Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.03.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁMORGNI... Þriðjudagur 9. marz 1976 ilþýi blaóiö Úivarp 7.00 MorgunútvarpVeðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Vilborg Dag- bjartsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Afsakið, ég heiti Trana” eftir Gunvor Hákans- son (2) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynnikl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þátt- inn. Morguntónleikar kl. 11.00: Kammersveitin i Prag leikur Sinfóniu i d-moll eftir Cerubini / Filharmóniusveit Lundúna leikur Sellókonsert i e-moll eftir Elgar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: TónleUtar. 14.30 Guð þarnfast þinna handa Fyrri dagskrárþáttur i tilefni af æskulýðs- og fórnarviku kirk junnar, sem helguð er mál- efnum þroskaheftra barna hér á landi. Umsjónarmenn: Guð- mundurEinarssonog Jóhannes Tómasson. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.1« Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalagaþátt fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldisns 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hver er óháður? Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins 20.50 Frá ýmsum hliðum Guðmundur Árni Stefánsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Sinfóniuhljómsveit íslands leikur i útvarpssalStjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Forleikur að óperunni „Lohengrin” eftir Wagner. b. Þrjár impressiónir eftir Atla Heimi Sveinsson. c. Tveir slavneskir dansar eftir Dvorák. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins Dr. Jakob Jónsson flytur tiunda erind sitt 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiu- sálma (19) 22.25 Kvöldsagan: „t verum”, sjálf sævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guðmunds- son les siðara bindi (28) 22.45 Harmonikulög Reynir Jónasson og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Danski leikarinn Erik Mörk les söguna „Portnerens sön” eftir H.C. Andersen. (Hljóðritað á lista- hátið i Reykjavík i júni 1972). 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Leshringur. Kynning á nýju námsformi, sem mjög er aö ryðja sér til rúms erlendis. Þátturinn er gerður i samvinnu við Bréfaskólann. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Kristinsson. 21.20 Columbo. Bandarlskur sakamálamyndaflokkur. Þýö- andi Jón Thor Haraldsson. 22.35 Utan úr heimi. Umræðu- þáttur um erlend málefni. Haf- réttarráðstefnan.Þá tttakendur Benedikt Gröndal, alþingis- maður, Már Elisson, fiski- málastjóri, Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari, og Gunnar G. Schram, sem stjórnar umræðum. 23.15 Dagskrárlok. LESHRINGUR, HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? Athyglisverður þátt- ur er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld kl. 20.40. Það er kynning á nýju námsformi , les- hring, sem mjög er að ryðja sér til rúms er- lendis. Við höfðum samband viö Sig- urð A. Magnússon skólastjóra Bréfaskólans, og inntum hann nánari fregna af þvi sem þarna er til umræðu, en þátturinn er gerður i samvinnu við Bréfa- skólann. Sigurður kvað þetta náms- formmjögvinsæltáhinum Norð- urlöndunum. Til marks um það. þá væru i leshringum á vegum Bréfaskólans sænska u.þ.b. ein milljón manns. Islenzki Bréfaskólinn hefir þegar komið á fót þrem les- hringum, tveim um bókmenntir og einum um félagsmál. Leshring er hægt að koma á fót hvar og hvenær sem er, hentugast er að fjöldi þátttak- enda sé á bilinu 5—12. Umsjónarmaður og leiðbein- andi i þættinum i kvöld er Gunn- laugur P. Kristinsson frá Akur- eyri. Hann kynntist starfsemi leshringa i Sviþjóð, og hefir nú undanfarin ár staðið fyrir starf- semi sem þessari á vegum fræðsludeildar Kaupfélags Ey- firðinga. H. C. Andersen saga a hljóðbergi ,,Þetta er ekki venju- legt H.C. Andersens ævintýri, frekar saga úr daglega Iitinu", sagöi Björn Th. Björnsson um söguna ,,Portnerens sön" sem flutt verður í þættin- um ,,Á hljóðbergi" í kvöld. Það er danski leikarinn ERIK MÖRK sem les. Upptakan var gerð á listahátið i Reykjavik i júni 1972. Sagan fjallar um ungan son húsvarðarhjóna og stéttarlega stöðu hans i þjóðfélaginu. Hann verður heimsfrægur mynd- listarmaður en fyrir ýmsum sem þekktu hann i æsku er hann og verður ætið „portnerens sön” Lesturinn hefst klukkan 23.00 og tekur u.