HORNID i 81866
ERUÞÍNGMENN
SKOÐANALAUSIR?
Kjarni hringdi i gær.
— Hvers konar blækur eru
þessir þingmenn okkar orönir. Ég
var að lesa Alþýðublaðið rétt i
þessu. Þar var leitað áiits
nokkurra þingmanna á umræðum
þeim sem fram fóru i Alþingi i
gær. Ekki færri en 3 af þeim 7 sem
til var leitað vildu ekki tjá sig um
málið. En sem almennur kjósandi
neita ég linkind af þessu tagi.
Þingmenn eru kjörnir til starfa á
Alþingi til þess að berjast þar
fyrir skoðunum sinum og
meiningum, en ekki til þess að
þegja þunnu hljóði. Þegar þeir
eru spurðir álits á einstökum
málefnum, þá eiga þeir að svara,
almenningur á heimtingu á að
vita skoðanir þeirra. Þeir þrir
sem ekki þorðu að segja álit sitt i
Alþýðublaðinu i gær, voru Jón
Skaftason, Guðmundur Garðars-
son og Jóhann Hafstein.
Af þessu má draga þá ályktun,
að 3/7 allra þingmanna hafi ekki
skoðun á þessu umrædda máli,
þ.e. hvort dómsmálaráðuneytið
hafi breytt rétt við meðhöndlun
Klúbbsmálsins svonefnda og í af-
skiptum sinum af rannsókn Geir-
finnsmálsins. Einnig má af þessu
ætla að 3/7 allra þingmanna hafi
ekki á þvi skoðun hvort MAFIA
standi að baki útgáfu dagblaðsins
Visis og þar með Sjálfstæðis-
flokksins. Með öðrum orðum 25
þingmenn af þeim 60 sem á þingi
sitja hafa ekki skoðanirá þessum
málum.
Ég vil gjarnan að þingmenn
átti sig á þvi, að við kjósendur
ætlurhst til þess af okkar fulltrú-
um á hinu háa Alþingi að þeir taki
afstöðu — i öllum þeim málum
sem þar koma fyrir.
Hver er hin raunverulega
ástæða fyrir afstöðuleysi þing-
manna? Hafði ekki nógu langt um
liðið frá umræðunum og þvi ekki
verið gefin hin rétta „lina” frá
forystum flokkanna? Eða. Eru
þingmenn yfirleitt það sofandi og
værukærir, að þeim þyki ekki
taka þvi, að mynda sér skoðanir á
mikilvægum og alvarlegum mál-
efnum.
Anzi væri annars gaman að fá
einhver svör við þessu, þótt svo
að þvi fari raunverulega fjarri, að
ég búist við slikum undrum og
stórmerkjum af hálfu þing-
manna. Þeir hafa auðvitað allt
annað að gera, en að svara
„óbreyttum kjósanda.”
R.S. hringdi:
Hér á dögunum var
sýndur ítalskur
,,skemmtiþáttur" í sjón-
varpinu og fleiri eru
sagðir væntanlegir. í
gærkvöldi byrjaði svo
sjónvarpið að sýna ítalsk-
an f ramhaldsmynda-
flokk. Þessir þættir eru
sennilega árangur af
heimsókn framkvæmda-
stjóra sjónvarpsins til
ítalíu í haust. Ég vil að-
eins segja, að vonandi
verður bið á svipuðum
ferðalögum ef vænta má
álíka árangurs.
Þessi skemmtiþáttur var fyr-
ir neðan allar hellur og get ég
varla imyndaö mér að fólk hafi
almennt haft af honum nokkra
ánægju. Framhaldsmyndin, eða
fyrsti hluti hennar, var fram úr
hófi langdregin og efnið lítt á-
hugavert.
Stundum hefur verið talað um
að það væri allt of mikið af
brezku og bandarisku efni i
ítalskir
leiðinda-
bættir i
siónvarpi
sjónvarpinu og tilfellið er að
myndirfrá þessum löndum fylla
mest rúm i dagskránni. En hér
er yfirleitt um vandað efni að
ræða og engin þörf á að draga úr
þvi ef bjóða á uppá italskt rusl i
staðinn. Hvenær fóru ítalir að
sýna eitthvað lofsvert við gerð
sjónvarpsmynda? Alla vega
hefur maður ekki heyrt um slikt
hingað til og ef fyrrnefndir þætt-
ir eru með þvi betra sem þeir
hafa gert hvernig skyldi þá af-
gangurinn vera?
