Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Síða 4
4 Þriðjudagur 30. marz 1976. Iþýöu- Aaöiö a! blái Sigurður Gizurarson sýslumaður flutti ræðu þá, sem hér verður '—* birt, á fundi íslenzkrar réttarverndar, sem haldinn var að Hótel Esju, miðvikudaginn 24. marz, s.l. Það var 16. maí 1972 sem samþykkt var á Alþingi þings- ályktunartillaga þess efnis, að rikisstjórnin léti undirbúa frumvarp að lögum um um- boðsmann Alþingis. Forsætis- ráöherra fór þess siðan á leit við mig, að ég semdi þetta frum- varp og skilaði ég þvi ásamt greinargerð i mars 1973. □ Nýlunda hér á landi Þetta frumvarp kveður á um algera nýlundu hér á landi, þvi umboðsmaður hefur ekki starf- að á Islandi. Umboósmaður hef- ur starfað i ýmsum öðrum lönd- um, t.d. Sviþjóð og hinum Norð- urlöndunum. Umboðsmaður hefur það hlut- verk, að taka við kvörtunum frá einstaklingum, sem telja að stjórnvöld hafi misgert við sig eða beittsig rangindum. Þá skal hann einnig hafa það hlutverk, að stuðla að bættri stjórnsýslu i landinu. Segja má að umboðsmanns- staðan sé nú orðið talin ómiss- andi i réttarrikjum, enda þótt embættið hafi ekki enn komist á hér á landi. Ef til vill mun kostnaðarhliðin einhverju hafa ráðið. [7] Svíar riðu á vaðið 1809 Fyrst var umboðsmannsstaða stofnuð i Sviþjóð árið 1809 til þess að veita stjórnsýslumönn- um konungs aðhald. Nýlunda þeirrar stöðu var einmitt sú, að umboðsmaðurinn starfaði utan stjórnmálalega framkvæmda- valdsins. Hann starfaði á veg- um þjóðþingsins. Þó að ef til vill mætti kalla hann framkvæmda- valdshafa,þá starfaði hann utan þess og það veitti honum það sjálfstæði, sem nauðsynlegt var talið til þess aö geta veitt stjórn- völdum framkvæmdavaldsins aðhald. Siðan starfaöi þessi umbóðs- maður i Sviþjóð, án þess að eiga sér hliðstæðu annarsstaðar i meira en eina öld. Næstir urðu til að setja á fót slika stöðu Finnar, en þar var umboðs- mannsembættið stofnsett árið 1919. Stjórnarhættir þar voru mjög áþekkir og gerðust i Svi- þjóð enda þótt 110 ár liði þarna á milli. 7 Ekki alstaðar eins Það var svo ekki fyrr en 1954, að embættið var stofnað i Dan- mörku og svo 1963 i Noregi. Ari áður hafði umboðsmannsstaðan veriðstofnsettá Nýja Sjálandi, i Bretlandi 1967 og Norður-lrlandi og Tanzaníu 1969. Þá stendur til að setja á fót embættið i Irlandi og reyndar fleiri löndum. Sum- staðar hefur þetta verið með nokkuð öðrum hætti. Til dæmis i Indónesiu. Þar voru það sjö lög- fræðingafélög, sem stofnuðu stöðu, sem var svipuð starfi um- boðsmanns. 1 Israel starfar eft- irlitsmaður rikisins og hann starfar aðýmsu leyti á svipaðan hátt og umboðsmennirnir á Norðurlöndum. [7 Veitir framkvæmda- valdinu aðhald Segja má að umboðsmanns- starfið sé að komast á i flestum löndum, sem vilja kenna sig við lýðræði, almenn mannréttindi og sem vilja teljast réttarriki. Réttarriki er það kallaö, þar sem bæði stjórnvöldum og ein- staklingum er skylt að fara að lögum og þar sem grundvallar- mannréttindi eru virt. 1 hnotskurn má segja að um- boðsmaður starfi i þágu þjóð- þingsins og almennings. Hann auöveldar þjóðþinginu að veita stjórnendum framkvæmda- valdsins aðhald. Hann starfar hins vegar sjálfstætt gagnvart þjóðþinginu. Hann á að starfa hlutlaust og einmitt fyrir sakir hlutleysis hans og réttlætis, sanngirni og mikillar þekkingar er honum ætlað að hafa tilætluð áhrif. 