Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 4
4 IÞROTTIR_____________ Þriðjudagur 9. marz 1976 bíaXfd" ÞAÐ MUNAÐI MJÓU - OG ÍSLENZKA LIÐIÐ KOM SVO SANNARLEGA A ÚVART ■ pwstíj ókafur Jónsson fyrirliöi islcnzka libsins skorar fyrsta markið f fyrri leik tsiands og Júgóslaviu. Sá leikur var hér heima og unnu Júgóslav- arnir, þá meö 6 mörkum. ólafi og félögum hans í landsiiöinu, gekk öllu betur i leiknum á sunnudag. Það fór ekki eins og margir höfðu óttazt. íslenzka landsliðið i handknattleik kom mjög á óvart i seinni leik liðs- ins við það júgóslavn- eska i undankeppni Ólympiuleikanna i handknattleik á sunnu- dag. ísland tapaði fyrri leiknum — sem fór fram hér heima i desember — með 6 marka mun. Þeir svartsýnustu höfðu ótt- azt að tapið i Júgóslaviu yrði vart minna en 10-15 mörk. Sú varð þó ekki raunin, þvi íslendingar sýndu stórgóðan leik, og voru óheppnir að sigra ekki i leiknum. Það tókst þó ekki, en lokatölur urðu 23-22 fyrir Júgóslava. Islendingar byrjuöu leikinn meö miklum krafti og slóu Olympiumeistarana bókstaflega út af laginu, meö ákveöni sinni og getu. Haföi Islenzka liöiö, ávallt frumkvæöiö og var staöan t.d. þegar 10 minútur voru eftir af fyrri hálfleik, 8-4 fyrir Island. 1 hálfleik var staöan 13-11 Islandi I vil. 1 seinni hálfleik hélt sami barningurinn áfram, en Islendingar leiddu leikinn, allt þar til 10 minútur voru til leiks- loka, þá tókst Júgóslövum loks aö ná forystu, 19-18. Lokaminúturnar voru æsi- spennandi, og var ekki ljóst hver myndi sigra, fyrr en leikurinn haföi veriö flautaöur af. Eins og fyrr segir stóöu þá Júgóslavarnir meö pálmann i höndunum, sigur þeirra 23-22 var staöreynd. tslenzka liöiö átti allt stórgóöan leik en flest mörkin skoruöu, fyrirliöinn Olafur Jónsson, Gunn- ar Einarsson og Páll Björgvins- son. Þrátt fyrir þetta tap, veröur frammistaða islenzka liðsins, aö teljast stórgóö. Þaö eru ekki margar þjóöir á handknattleiks- pviöinu sem ógna Júgóslövum á heimavelli. En Olympiudraum- urinn er úr sögunni — i bili. — GAS. BREYTINGAR FYRIR- HUGAÐAR í LANDSLIÐSMÁLUNUM „Eg er sæmilega ánægður meö árangur landsliösins á siö- asta vetri,” sagöi Siguröur Jónsson formaöur Handknatt- leikssambands tslands i samtali viö Alþýöublaöiö i gær. „Viö gerum þó meiri kröfur og vilj- um enn betri árangur á næsta keppnistimabili. I þvi skyni hyggjumst viö gera nokkrar skipulagsbreytingar á undir- búningi landsliösins.'’ Sagöi Siguröur aö fyrirhugaö væri aö ráöa erlendan þjálfara til þess aö sjá um þjálfun lands- liösins. Þaö heföi veriö draum- urinn undanfarin ár, og nú virt- ist fyrst vera að rofa til i þeim efnum. Pólski landsliðsþjálfar- inn Janus Zerwinski heföi lýst sig reiðubúinn til aö koma hing- aö og þjálfa islenzka liðiö. Siguröur sagöi einnig aö af- ráöiö heföi veriö aö nota ekki „útlendingahersveitina” þ.e. is- lenzka leikmenn sem leika meö erlendum liöum, I landsliöinu á næsta keppnistim abili. Býggja ætti á þeim handknatt- leiksmönnum sem væru hér heima og gætu tekið fullan þátt i æfingum landsliösins. Væri landsliösþjálfarinn Viöar