Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 10
lO STJÓRNMÁL Þriðjudagur 9. marz 1976 /öu- bláöíA aipýöM- biaóiö Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Tæknilegur fram- kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla 11, simi 818H6. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaða- prent h.f. Askriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur f lausasölu. Hörmulegt sjóslys Leitin að vb. Haf- rúnu frá Eyrarbakka hefur ekki borið ár- angur og er nú talið vist, að báturinn hafi farizt. öll áhöfn báts- ins, alls átta manns, er talin af. Sjórinn hefur tekið sinn toll. Sjómennskan er hættuleg atvinnu- grein. Engin stétt á íslandi stundar jafn erfitt og hættulegt starf og islenzkir sjó- menn enda hefur vart liðið svo ár, að sjórinn hafi ekki krafizt eins eða fleiri mannslifa. Þótt sjórinn sé veitull er hann einnig harður nágranni, sem valdið hefur margri sjó- mannsfjölskyldu þjáningu og sorg. Og nú hefur hann enn einu sinni höggvið í sama knérunninn. Átta manns, allt ungt og efnilegt fólk, hefur i einu vetfangi horfið ástvinum sinum. Skip þeirra á aldrei eftir að koma aftur að landi. Þegar slikir atburð- ir verða meðal okkar fámennu þjóðar taka landsmenn allir þátt i sorg aðstandenda hinna látnu. Hvert mannsbarn i okkar fámenna landi gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heildina og þá ekki sizt þeir, sem sækja þjóðinni björg i bú á hafi úti. Þvi saknar þjóðin sárt sérhvers þess ein- staklings, sem hverf- ur sjónum langt um aldur fram og þegar hörmulegir mann- skaðar verða, eins og nú hafa orðið, þá eru það ekki aðeins nán- ustu aðstandendur, sem hryggjast, heldur islenzka þjóðin öll. Alþýðublaðið sendir börnum og öðrum ást- vinum áhafnarinnar á Hafrúnu innilegustu samúðarkveðjur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á Alþýðublaðinu og hafa þær fengið mjög góöar viðtökur hjá lesendum blaðsins. Eftir fyrstu þrjá útkomudaga blaðsíns i nýjum búningi hefur lausa- sala þess aukizt mjög og á þessum þremur dögum hefur föstum áskrifendum fjölgað um 15. Hjá litlu blaði eins og Alþýðublaðið er, þá er þetta veruleg aukning á svo stuttum tima og er hún góð- ur fyrirboði. Verður mikil áherzla á það lögð á næstunni að auka útbreiðslu blaðsins og eru Alþýðublaðsmenn vongóðir um að það takist ef marka má fyrstu viðbrögð. Það er augljóst, að ákveðin blöð hafa þungar áhyggjur af þvi, að Alþýðublaðinu kunni að vaxa fiskur um hrygg. Af þeim sökum hafa t.d. Þjóðviljinn og Timinn hafið undarlega áróðurssókn gegn Alþýðublaöinu. 1 lesendabréfum i Timanum, sem sýnilega eru samin á ritstjórn hans, og i ritstjórnardálkum i Þjóðviljan- um hafa undanfarna daga.birzt furðuleg skrif þar sem þvi er haldið fram i blákaldri alvöru, að bandariska leyniþjónustan CIA, standi.á bak við Alþýðublaðið og Alþýðuflokkinn og greiði þessum aðilum stórfé. Jafnframt gripur Timinn tækifærið til þess að koma þeim boðskap á framfæri i tilefni af þeirri gagn- rýni, sem fram hefur komið á embættisfærslu dómsmálaráð- herra, að Vilmyndur Gylfason sé kostaður af CIA-fé til þess að skrifa gegn Ölafi Jóhannessyni. Sighvatur Björgvinsson sé gerður út af somu stofnun til þess að tala um dómsmálin á Alþingi og Árni Gunnarsson þiggi fé úr sömu sjóðum til þess að ritstýra fyrst Visi og nú Alþýðublaðinu gegn dómsmálaráðherra. Skrif af þessu tagi bera vott um sefasýki á háu stigi. Að halda þvi fram i alvöru að Álþýðublaðið sé gefið út fyrir CIA-gull og að þeir Vilmundur, Sighvatur og Árni séu erindrekar bandarisku leyniþjónustunnar og gerðir út af henni til höfuðs Ólafi Jóhannessyni eru viðbrögð manna, sem ekki eru i andlegu jafn- vægi. Alþýðublaðinu kemur ekki til hugar að fara að deila um slikar brjálsemismartraðir við Timann eða Þjóðviljann. Ef þetta eru einu svörin, sem þessir aðilar geta fundið við þeirri