7] Tekur við kvörtunum frá einstaklingum og félögum Umboðsmaðurinn tekur við kvörtunum frá einstaklingum, sem telja að stjórnvöld hafi beitt sig rangindum. Einnig get- ur hann haft sjálfur frumkvæði um að taka mál til meðferðar þar sem hann telur ástæðu til. Þá má benda á, að hann viðhef- ur málsmeðferð, sem er mjög skjótvirk, hún er einföld og kostnaðarlitil. Þá aflar hann skýrslna bæði frá einstaklingum og stjórnvöldum og þá oft á vixl. Hann gefur álitsgerðir um þau mál, sem hann hefur tekið til meðferðar. Þessar álitsgerðir eru ekki skuldbindandi, þannig að stjórnvaldi er ekki skylt að fara eftir þeim. En það er gert ráð fyrir þvi að staða umboðs- mannsins séslik, bæði, sem full- trúa Alþingis og svo einnig vegna hlutleysis, að stjórnvöld fari eftir ábendingum hans og á- litsgerðum. 1 Sviþjóð og Finnlandi er um- boðsmaðurinn saksóknari jafn- framt og það einkennir mjög stöðu þeirra og áhrif þar. Hins vegar hafa hvorki Noregur né Danmörk tekið upp það kerfi. Til umboðsmanns eiga ein- staklingar að geta leitað og fengiö mál sin tekin uppsérað kostnaðarlausu. Ef kvörtun er visað frá þá gerir umboðsmaður þeim sem i hlut á grein fyrir á- stæðum þess. Það gerir hann einnig þegar mál er fellt niður eða máli er haldið áfram. Um- boðsmaðurinn gerir sem sagt alltaf grein fyrir þeim aðgerð- um og málsmeðferð, sem við- höfð er hverju sinni. Umboðs- maðurinn gefur einnig út árs- skýrslu um þau mál, sem hann hefur fjallað. 7] Einstaklingsrétturinn Það má rekja hugmyndir um umboðsmanninn til eldri hug- mynda um réttarrikið sem end- urvöknuðu á siðustu öld þegar lýðræði jókst og einstaklings- réttur var hafinn til vegs i Norð- urálfu. Það má segja að endur- reist hafi verið gamla reglan, að með lögum skal land byggja. Um siðustu aldamót, þegar tal- að var um réttarrikið þá var þar yfirleitt átt við einstaklingsrétt- inn. Það var hann sem mestu máli skipti. Hinsvegar varð sú skoðun rikjandi, að einstakl- ingsrétturinn einn gæti orðið sjálfum sér hættulegur, frelsi eins gæti orðið til þess að út- rýma frelsi annars. 71 Velferðarríki eða réttarríki Bæði i Vestur-Evrópu og i Bandarikjunum tala menn þvi miklu fremur um velferðarrikið en réttarrikið. En til þess að hægt sé að koma fram mark- miðum velferðarrikisins, þeirri víðtæku félagsmálalöggjöf, sem þvi fylgir, þá hafa orðið að koma til viðtæk afskipti al- mannavaldsins af gerðum þegnanna. Og það hefur orðið æ algengara að réttindi manna stofnist fyrir tilverknað opin- bers stjórnsýslugernings, sem kveður á um réttindi og skyldur þegna. ] Þessir gerningar eru oft jiramdir af opinberum embætt- ismönnum og þeir komast að niðurstöðu sinni að meira eða minna leyti með frjálsu mati, sem kallað er. Það þýðir það, að hagsmunir þegnanna eru komn- ir í hendur opinberra starfs- imanna og þá er hætt við að um- hyggjan verði ekki söm og þeg- ar maður á að hugsa um sig sjálfur. Og þó að það sé vandað ,til vals opinberra starfsmanna þá hefur það viljað brenna við að misjafnlega hefur tekist til um val á þeim. Almennt má segja að mistök séu förunautar athafna. □ Misferli í stjórnsýslu Þar sem stöður umboðs- manns hafa verið stofnaðar, hefur einnig komið á daginn, að hvarvetna birtist langur listi af kvörtunum, um vanrækslu, lög- brot, ónærgætni, ósanngirni og ýmiss konar ranglæti. Þá má einnig nefna kúgun og hrotta- skap ýmiss konar. Þá eru á- kvarðanir teknar á röngum for- sendum eða mál hafa ekki verið rannsökuð nægilega. 