Alþýðublaðið - 30.03.1976, Page 3
alþýöu'
talaöíó
RÍKIÐ SLÆR
300 MILLJÚNIR
HJÁ ÞJÚÐINNI
A morgun ætlar Seðlabankinn
fyrir höndrikissjóðs að slá lán hjá
þjóð sinni að þessu sinni 300
milljónir króna.
Fjárhæðinni skal varið til
framkvæmda við Norður- og
Austurveg.
Boðin verða út happdræattis-
skuldabréf, hvert að fjárhæð 2.
þús. kr.
Bréfin verða endurgreidd
handhafa að 10 árum liðnum,
ásamt verðbótum i hlutfalli við þá
hækkun sem kann að verða á
framfærslúvisitölu á lánstiman-
um.
Arlega verða greiddir happ-
drættisvinningar að upphæð 30
milljónir króna eða 10% af
heildarlánsf járhæðinni.
Fyrst verður dregið þ. 20. mai
nk.
Happdrættisskuldabréfin eru
undanþegin framtalsskyldu og
eignarsköttum, en vinningar og
verðbætur eru undanþegnar
tekjuskatti og tekjuútsvari.
Sölustaðir eru bankar og útbú
þeirra um land allt, svo og spari-
sjóðir.
Þetta eri sjöunda sinn sem boð-
ið er út lán til rikisins af þessu
tagi og hefur rikið fengið að láni
alls 1100 milljónir króna.
Peningunum hefur verið varið
til að fullgera hringveg um landið
og ljúka við Djúpveg.
EB.
Sjónvarpskeppnin
SUÐURLANDI
DÆMDUR
SIGURINN!
„Þau úrslit sem tilkynnt voru i
þættinum á laugardagskvöld, eru
og rétt og það er þvi lið Suður-
lands sem heldur áfram i spurn-
ingakeppninni, „Kjördæmin
keppa”, ,sagði Helgi Skúli
Kjartansson höfundur spurninga
fyrrnefnds þáttar i spjalli við
Alþýðublaðið. Eftir þáttinn á
laugardaginn — þar sem lið
Reykjaneskjördæmis, m.a. með
Pétur Gaut Kristjánsson innan-
borös (sá ósigrandi i „Þekkirðu
land” spurningakeppni hljóð-
varpsins i fyrravetur) og Suður-
lands leiddu saman hesta sina —
var hringt ósleitilega til sjón-
varpsins og kvartað yfir mistök-
um i þættinum sem hefðu leitt til
þess að rangt lið hefði sigrað.
Úrslitin iþættinum urðu þau að
lið Suðurlands sigraði, svaraði 18
spurningum af 20, en lið Reyknes-
inga svaraði 17.
Voru það svör við einni spurn-
ingunni sem deilunum ollu. Var
um það spurt, hver væri elzta
vatnsaflsvirkjun á Vestfjöröum.
Lið Reykjaness svaraði þvi til,
Söluskatts-
skilin sett
undir smásjá
Nú mun vera ætlunin að
stórauka eftirlit með söluskatt-
skilum fyrirtækja hér i borg.
Söluskattsdeild Skattstofu
Reykjavikur hefur auglýst eftir
starfsfólki og ætlar að auka
umsvif sin til muna.
að virkjun Litladalsár við Geirs-
eyri i Patreksfirði, væru sú elzta.
Lið Suðurlands, nefndi hins vegar
Fossárvirkjun i Skutulsfirði. Var
svar þeirra siöarnefndu dæmt
rétt og réði þessi spurning úrslit-
um f keppninni, þar sem aðeins
eitt stig skildi liðin i lokin.
Hin fyrsta en ekki hin
elzta.
En af hverju upphófust þessar
deilur og hviheldurDagblaðið þvi
fram i gærdag, að um mistök hafi
verið að ræða, og lið Reyknesinga
sé þvi hinn rétti sigurvegari?
