Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.03.1976, Blaðsíða 3
alþyöu- blaðió Laugardagur 20. marz 1976 FLUGFÉLAGIÐ VÍKINGUR: Hundruð hluthafa og tugmilljóna hlutafé nú þegar Örtröð á skrifstofu Flugfélagsins Víkings Hluthafar i nýja flugfélaginu Vikings er öruggt að með 100 Flugfélaginu Vikingi hf., eru nú milljón krónur sem stofnfé er orðir um 200 talsins og hlutafé hægt að fara myndarlega af orðið yfir 60 milljónir króna. stað. Með þvi að kaupa flug- Þegar hefur verið ákveðiö aö vélar Air Viking vinnst tvennt. eignast sem allra fyrst eina af Tryggterað vélarnar verðiekki seldar úr landi og Vikingur fær góðar flugvélar án þess að eyða þurfi til þess dýrmætum gjald- eyri. Með þvi að fá strax tvær eða þrjárflugvélarværi hægt að vinna að öflun verkefna sem viðast þegar i stað. Þau væru næg ef rétt væri á haldið og skipulega unnið að markaðs- könnun og markaðsöflun fyrir flugvélarnar. Óháð leiguflug. Forráðamenn Vikings hf. sögðu að þetta félag ætlaði að stunda óháð leiguflug og væri ekki stofnað til að fljúga fyrir einn aðila frekar en annan. Engin sérstök ferðaskrifstofa sæti þar i fyrirrúmi og verkefni væri að finna bæði hérlendis og erlendis. Það voru 13 starfsmenn Air Viking sem stofnuðu Viking — Viking Airlines. Formaður félagsins var kjörinn Arngrim- ur Jóhannsson flugstjóri. —SG flugvélum Air Viking og ráöa- gerðir eru uppi um aö festa kaup á þeim ölium þremur. Mikill áhugi virðist rikjandi meöal alls almennings um stofnun þessa leiguflugfélags. A sameiginlegum fundi Flug- félagsins Vikings og fulltrúum frá 30 aðilum er stefndu að stofnun ílugfélags var ákveðið að 30 menningamir gengu inn i Viking. Opnuð hefur verið sknf- stofa að Pósthússtræti 13 og verður hún opin til klukkan 22 á kvöldin. Þar geta þeir sem vilja skrifaðsig fyrir hlutafjárloforð- um. Framhaldsstofnfundur verður haldinn siöar, en fram að þeim Hma gefst tækifæri til hlutafjársöfnunar. Meðal þeirra aðila er lagt hafa fram stórar upphæðir má nefna Oliufélagið hf. og Reginn hf. Byrja myndarlega. Að sögn forráöamanna FRÉTTIR 3 STERKUR ÁRGANGUR 3IA ARA SlLDAR f ÍSLENZKA STÖR- SILDARSTOFNINUM Hagstæðar niðurstöður af verkun kolmunna til mann- eldis. — Rætt við Jakob Jakobsson og Björn Dagbjartsson nótaveiði næsta sumar, ef stofn- arnir skiljast ekki að. Það myndi ekki hafa nein áhrif á rekneta- veiðina. Þennan sterka þriggja ára stofn þarf að varðveita sem bezt, til þess að gera honum kost á að hrygna að minnsta kosti einu sinni, en það gerist ekki fyrr en á næsta ári. „Tilraunirnar, sem gerðar voru i sambandi við Meitilinn i Þorlákshöfn, um framleiðslu svo- kallaðs marnings úr fiskholdinu, benda til fremur hagstæðrar niðurstöðu. Þar er þó aðeins átt við þann þátt, sem að neyzlu snýr. Um verð er allt meira á huldu, en það hefur auðvitaö úrslitaáhrif um hugsanlegar veiðar”, sagði Björn Dagfinnsson að lokum. „Ég tel engan vafa getað leikið á þvi”, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur i samtali við blað- ið, „að loðnan, sem vart varð við nýlega austan við Vestmannaeyj- ar, sé úr nýrri austangöngu, eða við skulum segja göngu nr. 2. Þessi hegðun loðnunnar er engan veginn óalgeng. Hún hefur áður haft það til að dreifa sér svo, að ekki hefur verið hægt að ná henni i nót, en þétzt svo þegar upp á grunnið kom vestur með landinu. Þessi ganga heur trúlega hrygnt á leiðinni vestur með og áður en hún kom vestur að Vestmannaeyjum.’ ’ ■ Gæti hafa komið vestan yfir Grænlandshaf „En hvað viltu segja um loön- una, sem nýlega kom upp undir Snæfellsnes, hvaðan telur þú að hún hafi komið?” „Þetta er mál, sem þvi miður er ekki rannsakað að fullu. Reyndar vantar þar mik'ið á. Hvað sem okkar hugmyndum kann að liða, væri fráleitt að full- yrða neitt hér um. Segja má, að margt sé hugsanlegt. Þar gæti komið til greina, m.a. að þessi ganga hefði komið vestan yfir Grænlandshaf og upp undir tsland þar sem stytzt er milli landa og siðan gengið suður með, upp að Snæfellsnesi.” „Telur þú líklegra, að svo hafi verið, en að þessi loðna hafi kom- ið beint norðan úr hafi?” „Satt að segja Imynda ég mér það frdcar. En eins og ég sagði þarf þetta gagngerðar rannsókn- ar við, sem ekki mætti dragast úr hömlu.” ■ Sterkur árgangur þriggja ára síldar „En nú hafa togaramenn stundum undanfarin ár, talið sig verða vara við loðnu á norður- slóðum, vestan við landið.” „Engin mótsögn þarf að vera i þvi, vegna þess að loönan myndi ganga yfir hafið svo norðarlega. En sem sagt, við munum ekki renna augunum eingöngu i eina átt við frekari rannsóknir.” „En geturðu nokkuð sagt af sildarstofninum? Er hann ekki á öruggri uppleið?” „Það tel ég, sem betur fer. Þegar ég rannsakaði það mál i s.l. desember, varð ég var við sterkan árgang þriggja ára sildar, sem var blandaöur saman við stórsildarstofninn. Hinsvegar kann þetta að valda erfiðleikum i ■ Þorskur af stofninum frá 1970? „En svo við vikjum litillega að þorskinum. Mér skilst á viðtölum við sjómenn I Vestmannaeyjum, að nú gangi á þeirra mið aðallega stór þorskur, hrygningarfiskur. Kemur þetta ekki ykkur fiski- fræðingum á óvart?” „Þetta eru ánægjulegar fréttir og væri betur að það stæði sem lengst. Hinsvegar er vert að hafa' það i huga, að hér getur verið um að ræða þorsk af stofninum frá 1970. Hann er óvenjulega sterkur. Þó venjan sé, að þorskurinn þurfi að ná 7 ára aldri, til þess að hrygna, er ekkert þvi til fyrir- stöðu að það geti ekki gerzt dálitið fyrr, hafi hann náð kynþroska stærð, sem er milli 70 og 80 cm, liklega nær 75 cm. Margt getur gerzt i hafinu, sem auki á vöxtinn ogflýti fyrir kynþroskanum dálit- ið. Hér er það stærðin, sem meira veldur en aldurinn,” lauk Jakob Jakobsson máli sinu. ■ Meðferð i dælingu getur haft afgerandi áhrif Blaðið leitaði fregna hjá Birni Dagbjartssyni förstumanns rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins um hvert þyrfti að vera ástand loðnu, svo hún væri fyrstingarhæf fyrst og sömuleiðis um timatak- mörkin þar frá unz hrygning færi fram. Honum fórust svo orð: „Eins og nú standa sakir hefur verið miðað við, að hrognin væru um 10% af þunga fiskjarins, þegar frysting gæti hafizt. Þetta er einnig háð stærð, að ákveðinn fjöldi þurfi að vera I þyngdarein- ingu. Gróft reiknað má áætla, að loðnan bæti við 1/2 prósenti dag- lega og þegar svo er komið að hrognaþunginn hefur náð 20% af þunganum, taki hrognin að losna. Þá liður varla meira en vika þar til hrygning fer fram, i mesta lagi. Meðferð fiskjarins,' t.d. i dæl- ingu getur haft hér afgerandi áhrif. Sé dælt varlega úr nótun- um, er það mjög jákvætt, þegar hrygning fer að nálgast. Þetta vita sjómenn og hafa nokkuð á sinu valdi.” ■ Marningur úr fiskholdi Aðspurður um niðurstöðuna af tilraunum með að verka t.d. kol- munna til manneldis, svaraði hann þvi svo: Enn um ítaks- málið Athugasemdir frá tveimur arkitektum Alþýðublaðinu hafa borizt yfirlýsingar frá tveimur arki- tektum, þeim Birni H. Jó- hannessyni og Hilmari Þór Björnssyni vegna hins svo- nefnda itaks-máls. — Frá þessu máli var greint itarlega i blaðinu I gær. Yfirlýsingarnar fara hér á eftir: „Vegna yfirlýsingar Itaks h.f.sem birtistí dagblöðunum i dag, óska ég eftir að eftirfar- andi komi fram: Fullyrðing Itaks h.f. um að „eftir þvi sem fagmenn (hafi) ráðist til fyrirtækisins (hafi) þeir gerst hluthafar....” er ekki rétt hvað mig snertir. 1 nóvember 1974 réðist ég sem launþegi til Itaks h.f. Vann ég hjá fyrirtækinu til loka marz mánaðar 1975, er ég sagði þar upp störfum. A þessu timabili gerði ég frumuppdrætti þá af Selja- skóla, sem lagðir hafa verið fram af hálfu ttaks h.f. en i upphafi verksins var haft samráð við danska aðila með reynslu I hönnun slikra skóla. Hinsvegar hef ég aldrei gerst hluthafi i ítak h.f., gagn- stætt þvi sem skilja má á yfir- lýsingu Itaks h.f. Reykjavik 17.3.1976. Hilmar Þór Björnsson” arkitekt. „Reykjavik, 19.3. 76. Vegna fréttatilkynningar frá fyrirtækinu ttak h.f. sem birtist i Alþýðublaðinu i dag, þar sem segir: „Eftir þvi sem fagmenn hafa ráðist til fyrir- tækisins hafa þeir gerzt hlut- hafar með þvi að kaupa hluta- bréf af hinum upphaflegu hluthöfum....” vil ég taka fram eftirfarandi: Ég hóf störf hjá ttaki h.f. i júli ’75 þangað til i desember s.l., er ég sagði starfi minu lausu og hef hvorki keypt né endurselt hlutabréf i Itaki h.f. Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að ég hef ekki átt þátt i hönnum Seljaskóla. Björn H. Jóhannesson, arki tekt.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.