Alþýðublaðið - 20.03.1976, Síða 12
LAUGARDAGUR
70 MARZ 1976
ER KLIlBBURIHH á engan HÁn
TENGDUR GEIRFINNSMÁLINU?
ö °
Eins og Aiþýðublaðið
skýrði frá fyrir
skömmu er rannsókn á
morði Guðmundar Ein-
arssonar lokið i aðal-
atriðum. Eftir er þó að
finna lik Guðmundar
og láta fara fram geð-
rannsókn á þeim
mönnum sem eru vald-
ir að dauða hans.
I samtali við Alþýðublaðið i
gær sagði örn Höskuldsson
rannsóknardómari, að ekki
hefði þurft að yfirheyra marga i
sambandi við það mál. Má af
þvi draga þá ályktun, að öll
meginatriði málsins hafi legið
tiltölulega fljótt fyrir. En að
sjálfsögðu tekur tima að fara
nákvæmlega yfir málið, sann-
reyna og bera saman framburð
og þar fram eftir götunum. Um
þrír mánuðir eru liðnir frá þvi
að fjórmenningarnir er sitja
inni vegna morðsins voru hand-
teknir.
Geirfinnsmálið.
Nokkuð margir munu hafa
verið yfirheyrðir vegna Geir-
finnsmálsins. örn Höskuldsson
sagðist ekki hafa tekið saman
þann f jölda sem hefði verið kall-
aður til yfirheyrslu.
Það hefur spurst, að starfs-
fólk Klúbbsins hafi ekki verið
kallað fyrir vegna Geirfinns-
málsins og vist er, að a.m.k.
sumir úr stjórn félagsins er rek-
ur staðinn hafa ekki verið yfir-
heyrðir. Þótt framkvæmda-
stjóri Klúbbsins og veitinga-
maður staðarins sitji báðir inni
vegna Geirfinnsmálsins má þvi
ætla, að hugsanleg aðild þeirra
að þvi máli tengist Klúbbnum
ekki eða þeim fjársvikum sem
þeir Magnús og Sigurbjörn hafa
orðið uppvisir að við veitinga-
reksturinn.
örn Höskuldsson var spurður
hvort engin tengsl væru þarna á
milli. Hann kvaðst ekki vilja
svara þessari spurningu. Þótt
sumir töluðu um tengsl Geir-
finnsmálsins og Klúbbsins væri
ekki vist að þeir sem starfa að
rannsókninni leggðu sömu
merkingu i það orð.
A mánudag mun Hæstiréttur
kveða upp úrskurð i áfrýjunar-
máli gæzlufanganna þriggja.
—SG
Hertri verð-
stöðvun
lýkur í dag
Margar beiðnir
um hækkanir
hafa borizt
Vinnuveitendur og launþegar
hafa nú nýveriö komið sér
saman um kaup og kjör. Kðli-
lega hvarflar það að mönnum
að nýfcngnar kjarahætur verði
skammgóður vermir, hækkun-
unum verði óðar velt út i verð-
lagið. í það minnsta gefur
reynsla af undangengnum
kjarasamningum ekki ástæðu
til að halda annað.
Af þessu tilefni höfðum við
samband við verðlagsstjóra,
Georg Ölafsson, og inntum hann
eftir þvi hvort fyrir verðlags-
nefnd lægju margar beiönir um
verðhækkanir. Verðlagsstjóri
kvað já við. Kjarasamningar
væru nýafstaðnir og þegar svo
stæði á, hlæðust upp beiðnir um
verðhækkanir, en einnig kæmi
það til að þetta væri sá árstimi,
sem fyrirtæki endurskoðuðu
verðlagningu sina.
Ekki vildi verðlagsstjóri neitt
um það segja hvort eða hvaða
verðhækkunum við mæltum
eiga von á á næstunni: það væri
ekki vaninn að segja frá sliku
fyrr en aldan riði yfir.
4ra mánaða tímabil
hertrar verðstöðvunar
rennur út í dag
1 gildi eru lög um verð-
stöðvun, en misjafnt er á hverj
um tima hve rikt er gengið eftir
framkvæmd slikra laga. Hinn
20. nóvember sendi viðskipta-
málaráðuneytið bréf til verð-
lagsnefndar og þeirra ráðu-
neyta, sem eitthvað hafa með
verðlagsmál að gera, og fór
fram á að til 20. marz yrði þess-
um lögum framfylgt til hins
ýtrasta. Þetta timabil
20.nóv.—20. marz hefir verið
nefnt timabil hertrar verð-
stöðvunar.
Framkvæmd verðstöðvunar-
laganna á timabilinu var mjög
ströng. Tekin var upp sú stefna
að leyfa ekki verðhækkanir
nema vegna verðhækkana á að-
keyptu hráefni og engar gjald-
skrárhækkanir voru leyfðar á
þessu timabili, utan hækkun á
vatnsskatti og gatnagerðar-
gjaldi.
Hvað tekur við?
Timinn einn mun leiða i ljós
hvað tekur við að loknu þessu
4ra mánaða timabili. Þegar
hefir verið veitt heimild til 27%
hækkunar á gjaldskrá hitaveit-
unnar og kemur hún til fram-
kvæmda nú 20. marz óg lik-
legast er það aðeins byrjunin.