þ.b. 50 min. i flutn- ingi. „Sjónvarpsþáttur” um Lenny Bruce í Tónabíói Lenny stakk á hræsninni og Playboy tók upp merki hans Kvikmyndin um Lenny Bruce — atvinnubrandarasmiðinn og siðgæðisskelfi ameriska bibliu- beltisins frá þvi um miðja þessa öld — sem Tónabió hefur nú fengið til sýninga glænýja að „westan” likist einna helzt góð- um sjónvarpsþætti, heimilda- mynd, enda greinilega ætlazt til þess að þau áhrif komi fram. Ég vona að það verði ekki til að fæla neinn frá þvi að sjá myndina þóttég noti þessa sam- likingu, og þótt sagt sé frá þvi að myndin sé sýnd i svarthvitu, þvi ræki þátt sem þennan á fjörur islenzka sjónvarpsins myndi ég hvetja alla til að sleppa bióferð það kvöldið. En Lenny, er ekki aðeins sag- an um hann sjálfan, heldur um það þjóðfélag siðgæðishræsni, sem hann bjó i og hvernig öfg- arnar i eina áttina hrundu hon- um i aðrar öfgar. Sagöi hræsninni strið á hendur Þegar Lenny Bruce er orðinn þreyttur á þvi að sleikja sitj- anda allra þeirra, sem eru fyrir framan hann i röðinni til að fá skárri vinnu i skemmtibransan- um — og meðalmennskan og lágkúran eru farin að þrengja að honum, þá leyfir hann sér það sem óskráð lög starfsgrein- arinnar leyfa ekki nýgræðing- um að gera. Hann fer að verða frumlegur. Og það sem verra er, hann fer að gerast örlitið grófur. Og það sem verst er, Valerie Perrine, leikkonan, sem öðlaðist heimsfrægð á mcðferð sinni á „Hot Honev HaiTow” — eiginkonu Lennys. nokkrir áheýrenda kunna þvi hreint ekki illa. En það er sitthvað að hafa gaman af einu og viðurkenna það aö maður hafi gaman af þvi sama, — og i Bandarikjum sjötta áratugsins var blómatimi hins tvöfalda siðgæðis — hræsn- innar — og Lenny sagði þvi strið á hendur. t myndinni er það undirstrik- að hver áhrif kona hans hafði á hann, en það er i rauninni skilið eftir og ósagt hvort hún varð þess valdandi að Lenny valdi þessa braut, hvort fall hans var i henni falið. An Hot Honey Har- low hefði Lenny eflaust náð langt, þvi það duldist engum að hann var hæfileikamaður. En i samfylgd hennar varð leið hans stefnulaus og lif hans rótlaust, og i slikum jarðvegi þróast freistingar áhrifaopinna manna. Upphaf Playboy siðfræðinnar Þar kemur bandariska karl- mannatimaritið Playboy til sög- unnar sem ferli Lenny Bruce lýkur. Á sjöunda áratugnum rit- aði Hugh Hefner, eigandi og rit- stjóri- Playboy árum saman fasta þætti i blað sitt þar sem hann réðst gegn þeirri hræsni, sem varð Lenny að falli. Play- boy skar upp herör gegn þeim hugsunarhætti, gegn hvers kyns fordómum hvort sem þeir vörð- uðu kynferðismál, viðhorf til hernaðar eða eiturlyfja, og að siðustu hefur þétta gamalgróna karlmannarit orðið engu minna talsrit mannréttindahugsjóna rauðsokkahreyfinganna en rauðsokkur sjálfar. Það er ástæðulaust að gera minna úr þætti Playboy i þeirri hugarfarsbreytingu sem orðið hefur i Bandarikjunum á sið- ustu árum en efni standa til. Lenny Bruce átti sinn þátt i þvi að hrófla við hræsninni. Hann gekk ef til vill of langt, en það þurfti þá. Aðrir hafa tekið við, og áhrifanna er farið að gæta. En þvi fer auðvitað fjarri að þetta sé sér-bandariskt mál. Það er enginn eðlismunur á hræsninni hér eða þar eða hvar annars staðar sem er. —BS ANGARNIR HO-HO-HELDURÚU AÐ WAÍ.6A VERÐl EUKI UNDRANDl, Í>E6AR HÚN Þ/Í.R. DES4A SVRÓPSFÖTU VFIR HAUSIKIN l'liisllis lll PLASTPOKAVERKSMIOJA Sfcnar 82439 -82455 Grensásvegi 7. boxtOU- Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu löggildur pipulagningameistari 74717 og 82209. Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 1M2 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. ÚLFAR JAC0BSEN Ferðaskrifstofa Austurstræti 9 Farseðlar um allan heim Simar 13499 og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.