Blaðið spurði Helga Skúla þess-
ara spurninga. „Sannleikurinn er
sá, að Dagblaðiö og þeir aðilar
sem við þáttinn gerðu athuga-
semdir, heyrðu ekki spurninguna
rétt. Eg var uppi i sjónvarpi i
morgun og fór yfir þáttinn, til
þessað fullvissa mig um réttmæti
áður tilkynnts svars.”
„Hið rétta i málinu er það, að
spurt var um elztu va'tnsvirkjun á
Vestfjörðum, en ekki þá fyrstu
einsog margir héldu, þ.á m. Dag-
blaðið. Reyknesingar nefndu þá
fyrstu, sem lögð var niður árið
1919 og getur þvi ekki i dag talizt
hin elzta. SvarSunnlendinga eftir
þessu var aftur á móti rétt.”
Það er augljóst á fjölda hring-
inganna og umræðum um þetta
atriði og önnur atriði þáttarins,
að mikið er á þátt þennan horft.
Taka áhorfendur greinilega virk-
an þátt i keppninni. Það sýnir
fjöldi þeirra sem leiðrétta vildu
meinta villu i þættinum. Stjórn-
endur þáttarins og Sunnlendingar
standa hins vegar með pálmann i
höndunum.
Ibúar Reykjaneskjördæmis
sitja eftir með sárt ennið. Lið
þeirra er úr leik.
—GAS.
Þriðjudagur 30. marz 1976
FRÉTTIR 3
Númer
77
Við vitum, að hún er númer 77.
Svo sýnist okkur að á svuntunni
hennar standi Asta Þórarinsdótt-
ir,en gætiverið Þórðardóttir. Við
vitum lika að hún vinnur hjá
Fiskiðjunni i Vestmannaeyjum,
og að hún er að snyrta fiskflök.
Meira vitum við ekki, en þetta er
allnokkuð. — Jú, raunar vitum
við að Guðmundur Sigfússon tók
myndina.
An: 1 stk.
hraðbátur:
milljónir!
Þe i r Þr ö s t u r
Sigtryggsson og Gurinar
Ólafsson komu heim um
helgina eftir að hafa
skoðað hraðbáta i
Þýzkalandi og Dan-
mörku fyrir Landhelgis-
gæzluna. Munu þeir nú
vera að vinna að skýrslu
um ferðina.
Eins og fram kom i frétt
Alþýðublaðsins á laugardaginn
hafa þvzku hraðbátarnir verið
boðnir fram fyrir geypifé.
Samkvæmt upplýsingum sem
Alþýðublaðið fékk hjá Baidri
Möller ráðuneytisstjóra i gær, er
það verð sem sett er upp fyrir
einn bát um 450 milljónir króna.
Ekki er hægt að sjá neina leið til
að reiða fram þá upphæð, en eins
og Baldur tók fram þarf fyrst að
fá vitneskju um hvort bátar af
þessari gerð henta okkur áður en
farið verður nánar út i fjárhags-
hliðina.
Alit skipherranna liggur vænt-
anlega fyrir innan örfárra daga.
—SG.
Engin skip að „Westan”
Bandarikjamenn virðast ekki
ætla að verða við beiðni tslend-
inga um að lána eða leigja skip
til eflingar Landhelgisgæzlunni.
Dómsmálaráðherra lýsti þvf
yfir f samtali við Alþýðublaðið
fyrir viku, að bærist ekki svar
fyrir þá helgi sem nú er liðin, liti
hann á það sem synjun.
