Alþýðublaðið - 30.03.1976, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 30.03.1976, Qupperneq 10
Þriðjudagur 30. marz 1976. alþyóu- blaóíó Húsvörður í Digranesskóla Staða húsvarðar við Digranesskóla i Kópavogi er hér með auglýst laus til umsóknar. StarfU' \erötir \eitt frá 1. mai 1076. Launakjör i samræmi við slartsniannasamning Kópavogskaupstaöar. L’riisöknarfrestur el til -6. april 1976 og umsóknir sendisl fræðsluskrifstofu Kópavogs, Uigranesvegi 10, fyrir þann Fræðsiustjórinn I Kópavogi Tilkynning frá Reykjavíkurhöfn: Smábátaeigendur Eigendur allra smábáía, sem hug hafa á að geyma báta sina i Reykjavikurhöfn i sumar, skuiu hafa samband við yfirhafn- sögumann fyrir 10. april n.k. vegna niður- röðunar i legupláss og frágangs á iegufær- um. Yfírhafnsögumaður Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Húsavikur óskar að ráða nú þegar hjúkrunarfræðinga. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og forstöðukona i simum 96-41333 Og 96-41433. Sjúkrahúsið i Húsavik s.f. Frá Hofi Munið ódýra Hjartagarnið kr. 176.00 hnotan, i heilum kilóum kr. 3000.00 eða kr. 150.00 hnot- an. Nokkrir Ijósir litir á kr. 100.00 hnotan. Allt á að selj- ast, þar sem hætt verður framleiðslu á Hjartacrepi og Combierepi, i núverandi mynd. Hof Þingholtsstræti. Kaupið bílmerki Landverndar Hreint k fáS>land | fagurt I lond ■ LANDVERND Tilboð óskafit i timburhús, til brottflutnings (áður sumar- bústaöur). jlúsið stendur hjá bækistöö gatnamálastjóra i Ártúnsbrekku, við Sævarhöfða. Útboðsgögii eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 1. april 1976, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirfcjuvegi 3 — Sími 25800 r Dugir söngurinn einn til að drepa mann? SYDNEY: Daglega fylgist einn frumbyggi með heimili fylkisstjóransí Queensland, Jon Bjelke Petersen og biður eftir dauða hans. Ef hann deyr berast þær sigur- fregnir til allra byggða frum- byggja á óraviddum sléttunnar. „Söngur dauðans hefur hrifið”. Fyrir viku dæmdu frum- byggjarnir Petersen til dauða i mótmælaskyni vegna stefnu hans i málum frumbyggja. Hundruð þeirra hópuðust saman og gólu ægilegan galdra- söng, sem stóð i þrjá daga. öldungar meðal frumbyggj- anna, segja, að þetta sé seiður „draumatimans” — en það kalla þeir forna sögu sina og þjóðsögur. „Og”, bæta þeir við, „hann drepur áreiðanlega”. Foringi þeirra, Charlie Perkins, sem er i framboði sem óháður þingmaður til þings sagði: „Petersen ætti að fara að deyja bráðum. Hann er búinn að vera bæði andlega og likamlega”. Nornin En hingað til hafa engin sjúk- dómseinkenni sézt á fylkis- stjóranum. „Mér liður bara ágætlega,” sagði hann. „Ég er ekki einu sinni með höfuðverk, sem á að vera eitt af fyrstu ein- kennum þess, að dauðinn nálg- ist.Ef ég finn til yfirleitt... þá er það með Charlie fyrir forneskj- una.” Það er samt einn frumbyggi, sem ekki er sammála kynsystk- inum sinum. Norn i Brisbane, sem kallar sig „Circe”. Circe hefur gert sjálfa sig að „verndarengli” fylkisstjórans. „Hann er mikill maður,” sagði hún,„ og til að vernda hann hef ég snúið formælingunum að Charlie Perkins.” Fylkisstjórinn er ekkert hrifnari af þessum tilraunum hennar en af tilraunum Perkins og áhanganda hans. „Látum nomina og Perkins útkljá þetta sin á milli.” En öldungarnir meðal frum- byggjanna halda þvi fram, að nomin geti ekki dregið úr magni seiðsins. „Þaðerhvorki hægtað snúa honum á annan né draga úr honum,” segja þeir. I Aðvörun Hafa þessi álög nokkru sinni hrifið? Frumbyggjarnir halda þvi fram, að tveir ungir, hraust- ir frumbyggjar hafi verið sungnir til bana árið 1961 og ári seinna létust tveir frumbyggjar i trúboðsstöð ensku biskupa- kirkjunnar