171 Tryggingakerfi góðrar stjórnsýslu 1 þjóðfélaginu hefur þó smátt og smátt myndast einskonar tryggingarkerfi góðrar stjórn- sýslu, sem veitir stjórnvöldum aðhald. Þar má nefna eftirlit yfirmanna með undirmönnum, refsiábyrgð opinberra starfs- manna og skaðabótaábyrgð ef þeir valda þegnunum tjóni. Æðstu menn stjórnsýslunnar, ráðherrarnir, bera sérstaka ráðherraábyrgð sem er refsi- og skaðabótaábyrgð. Þá er settur upp sérstakur dómstóll, ef slikt kemur fyrir, landsdómur. Þá koma til ýmiss konar ögunarráð. Yfirmaður getur veitt undir- manni aðhald með ögunarráð- um og áminningum og jafnvel svipta hann stöðu. Þetta þarf jafnvel að gera með dómi. Allt á þetta að veita aðhald. Svo varðandi eftirlitið, þá kýs ijikið þriggja manna nefnd,skoð- unarmenn rikisreikninga, og þeir eiga að sjá um, að ekki sé greitt úr rikissjóði fyrir neitt án heimildar. Við þetta bætast svo rikisendurskoöendur. Þá hafa félagsmálastofnanireftirlit með fjárreiðum sveitarfélaga s.s. sýslunefndum og hreppsfélög- um. Aðrar stofnanir hafa sérstakt verkefni með höndum s.s. raf- magnseftirlit o.fl. Allt þetta kemur inn á samskipti stjórnr valda og rikis. □ Málskot til æðra stjórnvalds Fyrir utan eftirlitið og viður- lögin kemur einnig til málskot. Sá sem telur sig beittan órétti getur skotið málinu til æðra stjórnvalds. 1 skattamálum er t.d. hægt að kæra til rikisskatta- nefndar og svo er hægt að fara með mál fyrir dómstóla og þó að maður hafi ekki notað sér stjórnlega kæru þá má fara með mál beint til dómstóla þrátt fyr- ir það. Þar verður að tryggja að afl- að sé nægilegra gagna og að stjórnsýslugerningar séu framdir á grundvelli réttra for- senda. 71 Aðhald þjóðþings með stjórnvöldum Alþingi hefur ákveðið vald á rikisstjórninni gegn um þing- ræðisregluna og, sem megin- regla, þá skal rikisstjórn ekki sitja nema hún hafi stuðning þjóðþings. Samkvæmt svonefnri laga- heimildareglu mega stjórnvöld einungis aðhafast það, sem full lagaheimild er til. Þá kýs þjóð- þingið ýmsar nefndir og ráð framkvæmdavaldsins, s.s. menntamálaráð, útvarpsráð og stjórnir banka, og hefur með þvi itök i framkvæmdavaldinu. Það er hins vegar spurning hvort þetta veiti nokkra tryggingu fyrir þegnana. Þá má einnig nefna það, að þegnarnir hafa rétt til að bera fram fyrirspurn- ir, sem geta veitt þeim vissa tryggingu. I slikum tilvikum gefa ráðherrarnir skýrslu. Sannleikurinn er hinsvegar sá að framkvæmdavaldið er orðið svo flókið og margbrotið að þeg- ar um mistök er að ræða þá eru það yfirleitt embættismennirnir en ekki ráðherrarnir sem eru i sökinni. [7 Gömlu varnaglarnir farnir að bresta Þar sem umboðsmaður kem- ur inn i myndina sem nýr þáttur i valdajafnvægi þings og fram- kvæmdavalds, beinast athafnir hans fremur að embættismönn- unum sem fremja stjórnsýsl- una. Það að umboðsmannsstarfið er nú svo viða að ryðja sér til rúms er tvimælalaust visbend- ing um, að gömlu varnaglarnir, tryggingarkerfi góðrar stjórn- sýslu, fullnægja ekki lengur. Það verður sem sagt að gera meira nú, til að tryggja að stjórnsýslan fari rétt fram. Og það er einmitt þar, sem um- boðsmannsstarfið kemur til. Það er þvi umboðsmaðurinn, sem kemur þarna inn á milli, sem nýr þáttur i þessu valda- jafnvægi milli þings og fram- kvæmdavalds. Hann starfar að visu á vegum þingsins sem trúnaðarmaður þess og það á að veita honum sjálfstæði gagn- vart framkvæmdavaldinu. En þó að hann komi þannig fram á vegum þingsins þá þýðir það á engan hátt, að hann sé háður þinginu. Hann er einungis settur undir lög þess og reglugerðir, en tekur ekki á neinn hátt við fyrir- mælum frá þvl heldur starfar hann algerlega sjálfstætt. Ef til vill má segja að tengsl hans við þingið eigi að hafa einskonar sálræn áhrif og auka hróður hans og áhrif. 