Ekki þessar eilífu þagnir í útvarpsdagskránni
„Ctvarp Reykjavik, klukkan er
6 minútur yfir 12. Næsti dag-
skrárliður hefst klukkan 12.15,
eftir 9 minútur. Þangað til verður
hléf Þekkjum við öll ekki setn-
ingar þessu likar hljóma i Rikis-
útvarpinu. Þetta afmarkaða
dæmi hér að ofan hljómaði siðast-
liðinn sunnudag. Þá var fólki til-
kynnt um það i rólegheitum, að
útsending stöðvist i heilar 9 min-
útur. Það rikti þögn þennan tima.
Það er þó ckki verið að votta ein-
hverjum látnum virðingu með
þagnarbindindum af þessu tagi?
f sjálfu sér, er það kannski ekki
neinn glæpur að gert sé hlé á dag-
skrá, það getur alltaf komið fyrir,
að auglýstum dagskrárlið sé lokið
fyrr en áætlað er, og þvi liði
nokkrar minútur þar til næsti
auglýsti dagskrárliður eigi að
hefjast. En er ekki óþarfi að láta
þögnina rikja á meðan? Má ekki
einfaldlega skella hljómplötu á
fóninn þessar minútur?
1 Guðs bænum útvarpsmenn,
notið hljómplötudeildina og látið
tónlist óma, i hléum af þessu tagi.
Þögn i heilar 9 minútur, ekki sizt i
hádegisútvarpinu þegar hvað
flestir hlusta, er beinlinis ógn-
vekjandi.
Æ, viljið þið ekki kippa þessu i
liðinn, þið sem þessu ráðið, og af-
sakið nöldurtóninn i bréfi minu.
Með kærri kveðju og von um
skjótar úrbætur.
Friðrik.
FRAMHALDSSAGAN®'
eins og hún var vön, meðan bilhljóðið f jarlægðist og ljósin
frá luktum bilsins sáust ekki lengur.
— Komiðog setjisthjá mér,en lokið fyrst og engin læti!
Söndru langaði til að skella... til að láta John og Janet
vita, að eitthvað væri að.
— Frær \a yl ar og maður hennar heyra ekki. Þau fengu
svefnlyf, sagði Renée. — Öskaðlegt lyf, en þau sofa eins og
steinar til morguns. Setjist þér.
Sandra settist á rúmið og reyndi að horfa ekki á byss-
una.
Renée sagði umsvifalaust: — Hvar er nælan, sem ég gaf
yður? Hún hefði farið vel við þennan kjól!
Sandra mundi eftir fyrirmælunum, þó að hún væri mið-
ur sin af hræðslu. Hún tók fyrir munninn, beit i vörina og
fór hjá sér. — 0, afsakið.. ég steingleymdi henni! Ég fékk
of mikið að drekka þetta kvöld og mundi ekkert næsta
morgun.
Renée kipraði saman augun. — Svo að þér hafið ekki
opnað pakkann?
Sandra kinkaði kolli. — Já, fyrirgefið. Hún skimaði um-
hverfis sig. Hún var dauðhrædd. — Ég skal finna hana,
sagði hún.
Hvað hafði Renée verið lengi inni áður en hún kom?
Nógu lengi til að leita að töskunni? Varla. — Kannski er
hún i skápnum eða einhverri skúffunni, sagði hún hugs-
andi. Hvað átti hún að gera? Afhenda Renée hana? Hinir
höfðu gert ráð fyrir þvi, að Renée hefði samband við hana
alls staðar annars staðar en hér, þvi að hér héldu þeir, að
hún væri örugg. Noel var farinn og lifverðirnir óttuðust
ekki um hana. Þeir höfðu kannski skilið eftir mann á vakt,
en hún varð að treysta sjálfri sér.
Hún leit á Renée. — A ég að finna hana?
— Auðvitað, fifl!
Sandra fann, að hárin risu á höfði hennar, þegar hún
gekk að kommóðunni og rótaði i einni skúffunni á fætur
annarri. Hún sá, að Renée fylgdist með henni i speglinum.
Þessar siðustu tvær vikur höfðu ekki farið vel með Renée.
Hún var enn vel búin, en hún var tekin og jafnvel málning-
in gat ekki leynt taugastriði hennar.
— Hún er ekki hérna, sagði Sandra taugaóstyrk. Hún sá
út undan sér, að annað gluggatjaldið blakti eins og fyrir
golunni. Skritið — hún hafði ekki skilið gluggann eftir op-
inn. Á ég að gá i skápinn?
— Já... og flýtið yður! Renée færði sig til að hleypa
Söndru fram hjá.
