Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 13
blaffló1' Þriðjudagur 9. marz 1976 Af hverju óttast borgar- stjórn KRON? Engin frambærileg rök hafa komið fram fyrir synjun borgar- stjórnar Reykjavikur á erindi KRON um að mega reisa stór- markað i húsakynnum við Elliða- vog, er kaupfélaginu stóð til boða, segir i ályktun, sem stjórn Sambands isl. samvinnufélaga gerði á fundi 26. feb. s.l. Skorar stjórn SÍS á meirihluta borgarstjórnar að endurskoða afstöðu sina i þessu máli. Óvíst hvað gert verður við húsnæðið Það er enn óráðið hvað við gerum við það húsnæði, sem ætlað var undir vörkumarkað KRON i nýbyggingu okkar við Sundahöfn”. sagði Hjalti Pálsson hjá Sambandinu. „Við höfum engar ákvarðanir tekið i þessu máli ennþá, en einhvern næstu daga munum við kalla sérfræðinga á okkar fund til þess að kanna þá möguleika sem koma til greina. 1 teikningum að húsinu var gert ráð fyrir að starfsemi af þessu tagi yrði rekin i þvi, og kom engum i hug að ekki fengjust til- skilin leyfi. Nú hefur það hins- vegar gerzt, og eins og hver maður getur gert sér i hugar- lund þá setur þetta strik i reikn- inginn hjá okkur. Það var vitað að við myndum ekki nota allt húsnæöið, og þvi var ætlunin að leigja til verzlunar- reksturs, en nú sitjum við uppi með það og ekki er að vita hvernig það hentar öðrum atvinnurekstri, en eins og áður sagði veröur máliö kannað á næstunni.” —EB AB-korn Almannarómur hefur skýrt I upp aðsetur skrifstofu for- | sætisráðherra—stjórnarráöið | — og kallar það nú augnaráð. | Tíminn og skrifin um CIA Enn um CIA og CIA-menn Heiðraði Landfari. Mig langar til þess að skjóta inn nokkrum orðum vegna skrifa „Svarthöföa” i dálkum þfnum. Ef marka má fréttir, hefur *vnihi4anst-an ha*»dárlska herra, datt þetta hapj fyrir, þótt sýnile blaðsins væri eklí’ áður. Þvi dreg ég áberandi er, hve \ menn hafa gengið árásunum á Ólaf Þar skal fyrstan te^ Pétursson, sem v^ Siðustu daga hefur Timinn látið sér mjög annt um banda- risku leyniþjónustuna CIA. Þessi bandariska huldustofnun hefur veriö blaðinu svo hugleik- in að undrum sætir. CIA-skrif blaðsins koma i beinu framhaldi af skrifum um aðra erlenda „stofnun”, sem hefur verið á vörum manna siðustu vikur. En nú bregður svo við, að blaðið vill tengja nafn Alþýðu- blaðsins viö framtakssemi CIA-manna. Enginn forráða- manna Timans hefur þó viljaö ljá skrifum þessum nafn sitt, þótt telja megi fullvist, aö þau séu til orðin á ritstjórnarskrif- stofum blaðsins. Notuð hafa verið nöfn eins og „Svarthöfði” og „Suðurnesjamaöur” og pistl- arnir birtir i þættinum Land- fara. Hver er tilgangur- inn? í Landfara.Timans á fimmtu- dag birtist grein eftir „Svart- höfða”, þar sem látið var að þvi liggja, að fjórir menn, þar af þrir tengdir Alþýöuflokknum og Aiþýðublaðinu, væru „nytsamir sakleysingjar”, er störfuðu á vegum CIA. — Indriöi G. Þor- steinsson, rithöfundur, sem eitt sinn undirritaði greinar sinar með , .Svarthöfða ” nafninu hef- ur lýst þvi yfir, að hann eigi engan þátt i þessum skrifum Timans. Fyrrnefnda „Svarthöfða” grein birti Þjóðviljinn á föstu- dag, og benti réttilega á, að þar væru alvarlegar ásakanir bom- ar á fjóra menn. — t Alþýðu- blaðinu á laugardag var vakin athygli á þessum skrifum Þjóð- viljans og Timans. Þar var sagt orðrétt: „Ekki veröur neinum getum aö þvi leitt hvað þessum skrifum veldur nú, þegar veriö er aö gera átak i útgáfumálum Alþýðublaðsins, Varla kæmi það á óvart þótt Landfari, Svarthöfði eöa einhver nafnlaus skriffinnur yrði notaður til að koma þeirri sögu á kreik, að Al- þýðublaðið væri gefið út fyrir CIA-fjármuni. Þaö eru ekki allir jafn ánægðir með það, að Al- þýðublaðið skuli enn hjara”. □ Oq hvað gerðist? Sama dag, það er á laugar- dag, birtist svo grein I Land- fara, sem „Suðurnesjamaður” skrifar undir. Þar er þvi (undir rós) slegið föstu, að CIA hafi hlaupiðundir bagga með útgáfu Alþýðublaðsins, eins og þessi bandariska stofnun hafi gert er- lendis. Þessa grein skrifar mað- ur, sem auðsjáanlega er ekki að hreyfa penna i fyrsta sinn, en kann þó ekki við eða hefur ekki þor til að ljá henni nafn sitt. 1 þessari grein „Suðurnesja- mannsins” er minnzt á happ- drætti Alþýðuflokksins. Til fróðleiks er rétt að skýra frá þvi, að Happdrætti Alþýðu- flokksins