Alþýðublaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 2
2 STJðBWMÁL
Ú t g e f a n d i: A1 þv ö u fl o k k u r i n n.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son,. Ritstjóri: Sighvatur Björgvins-
son. Kréttasljóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar er f' Síðu-
múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Áskriftarsími 14900.
Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 10 00 krónur á
mánuði og 50 krónur f lausasölu.
alþýöu-
blaóiö
Kvenfélag Alþýðu-
flokksins stofn-
Mörg ár eru liðin, síðan Alþýðuflokkurinn flutti
fyrstu tillögur sínar á Alþingi um atvinnulýðræði.
Flokkurinn lagði til, að starfsfólk fengi að kjósa tvo
menn í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins, og að
skipuð yrði samstarfsnefnd stjórnenda og starfs-
manna við Áburðarverksmiðjuna. Síðar lagði Al-
þýðuflokkurinn til, að nefnd yrði skipuð til að gera
heildartillögur um atvinnulýðræði, og var nefndin
skipuð, en af störfum hennar fara litlar sögur.
Enda þótt Alþýðuflokkurinn hafi snemma tekið
mál þetta upp og margir hafi veitt því stuðning og
sýnt þvi áhuga, hefur sáralítill árangur náðst. is-
lendingar eru því langt á eftir nágrannaþjóðum sín-
um á þessu sviði, og er það óviðunandi ástand.
Atvinnulýðræði er skipulag, sem dreifir valdi í at-
vinnulífinu, veitir verkafólkinu aukin réttindi og völd
til móts við f jármagnið og gerið lýðræði virkara en
áður. Allt er þetta til góðs - allt styrkir það undirstöðu
þjóðfélagshugmyndá islendinga. Þessar félagslegu
umbætur kosta ekki fé, og verður þvi ekki við borið,
athafnaleysi Alþingis og stjórnvalda til afsökunar. I
þessum efnum hefur hreinlega ríkt íhaldsstefna hér
á landi, jafnvel i tíð svonefndrar vinstristjórnar.
Nú fer áhugi á atvinnulýðræði ört vaxandi. Sam-
vinnuhreyf ingin hef ur tekið máiið á dagskrá að nor-
rænum fyrirmyndum, og samvinnustarfsmenn hafa
haldið um það námskeið. Starfsmannafélag ríkis-
stofnana hefur haldið uppi námshóp um atvinnulýð-
ræði og birt niðurstöður sínar. Meira að segja Al-
þýðubandalagið hefur haldið fund um málið.
Þegar nef nt er atvinnulýðræði, kemur f lestur f yrst
til hugar þátttaka starfsmannaf ulltrúa í stjórn fyrir-
tækja, og það er vissulega veigamikið atriði, sem rétt
er að f ramkvæma í stórum stofnunum eða fyrirtækj-
um. Samstarfsnefndir eru annar veigamikill þáttur,
og loks má nefna íhlutunarréttallra starfsmanna um
næsta umhverfi sitt, eins og fram kom í tillögu al-
þýðuf lokksmanna um starf sumhverf i á þingi í vetur.
Þá geta f jármál að sjálfsögðu komið til skjalanna,
þar sem aðstæður eru til þess. I ýmsum löndum hafa
verið framkvæmdar tillögur um, að hluta af arði
fyrirtækja skuli skila til starfsmanna. Stundum er
þetta gert í formi hlutabréfa í viðkomandi fyrirtæki,
og eignast starfsfólkið þá smám saman meiri hluta í
þeirri starfsemi, sem vinna þess ber uppi. Sums
staðar er hluti af ágóða lagður í starfsmannasjóði ,
og fara verkalýðsfélög viðkomandi starfsgreinar
með stjórn þeirra. Þessir sjóðir eru siðan notaðir til
þess að kaupa hlutabréf í ýmsum fyrirtækjum , þar
sem f jármagns er þörf til að tryggja atvinnu. Hér á
landi er þó trauðla við aðgerðum að búast á þessum
sviðum atvinnulýðræði, enda næg verkefni að fram-
kvæma hina félagslegu hlið og efla þar með verulega
lýðræði í landinu.
Viggo Kampmann
Viggo Kampmann, fyrrverandi forsætisráðherra
Dana, er látinn. Með honum er horfinn einn þeirra
dönsku stjórnmálamanna, sem reynst hafa (slend-
ingum hvað bezt. Það féll í hans hlut að leiða hand-
ritamálið örlagaríkustu skrefin til endanlegrar
lausnar — en fá mál hafa veriðDönum til meiri
sóma.
Kampmann kom fram á sjónarsvið stjórnmála
sem kornungur hagfræðingur, er f Ijótlega var settur
til hinna mestu trúnaðarstarfa. Hann var jafnaðar-
maður, og sá H.C.Hansen fljótt, hvað í honum bjó.
Kampmann hafði verið ráðherra nokkur ár, er hann
tók við forsæti að Hansen látnum.En heilsan brást og
eftir annað hjartaáfall varð hann að hætta störfum
fyrir nokkrum árum. Hann var þó virtur hugsjóna-
leiðtogi danskra jafnaðarmanna til æviloka.
að í Skagafirði
Föstudaginn 21. maí sl.
var stofnað^ á Sauðár-
króki Kvenfelag Alþýðu-
flokksins í Skagafirði.