71 Umboðsmaðurinn, hlífiskjöldur almennings Umboðsmaðurinn á að koma fram sem hlifiskjöldur almenn- ings en samt á hann að vera hlutlaus. Hann á ekki að vera málflytjandi almennings eins og t.d. málflutningsmaður, sem tekur að sér að flytja mál fyrir einstakling. Þannig að hann tekur ekki afdráttarlausa af- stöðu með einstaklingi, sem leitar til hans heldur tekur hann málið upp hlutlaust, bæði frá stjórnvöldum og einstaklingi. 71 Bil sérfræðinnar innan þjóðþingsins Yfirsýn þingmanna hefur minnkað með árunum vegna þess hve kerfið er margbrotið og flókið. Þeir hafa þvi ekki lengur það yfirlit yfir framkvæmda- valdið, sem þeir höfðu áður og þegar þeir bera fram fyrir- spurnir, þá kemur ráðherra jafnvel með skýrslu frá sér- fræðingum. Stundum eru þessar skýrslur einnig það flóknar að það er aðeins fyrir sérfræðing- ana sjálfa að skilja þær. Það er einmitt þetta bil sérfræðinnar, sem gerir þinginu erfitt fyrir. Það hefur að visu verið reynt að vinna gegn þessu með þvi að veita þingflokkum sérfræðilega aðstoð. A grundvelli laga um þetta hafa þingflokkarnir þvi fengið einhverja aðstoð. 7 Þjóðþingið orðið afgreiðslustofnun Þá má enn benda á áhrif flokksagans, sem hefur haft það i för með sér að þingræðisreglan hefur raskast. Stjórnmálalega frumkvæðið er þannig, má segja, komið yfir til rikisstjórn- arinnar og aginn kemur frá rik- isstjórninni yfir á þinglið flokk- anna, allavega stuðningsflokka rikisstjórnarinnar. Þingið verð- ur þá kannski meira, sem af- greiðslustofnun. Þá hafa sérfræðingarnir sjálf- ir einnig fengið stefnumarkandi vald með heimildarlögum, sem framselja þeim vald til þess að marka ákveðna stefnu á ýmsum sviðum. Samkvæmt þessu má segja að jafnvægið hafi færst yf- ir á framkvæmdavaldið frá þinginu. Það er einmitt þess vegna sem svo mikilvægt er að umboðsmaður Alþingis taki til starfa. 7 Varnarskjöl ríkisstjórna Ef við litum aftur á athafnir þingsins er það rétt, að þing- menn stjórnarandstöðu eru yfirleitt það áleitnir, að stjórn- arvöld setja sig yfirleitt i varn- arstöðu. Skýrslur sérfræðing- anna eru þá orðin varnarskjöl til þess að koma i veg fyrir ó- þægindi frá hendi stjórnarand- stöðu. Svo eru það þingmenn rikisstjórnarinnar. Þeir vilja heldur ekki valda stjórninni ó- þægindum og þess vegna verða þeir einnig að verulegu leyti ó- virkir á meðan þeir styðja rik- isstjórn. 7 Áhrif hlutlausrar rannsóknar Það er einmitt hérna, sem umboðsmaðurinn kemur inn i myndina. Hlutlaus rannsókn hans á málsatvikum hefur þau áhrif, að stjórnvöld setja sig sið- ur i varnarstöðu og rannsókn getur gengið fyrir sig á eðlileg- an hátt. Umboðsmaðurinn er sem sagt ekki I árásarhug held- ur er hann að reyna að upplýsa hið sanna. Þannig er meiri von til þess að raunhæfur árangur náist. 7 Umboðsmaðurinn fjallar ekki um mál milli einstaklinga Umboðsmaðurinn fjallar ekki um mál milli einstaklinga. Slik- um kvörtunum mundi hann visa strax frá. Sama er að segja um gerðir dómsstóla. Samkvæmt isl. frumvarpinu falla slik mál ekki undir verksvið umboðs- manns. Sama gildir einnig á hinum Norðurlöndunum. Þá getur umboðsmaður einnig vis- að öðrum kvörtunum frá að lok- inni frumkönnun.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.