sókn, sem hafin er á Alþýðublaðinu, að hún sé kostuð af banda- risku leyniþjónustufé og ef það eru einu viðbrögðin við gagn- rýninni á embættisfærslu dómsmálaráðherra að á bak við hana standi mafia og þrir tilteknir menn, sem mjög hafa látið að sér kveða i málinu, séu útsendarar CIA, þá segja þau svör og þau viðbrögð sitthvað um hugarfar þeirra, sem að þeim standa. Þannig bregðast þeir ekki við, sem hafa sterka málefnalega stöðu. Býrðu í borg eða sveit? Kostnaðarmunur við hitun húsnæðis er orðinn gifur- iegur milli þeirra staða sem njóta jarðvarma og hinna, sem eru háðir inn- fluttum orkugjafa — þvi eins og allir vita hefur oliuverð margfaldazt. Algengt er td. að hitunarkostnaður einbýlishúss þar sem olía er notuð fari i allt að 25 þúsund krónur á mánuði. Vilja jafna kostnaði við kyndingu húsa ,,Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta semja frumvarp til laga um ráðstafanir til að jafna kostnað við kyndingu húsa, sem hituð eru með mismun- andi tegundum orku- gjafa”. Svo segir i tillögu til þingsálykt- unar, sem þeir Sig- hvatur Björgvinsson og Benedikt Gröndal hafa lagt fram. Þeir vilja, að við samningu frumvarpsins verði athugað sér- staklega hvort æskilegt sé, að jafna kyndikostnað með verð- jöfnun eingöngu eða kerfi verð- jöfnunar og niðurgreiðslna. Þá vilja þeir einnig, að jöfnun verði á þann veg hagað að hún hvetji, en letji ekki framkvæmdir. til þess að draga úr raunveru- legurt\ kostnaði við húsahitun, til dæmid\með virkjun jarðhita, raf- hitun eða smiði kyndistöðva. 1 þvi sambarldi verði sérstaklega athugað \hvort ekki sé rétt, að hluti þeirra ráðstafana, sem gerðar séu, verði i því fólginn að afla fjár með sérstökum hætti til þess að hraða rannsóknum á jarðhita, jarðhitaleit og virkjun jarðhita til húshitunar, þar sem hans er von. Einnig smiði oh'ukyndistöðva, eða gerð rafhitunarkerfa, hvort heldur sem hagkvæmara þykir, þar sem jarðhiti er ekki fyrir hendi. —AG . » ,v« Atvinnuástandið í Reykja- vík enn harla bágborið BSfllÍ 2 fcl atvinnu Atvinnuástand i Reykjavik hefur ekki breytzt mikið frá ára- mótum. Þó hefur atvinnulausum fækkað nokkuð frá þvi fyrir verkfall, en þá voru þeir samtals 336, en voru þann 3. marz 252. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Óskari Friðrikssýni starfsmanni á ráðningarskrif- stofu Reykjavikur. Sagði hann, að þessi fækkun atvinnulausra frá þvi fyrir verkfall, væri vart marktæk. Menn væru að týnast inn á ráðningarskrifstofna og ekkert benti til þess að atvinnu- ástandið væri fariö að lagast. Þann 3. marz voru atvinnu- lausir karlmenn 187, og konur 65. Þeir skiptust þannig eftir atvinnugreinum: Karlmenn: Vörubifreiða rstjórnar 54, verkamenn 42, málarar 16, tré- smiðir 15, múrarar 6, iönverka- menn 6, verzlunarmenn 5 og sjómenn 3. Innan annarra starfsgerina voru færri atvinnu- lausir. Konur: Iðnverkakonur 31, starfsstúlkur á sjúkrahúsum 8, verzlunarkonur 17, verkakonur 7 og starfsstúlkur á veitinga- húsum 2. Sagði óskar að ekki hefðu verið miklar sveiflur á heildar- fjölda atvinnulausra, né milli einstakra atvinnugreina. Þó hefðu atvinnulausir verkamenn (karlmenn) fyrir verkfall verið 60, en væru nú 42. Sama væri að segja um vörubllstjóra. Fyrir verkfall hefðu 68 verið skráðir atvinnulausir, en nú 54. Þurfa að koma einu sinni á dag Aðspurður hve háar atvinnu- leysisbætur væru, sagði Óskar, að honum væri ekkikunnugt um það, nú eftir nýgerða kjara- samninga. Fyrir verkfall, hefðu bæturnar hins vegar verið, kr. 1645 á dag fyrir einstakling. Krónur 1880 fyrir fjölskyldu- fyrirvinnu og kr. 153 á hvert barn. (Þó ekki greitt með fleiri en þremur börnum). Oskar sagði, að menn yrðu að koma daglega á ráðningarskrif- stofuna og láta merkja við sig, ef þeir ætluðu að verða aðnjót- andi atvinnuleysisbóta. —GAS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.