Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 16
(111
Air Viking var rekið
undir eftirliti kröfuhafa
ÞRIÐJUDAGUR
Allt frá þvi á siöasta
hausti hefur Air Víking
verið rekið undir sérstöku
eftirliti Olíufélagsins og
Alþýðubankans/ sem eru
stærstu kröfuhafar enn
sem komið er við gjald-
þrot flugfélagsins. Sér-
stakur endurskoðandi á-
samt Ragnari Aðalsteins-
syni hæstaréttarlög-
manni hefur haft náið
eftirlit með starfsemi fé-
lagsins/ væntanlega í
þeim tilgangi að kanna
hvort möguleiki væri að
ná inn skuldunum.
Alþýöublaðið fékk þessar
upplýsingar staðfestar hjá Unn-
steini Beck skiptaráðandá i gær.
Þá hafði ekkerl nýtt komið fram
i þessu gjaldþrotamáli. Eftir er
að lýsa eftir kröfum og skipta-
ráðandi tók fram, að fjórir mán-
uðir þyrftu að liða frá siðustu
lýsingu þar til hægt væri að taka
málið endanlega fyrir.
bar sem Air Viking var að
méstum hluta i eigu Guðna
Þórðarsonar og fjölskyldu hans,
sömu aðila og eiga Sunnu, hafa
margir velt þvi fyrir sér hvort
gjaldþrot Air Viking hefði ekki
nein áhrif á rekstur férðaskrif-
stofunnar. Unnsteinn Beck
sagði aðspurður, að hér væri um
tvö aðskilin félög að ræða og
samkvæmt lögum um hlutafé-
lög ætti gjaldþrot eins félags
ekki að hafa áhrif á annað þótt
eigendur væru þeir sömu. En þá
þyrfti lika að sanna, 'að ekki
væri um sameiginlegan rekstur
að ræða. Eftir væri að kanna
bókhald Air Viking, en skipta-
ráðandi sagöist ekki vita annað
en viðskipti þessara aðila hefðu
eingöngu verið þau, að Sunna
hefði tekið flugvélar á leigu hjá
Air Viking.
—SG
VOR I LOFTI!
Það var ekki laust við að mönnum fyndist vor vera í lofti í gær. Það var
hlýtt og Reykvíkingar sáu snjóinn hverfa úr Esjunni. — Götulíf færist
alltaf i aukana, þegar veður batnar og strákarnir verða meira áberandi.
Nýtt flugskýli á Rvíkurflugvelli:
Hagstæðasta til-
boð var brezkt
og því hafnað!
Það er algjör nauð-
syn á að koma þessu
flugskýli upp hið fyrsta
og töfin sem hefur orðið
á þessu máli er alls
ekki réttlætanleg. Að-
búnaður flugvirkja hef-
ur verið þannig siðan
gamla skýlið brann, að
það er alls ekki hægt að
tala um það.
Á þessa leið fórust Agnari Ko-
foed-Hansen flugmálastjóra orð
i samtali við Alþýðublaðið i gær.
Hann hefur ritað byggingar-
nefnd borgarinnar bréf og spurt
hvort leyft verði að endurreisa
flugskýli á grunni þess flugskýl-
is sem brann fyrir liðlega ári
siðan á Reykjavikurflugvelli.
Þessari fyrirspurn var visað til
skipulagsnefndar til umsagnar.
Flugmálastjóri lagði áherzlu á,
að hraða þyrfti afgreiðslu þessa
máls, þar sem það tæki allt
sumarið að reisa skýlið og ekki
mætti bregðast að það yrði til-
búið fyrir verstu veður næsta
haust.
Norsku tilboði tekið
Flugskýlið verður stálgrind-
arhús og hefur útboð farið fram
á efni. Fjölmörg tilboð bárust og
það sem var einna hagstæðast
var frá brezku fyrirtæki. Hljóð-
aði það upp á liðlega 42 milljónir
króna. En eins og flugmála-
stjóri tók fram eru menn litt
hrifnir af samningum við Breta
um þessar mundir. Norskt til-
boð var aðeins dýrara og hefur
flugráð nú ákveðið að taka þvi.