Ekki tókst að ná tali af dóms-
málaráðherra i gær, en
samkvæmt upplýsingum scm
Alþýðublaðið telur öruggar
hafði ekki borizt ákveðið svar
siðdegis i gær. Hins vegar höfðu
bandarisk yfirvöld lýst þvi yfir,
aö beiðnin væri „til vinsamlegr-
ar athugunar.” Er álitið að hér
sé um kurteislega neitun að
Réttargæzlumenn í Geirfinnsmálinu:
Rannsóknarlögreglan leynir
mikilvægum atriðum
Réttargæzlumenn þriggja
manna af fjórum, sem sitja I
gæzluvarðhaldi vegna Geir-
finnsmálsins hafa borið rann-
sóknarlögregluna þungum sök-
um. Meðal annars ásaka þeir
lögregluna um að þegja yfir
mikilvægum upplýsingum á
blaðamannafundinum s.l. föstu-
dag, en þær upplýsingar rýri
verulega framburð þeirra er
hafa vitnað á móti skjólstæðing-
um réttargæzlumannanna.
— Við teljum rannsóknarlög-
regluna hafa leynt svo mikil-
vægum atriöum á þessum
blaðamannafundi að það tekur
engu tali. En við erum eiðsvarn-
ir og megum þvi ekki láta i té þá
vitneskju sem við höfum um
málið, sagði einn réttargæzlu-
manna i samtali við Alþýðu-
blaðiö i gær. Hann sagði jafn-
framt, að áfrýjun þeirra á
gæzluvarðhaldsvistinni byggð-
istá þvi, að þeirálitu varðhaldið
byggt á veikum grunni. En það
versta sem fyrir gæti komið
væri það, að mönnunum yrði
sleppt úr varðhaldi án þess að
bera fram ákæru eða hreinsa þá
af öllum grun. Þá myndi
almenningsálitiö kveða upp sinn
dóm og álita að með lögfræði-
legum klækjabrögðum hefði
tekizt að koma i veg fyrir
ákæru. •
Enginn árangur?
f yfirlýsingu lögfræðinganna
þriggja segir m.a.: „Við ásök-
um löks rannsóknaríögregluna
fyrir að hafa sleppt þvi að skýra
frá þvi á nefndum blaðamanna-
fundi, að allt frá 26. janúar s.l.
eða i 62daga, hefir ekkert komið
fram viðrannsókn málsins, sem
styður frásögn hinna þriggja
ógæfuungmenna.”
Hér er átt við þann framburð
er leiddi til handtöku skjólstæð-
inga lögmannanna. A hitt ber
einnig að lita, að Hæstiréttur
hefur staðfest framlengingu á
gæzluvarðhaldsúrskurði
þriggja þeirra manna sem sitja
inni vegna meintrar aðildar að
Geirfinnsmálinu. Það út af fyrir
sig er þó engin ábending um
hugsanlega aðild mannanna að
hvarfi Geirfinns, en sýnir aöeins
að Hæstiréttur álitur nauðsyn-
legt að umræddir menn sitji
áfram i gæzluvarðhaldi meðan
rannsókn málsins er á þessu
stigi.
Sekt eða sakleysi.
í yfirlýsingu réttargæzlu-
mannanna er vakin athygii
rannsóknarlögreglunnar á
grundvallarákvæðum i 39. gr.
laga nr. 74/1974 um meðferð
opinberra mála, sem er svo-
hljóðandi:
„Lögreglumenn skulu stöðugt
miða alla rannsókn sina við það
að leiða hið sanna og rétta i ljós i
hverju máli, sem þeir hafa til
meðferðar, og rannsaka jöfnum
höndum þau atriði, sem benda
til sektar sakaðs manns og
sýknu.”
Siðan segir i yfirlýsingunni:
„Við ásökum rannsóknarlög-
regluna fyrir að hafa ekki haft
þetta ákvæði að leiðarljósi á
nefndum blaðamannafundi.”
Undirritaður sat blaða-
mannafund rannsóknarlögregl-
unnar og af hennar hálfu kom
ekkert fram sem sakfelldi eða
sýknaði skjólstæðinga lögfræð-
inganna. Hins vegar var skýrt
frá framburði vitna sem leiddi
til handtöku umræddra manna.
—SG.