Alþýðublaðið - 20.03.1976, Page 1

Alþýðublaðið - 20.03.1976, Page 1
Ljós og skuggar einkenna þessa. mynd. Endurnar standa við vök og hækkandi sól varpar skugga þeirra á vatn og is. Sú neðsta virðist hafa tvo hausa og hinar ræða við tvibura sina. Er Klúbburinn á engan hátt tengdur Geirfinns- málinu? — sjá baksíðu BETRIHQRFUR Á FREÐ FISKMARKAÐIEN ADUR Norsku sölusamtökin Nordic Group A.D. telja, a&S nú sé útlit á freöfiskmarkaði betra en það hefur ver-l iðum langt skeið. Eítirspurn og söluhorfur hafi tek-I ið jákvæða stefnu. Þetta eigi við um Bandarikin ogl Vestur-Þýzkaland. 1 Þessi samtök leggja nú megin áherzlu á, að seljal fryst fiskflök i neytendaumbúðum, en hafa störlegal dregiðúr sölu á fiskblokk. Sjá „Úr ýmsum áttum" á| bls. 13. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1976 Flestir hafa ákveðnar hug- myndir um það hvernig góðir nemendur eiga að hegða sér í skólanum. En hvernig á kennari að koma fram við nemanda sinn? Um það getið þið lesið íopnu Sterkur árgangur 3ja ára síldar íslenzka stórsíldarstofninum „Þegar ég rannsakaði það mál i s.l. desember, varð ég var við sterkan árgang þriggja ára sildar, sem var blandaður saman við stórsildarstofninn”. Þetta sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur i viðtali við Alþýðublaðið. Hann sagði, að þetta kynni hinsvegar að valda erfiðleikum nótaveiði næsta sumar, ef stofnarnir skildust ekki að. Það myndi hins vegar ekki hafa nein áhrif á reknetaveiðina. Viðtalið við Jakob og viðtal við Björn Dagbjartsson, for- stöðumann Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins eru á 3. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.