Mikill munur var á þeim tilboð-
um sem bárust og það dýrasta
nam um 100 millj. króna.
Flugmálastjóri sagði, að ráð-
stafanir hefðu verið gerðar til
að fá efnið mjög fljótt að utan,
en þá væri eftir að bjóða út
verkið við að reisa skýlið. Nú
væri veður farið að batna og þvi
þyrfti að hefjast handa sem
fyrst. Dráttur á þessu máli væri
orðinn óhæfilegur enda hefðu
menn gert sér vonir um á sinum
tima, að hægt yrði að reisa nýtt
skýli fyrir siðustu áramót.
Nýja flugskýlið verður af
svipaöri stærð og það sem brann
og verður.i eigu rikisins eins og
það gamla. Flugleiðir munu sið-
an byggja verkstæði skammt
frá eða fastupp við. Flugvirkjar
félagsins hafa ekki búið við
mannsæmandi skiiyrði á nokk-
urn hátt siðasta ár og eru að
vonum orðnir mjög óþreyjufull-
ir eftir viðunandi aðstöðu. Að
lokum sagðist flugmálastjóri
vona að þessi beiðni yrði ekki
látin ganga milli Heródesar og
Pilatusar.
alþýöu
blaðiö
FRÉTT: Að til standi að
skera niður framlög til raf-
orkumála um 600 m. kr. Engin
heimild er til sliks i fjárlögum
svo ef þetta verður gert þá er
hér um að ræða einhliða
ákvörðun embættismanna i
andstöðu við samþykkt al-
þingis.
HEYRT:. Að Guðni i Su%u
hyggist stefna Seðlábankan-
um fyrir þau afskipti, sem
Guðni telur að Seðlabankinn
hafi haft af rekstri fyrirtækja
hans honum til fjárhagslegs
tjóns.
TEKIÐ EFTIR: Að liðið
hafa ár og dagár siðan
Vilmundur Gylfason kom sið-
ast fram i Kastljósi. útvarps-
ráði virðist hafa tekizt að bola
þessum vinsælasta og eftir-
tektarverðasta sjónvarps-
manni okkar út úr sjónvarpinu
eins og til mun hafa staöið.
HEYRT: Að þótt vinsældum
og fylgi stjórnarflokkanna
hafi farið ört hrakandi sé þó að
finna ákveðna götu i Reykja-
vik, þar sem Framsóknar-
mönnum hafi farið talsvert
fjölgandi að undanförnu. Al-
mannarómur i Reykjavik
kann að nefna þá götu.
TEKIÐ EFTIR: Að Olafur
Jóhannesson, sem mætti ekki
á dómþingi þar sem mál Visis-
manna gegn honum var tekið
fyrir, hefur valið þann kostinn
að birta vörn sina i opnu bréfi
til Þorsteins Pálssonar. Fyrsti
hluti varnarinnar birtist með
þeim hætti i Timanum sl.
sunnudag.
SPURT: Hvort forsætisráð-
herra sé alveg „stikkfri” i
þeim athugunum á auknum
skipakostnaði Landhelgis-
gæzlunnar, sem dómsmála-
ráðherra (Framsóknarmað-
ur) hefur falið utanrikisráð-
herra (öðrum Framsóknar-
manni) að leita eftir hjá
Bandarikjastjórn?
LESIÐ: 1 norska blaðinu
„Fiskaren”, að um sl. mán-
aðamót hafi vetrarveiðin á
loðnu numið yfir 5 millj.
hektólitrum.
HEYRT: Að mikill kurr sé i
stjórnarliðinu vegna þess
framtaks Guðmundar
Garðarssonar að flytja frum-
varp um einn sameiginlegan
lifeyrissjóð fyrir alla lands-
menn. Þykir mörgum bæði i
Sjálfstæðisflokknum og i
Framsóknarflokknum þetta
hafa verið allsendis óþarft
framtak hjá Guðmundi enda
fengu hugmyndir hans mun
betri viðtökur stjórnarand-
stæðinga en stjórnarþing-
manna þegar frumvarp hans
var til fyrstu umræðu á al-
þingi.
-