Stofnendur félagsins
voru aðallega konur frá
Sauðárkróki og Hofsósi,
en einnig annarsstaðar
frá í Skagafirði. Á stofn-
fundinum ríkti mikil
eining um það að styrkja
stöðu Alþýðuflokksins í
Skagafirði og í kjör-
dæminu.
A fundinum mættu þær
Kristin Guðmundsdóttir for-
maöur Sambands Alþýöuflokks-
kvenna og Helga Einarsdóttir
ritari Kvenfélags Alþýðu-
flokksins i Reykjavik.
Þá mættu einnig á fundinum
formaöur og varaformaður
Kvenfélags Alþýðuflokksins á
Akureyri, þær Aslaug Einars-
dóttir og Olöf Jónsdóttir. Lögðu
þær mikla áherzlu á samstarf
og samvinnu Akureyrarfélags-
ins við hið nýstofnaða félag i
Skagafirði.
Fundarmenn voru sammála
um aö stofnun félagsins og sam-
vinna við félagið á Akureyri
mundi verða lyftistöng fyrir
flokksstarfið norðanlands.
1 stjórn Kvenfélags Alþýðu-
flokksins i Skagafirði voru
kjörnar: Helga Hannesdóttir,
formaður, Bára Haraldsdóttir,
ritari, Herdis Sigurjónsdóttir,
gjaldkeri og til vara Erla As-
grimsdóttir og Ágústa Jónsdótt-
ir. Endurskoðendur voru kjörn-
ir þær Ragnheiöur Þorvalds-
dóttir og Hólmfriður Friðriks-
dóttir.
Alþýðublaðið óskar skagfirzk-
um alþýðuflokkskonum til
hamingju með hið nýstofnaða
félag.
V-
Framtíð íslenzk landbúnaðar tekin til skoðunar:
Landbúnaðarráðherra
skipar þrjár nefndir
- til eflingar fóðuriðnaðar, til að endurskoða lög um stofnlána-
Landbúnaðajráðherra hefur
nýlega skipað þrjár nefndir til
að vinna að mikilvægum mál-
efnum i þágu landbúnaðar. Eru
nefndirnar sem hér segir:
1. Nefnd skipuð 7. mai s.l.
til að gera heildaráætlun um efl-
ingu fóðuriðnaöar á Islandi, er
fullnægt geti að mestu fóður-
bætisþörf landbúnaðarins.
Stefnt verði að þvi að hraða
uppbyggingu grænfóðurverk-
smiðja og athuga möguleika á
hagnýtingu afgangsorku og
jarðvarma viö rekstur þeirra.
Jafnframt verði aukin áhrif
bænda og samtaka þeirra á
stjórn og rekstri verksmiðj-
anna. 1 nefnd þessari eiga sæti:
Hjalti Gestsson, ráðunautur,
sem er formaður nefndarinnar.
Magnús Sigurðsson, bóndi,
Gilsbakka, varaformaður,
Arni Jónasson, erindreki
Stéttarsambands bænda
Egill Bjarnason, ráðunautur,
Sauðárkróki
Jóhannes Bjarnason, verk-
fræðingur
Stefán Sigfússon, fulltrúi
Teitur Björnsson, bóndi,
Brún, Þingeyjarsýslu.
2. Nefnd skipuð 12. maí 1976 til
að endurskoða lög nr. 45 16.
april 1971, um Stofnlánadeild
landbúnaðarins og III. kafla
laga nr. 115, 7. nóv. 1941, um
Veðdeild Búnaðarbanka ís-
lands, með það fyrir augum að
finna hagkvæma leið til aö
tryggja stofnlánadeild og veð-
deild sem mest eigið fjármagn,
þannig að tekjur deildanna skili
meiri hlut við starfsemina og aö
lánareglur byggist á þvi, að ekki
deild landbúnaðarins
og lög um
Framleiðsluráð
gangi á fjármagn deildanna.
Nefndina skipa þessir menn:
Stefán Pálsson, forstöðumað-
ur stofnlánadeildar, formaður
Eiríkur Guðnason, deildar-
stjóri
Friðjón Þórðarson, al-
þingismaður
Helgi Seljan, alþingismaöur
Jón Helgason, alþingismaður
Stefán Valgeirsson, alþingis-
maður.
3. Nefnd, skipuð 26. mai 1976,
til að endurskoða lög um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun og
sölu á landbúnaðarvörum o.fl.
Endurskoðun laganna felur
m.a. I sér eftirfarandi atriði:
Tryggt verði svo sem unnt er,
að bændur fái sömu tekjur og
viðmiðunarstéttirnar. Einnig
verði heimilaðar aögerðir til
stuðnings mjólkurframleiðslu I
nánd við þéttbýli, þar sem hætta
er á mjólkurskorti. Jafnframt
verður tekin afstaöa til þess,
hvort réttara sé, að verð land-
búnaðarafuröa ráðist af
samningum framleiðenda og
neytenda eða samningum fram-
leiöenda og rikisvalds.
Athugaðar verða leiðir til
aukinna áhrifa á framleiðslu-
magn einstakra greina til sam-
ræmingar framleiöslu og
markaðsmöguleika á hverjum
tima. Nefndina skipa þessir
menn:
Jónas Jónsson, ritstjóri, for-
maður
Björn Jónsson, forseti A.S.I.
Brynjólfur Bjarnason,
rekstrarhagfræðingur
Gunnar Guðbjartsson, bóndi
Olafur Andrésson, bóndi.