hefur verið notað til að greiða skuldir vegna Alþýðu- blaðsins, sem hvilt hafa þungt á 20 forystumönnum flokksins. Hv.ernig hægt er að finna sam- hengi á milli happdrættisins og CIA er hrein ráðgáta. [—| Ábyrgð ritstjóra Tímans Fyrrnefnd skrif I Landfara eru á ábyrgð ritstjóra Timans. Þær alvarlegu ásakanir, sem fram hafa komið á hendur Al- þyðublaðinu eru þess eðlis, að beint framhald þeirra hlýtur að vera, að ritstjóri Timans eða forystumenn Framsóknar- flokksins krefjist opinberrar rannsóknar á hugsanlegri starf- semi CIA á Islandi. Dómsmála- ráöherra landsins og um leið utanrikisráðherra geta ekki lát- iö afskiptalaust, þegar málgagn þeirra „leiðir að þvi rök” að þessi stofnun hafi teygt anga sina til íslands. Alþýðublaðiö tekur undir þau orð „Suðurnesjamanns” i Land- fara, að skipuð verði opinber rannsóknarnefiid til að brjóta þetta mál til mergjar. Verði það ekki gert og ef Timinn leiðir ekki frekari rök að fremur „dylgjukenndum ” skrifum, veröur sú ályktun ein dregin, að þarna sé á ferðinni pólitisk árás, eða tilraun til að leiða athygli manna frá öðrum málum. Dómsmálaráðherra getur ekki látiö slik skrif framhjá sér fara. Hann verður að fylgja þeim eft- ir og fyrirskipa rannsókn. Aö öðrum kosti tekur hann ekki mark á málgagni sinu. □ Fjölgar í Alþýðu- flokknum Enn verður vitnað i Timann. — A Viðavangi Alfreðs Þor- steinssonar á laugardag eru hugleiöingar hans um fjölgun i Alþyöuflokknum. Hann segir: „Nú geta kratar glatt sig við það, aö von er á fjölgun i Al- þýðuflokknum i fyrsta sinn um langt skeið, ef marka má frétt Visis, sem telja verður trúverð- uga heimild, þegar málefni Al- þýðuflokksins eru annarsvegar. Samkvæmt fréttinni á Alþýðu- flokkurinn von á sér um pásk- ana, og eru likur taldar til þess að króarnir verði tveir, frekar en einn. Tviburarnir eru engir aðrir en Karvel Pálmason og Jón Bald- vin Hannibalsson, og verður þá búið að kljúfa eins mikið úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og mögulegt er, þvi nú stendur Magnús Torfi Ölafsson einn eftir i þingliði flokksins, sem stofnaður var til að sameina aðra flokka. Virðist þvi einsýnt, að samtökin lognist út af, og siöustu fylgismenn þeirra dreifist milli annarra flokka”. Alfreð heldur áfram og segir, að þeir Ölafur Ragnar Grims- son og Baldur Óskarsson llti Al- þýöubandalagið hýru auga. Hins vegar sé talsverð andstaða i Alþýöubandalaginu gegn þvi að taka við þeim félögum, a.m.k. Ólafi Ragnari. j-|Yf i rlýsing utanríkis- ráðherra Yfirlýsing Einars Agústsson- ar, utanrikisráöherra, um hugs- Island máske ud af IMato / ■ REYKJAVIK: Den island- 1 ske udenrigsminister Einar Agustsson sagde torsdag, at det ójeblik meget hurtigt kan komme, da Island má trække sig ud af NATO. Han tilfpje- de, at Island sandsynligvis fprst vil forlange de ameri- kanske styrker trukket bort fra Keflavik-basen, og hvis det ikke hjælper pá NATOs holdning til torskekrigen, má Island helt og holdent trække V sig ud af alliancen. t Einar Agustsson udtalte si ...........“ ná ke/ anlega úrsögn Islands úr At- lantshafsbandalaginu, hefur vakið mikla athygli viöa um heim. Blöð á Noröurlöndum hafa skrifað mikiö um þessa af- stöðu ráðherrans, sem greini- lega hefur komið illa við marga stuðningsmenn Atlantshafs- bandalagsins. Skylt er að taka fram, aö utanrikisráðherra kvaö þetta sina persónulegu skoðun. Hér birtum við eina úr- klippu úr dönsku blaði, þar sem sagt er frá afstöðu utanrikisráð- herra. [~1 Óeðlileg ölvun Þessum pistli ljúkum við i' dag með þvi að benda á óvenjulega fyrirsögn, sem birtist i Visi i gær. „ölvun i eðlilegt horf”. Spurningin er: Hvernig er þá ó- eðlileg ölvun? —AG j«kíTí/ eðlilegt j horf Mikil ölvun var i borginni um helgina eöa frá fimmtudegi. Má : segja aö allt sé nú komiö i eölilegt horf I þeim efnum eftir verkfall. Kæta-st menn ajiö-^ftla_ Á morgun verður dregiö í 3. flokki. 8.640 vinningar aó fjárhœó 110.070.000 króna. I dag er síóasti endumýjunardagurinn. 3.flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 198 - 50.000 — 9.900.000 — 8.397 - 10.000 — 83.970.000 — 8.622 109.170.000 kr. Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 900.000 — 8.640 110.070.000.00 mm BllSlfil

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.