—ES—
Að undanförnu hafa Vestmannaeyjabátar fengið óvenju stóran og vænan þorsk, sem glatt hefur margt sjómannshjartað.— Mun vera
langt siðan aö svo jafnstór fiskur hefur veiðst.— Jakob Jakobsson telur þennan fisk vera úr stofni frá 1970.— Væntanlega hafa þeir
fengið mikinn þorsk i netin hér á myndinni, en þarna er verið að gera klárt. Ljósm. Guðmundur Sigfússon
Margir erlendir fréttamenn hafa farið með varðskipunum
Erlendir fréttamenn frá blöð-
um útvarpi og sjónvarpsstöövum
hafa veriö i heimsókn hjá Land-
helgisgæzlunni að undanförnu og
hafa fréttamenn frá öilum þess-
um fjölmiölum fariö nývcrið mcð
varðskipum i gæzlufcrðir og
einnig hafa sumir farið f gæzlu-
flug með Sýr.
1 samvinnu við upplýsingadeild
utanrikisráðuneytisins hefur
fréttamönnum þessum verið
hjálpað til að komast i samband
við ráðherra og aðra stjórnmála-
menn einnig fiskifræðinga og
aðra málsmetandi menn, segir i
frétt frá Landhelgisgæzlunni.
Það kemur frami fréttinni, að
þrir sjónvarpsmenn frá banda-
risku sjónvarpsstöðinni ABC eru
nýfarnir héðan, en þeir dvöldu
um borð i varðskipi ásamt tveim-
ur hollenskum fréttamönnum. Þá
hafa verið hér fréttamenn frá
Þýzkalandi, Bretlandi, Kanada
og sænska sjónvarpið er að senda
hingað vinnuhóp vegna deilunnar.
Lang stærsti hluti þeirra brezku
fréttamanna sem hér hafa verið
hafa i skrifum sinum reynst hlið-
hollir tslendingum i fréttum sin-
um af landhelgismálinu. Það er ef
til, vill þess vegna sem þeim hef-
ur farið mjög fækkandi hér að
undanförnu.
Óhætt er að fullyrða, að hinir
erlendu fréttamenn, sem hér hafa
dvalið hafa yfir höfuð gert mikið
gagn með að koma á framfæri
sjónarmiðum tslendinga og þvi
ber að þakka Landhelgisgæzlunni
fyrir hennar stóra þátt i að auð-
velda störf hinna erlendu frétta-
manna. —SG
alþýðu
blaðiö
TEKIÐ EFTIR: Það
hefur vakið almenna furðu,
að rikisstjórnin skuli, eins
og nú er komið efnahag
þjóðarinnar, leggja fram
frumvarp um að fjölga
bankastjórum Búnaðar-
bankans um einn.
Kunnugir telja þetta frum-
varp bera vott um, að i
innsta hring rikisstjórnar-
innar sé ekki búizt við, að
hún geti orðið langlif. Þeg-
ar svo er komið taka ráð-
herrar að flýta svona mál-
um. sem eiga að tryggja
flokkum þeirra valda-
stöður. og Framsókn ætlar
ekki að missa af þessum
bita.
ÍIEVRT: Ýmsar get-
gátur um. hver hreppa eigi
hina nýju bankastjórastöðu
v i ð Búnaðarbankann.
Lengi var talið. að Halldór
E. Sigurðsson ætlaði sér
þar örugga höfn og myndi
þá hætta þingmennsku.
Þórhallur Tryggvasoná þó
sterkt tilkall til stöðunnar,
þvi hann hefur lengi gegnt
bankastjóraembættinu i
forföllum. Aðrir, sem
nefndir eru. eru Hannes
Pálsson og Stefán
Valgeirsson. Annars munu
margir Framsóknarmenn
— bæði i þingflokknum og
utan — hafa áhuga.
LESID: I leiðara fær-
evska blaðsins „Sósialur-
inn”þar sem fjallað er um
landhelgismál Færeyja:
„Heimamiðin vinnum við.
Það er enginn efi á þvi.
Eins og allt gengur nú
kemur útfærsla land-
helginnar sjálfkrafa áður
en langt um liður. Það, að
fá fiskveiðilandhelgina
færða út, verður ekki stóra
spurningin. Spurningin hjá
okkur verður öllu frekar
hvernig okkur tekst að
tryggja okkur sem mest
réttindi á „fjarleiðum ella
svonefndum miðleiðum
eisini”. Með' „miðleiðun-
um” mun vera átt við Is-
landsmið.
LESIÐ: „Nytin datt úr
kúnum vcgna verkfalls-
ins”.Þannig hljóðaði fyrir-
sögn i Timanum i gær.
Ekki á af mjólkurframleið-
endum að ganga þegar
kýrnar eru komnar i
samúðarverkfall.
VAKIN ATHYGLI A: t
sambandi við fyrirspurn
varðskipsmannakvenna og
— mæðra til Ólafs Jó-
hannessonar um, hvort
hann vildi ekki bregða sér
einn túr með varðskipi, að
þegar landhelgi hefur verið
færð út á Islandi hefur
aldrei neinum ráðherra
hugkvæmzt að heiðra út-
færsluna með þvi að sigla
út að nýju linunni með
varðskipi. Þeir láta sig þó
aldrei vanta, blessaðir,
þegar vigja þarf einhvern
brúargarm.