i Höfðaborg eftir að töfralæknir hafði sungið söng dauðans yfir þeim. Væri unnt að ákæra Charlie Perkins fyrir morð, ef Petersen dæi? Dómsmálaráðherrann sagði: „Hámarksrefsing fyrir galdra er eins árs þrælkunarvinna. Hins vegar virðist mér þessi furðulegi galdraseiður Perkins vera óvenjulega mis- heppnaður.” Fyrst af öllu bíl... HÖFÐABORG: Afrískur verkamaður, sem vann 10,2 milljónir á miða, sem kostaði hann 85 kr, sagði: „Ég ætla að kaupa mér bíl — og svo kannski nýja konu". Þá veit maöur hvert aurarnir runnu... COLOMBO: Blindur betlari, Jayatissa Perea, fékk aldrei meiri ölmusu en 70 kr. á dag. Nýlega vann hann stóra vinninginn í Happdrætti ríkisins — 10,2 milljónir kr. Hvað ætli miðinn hafi kostað? Aðeins 70 kr. Nú brosir seppi með fölsku tönnunum sínum SOFiA: Það munaði minnstu, að lögreglu- hundurinn, Tchoko, væri „settur af", þegar hann missti f jórar tennur við að reyna að stöðva bfl, sem sakborningur var að reyna að sleppa i. En nú hefur hann tekið til starfa á ný — með fjórar krómíum-kóbalt gervitennur, sem búlgarskur tannlæknir smíðaði sér- staklega fyrir hann. FRAMHALDSSAGAN Hann visaði henni leiðina i gegnum dimman garðinn að hús- inu, þar sem hann opnaði aðal- dyrnar, svo að þau kæmust inn i anddyrið. — Mér liður eins og innbrots- þjóf! hvislaði Phillida. — Ég þori að veðja, að við gæt- um stungið af með allar mínar eigur, án þess að nokkur af þjón- ustufólkinu vaknaði, sagði hann og sleppti vandlega þvi að segja henni, aðhann hefði sina eigin að- ferð við að rjúfa aðvörunarkerfið, þegar hann sneri óvænt heim aft- ur. — Ef þér vilduð fara inn i bókasafnið, þá skal ég blanda handa yður eitthvað að drekka, hélt hann áfram. — Ég held, að við þurfum bæði á þvi að halda! En það Var hjarta lians, sem sló svo hátt, að hann var hálft i hvoru hræddur um að það heyrðist i kyrrðinni. . Hvað var það einginlega, sem hann hafði hugsað sér, þegar hann fór með henni i ökuferð? Ef satt skal segja, þá hefði hann varla getað svarað þessari spurn- ingu. Kannski svolitið daður . .. fyrsta tilraunin til að brjóta niður varnir hennar. Eins og Beverly hafði sagt með sanni, þá var „tækni” hans full- komin. Þegar hann reyndi við eitthvert hjartað, þá var hann alltaf reiðubúinn að vera þolin- móður. . . . en hann hafði ekki hugsað sér neitt i þessa áttina, og skyndilega rann það upp fyrir honum, að það hlutu að vera ör- lögin, sem höfðu hagað þessu þannig. Hér var hún, stúlkan, sem hann hafði þráð vikum saman, sem hann vissi nú, að var hræðilega óhamingjusöm i hjónabandi sinu. .. ein hjá honum klukkan hálf eitt um nóttina i sofandi húsi. . . — Setjist niður! Sinclair Arliss dró fram djúpan hægindastól handa henni. — Er yður kalt? — Kalt? t svona dásamlegu veðri? sagði Phillida og fór úr kápunni. — Hvenær haldið þér eiginlega, að við komumst á hót- elið, herra Arliss? — Það skiptir minnstu máli! svaraði hann kæruleysislega,— Næturvörðurinn verður hvort eð er hálfsofandi og tekur sjálfsagt ekki einu sinni eftir þvi, hver við erum. Þér eruð ekki. . . hræddar, er það nokkuð? — Ekki vitund, en ég er satt að segja farin að verða svolitið syfj- uð! Hún hallaði sér aftur á bak i stólnum og brosti til hans. Guð minn góður! Mikið er hún ótrúlega eðlileg, hugsaði hann. Alveg eins og barn. Og i eitt skipti var eitthvað, sem minnti óþægi- lega mikið á slæma samvizku, sem angraði hann. Því hann gerði sér fullkomna grein fyrir þvi, að hann stofnaði mannorði hennar i hættu með þvi að fara með hana heim á þessum tima nætur. Ef einhver kæmist að þvi? Samvizka hans hefði kannski angrað hann enn meir, ef hann eftir Valerie North.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.