Sandra beygði sig niður og fór að róta i skápnum og föt-
unum, sem lágu neðst. Hún kom við eitthvað. Skó með há-
um hæl. Þorði hún að snúa sér við og slá Renée? En skotið
yrði á undan. Hún leitaði lengur.
Renée hvæsti að baki hennar: —Hættið þessum látalát-
um! Annað hvort er hún þarna eða ekki!
Um leið tók Sandra um töskuna og það fór kaldur gustur
um fótleggi hennar. — Hér er hún!
— Réttið mér hana og hreyfið yður ekki!
Renée opnaði töskuna með erfiðismunum með annarri
hendinni, en miðaði byssunni enn á Söndru með hinni. Hún
hellti úr töskunni á rúmið — púður, hanzkar, vasaklútur
og loksins pakkinn. Renée greip hann og leit á Söndru.
Þá var engu likara en allt gerðist í einu. Glerbrot og
flóðljós og kona, sem grét og grét.
Hönd kom við öxlina á Söndru.Opnið fyrir dr. Desjar-
dins, miss Elmdon. Við þörfnumst hans núna.
Sandra hlýddi orðalaust. Hana langaði ekki til að horfa
á þessa aumkunarverðu veru, sem eitt sinn hafði verið hin
glæsilega Renée. Hún vissi ekki einu sinni, hvað konan
hafði gert... hana langaði aðeins til aðkomast brott.
Noel hamaðist á útidyrunum og næstum datt inn, þegar
Sandra opnaði.
— Er allt i lagi meö þig, chérie? spurði hann hræðslu-
lega.
— Já, já, svaraði hún. — En John og Janet... Hún sagði
honum, hvað hefði komið fyrir.
— Ég lit á þau, sagði Noel. — Geturðu hitað kaffi? Og
litið til barnanna?
Þau voru bæði vakandi og hrædd. Sandra róaði þau og
breiddi ofan á þau og fór i eldhúsið til að biða eftir Noel.
Hann kom, tók við kaffinu og bað hana um að hita meira.
Það gerði hún fegin. Það var gott að hafa nóg að gera.
Ekkert heyrðist að ofan. Var Renée farin?
Noel kom aftur. Hann var farinn úr jakkanum og hafði
brett upp skyrtuermarnar. — Þau hafa það af, sagði hann
------------------------------------———---------,
I
I
við Söndru. — Farðu og bjóddu þeim góða nótt og segðu, |
að börnunum liði vel.
John og Janet lágu hlið við hlið enn sljó eftir svefnlyfið,
en þau héldust i hendur eins og þau ætluðu aldrei að sleppa
hvort öðru... og brostu sæl.
Sandra sagði bliðlega: — Allt i lagi. Sofið vel! og fór.
Noel og Sandra drukku úr einum kaffibolla saman, en |
svo sagði hann — Farðu að sofa! Lögreglan skilur mann
eftir hérna. Hann situr i eldhúsinu og drekkur dreggjarn- I
ar. Hann er kvæntur og veit, hvað á að gera, ef eitthvað
þarf fyrir morgundaginn!
Sandra var alltof þreytt. Noel sá um allt og bjó um hana
i stofunni og hún var þvi fegnust að láta hann um þetta. Á |
morgun kæmi annar dagur og þá væri nægur timi til að fá |
að vita^allt.
Sandra fékk skiðatimann eftir allt. Noel sagði, að það j
væri rétt að leyfa Janet og John að njóta sinnar endur- |
fundnu hamingju i friði. Þau sáu ekkert nema hvort annað |
og spurðu þvi ekki margs og lögregluþjónninn i eldhúsinu I
var mikil aðstoð fyrir þau... hann sagði Jenny og Timmy I
sögur af öllum ævintýrunum, sem hann hafði lent i, þegar I
hann fór i ferðalag til heimskautslanda.
Það hafði snjóað um nóttina og þykkt snjóteppi huldi
jörðina, þegar Noel og Sandra óku i norðurátt. A öllum
hæðum voru skiðamenn.
Hvers
vegna
fórstu?
A þriójudag veróur dregió í 2.f lokki.
8.640 vinningar aó fjárhœó 110.070.000 króna.
V
2. flokkur:
9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr.
9 - 500.000 — 4.500.000 —
9 - 200.000 — 1.800.000 —
198 - 50.000 — 9.900.000 —
8.397 - 10.000 — 83.970.000 —
8.622 109.170.000 kr.
Aukavinningar:
18 á 50.000 kr. 900.000 —
8.640 110.070.000.00
L ý
W Alþýðublaðiö
Þriðjudagur 10. febrúar 1976