Alþýðublaðið - 29.04.1976, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.04.1976, Qupperneq 3
blattö1' Fimmtudagur 29. april 1976 FRÉTTIR 3 Sólarorkan Fuglaveiöar með fálkum og öðrum ránfuglum er nú nær ó- þekkt iþrótt. t Mið-Aslu þekkist hún þó enn, og fara veiði- mcnnirnir út á eyðimörkina og dveljast þar i marga daga. — Nútimatækni gerir þeim lifið auðveidara og þægilegra. Nú geta þeir haft með sér hitunartæki, sem nemur geisla sólar- margs nýtileg innar og breytir þeim i hitagjafa, sem veiðimennirnir geta notað til að sjóða og steikja mat. — Þetta tæki er siðan hægt að leggja saman eins og regnhlif, og fer þá sáralitiö fyrir þvi. — Myndin er óvenjuleg aö þvf leyti, að þarna birtist háþróuð nútímatækni við hlið aldagamailar hefðar og fábrotins lifs. t'- Bridge Undanrásir i islandsmóti Bridgesambands íslands voru spilaöar dagana 14. til 17. april. Fjórir sex sveita riðlar tdku þátt i undanrásinni Tvær efstu sveitir úr hverjum riðli hafa svo rétt til að spila i úrslitakeppni, sem fram á að fara i Reykjavik dagana 3.-7. júní n.k. Þar munu allir spila við alla. Islandsmeistaratitilinn hlýtur svo stigahæsta sveitin úr þeirri keppni. Hér á eftir fara stig hverrar sveitar i undanrásinni og eru A-riðill: Stig. Sveit Jón Hjaltasonar Rvik 84 Sveit Ólafs Gislasonar Hafnarf. 74 Sveít Jóns Haukssonar Vestm. 53 Sveit Óla Kr, Bjarnasonar Hafnarf. 34 Svéit Vilhjálms Vilhjálmss Kópav. 25 Sveit Vals Sigurðssonar Akran. 23 B-riðill Stig Sveit Hjalta Eliassonar Rvik 90 Sveit Böðvars Guðmundss. Hafnarf. 56 SveitÓlafsLárussonar Rvik 52 SveitPáls Valdimarss Akran. 39 Sveit Einars V. Kristjánssonar tsaf. 34 Sveit Viktors Björnssonar Akran. 23 C-riðill Stig Sveit ÓlafsH. Ólafss Rvik 70 SveitStefán Guðjohnsens Rvik 69 Sveit Armanns Láruss Kópav 44 Sveit Kára Jónassonar Kópav 39 Sveit Ellerts Kristjánssonar Stykkish. 33 Sveit Friðþjófs Einarssonar Hafnarf. 30 D-riðill Stig Sveit Jóns Baldurssonar Rvik 77 Sveit Boggu SteinsReykjan. 63 SveitGylfa Baldurss. Rvik 59 Sveit Birgis Þorvaldss Rvik 37 Sveit Júliusar Thorarens. Ak 36 Sveit Alfreðs Pálss. Ak 19 Iðnnemar telja úrbóta þörf Ráðstefna Iðnnemasambands Islands, sem haldin var um iðnaðarmál, á Norðfirði dagana 24. og 25. april sl. telur, að Iðn- fræðsluráð hafi algjörlega brugðizt þvi hlutverki sínu, að gera heildaráætlun um upp- byggingu iðnskóla eins og ráðinu er ætlað i lögum. 1 niðurstöðum ráðstefnunnar er lögð áherzla á, að ákveðið verði að leggja niður ýmsa litla og fámenna iðnskóla svo og skóladeildir,sem staðsettar eru viða um land. 1 staðinn verði lögð áherzla á stofnun kjarna- skóla, sem veitt geti viðunandi aðstöðu til menntunar. Fram hafa komið frá framhaldsskóla- nefnd hugmyndir um hvernig haga beri iðnfræðslunni og lýsir ráðstefnan yfir jákvæðri afstöðu gagnvart þeim, en leggur áherzlu á, að iðnnemar taki virkan þátt i að fjalla um þau drög. Kennslutækjaskortur Ráðstefnan benti á að kennslutækjaskortur hái kennslunni i mörgum iðnskólum og þar þurfi að ráða bót á. Einnig telja iðnnemar að koma þurfi á fót námsbókaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið með svipuðu sniði og Rikisútgáfu námsbóka, sem þjónar grunn- skólastiginu. Betra skipulag — meiri samræmingu Ráðstefnan setur fram þá skoðun, að forsenda fyrir góðu kennslufyrirkomulagi sé, að hið fyrsta verði gerðar námsskrár i'yrir iðnfræðsluna. Slikar námsskrár munu vera væntan- legar i málm- og tréiðnaðar- kennslunni. Iðnnemar luku upp einum rómi um, að sveinspróf i flestum iðngreinum væri ekki i samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til iðnáveina i dag og þurfi þvi að aðlaga sveinsprófið nútimanum. —-ES Norska olíumölin reynist vel á Eskifiröi - Eskfirðingar eiga enn ósamið um sérkröfurnar „Við hér erum nú að undirbúa 1. mai hátiðarhöld”, sagði .Bragi Haraldsson, nýkosinn formaður i Verkalýðsfélaginu á Eskifirði i spjalli við blaðið. „Um þau er fullkomin sam- staðaoghefur ekki i annan tima verið betri”, hélt hann áfram. ,Við ætlum að búa að okkar eigin kröftum i þvi, enda er kostnaðar- samt að fá skemmtikrafta að. Hér er ró og spekt yfir stjórn- málunum, og verkalýðsmálunum og við gerum okkur vonir um að geta mjög bráðlega gengið frá okka- sérsamningum, sem frestað var eins og kunnugt er.” „Hvað er helzt fréttnæmt að öðru leyti hjá ykkur?” „Ef við vikjum fyrst að at- vinnuástandi, má segja, að það sé og hafi verið sæmilegt siðan verk- falli lauk. Fiskveiðarnar hafa gengið rétt þokkalega, en á þeim byggist auðvitað mest. Bygginga- framkvæmdir eru nokkrar á döf- inni, t.d. bygging nokkurra ibuða eftir lögum um verkamannabú- staöi, og svo er grunnskóla- bygging hafin. Mikið byggt Skólahúsnæði hefur verið og er mjög áfátt, enda er gamla skóla- húsið siðan litlu eftir aldamót, og skólinn hefur orðið að notast öðrum þræði við leikskóla- byggingu undanfarið. Nú á að bæta úr með skólamannvirkjum, sem byrjað er á innan við Ás- byrgi. Þar eiga að koma auk skólahússins bæði sundlaug og iþróttahús. Tónlistarskóla rekum við i félagi við Reyðfirðinga að hálfu. Sá skóli hefur á að skipa mikið lærðum og vel hæfum tón- listarmanni, tékkneskum.” „Þið fenguð Norðmenn til að leggja oliumöl á götur hjá ykkur, ef ég man rétt, hvernig hefur það gefizt?” „Já, oliumöl var lögð á aðal- götuna gegnum bæinn, og ber ekki á öðru en það hafi gefizt vei enn sem komið er. Vitanlega má gera ráð fyrir einhverju viðhaldi, en þetta gerbreytti útliti bæjar- ins, það sem það náði.” „Er fólki að fjölga i bænum?” „Það fer nú fremur hægt, en tölur um það hef ég ekki hand- bærar.” „En eruð þið ekki bjartsýnir á viðgang bæjarins?” „Jú, það held ég að mér sé óhætt að segja að við séum”, sagði Bragi Haraldsson að lokum,— OS Skoðanakönnunin Ríkir RAUNVERULEGT trúfrelsi hér á landi? 1 Sá sem svarar þessum spurningum er-ára Karl-----kona-----1 (Setjið x þar sem við á) 1. ER TRÚFRELSI Á ÍSLANDI? JA---------NEI----- 2. TRÚIR ÞO ÁGUÐ? JÁ---------NEI------ 3. TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLIF JÁ------------NEI-------------- j Setjið x við það svar, sem við á. Sendið í lokuðu umslagi: f Skoðanakönnun Alþýðublaðsins Pósthólf 320 j Reykjavík [

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.