Simonarson og stjórnarmenn i HSl einhuga um þessa ákvörö- un. „Þaö hefur kostaö okkur um 2 milljónir aö flytja „útlending- ana” og mér finnst persónulega þaö allt of dýru veröi keypt þar sem ég tel aö þeir hafi ekki falliö nægilega vel inn i liöið,” sagöi Sigurður Jónsson. Aöspuröur sagöi Siguröur aö fjárhagur HSI stæði þokkalega. Kostnaöurinn viö undirbúning landsliösins fyrir undankeppni Olympiuleikanna heföi veriö um 5-6 milljónir. Aö lokum sagöi formaöur HSI aö fyrirhugaö væri aö gera 1 árs starfsáætlun fyrir landsliöiö. Yröi áætlunin ekki gerö einhliöa af HSI, heldur yröu forráöa- menn 1. deildarliöanna og iþróttafréttaritararhaföir meö i ráöum. Aætiun þessi ætti aö veröa til á næstu vikum. — GAS. ---------------------------------------\ ^ Sölustjóri Sambandið vill ráða mann til að annast innkaup og sölu á rafmagnsheimilistækj- um og fleiru. Starfið krefst staðgóðrar þekkingar á slik- um tækjum og allt sem varðar innflutning þeirra. Þarf að geta annast sjálfstætt bréfaskriftir á ensku. Skriflegar umsóknir sendist Starfsmanna- stjóra, sem veitir nánari upplýsingar. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Allur vind- ur úr Snæ- fellingum Þrír leikir fóru fram i 1. deild- arkeppninni i körfubolta yfir helgina. tJrslit þeirra breyttu ekki stöðu efstu liðanna. KR sigraö UMFN meö 10 stiga mun, 100 stigum gegn 90. Var Trukkurinn nú sem fyrr potturinn og pannan i leik KR-liösins. Þá sigraöi tþróttafélag Stúd- enta fallkandidatana, Snæfell, meö 87 stígum gegn 76. Staða Snæfells er allt annað en góö, hafa þeir ekki unniö leik hingaö til og viröist ekkert biða þeirra annaö en 2. deildin á hausti komandi. Þriöji leikur helgarinnar var á milli Snæfells og Vals. Var þaö leikur kattarins aö músinni. Vals- menn tóku Snæfellinga I kennslu- stund og sigruöu, 105-65. Armenningar eru enn efstir meö 22 stig. Þeir einu, sem ógna sigri þeirra i mótinu eru IR-ingar, sem hafa 18 stig. —GAS. Það byrjaði illa hjá stúlkunum Þaö blés ekki byrlega fyrir Is- lenzka kvennalandsliöinu i hand- knattleik i landsleiknum viö USA á sunnudaginn. Leikur liösins var ráövilltur og án skipulags. I hálf- leik leit út fyrir stórsigur banda- riska liösins, en bandarlskur handknattleikur hefur ekki veriö hátt skrifaður til þessa. 1 hálfleik var staöan 8-1 fyrir bandarisku stúlkurnar, og var mark íslend- inga úr vitakasti. I seinni hálfleik snerist blaöið viö. Islenzku stúlkurnar sáu aö viö svo búiö máttiekki standa, og fyrir lok leiksins náöu þær aö jafna, 11-11. Þaö hefur kannski haft einhver áhrif á gang leiksins aö banda- risku stúlkurnar léku eiginlega á heimavelli, þvi leikurinn fór fram i Iþróttahúsinu á Keflavikurflug- velli. Voru þær bandarisku vel hvattar af bandarisku dátunum og aöstandendum þeirra. Þaö breytir þvi þó ekki, aö þessi úrslit eru sem kjaftshögg á Islenzkan kvennahandknattleik og er von- andi aö Islenzku stúlkurnar sýni sitt rétta andlit og sigri USA i komandi landsleikjum, sem fara fram i vikunni, I Hafnarfiröi og á Akranesi. —GAS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.